Morgunblaðið - 22.03.1979, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 22.03.1979, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. MARZ 1979 23 Lífeyrissjóði verzlunarmanna og fengust frá honum 356 millj. kr. á s.l. ári. Frá Framkvæmdasjóði fengust að láni á s.l. ári 60 millj. kr. Verzlunarlánasjóður sinnir lán- veitingum til fjárfestinga. Á árinu 1978 voru í fyrsta sinn eingöngu veitt verðtryggð lán miðað við hækkun byggingarvísitölu auk lágra vaxta, sem að meðaltali námu 3.5% á árinu í samræmi við lánskjör hjá áðurnefndum sjóðum. Jöfnunar- hlutabréf Fundurinn samþykkti tillögu bankaráðsins um útgáfu jöfnunar- hlutabréfa að upphæð 100 millj. kr. eigi síðar en 30. júní 1979. Ofangreind útgáfa jöfnunar- hlutabréfa er til viðbótar útgáfu þeirri sem samþykkt var á aðal- fundi bankans 1978 að upphæð 100 millj. kr., sem gefin voru út 1. jan. 1979. Samþykktir liggja því fyrir um að hlutafé verði 600 millj. kr., en aðalfundur 1978 samþykkti nýtt útboð hlutafjár um 300 millj. kr. með innborgunum á árunum 1979—1981, 100 millj. kr. hvert áranna. Höskuldur Ólafsson, banka- stjóri, las og skýrði reikninga bankans. Niðurstöðutala í rekstursreikn- ingi bankans er 1523.4 millj. kr. á móti 852.9 millj. kr. árið á undan og hefur þannig hækkað um 670.5 millj. kr. eða 78.6%. Reksturs- kostnaður bankans á árinu varð alls 453.9 millj. kr. á móti 297.6 millj. kr. á fyrra ári og er hækkun- in á milli ára 52.5%. Laun hækk- uðu um 119.4 millj. kr. eða 61.3% en annar kostnaður um 36.9 millj. kr. eða 35.8%. Launahækkanir eru mestu ráð- andi um hækkun rekstrarkostnað- ar á árinu, en hækkun annarra rekstrargjalda varð mun hóflegri. Vaxtagjöld urðu alls 1010.0 millj. kr. Afskriftir að upphæð 10.9 millj. kr. sundurliðast þannig að af skrifstofuáhöldum og hús- búnaði eru afskrifaðar 6.9 millj., en aðrar afskriftir námu 4.0 millj. kr. Til varasjóðs var varið 29.7 millj. kr. og óráðstafað er um 19.0 millj. kr. Vaxtatekjur bankans voru alls 1325.1 millj. kr. og hafa hækkað frá fyrra ári um 81.0% en aðrar tekjur, sem eru ýmis konar þókn- un og umboðsstörf námu 197.5 millj. kr. og höfðu þær aukist á árinu um 64.3%. Eigið fé bankans var í árslok 554.0 millj. kr. Á árinu gjaldféll síðasta greiðsla hlutafjárútboðs frá árinu 1973 og nam hlutafé 100 millj. kr. í árslok. Varasjóður var 220 millj. kr., höfuðstóll 215 millj. kr. og óráðstafað 19 millj. kr. Rekstur Verzlunarlánasjóðs skilaði á árinu tekjuafgangi að upphæð 29.5 millj. kr. Nam vara- sjóður verzlunarlánasjóðs í árslok 71.6 millj. kr. Úr bankaráði áttu að þessu sinni að ganga þeir Leifur Isleifsson, kaupmaður og Guðmundur H. Garðarsson, viðskiptafræðingur, en voru báðir endurkjörnir til tveggja ára. Aðrir, sem sæti eiga í bankaráðinu eru Pétur O. Nikulás- son, stórkaupmaður, formaður, Sverrir Norland, verkfræðingur og Þorvaldur Guðmundsson, for- stjóri. Varamenn í bankaráðinu eru þeir Hreinn Sumarliðason, kaup- maður, Hannes Þ. Sigurðsson, deildarstjóri, Jónas Eggertsson, bóksali, Sigurður Gunnarsson, for- stjóri og Víglundur Þorsteinsson, framkvæmdastjóri. Endurskoðendur voru kjörnir þeir Hilmar Fenger, fram- kvæmdastjóri og Kristmann Magnússon, kaupmaður og til vara Jóhann J. Ólafsson, stórkaupmað- ur og Magnús E. Finnsson, fram- kvæmdastjóri. Bankastjórar eru Höskuldur Ólafsson og Kristján Oddsson. í lok ársins störfuðu 73 menn í bankanum við bankastörf. Fundurinn samþykkti að greiða hluthöfum 19% arð. L)Ó8m. Sv.P. Nýbakaður skákmeistari Norðlendinga Pálmi Pétursson, nýbakað- ur skákmeistari Norðlend- inga er 14 ára nemandi í Oddeyrarskóla á Akureyri og er sonur hjónanna Hrafnhildar Pétursdóttur og Péturs Pálmasonar verk- fræðings, Kotárgerði 23. Hann gekk í Skákfélag Akureyrar í fyrra og hefur teflt þar síðan en auk skák- arinnar hefur hann áhuga bæði á knattspyrnu og skíðaíþrótt. Siesta wá næstu grösum” UM SÍÐUSTU helgi opnaði Kristján Ingi Einarsson ljósmyndasýningu á mat- sölustaðnum „Á næstu grösum“ Laugavegi 42. Á sýningunni sem hann nefnir Siesta á næstu grösum sýn- ir hann 30 svart/hvítar mannlífsmyndir teknar á Ibiza og Formentera, þar sem hann reynir að túlka í myndum lífsmynstur inn- fæddra á þessum stöðum. Myndirnar eru allar teknar í ágúst síðastliðnum og eru allar til sölu. Sýningin er opin alla virka daga frá kl. 11—22. „Rarik og sukkið” Morgunblaðinu hefur borizt eftirfarandi yfirlýsing: í Morgunblaðinu, laugardag- inn 17. marz s.L, birtist frásögn af umræðum í borgarstjórn Reykjavíkur um þau tilmæli iðnaðarráðherra að efnt verði til viðræðna milli fulltrúa Reykja- víkurborgar og iðnaðarráðu- neytisins um stofnun nýs orku- fyrirtækis, nýrrar Landsvirkjunar. Er þar m.a. greint frá ræðu Birgis Isleifs Gunnarssonar, jafnframt því, sem samtímist birtist grein eftir hann um þetta sama efni annars staðar í blaðinu. I þessari frásögn af ræðu Birgis ísleifs er sérstakur kafli helgaður Rafmagnsveitum rík- isins og ber hann yfirskriftina: „Rarik og sukkið." Þar segir svo: „Birgir ísleifur Gunnarsson sagðist óttast, að fyrirtækið leiddist út í sams konar sukk og Rarik, ef það stækkaði. Sukkið hjá Rarik, væri alls ekki komið til vegna þess, að forystumenn væru verri en aðrir, heldur vegna þess, að mikill pólitískur þrýstingur ríkti úti um allt Iand.„ — Svo mörg voru þau orð. Birgir ísleifur Gunnarsson hefur oftar en í þetta skipti sent kveðjur af þessu tagi til Raf- magnsveitna ríkisins á síðum Morgunblaðsins. Allt hefur það verið í formi fullyrðinga, jafnvel sleggjudóma, um rekstur og starfshætti stofnunarinnar, án þess að tilraunir hafi verið gerðar til rökstuðnings. Við, sem teljumst í forystu fyrir Rafmagnsveitum ríkisins, höfum sízt á móti því, að mál- efni þeirrar stofnunar séu rædd. Við teljum á hinn bóginn næsta ósmekklegt þegar Rafmagns- veitur ríkisins, stjórnendur þeirra og starfsmenn eru ítrek- að bornir sökum um „sukk“, án þess að tilraun sé gerð til að sýna fram á í hverju „sukkið“ sé fólgið. Væri það gert, myndi því verða svarað efnislega. Reynsla Birgis ísleifs Gunn- arssonar ætti að segja honum það, að fullyrðingum þurfa að fylgja röksemdir, eigi þær að verða teknar alvarlega. Sé það ekki, verða þær markleysa. Til þess að auka líkurnar fyrir því, að röksemdir Birgis Isleifs um málefni Rarik verði ýfirvegaðri en fullyrðingar hans, er sjálf- sagt að bjóða honum að taka upp þá nýbreytni að kynna sér nokkuð starfsemi stofnunarinn- ar af eigin raun með viðræðum við stjórnendur hennar og starfslið. Reykjavík, 21.03. 1979, Pálmi Jónsson formaður stjórnar Rarik Kristján Jónsson Rafmagns- veitustjóri. Þórey Guðmundsdóttir og Ástríður Hauksdóttir afhenda Ragnari Arnalds simamálaráðherra mótmælaskjalið með undirskriftum 576 fbúa f Mosfellssveit. Mosf ellingar mótmæla slæmu ástandi súnamála Mikil og góð þátttaka í undirskriftasöf nun í hreppnum „Þar sem stórkostlegt hættuástand skapaðist vegna símasambandsleysis hreppsbúa í veðurofsanum 08,03.1979 skorum við undirritaðir hreppsbúar á stjórnvöld að leysa hið fyrsta vandamál símnotenda á Varmár- svæðinu." Þannig hefst mótmælabréf, sem 576 íbúar í Mosfellssveit höfðu undirritað og var afhent Ragnari Arnalds símamálaráðherra í gærmorgun. Það voru þær Astríður Hauksdóttir, og Þórey Guðmundsdóttir, sem gengu á fund ráðherra og mun þeim hafa verið lofað einhverjum úrbótum á árinu. Niðurlag mótmælaskjals- ins er svolátandi: „Undirskriftastöfnun þessi ver sett af stað þann 09.03. 1979 af almenningi í Mosfellshreppi án hvatningar eða íhlutunar frá stjórnendum hreppsfélagsins. Meðfylgjandi eru nöfn 576 Mos- fellinga." Þátttaka í þessari undirskrifta- söfnun var mjög almenn og það er ekki aðeins nú í marzmánuði, sem Mosfellingar hafa kvartað yfir símamálum hreppsins. Hrepps- nefnd Mosfellshrepps hefur itrek- að reynt að fá fram lausn á símavandanum, en litið orðið ágengt. Nú nýlega sendi hrepps- nefndin póst- og símamála- ráðherra eftirfarandi bréf: „Hreppsnefnd Mosfellshrepps vill enn á ný vekja athygli ráða- manna Pósts og síma á því öngþveitisástandi sem ríkir í símamálum héraðsins. Á fundi hreppsnefndar 17. maí 1978 voru þessi mál á dagskrá og var þá eftirfarandi bókun gerð um málið: „Að gefnu tilefni vill hrepps- nefnd eindregið skora á yfirstjórn Pósts og síma, að séð verði til þess að með tilkomu nýju símstöðvar- innar verði öryggisþjónusta stöðv- arinnar tryggð, þ.e. með tilliti til neyðarþjónustu við íbúana. Þá vill hreppsnefnd einnig árétta leiðréttingu á gjaldskrá símans, þar sem Brúarland er eina stöðin á svæði 91, sem hefur gjaldskrá skv. (tölum) töldum skrefu m.“ Jafnframt fóru sendimenn hreppsnefndar á fund þáv. ráðherra, Halldórs E. Sigurðsson- ar, og ræddu málið við hann. Var á þeim fundi bent á það öryggisleysi sem nú ríkir og það hættuástand sem getur skapast, ef þetta öryggistæki bregst við slíkar aðstæður. Á undanförnum mánuðum hefur það hvað eftir annað sannast að símakerfið bregst, þegar síst skyldi og er skemmst að minnast fárviðrisins 8. mars s.l. en þá var símakerfið gjörsamlega óvirkt og eina leiðin til að koma skilaboðum var í gegnum talstöðvar og út- varpið, sem þó var ekki auðfengið. Nú er það krafa hreppsnefndar að Póst- og símamálaráðherra geri tafarlaust ráðstafanir til 'að tryggja það að slíkt rieyðarástand endurtaki sig ekki.“ Færri hafa slasast í umferðinni en í fyrra TALSVERT færri slösuðust í umferðinni tvo fyrstu mánuði þessa árs en sömu mánuði í fyrra eða 76 á móti 103 í fyrra. Samkvæmt þessu eru slasaðir nú um 25% færri en var í fyrra og alvarlega slasaðir eru einn- ig um 25% færri eða 31 á móti 41. Engin lézt í um- ferðarslysi tvo fyrstu mán- uði ársins en sömu mánuði í fyrra urðu þrjú banaslys í umferðinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.