Morgunblaðið - 22.03.1979, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 22.03.1979, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. MARZ 1979 talist heppilegir fyrir stóra bygg- ingu sem væntanlegt hús skatt- stofu og bæjarfógeta. Staðsetningin er í miðbænum samkvæmt óskum ráðuneytisins. Á skipulagi hefir verið gert ráð yrir stórhýsum á þessum lóðum. Bílastæði geta verið nægileg. Ekkert er á þessum stöðum sem gerir það að verkum að fella þurfi þetta stórhýsi sérstaklega inn í umhverfið. Ég vil sérstaklega benda á val- kost 2a fyrir neðan Pósthús og Símstöð en þá yrði þessi nýja opinbera bygging í námunda við aðrar byggingar og embætti ríkis- sjóðs. Sem sagt að á þessum tveimur stöðum væri hægt að byggja þetta stórhýsi án þess að raska hið minnsta umhverfinu. Ég hef aðallega tekið hér fram kosti þessara valkosta vegna þess að ég tel þá yfirgnæfa gallana svo að ekki verður um villst. Valkostur 4 — gallar aígerandi Við Suðurgötuna í suð-austur- horni Sýslumannstúns tel ég vera Einar Þ. Mathiesen: Er virkilega hugmyndin að loka svona skarðinu með 12 metra háum húsvegg frá gamla Sýslumannshúsinu og Ásmundarbakaríi. Strikað hefir verið inn á myndina eins og hugmyndin er samkvæmt tillögu bæjarráðs. BRÉF TIL HAFNFIRÐINGA Ágætu Hafnfirðingar. Það verksvið sem er hvað mikil- vægast að vel takist í hverju byggðarlagi eru skipulagsmál, því þau móta þann svip er verður varanlegur um langa framtíð. Til þess að vel tákist til í skipulagsmálum þarf að taka ríkt tillit til þess umhverfis sem fyrir hendi er, hvort sem um er að ræða staðsetningu nýs byggðahverfis eða uppbyggingu eldri hverfa. Mörgum finnst nauðsynlegt að verja miklum tíma og fjármunum til að koma sem bezt fyrir nýjum byggðahverfum og að gæta þurfi þess að hverfið verði sem hlýlegast fyrir manneskjuna um leið og það falli sem bezt inn í náttúruum- hverfi sitt, þetta er alveg rétt. Það er þó ekki síður mikilsvert að farið sé vönduðum höndum um eldri byggðir, þar sem nýjum húsum skal komið. fyrir, og þá sérstaklega þegar náttúruum- hverfið er viðkvæmt. Ég er þeirrar skoðunar að nú á næstunni sé til ákvörðunartöku einmitt slíkt dæmi þar sem setja á mikið hús í gamalt umhverfi með sérstaklega viðkvæmu náttúruum- hverfi í bakgrunn. Og það er tilefni þessa bréfs. Hús skattstofu og bæjarfógeta Skattstofa Reykjanesumdæmis og Bæjarfógetinn í Hafnarfirði hafa um langan tíma verið í leiguhúsnæði sem fyrir löngu er orðið ófullnægjandi. Fjármálaráðuneytið hefir verið að leita til kaups, um nokkurn tíma, að hentugu húsnæði fyrir þessar stofnanir og jafnvel haft í huga að byggja yfir þær og í því tilefni hefir ráðuneytið sótt um með bréfi dagsettu 10. október s.l., að því verði úthlutað hentugri byggingalóð. Til skipulags- yfirvalda Bæjarráð sendi erindi ráðuneyt- isins til umsagnar skipulagsnefnd- ar og kallaði nefndin fulltrúa ráðuneytisins til fundar við sig þann 19. desember s.l. Fulltrúar ráðuneytisins telja að húsið þurfi að vera 500—600 fer- metrar að flatarmáli, uppá 3 hæðir, þ.e.a.s. 1500—1800 fermetr- ar alls. Jafnframt óskuðu fulitrúar ráðuneytisins eindregið eftir mið- bæj arstaðsetn i ngu. I framhaldi þessa fundar fól skipulagsnefnd skipulagsfulltrúa að gera athuganir um hentuga byggingarlóð. Valkostir Með fyrrgreindar óskir ráðu- neytisins í huga telur skipulags- fulltrúi að um 4 eða réttara sagt 6 valkosti sé að ræða: 1. I kverk á mótum Reykjavík- urvegar, Fjarðargötu og Linnets- stígs. Þennan valkost telur skipu- lagsfulltrúi ekki koma til greina -vegna ýmissa vankanta, svo sem að fyrir liggi umsóknir um þessar lóðir og að of þröngt verði um stofnanirnar m.a. vegna mikilla þarfa fyrir bílstæði. 2. Á suðurjaðri Thorsplans. Þennan stað fellir skipulagsfull- trúi sig ekki við af ýmsum ástæð- um. 2a Við Fjarðargötu á móts við Pósthús og Kaupfélag Hafnfirð- inga. Þennan stað telur skipulags- fulltrúi m.a. ekki nógu virðulegan. 2b Við Fjarðargötu á móts við Hafnarfjarðar Apótek. Það er eins með þennan stað og 2a að skipu- lagsfulltrúi telur hann m.a. ekki nógu virðulegan. 3. Við Fjarðargötu sunnan Hafnarfjarðar Apóteks. Skipu- lagsfulltrúi finnur ekkert athuga- vert við þennan stað en mælir samt ekki með honum. 4. Við Suðurgötu í suð-austur- horni Sýslumannstúns. Með þess- um stað mælir skipulagsfulltrúi. Kostir og gallar Ég er sammála skipulagsfull- trúa að valkostir 1 og 2 séu ekki þeir réttu fyrir umrædda bygg- ingu. Á þeim eru ýmsir augljósir vankantar. Ég er einnig sammála skipulagsfulltrúa að valkostur 3 sé ekki heppilegur. Hins vegar er ég ekki sammála skipulagsfulltrúa að valkostur 4 sé hinn rétti staður. Mér finnst að vel athuguðu' máli að aðeins sé um að ræða valkosti 2a og 2b. Og að báðir þessir staðir komi til greina. Ég skal ekki nánar ræða um valkosti 1 og 2, því um þá er ég sammála skipulagsfulltrúa, en vil í stuttu máli færa rök fyrir niður- stöðum mínum varðandi valkost 2a, 2b og 4. Valkostir 2a og 2b — kostir afgerandi Þessir staðir hafa mjög margt til að bera til þess að þeir geti mjög óheppilegan stað'til að byggja 3ja hæða stórhýsi sem yrði jafnvel 700 fermetrar að flatar- máli eða samtals um 2100 fermetr- ar eins og skipulagsfulltrúi telur að gæti orðið. Þessi stærð af húsi sem skipu- lagsfulltrúi talar um mundi verða um 58 metra löng miðað við breidd 12 metrar. Það mundi með öðrum orðum fylla algjörlega upp svæðið milli Suðurgötu 14 (Ásmundar- bakarí) og Suðurgötu 8 (gamla Sýslumannshúsið). Þegar.slíkt hús sem aö framan getur væri komið upp á 3 hæðir eða 12—13 metra upp í loftið þá getur hver og einn gert sér í hugarlund hverskonar múr væri kominn sem byrgði allt útsýni upþ Hamarinn, þegar horft væri frá Strandgötu. Þetta hús yrði einnig í beinu framhaldi af íþróttahúsinu við Strandgötu og mundi það auka að sjálfsögðu áhrif þessa múrs. Þá væri aðeins eftir að halda * áfram út að Lækjargötu til að tengjast byggingu Dvergs h.f. og loka þar með algjörlega fyrir allt útsýni upp Hamarinn. j öðru lagi mun þetta stór-hýsi algjörlega loka fyrir útsýni út á höfnina á löngum kafla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.