Morgunblaðið - 22.03.1979, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 22.03.1979, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGU-R 22. MARZ 1979 21 eigum ekki að vinna það fyrir vinskap manns að víkja af götu sannleikans. Því það er ekki hægt að skipta við lífið, guðdóminn, eins og prangara, það hittir mann alltaf aftur, ef maciur svíkst um. Maður á aldrei að miða við stundarhagnað, því slíkt stofnar til hrossakaupa við samviskuna. í mínum huga mun heimilið ætíð vera og verða hornsteinn þjóðfélagsins og þar finnst mér húsmóðurhlutverkið vera mikils- verðasti þátturinn. Þann þátt þurfum við sð styðja og styrkja og að etja ekki út á vinnumarkaðinn konum, mörgum hverjum nauð- ugum en ekki viljugum vegna hinnar hröðu þjóðfélagsþróunar og hve dýrt er að sjá sér og sínum farborða og margur lætur líka kapphlaup um veraldleg gæði villa sér sín. Við eigum líka að styðja við bakið á karlmanninum, sem þessu hlutverki verður oft að gegna. Heimilishald í viðbót við mikið vinnuálag bæði föður og móður kemur niður á börnunum og hér er um mjög alvarlegt vandamál að ræða. Eg hugsa til þess með hryllingi, þegar afleiðingarnar fara að koma í ljós! Foreldrar ásaka sig um að hafa ekki sinnt börnum sínum sem skyldi, þegar þess var mest þörf og gagnstætt, börnin ásaka foreldr- ana. Síðan heldur innreið sína ofdrykkja, hjónaskilnaðir, skert starfsorka, og jafnvel ótímabær dauði. Eftir því, sem líður á barnaárið, má búast við, að umræða um kjör barna verði vaxandi, og er óskandi, að þar fái heilbrigð sjónarmið að ráða en ekki togstreita og metingur hagsmunahópa og flokka. Því að alltaf er hætt við að farið verði að metast um hver sé mestur og beztur, eins og forðum hjá lærisveinum Jesú, þegar þeir veltu vöngum yfir því hver yrði mestur í himnaríki. Væri þá vafa- laust hollt að minnast þess hvern- ig frelsarinn svaraði spurningum lærisveinanna forðum. Ekki er víst að umræðan á barnaárinu beinist að fóstur- eyðingum, þótt þar sé í raun um að ræða málefni sem snertir börn, þótt ófædd séu. Ekki skal dregið í efa að full þörf var á sínum tíma að lagfæra gamla og úrelta löggjöf um fóstureyðingar. Hins vegar er öllum, enn sem fyrr, hollt að minnast orða frelsarans: Leyfið börnunum að koma til mín ... og hver, sem tekur á móti einu slíku barni, tekur á móti mér. Sú ábyrgð, sem fylgir því að taka ákvörðun í hverju einu tilviki er mikil og full ástæða til að íhuga hvort hér sé ekki um að ræða málefni sem betri gaum megi gefa, og efla þá sem þurfa að taka ákvarðanir til þess að gera það á farsælan og sæmandi hátt. Þess vegna segi ég við þig og mig eins og stendur í ritningunni: Gef þér tóm til að skoða huga þinn og samvisku alla og tala við Guð um allt. Spurðu sjálfan þig: Hefi ég vanrækt að biðja? Beðið hugsunarlaust? Gleymt að þakka Guði? Hef ég kannast við Krist meðal félaga og vina, stöðvað ljótt tal og illt athæfi? Ber ég kala til nokkurs manns, öfund, óvild? Hefi ég talað illa um aðra? Prettað í viðskiptum, svikist um í vinnu, brugðist tiltrú, sýnt harðúð, dóm- sýki? Hef ég hjálpað þeim, sem þurftu mín við og ég gat liðsinnt? Hef ég verið nærgætin heima og heiman? Hef ég í huga og verki saurgað sjálfan mig? Er ég eigin- gjarn, metnaðarfullur, stærilátur? Er ég fús til að hafna hverri synd, sem ég veit mig hafa drýgt, bæta úr því, sem ég get bætt, hlýðnast Guðs góða vilja í öllu? Að endingu ætla ég að fara með bænarsálm eftir sænsku skáldkon- una J. Oterdal, þýddan af Margréti Jónsdóttur kennara, er lést 1971 og mörgum er svo kunn: Lát mÍK starfa, lát mig vaka, lifa meðan dagur er. Létt sem fuxlinn lát mÍK kvaka lofxong Drottinn, flytja þár, meðan ævin endist mér. Lát mÍK iAja, lát mÍK biðja lífsins faðir. Drottinn hár. Lát mÍK þreyttan, þjáðan styðja. jjerra tár ok grteða sár, KÍeðja ok fðrna öll mfn ár. Skólaskipan í hvirfilvindi Síðasta atlaga að Námsflokkunum Engu er líkara en að skóla- skipan í Reykjavík hafi að undanförnu verið með einhvers konar krampaflog og óljósar fregnir af þeim borist í blöð. Ekki hefur liðið sú vika, að okkur, sem sæti eigum í fræðsluráði Reykjavíkur, hafi ekki borist nýjar hugmyndir og vangaveltur um hvort ekki megi leggja niður einhvern skólann afhenda annan ríkinu eða þrengja að kennslunni. Nú síð- ast er atlagan að fullorðins- fræðslunni í Námsflokkum Reykjavíkur, með því að minnsta kosti a þrengja að þeim í Miðbæjarskólanum, ef ekki að splundra þeim alveg. Meira um það síðar. Allt ber þetta nokkur tauga- veiklunarmerki. Hingað til hefur átakið beinst að því að byggja upp og ná settum mark- miðum í skólahúsnæði og innra starfi skólanna, þó oft hafi þótt hægt ganga. Nú beinast tillögur í verðbólgunni að því að draga úr því, sem náðst hefur og verið byggt upp á löngum tíma. Dæmigert fyrir það, hvernig ekki á að standa að fræðslumál- um. Nú byggjast viðbrögð á því að fé til skólahalds var skorið verulega niður á fjárlögum í ár. 210 milljón kr. niðurskurður sem nást skyldi með ;,hagræð- ingu í grunnskólum". I Reykja- víkurhlut kemur þarna líklega um 80 millj. kr., auk 240 millj. kr. fyrri niðurskurðar á áætluð- um kostnaði. Og að auki skar borgarstjórn Reykjavíkur niður um tugi milljóna rekstur á skólahúsunum. Munu stjórn- völd hafa látið sér detta í hug að ná þessu með því að hafa 28 börn í bekk, sem auðvitað geng- ur ekki upp nema þar sem svo mörg eru til, þ.e. í þéttbýlinu. Viðmiðunarstundaskráin er raunar ekki enn komin frá ráðuneytinu, en heyrst hefur að ef ekki náist sparnaður með fjölgun barna í deildum, þá verði skorið niður með „kúltúr- sjokki“ svokölluðu, þ.e. minni kennslu á barn. En það er annað mál. Þegar ljóst var hvaða viðtök- ur 28 barna bekkirnir fengju hjá skólafólki og fræðsluráði — enda hefði það kostað aftur- hvarf til röðunar í bekki — virðist hörfað í það að „innan viðunandi marka“ séu að meðal- tali 24,5 börn í bekk. En í vetur fer meðaltalstaian í Reykjavík í fyrsta skipti niður fyrir 24. Var á sl. ári 24,48 og nú 23,86. Varla getur það talist goðgá meðan verið er að sjá hvernig þetta þróast og athuga leiðir til úr- bóta! Ætti að minnsta kosti að fást umþóttunartími fyrir öll árin, sem meðaltalið var langt fyrir ofan. Meiri jöfnun á byggð í borginni er aftur á móti viðfangsefni sem þegar er farið að vinna að með yfirlýstri stefnu um þéttingu á byggð í gamla bænum og hvatningu til aðgerða til að snúa straumnum við. I sumum skólum með lágt meðaltal er fyrirsjáanleg bót þegar á næsta ári, svo sem í Arbæjarskóla þar sem hafin er byggð á heilu hverfi. Eins mætti e.t.v. hafa samkennslu eða opinn skóla í fámennum árgöngum og fleira þarf að athuga, jafnframt því sem ekki er vænlegt að soga í fjarlægari skóla úr fámennu hverfunum. T.d. eru nú 155 utanhverfis- nemendur í Æfingaskóla kenn- araskólans, sem er hverfisskóli. Virðist því nokkur æðibunu- gangur að rjúka af stað með niðurskurðarhnífinn í fyrsta skipti sem nemendafjöldi fer niður fyrir meðaltalið 24,5 í bekk í grunnskólum Reykjavík- ur. Enda hefur þetta nú hjaðnað með samþykkt fræðsluráðs fyrir næsta skólaár, þar sem skólaskipan í grunnskóla verður svipuð, nema hvað grunnskóla- hald er að ganga út úr Armúla- skólanum og Kvennaskólanum, en þeir taka hlutverk í fram- haldsmenntun. Og minni tilfær- ingar eru gerðar til hagræðing- ar. I nóvember var að beiðni menntamálaráðuneytisins skip- uð nefnd með 3 fulltrúum frá hvorum aðila, til „athugunar á skipan framhaldsskólastigsins í Reykjavík", og fóru störf henn- ar strax líka út í athugun á grunnskólunum, þar sem nýting húsnæðis varð verkefnið. Og því komu hinar öru hugmyndir frá ráðuneytinu um skólahúsnæði þar fram. Fyrsta hugmyndin, sem sást í blöðum, áður en fræðsluráð fékk hana, var að taka Austur- bæjarskóla (barst okkur raunar frá borgarráði), næstum eina barnaskólahúsið, sem hefur allt það til skólahalds, sem keppt er að í öðrum skólum, svo sem leikfimishús, sundlaug, kennslueldhús, sérkennslustof- ur, sýningarsal o.fl., auk þess sem skólinn rúmar nú skólaát- hvarf. Þetta hús yrði tekið úr skólarekstri til að breyta skól- anum fyrir tugi, ef ekki milljón- ir, króna í skrifstofuhúsnæði. Menn létu sér detta í hug að skólastarf mætti flytja í Vörðu- skóla, sem Iðnskólinn má ekki missa, eða Miðbæjarskólann, sem Námsflokkarnir nýta. Hug- myndirnar bárust hratt að. Ein var að þétta í skólum austur- bæjarins með því að leggja niður og síðar eftir að ráðherra hafði komið óvænt og blaða- menn og ljósmyndari Þjóðvilj—. ans af álíka mikilli tilviljun, á fund og lofað að hann yrði ekki niðurlagður, að flytja í heilu lagi Æfingaskóla Kennarahá- skólans í Austurbæjarskólann. Það gleymdist að Reykjavík á hluta húsnæðisins af því skól- inn er lögum samkvæmt hverfisskóli. Varla var maður sem sagt búinn að fá hugmynd- ir um byltingu á grunnskólum borgarinnar til athugunar, þegar þær voru fallnar um sjálft sig. Og svo sem fyrr er sagt, er niðurstaðan næstum status quo fyrir næsta skólaár, a.m.k. eru engir grunnskólar látnir til annars. Enda er alls ekki í þessum húsum meira rými, heldur minna á hvern nemanda en norm segja til um. En ekki er allt búið þar með. Krampaflogin héldu áfram að fara um annan hluta fræðslu- líkamans í Reykjavík, framhaldsnámið, og eru ekki síður hörð. Þar er sjúkdóms- orsökin þekkt — smitaði jafnvel út í grunnskólakerfið. Það er örvænting menntamálaráðu- neytis að finna húsnæði fyrir sérskóla sína, sem auðvitað þurfa sitt húsnæði og sinn aðbúnað — þótt ekki verði á kostnað annars skólahalds í borginni. Laugalækjaskóli er gott skólahús og hefur nú undanfarin ár verið sótt í að fá hann og ýta viðskiptadeildinni þaðan. Þar er fyrir efri hluti grunnskóla og verður 7. bekkur úr Laugarnesskóla að fara þangað aftur næsta vetur. En þá kom upp að í öðru skólahús- inu er sérkennslueldhúsið og bókasafnið fyrir grunnskólann en í hinu nýgerð góð félagsmið- stöð skólans í kjallara, sem ekki yrðu greind frá grunnskólanum. Fyrstu hugmyndir bárust um að Fósturskóli ríkisins skyldi fá inni f öðru húsinu, en viðskipta- deildin yrði flutt í Ármúlaskóla, eina skólahúsið sem byggt er til verknáms í borginni, fyrir utan Fjölbrautaskólann í Breiðholti. En fræðsluráð hefur undanfar- in ár staðið á móti þessu, enda miðað að fjölbrautaskóla Austurbæjar síðar með sam- tengingu heilbrigðisbrautanna í Ármúlaskóla, Iðnskólans, sem hefur bóknám í Vörðuskóla og nýtir þegar verknámsstofur í Ármúlaskóla, með viðskipta- deild í Laugalækjarskóla og loks uppeldisbrautum í Kvenna- skólanum. En til að stofna fjölbrautaskóla Austurbæjar vantar enn lög. Að þessu hafa sjálfstæðismenn í fræðsluráði miðað og miða enn. Það hefur aldrei verið hugmyndin að Fjöl- brautaskólinn í Breiðholti sogaði nemendur úr allri borg- inni, heldur væri hverfisskóli á framhaldsskólastigi. Skólinn sá, sem er í uppbyggingu, er nú þegar yfirfullur og í þrengslum, en á hverjum morgni fara 2—3 strætisvagnafarmar af nemendum annars staðar úr Eftir Elínu Pálmadóttur borginni þangað. Á næsta hausti fer allur 9. bekkur Breið- holtanna þaðan yfir í nýbygg- ingu við Hólabrekkuskóla og rýmkar þá, en Fjölbrauta- skólinn verður enn að hafa stjórnunina inni f skólarýminu meðan óbyggð er stjórnunar- álma, sem verður mikið mann- virki dýrt og sýnilega ekki í ráðist nú. Því má létta á honum með því að hafa áfram við- skiptabraut sem getur tekið allt viðskiptanámið í Laugalækjar- skóla, uppeldisbraut í Kvenna- skólanum, og heilsugæslu í Ár- múlaskóla. Á meðan virðist ekki skynsamlegt að láta skólahúsið í Laugalæk frá sér. Enda stóð sú hugmynd ráðu- neytisins ekki lengi, að Fóstur- skólanum skyldi þar komið fyrir í öðru skólahúsinu. Áður er afstaða fræðsluráðs var tekin til þess, kom ný hugmynd fram á sjónarsviðið. Nú var það Myndlista- og handíðaskólinn, sem fara skyldi í 600—700 ferm. húsnæði í Laugalæk, úr 2500 ferm. húsnæði sínu. Hafði í raun fyrr verið að bera víurnar í Ármúlaskólahúsið. En hvað með Fósturskólann? Jú, honum skyldi bara bæta á skólana í Miðbæjarskólahúsinu. Leik- listarskólinn skyldi vera þar kyrr. En alla þessa þrjá skóla á ríkið að sjá um. En hvað þá um Námsflokka Reykjavíkur, alla fullorðins- fræðsluna í borginni sem nú nýtir Miðbæjarskólann á móti Leiklistarskólanum. Fullnýtir sínar 10 kennslustofur dag hvern frá klukkan fjögur síðdegis og sumar fyrr, og fram til kl. 10.30 á kvöldin, en undir- býr kennsluna fyrir þann tíma. í fyrstu var gert ráo fyrir því í hugmyndum til nefndarinnar fyrrnefndu, „að athugað yrði hvort Námsflokkar Reykjavíkur_ gætu verið áfram í Miðbæjar- skólanum“, sem sagt hvort þessi 2600 manna skóli geti verið áfram í skólahúsi sínu eða að annars megi splundra honum og hola niður í stofum annars staðar í borginni. En nú hafa orðanna hljóðan breyst í síðustu tillögum nefndarinnar í „að stefnt skuli að því að Náms- flokkar Reykjavíkur geti áfram starfað í Miðbæjarskólanum". Fulltrúi okkar sjálfstæðis- manna í nefndinni Ragnar Júlíusson hefur bókað að Náms- flokkar skuli ganga þar fyrir og líka að hann sé ekki sáttur við að láta Laugalækjaskóla. Svo stendur nú . Á undanförnum árum hefur Reykjavíkurborg verið að byggja upp í borginni fullorðinsfræðslu, sem hefur tekið ákaflega miklum breyt- ingum og vaxið á undanförnum árum. Frá því að Náms- flokkarnir fengu húsnæði í Miðbæjarskólanum, þar sem aðalstöðvarnar eru, þótt kennt sé nokkuð úti í úthverfnm eftir því sem tilefni gefst til hefur kennslustundum fjölgað gífur- lega úr 3.786 á árunum 1970—71 í 5.487 á árinu 1973—74 og i 10. 410 nú í vetur. Og það sem meira er, prófadeildir nota um helming þess tíma. Þarna er sem sagt fólk úr allri borginni að búa sig undir próf, sem það af einhverjum ástæðum tók ekki áður eða þarf nú á að halda til starfa eða í áframhaldandi nám. Þessi skóli hefur verið byggður upp til að uppfylla sívaxandi þarfir fullorðinna fyrir endurmenntun og símenntun og verið sveigjan- legur, til móts við allar þarfir. Kennt er sem fyrr er sagt í hverri stofu frá kl. 3—4 og til 10.30 á kvöldin, og beðið er eftir meira rými í salnum og leik- fimisalnum, þegar Leiklistar- skólinn fer út. En hann nýtir nú sinn hluta hússins frá því á morgnana og fram á kvöld. Nú eru til dæmis fyrirlestrar fyrir þá, sem annast þroskahefta á hverjum mánudegi hjá Náms- flokkum Reykjavíkur svo fjöl- sóttir, að orðið hefur að fá lánshúsnæði hinum megin við Tjörnina í gamla Tjarnarbíói. Ég get ekki með nokkru móti skilið, að mönnum skuli í alvöru detta í hug að sprengja upp þessa fullorðinsfræðslu, sem búið er að byggja upp og er svo vaxandi þörf fyrir. Eða þrengja að henni. Hvort Fóstur- skólinn sættir sig við þessar sömu stofur á morgnana skal látið ósagt. En lítt sýnist mér það fýsilegt fyrir þann ágæta skóla. En sem sagt, þetta eru til- lögurnar, sem fræðsluráð og menntamálaráðuneyti eru nú að fá til umfjöllunar. Skipan skólamála er vandasamt verk og erfitt. Mér finnst ekki glæsi- légt að fá að verkefni að umbylta skólahaldi í Reykjavík í hysteríu á vetrarparti. Svona á ekki að standa að skipan skóla- mála!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.