Morgunblaðið - 22.03.1979, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 22.03.1979, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. MARZ 1979 vttí> MORöJKí KAttlNU Ég cr hingað kominn vegna þess, að ók tel konuna mína horfna. Sá hana síðast um áramótin. fyrir 5 árum. 7BEZ- Ég hafði ekki hrjóst í mér til að vekja þig, þú svaíst svo inni- lega fast! BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson í síðustu umferð stórmóts Bridgefélags Reykjavíkur, scm haldið var um síðustu helgi, tókst gestum féiagsins norðmönnum Per Breck og Reidar Lien, að stinga keppinauta sína af og stela senunni svo um munaði. Var það ágætur punktur aftan við vcl hcppnaða heimsókn þessara snill- inga og héldu þeir heimleiðis á mánudag verðlaunafé kr. 150 þúsundum rikari. Spilin í þessari úrslitaumferð voru erfið og reyndust sigur- vegurunum hagstæð. Eitt þeirra var þannig. Suður gaf, allir utan hættu. COSPER (OPIB COM.MCI, NorðurS. 8 H. D73 T. D106 L. K109532 Vestur S. ÁKD742 H. 104 T. K953 L. D Austur S. G953 H. K2 T. ÁG872 L. Á8 Fjárans hundurinn dró mig inn á barinn! Skattpínt fólk skilar engum arði Það hefur fleirum en mér dottið í hug þegar horft er á Rætur og hrylling þrælahaldsins, sem end- aði með bórgarastyrjöld í Banda- ríkjunum, að á svipuðum tíma sat maður í Þýskalandi og samdi hagkerfi sósíalismans þar sem allir eru réttindalausir þrælar. Karl Marx vissi að sósíalisminn vegur að sterkasta eiginleika mannsins, sjálfsbjargarviðleitn- inni, og þess vegna var þetta boöað með byltingu. Þessi helstefna gengur svo mikið í berhögg við alla mannlega skynsemi að hún fékk litlar undirtektir. Það hlaut því einungis að vera Rússland sem féll fyrir þessu að lokum. I Rússlandi höfðu félagslegar umbætur og mannréttindi fengist miklu seinna en annars staðar í Evrópu, t.d. stóð bændaánauðin 100 árum lengur þar en í Dan- mörku. Fram eftir nítjándu öld- inni stóðu svona auglýsingar í blöðunum í Moskvu „barn á 7 kópeka, þjónn á 25 rúblur, vinnu- kona á 10 rúblur" en mjóhundur kostaði þá 300 rúblur. Samt sem áður gleyptu sárafáir Rússar við sósíalismanum. Það var helst lág- aðallinn vegna öfundar, liðhlaupar úr hernum og gj'ðingakaupmenn sem borguðu áróðurinn. Og svo auðvitað Lenin sem hershöfðingi keisarans kostaði til náms og fékk hann líka verðskuldaðan dauðdaga því Lenin lét það verða sitt fyrsta verk að taka hann af lífi. I fjögur ár barðist sósíalisminn við alþýð- una, fátæka verkamenn og bændur þar til hungrið, sem enn í dag fylgir rússnesku þjóðinni, leiddi sósíalismann til sigurs. .Nú er enginn svo fáfróður að þekkja ekki kjör almennings í Rússlandi. Finnst menningarvitunum hérna ekki sjálfsagt að fangelsa rithöfunda sem ekki skrifa eftir uppskriftabók flokksins? Þeir ættu að lesa fróðleikinn sem kom- inn er út um geðveikrahælin í gegnum andófsmennina. Þeir ættu manna fyrstir að skilja þá því þeir eru jú einu andófsmennirnir hjá okkur. Suður S. 106 H. ÁG9865 T. 4 L. G764 Gestirnir voru með spil norðurs og suðurs og sagnirnar gengu þannig: Norður Austllr Suður Vestur P lSpaðar 2 Hi<>rtu 2 Spaðar 5 Hjörtu P P P P 5 Spaðar allir pa8S. Reidar var meÖ spil norðurs og leyfði spaðamönnunum að ná gaminu í friði en fórnaði þá í 5 hjörtu og hefði tapað aðeins 300 í því spili. En vestur vildi eðlilega fá hærri tölu og sagði þá 5 spaða. Út kom lágt hjarta, kóngur og ás. Næsta slag tók Per á hjarta- gosa og skipti síðan í lauf. Tekið í borði og lauf trompað heima en Per lét þá gosann og hafði þar með sýnt 6 punkta. Samkvæmt kerfiskorti lofaði opnunin, 2 hjörtu, 7—11 punktum og kann það að hafa ráðið tígul- ferðirini þegar sagnhafi tók á kóng og ás og tapaði þar með spilinu. Engu að síður hefði verið rökrétt- ara að svína en gestirnir gerðu andstæðingum sínum spilið eins erfitt og hægt var og fengu góða einkunn fyrir. Hverfi skelfingarinnar hann um skoðun og spurði þess í stað: — Hvað er þér á höndum? — Bcra vitni, sagði hún móð og másandi. — Það var faðir minn sem sagði... — Hefur þú eitthvað séð? spurði hann og fylltist nú áhuga. — Ég var hérna um tíuleytið að skila vörum sagði hún til skýringar. — Andartak. Lögreglumaðurinn leit um öxl og ýtti upp stofudyrunum. Þaðan barst ómur ar mörgum röddum og karlmannsgrátur hlandaðist inn f. — Mortcnsen, hefurðu tíma til að tala við mig. Hái granni lögregluforing- inn kom í Ijós í dyrunum. — Hvað þá? llngu stúlkunni liggur dálítið á hjarta. , — Ég kem eftir örstutta stund. Setjist fram í eldhúsið og bíðið þar cftir mér. — Má bjóða þér sígarettu? Lögreglumaðurinn hafði setzt andspænis henni við eld- húsborðið og virti hana fyrir sér. Gcðslegur unglingur í meira lagi og þokkafull og virtist ekki fara leynt með það sem hún hefur. Ilann þóttist viss um að væri hann einn með henni í meira en tíu mínútur mynda hann fá hana til við sig. Mortensen stóð í dyrunum. Lögrcglumaðurinn reis snögglega úr sæti og vék fyrir yfirmanni sínum. Lögregluforinginn var að flýta sér. — Hvað heitið þér? — Caja Miriam Petersen. — Aldur? — Átján og hálfs. — Heimilisfang? — Bakkaba-jarvegur 3. — ()g hvað lá yður á hjarta? .— Ég talaði við frú Abil- gaard um tíuleytið. — Hérna? — Já, ég var að koma með vörur. — Eruð þér sendill? Mortensen leit spyrjandi á hana. — Bæði já og nei. Ég vinn í versluninni hjá föður mínum. Hún cr við hliðina á bensínstöð- inni niður frá. Ég cr við kassann en á morgnana fer ég með vörur ef lítið er að gera. — Og þér fóruð sem sagt með vörur hingað í dag? — Já, frú Abilgaard hringdi og pantaði eina flösku af púrt- víni, tannkrem og svona hitt og annað. Það er þessi kassi þarna. Caja kinkaði kolii í áttina að pappakassa sem stóð ofan á fsskápnum. — Afhentuð þér hann við dyrnar eða fóruð þér inn? — Ég hringdi bjöllunni og svo opnaði ég og kallaði inn að það væri ég og þá kallaði frú Ahilgaard frá baðherberginu hvort ég vildi gjöra svo vel og setja kassann frá í eldhúsið. — Sáuð þér hana? Eftir Ellen og Bent Hendel Jóhanna Kristjónsdóttir snéri á íslenzku. — Já, hún kom út úr baðinu þegar ég var að fara aftur. — í hverju var hún? — Bara í litlum nærbuxum. Caja hristi höfuðið íbyggin á svip eins og hún vissi lengra en nef hennar næði. — Það hefði verið heldur betur freisting fyrir cinhvern ókunnugan karlmann sem hefði komið inn? Ég meina sko að hver scm var gat auðvitað gengið beint inn frá götunni. Hún slökkti í sígarcttunni í öskubakkanum og nuddaði fingrum saman. — Ef við sleppum í bili að velta fyrir okkur möguleika á að ókunnugur kynóður karl hefði hér verið á ferðinni, sagði Mortensen — haldið þér þá að cinhver hafi búið hér í grennd- inni sem gæti hafa verið í nöp við frú Abilgaard? — I nöp við hana? Gaja leit skilningsvana á hann — Nei, ekki svo að ég viti til. En ég hélt að henni hefði hálfvegis verið nauðgað. J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.