Morgunblaðið - 22.03.1979, Side 37

Morgunblaðið - 22.03.1979, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. MARZ 1979 37 frelsa synduga menn, en dauði Drottins Jesú í okkar stað. Sr. Sigurður Einarsson dósent í guðfræði segir í bók sinni. „Kristin trú og höfundur hennar" um frið- þæginguna: „Dauði Jesú Krists og þjáning hans, sem meðal synda- fyrirgefningar, var einn hyrningarsteinn fagnaðarerindis Páls. A dauða Krists byggði Páll vissu sína um það, að nú ríkti ekki lengur lögmál til dauða, heldur náð til lífs, að Guð réttlætti syndara af náð og gæfi honum heilagan anda, sem kraft til góðra verka. Hinn saklausi Jesús varð að vera að synd og bölvun á krossin- um, til þess að réttlæti náðarinnar mætti verða hlutskipti syndar- ans.“ (bls. 221—222). Hann nefnir fjölmarga staði úr bréfum Páls til sönnunar þessu. Síðar segir hann: „Dauði Jesú hefði í rauninni verið alveg þýðingarlaus ef hann hefði ekki haft þann tilgang og árangur að koma til leiðar náð og synda- fyrirgefningu" (bls. 222). Tveimur blöðum síðar segir hann, er hann hefir rætt meira um friðþægingar- kenninguna: „Það er þess vegna alveg ofraun fyrir hina svonefndu frjálslyndu guðfræði, og nær engri átt frá sjónarmiði kristinnar trúar, að vísa þessari kenningu frá sem bábylju einni, eða hindurvitni, eins og kalla má, að mikill siður hafi orðið eftir að verulega tók að gæta áhrifa hinnar svonefndu nýguðfræði." (bls. 226—227). Um uppruna Presturinn segir, að sér þyki ólíklegt, að nokkur prestur, eða yfirleitt nökkur kristinn maður, láti sér til hugar koma að neita líkamlegri upprisu Krists. Já, i því er ég honum algerlega sammála. En ég hefi nú samt heyrt prest neita þessu. Og frá sjónarmiði mannlegrar skynsemi er það ekki trúlegra en þau atriði, sem hafa verið rædd hér að framan. Að líkami Krists hafi horfið úr gröf- inni, og hann birst lærisveinunum, ekki sem andi, heldur holdi klæddur, sem sat til borðs með þeim, neytti sama sama matar og þeir. Þeir gátu þreifað á honum og sáu naglaförin í höndum hans. Þetta er ekki skiljanlegra en meyjarfæðingin, eða kenningin um friðþægingu. En prestinum finnst það fjarstæða að efast um það, svo að um þetta þarf ekki að fara fleiri orðum. Glötunarkenningin Ég sagði í grein minni í Vísi, að prestar þeir, sem um var rætt neituðu þeim kenningum, sem hér hefir verið rætt um, og að lokum sagði ég: „að maður tali nú ekki um kenninguna um eilífa glötun.“ Presturinn segir, að það liggi í þessu orðalagi, að mér sé allra sárast um þessa kenningu. Það virðist eiga að skiljast svo, að ég vilji síst af öllu missa hana. Ég held þó, að allir, sem lesa orð mín með nokkurri athygli hljóti að sjá, að það, sem ég átti við var það, að minnstar líkur væru til, að þessir prestar vildu taka þessa kenningu gilda. Hitt er satt, að sannleikskorn felst í orðum prestsins, að því leyti, að það veldur mér sársauka að hugsa um það, að sumir menn séu dæmdir til að lifa um eilífð fjarri Guði og fjarri dýrð máttar hans þó að presturinn virðist aðeins hafa það í skipingum. Ég legg ekkert upp úr því, hvernig mér eða sr. Bjartmari geðjast að þessari kenningu eða öðrum, heldur hinu, hvað Biblían, og þá einkum Jesús Kristur segir um hana. Þá verða fyrst fyrir mér þessi kunnu orð, er Jesús sagði við Nikódemus: „Því að svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver, sem á hann trúir GLATIST EKKI heldur hafi eilíft líf.“ (Jóh. 3.16.). Hér er talað um glötun og eina skilyrðið að komast hjá henni er, að trúa á Jesúm Krist, trúa á hann sem frelsara sinn og Drottin. Eins og kemur líka greinilega fram í lok þessa sama kafla: „Sá, sem trúir á soninn, hefir eilíft líf, en sá sem óhlýðnast syninum skal ekki sjá lífið, heldur varir reiði Guðs yfir honum.“ (Jóh. 3.36.). Enginn talar meira um helvíti en Jesús sjálfur. Hann talar um suma menn sem börn helvítis í ræðu þeirri, sem kölluð hefir verið Þrumuræðan (Matt. 23.). Og öðru sinni sagði hann, við þá, sem hann var að tala við: „Þér eigið Djöfulinn að föður." (Jóh. 8.44.). Hann talar um hópana tvo, þar sem annar hópurinn á að fara til eilífrar refsingar, en hinn til eilífs lífs (Matt. 25.46.). I lok greinar sinnar vitnar presturinn einmitt í þennan kafla, og þar segir hann blátt áfram, eins og sést greinilega á frásögunni, að sumir fái inngöngu í ríki Guðs föður og sumir ekki. Hvernig á að skilja þennan hugsanagang hans, er hann að vitna á móti orðum sjálfs sín áður í greininni? Þó að kirkjan hafi stundum rangtúlkað þessa kenningu, er ekki hægt að sleppa því, sem Biblían segir um þetta, og þá sérstaklega Jesús sjálfur. Þetta er miklu alvarlegra mál en svo, að það sé hægt að afgreiða það með nokkrum hæðnisorðum. I augum Guðs er þetta svo alvarlegt mál, að hann varð að gefa son sinn í dauðann, til að frelsa okkur frá þessari glötun, sem yfir okkur vofði. En fyrst Jesús dó til að bjarga okkur, er þá ekki allt í lagi? Ef við viljum ekki þiggja gjöfina, sem okkur var ætluð er hún okkur gagnslaus. B.K. segir réttilega, eins og stendur í Guðs orði, að það sé ekki vilji Guðs að neinn glatist, heldur vilji hann, að allir verði hólpnir og/.komist til þekkingar á sannleikíinum. (1. Tím. 2.4.). Og Pétur segir: „Þar eð hann vill ekki að neinir glatist, heldur að allir komist til iðrunar." (2. Pét. 3.9.). „Ef nú Guð vill þetta, en því haldið fram, að hann náí ekki þvi marki, er það þá ekki neitun á Guðs vísdómi, almætti og gæsku?“ spyr presturinn. Það mætti alveg eins spyrja: Það getur ekki verið vilji Guðs, að allar þær styrjaldir og hörmungarnar, sem af þeim leiða, fái að eiga sér stað? Allt það lögleysi, ofbeldi og kúgun og hvers konar óréttlæti, sem við sjáum og heyrum um í heiminum. Getur þetta verið vilji Guðs? En ef hann vill þetta ekki, hvers vegna leyfir hann þá allt þetta? Þannig gætum við spurt í fávisku okkar. En Guð hefir fyrir löngu svarað þessu: „Þegar mér þykir tími til kominn dæmi ég réttlátlega," segir hann. „Hver ert þú maður, að þú skulir deila á Guð?“ (Róm. 9.20.). En viðvíkjandi spurningu prestsins er þessu til að svara. Guð skapaði manninn frjálsan, ekki sem vilja- laust verkfæri. En hann gaf hon- um jafnframt skynsemi til að meta þá hluti, sem munur er á. Ef maðurinn vill ekki nota skynsem- ina og þiggja hjálpræði Guðs í Jesú Kristi, verður hann sjálfur að taka afleiðingunum af því. Guð sendi son sinn í heiminn, ekki til að dæma heiminn, heldur til að frelsa hann. En Guð neyðir ekki þessu frelsi upp á nokkurn mann: „Guð hefir gefið oss eilíft líf, og þetta líf er í syni hans. Sá, sem hefir soninn hefir lífið. Sá sem ekki hefir Guðs son hefir ekki lífið.“ (1. Jóh. 5.11.-12.). Já, „Hvernig fáum vér þá undan komist ef vér vanrækjum slíkt hjálpræði," segir höfundur Hebreabréfsins. (Hebr. 2.3.). Sumir álíta, að þeir þurfi engan frelsara, geti frelsað sig sjálfir. Þeir fá að velja. En Jesús sagði, að enginn kæmi til föðurins nema fyrir sig. Það kemur sá tími, að allir menn verða að standa frammí fyrir Jesú Kristi, annaðhvort sem frelsara eða dómara. B.K. kemur með tilvitnun eftir Matth. Jochumsson, sem aðal sönnunargagn á móti kenningunni um glötun: „Sé nokkur kredda, sem löngu er úrelt orðin, þá er það þessi.“ Og B.K. bætir við frá sjálfum sér: „Tel ég það SÓMA (leturbr. mín) hverjum presti, sem tekur undir þau orð.“ Matthías blessaður karlinn, þó að mikið skáld væri, var hann talinn blendinn í trúnni, ekki síður en Helgi magri. Hann var veikur fyrir' þessum nýju stefnum, t.d. andatrú og guðspeki, en þó gat hann aldrei með öllu losnað við biblíulega trú, eins og þetta sálm- vers eftir hann sýnir. Er það greinileg mótsögn við þessi til- færðu ummæli hans hér á undan: „Fyrst kallar Guð og bregðist þú því boði, þá biður Guð og þó að hvorugt stoði, þá þrýstir Guð og það er síðasta orðið, ef því er neitað hræðstu SÁLARMORÐIÐ" Ég vil svo í lok þessa kafla tilfæra stuttan kafla úr bók sr. Sigurðar Einarssonar, sem áður var vitnað í: „Vegur hennar (þ.e. kristinnar trúar) er enn þá varðaður sömu andstæðum eins og þeim, sem skipta tilverunni frá sjónarmiði Jesú í tvo andstæða heima. Annarsvegar heimurinn, syndin, veldi Satans. Hinsvegar Guð, í öllum heilagleik sínum og kærleika. Annars vegar glötun, óbætanleg -og óafturkallanleg. Hins vegar hjálpræði og náð. Framundan er dómurinn, sem sker með sinni hvössu egg á milli þessara möguleika, en yfirstand- andi hið dýrmæta augnablik náðarinnar, meðan enn er hægt að ávinna allt, öðlast allt, sem hjálpræðisvilji Guðs hefir hugað mannlegum sálum best. Þannig er í stuttu máli heimsmynd kristinnar trúar, gamaldags og einföld, eins og hún hefir verið alla þá stund, sem liðin er síðan Jesús Kristur umgekkst hér á jörðinni. Og hún á að vera það. (leturbr. Sig. Einarsson.). Enginn getur annan grundvöll lagt en þann, sem lagður er, sem er Jesús Kristur, og engan annan en þann, sem Jesús Kristur hefir lagt.“ (bls. 310). Þetta eru orð í tíma töluð og engu við þau að bæta. Niðurlagsorð Presturinn segir í grein sinni, að niðurstaða sín sé sú, að flest það, sem ég taldi upp í grein minni (og hefir verið fjallað um hér á undan), séu alls engin höfuðatriði, heldur sértrúaratriði og auka- atriði. Hann er vitanlega sjálf- ráður að því, hvaða skoðun hann hefir á því. En sem betur fer, er þessi aldamótaguðfræði, sem sumir kalla ný-guðfræði, komin í mikinn minni hluta hjá prestum landsins, svo er núverandi biskupi og ýmsum kennurum guðfræði- deildarinnar fyrir að þakka. Ekki dettur mér samt í hug, að þessi nátttröll, sem dagað hefir uppi í kirkjunni, reyni af ráðhum huga að afkristna sóknarbörn sín, heldur eru þeir svo bundnir af því, sem þeir lærðu í guðfræðideildinni á skólaárum sínum, að þeir sjá allt í Biblíunni með glerau^hm alda- mótaguðfræðinnar, en virðast ekki rannsaka og lesa Biblíuna með þeim ásetningi, að komast að raun um, hvort því sé í rauninni þannig varið, eins og guðfræðikennarar í guðfræðideildinni héldu að þeim. Margir þessara presta hafa e.t.v. aldrei ætlað sér að verða prestar, heldur tekið þetta sem hverja aðra atvinnu, af því að það þurfti styttra háskólanám til þess en margra annarra greina. Minnsta kosti sagði einn þessara presta það í minni áheyrn, að hann hefði aldrei ætlað sér að verða prestur. Þegar þannig er í pottinn búið er ekki við góðu að búast. Eitt sinn heyrði ég sr. Hálfdán Guðjónsson, prófast og vígslubiskup á Sauðár- króki segja þetta í ágætri ræðu: „Ef þér trúið ekki því, sem Jesús hefir sagt, kallið yður þá ekki kristna, kallið yður þá eitthvað annað." En menn vilja kalla sig kristna, þó að þeir geri ekkert með það, sem Jesús Kristur hefir kennt og sagt. Sjónarmið okkar sr. Bjartmars Kristjánssonar verða aldrei sam- rýmd, þar ber svo mikið á milli. Allir, sem halda sig við kenningar Biblíunnar munu vera mér sam- mála um það, að þessi atriði, sem hér hafa verið til umræðu, verði talin til höfuðatriða kristindóms- ins. Að þetta séu sértrúaratriði, eins og presturinn heldur fram er FJARSTÆÐA. Kristnir menn úr alls konar söfnuðum og kirkju- deildum eru sammála því, sem hér hefir verið sagt, þó að skiptar skoðanir séu í ýmsum öðrum atriðum. Presturinn segir, að eina viður- kenningu veiti ég þó þessum „gerspilltu" prestum (hans orð en ekki mín) sem sé, að þeir boði Jesúm sem fagra fyrirmynd til eftirbreytni. En blessaður presturinn sleppir miklu af því, sem ég sagði í því sambandi. Ætla ég því að taka þá málsgrein upp í heild: „Þeir (þ.e. prestarnir) setja Jesúm á bekk með öðrum jarðneskum meisturum t.d. Búdda, Konfúsíusi, Múhameð, Sókratesi, eða hvað þeir nú heita allir saman. Þeir hafa með öðrum orðum af- neitað honum sem Guðssyni og frelsara, aðeins boðað hann sem fagra fyrirmynd til eftirbreytni. En ef Jesús Kristur var ekki sá, sem hann sagðist vera, var hann ekki fögur fyrirmynd, því að þá var hann versti lygari og svikari, sem uppi hefir verið. Jesús sagði: „Því að ef þér trúið ekki, að ég sé sá, sem ég er þá munið þér deyja í syndum yðar.“ (Jóh. 8.24.). Þetta er tekið upp úr grein minni í Vísi. Ég hefi nú skirfað um þetta lengra mál en ég ætlaði í upphafi. En ég vildi láta kenningar Bib- líunnar koma sem best í ljós í þessum málum, sem hér hafa verið tekin til umræðu. Mun ég ekki skrifa meira um þetta, nema alveg sérstakt tilefni gefist til þess. Meining mín er ekki að hefja langar ritdeilur, heldur svara í eitt skipti því, sem B.K. segir í grein sinni. Vona ég að þeir, sem lesa greinar okkar fari sjálfir að rannsaka Biblíuna og sjá hvor málstaðurinn er í meira samræmi við kenningar hennar. Kveð ég svo sr. Bjartmar Kristjánsson og aðra, sem þetta lesa með bestu óskum. 27. febrúar 1979 Guðvin Gunnlaugsson. Sr. Bjartmar Kristjánsson: „Höfuðatriði kristninnar” Afkristnun og guðlast” presta I dagblaðinu Vísi gaf að líta hinn 20. des. sl. grein eftir einhvern G.G. á Akureyri. Bar hún yfirskriftina: Því fá prestar að afneita höfuðatriðum kristninnar? (Mun eiga að vera: Hví fá prestar, og svo frv.) Þar sem hér er um mjög alvarlega ásökun að ræða, vérður ekki við henni þagað. Vel má vera, að einhver hafi svarað þessu á viðeigandi hátt, þótt eigi hafi borið fyrir mín augu. En hvað sem því líður ætla ég að fara nokkrum orðum um grein Akureyringsins. Í tilefni umræðna um bókina, Félagi Jesús, sem fræg er orðin að endemum, upphefur G.G. raust sína og gefur ótvírætt í skyn, að . Hóðkirk*- óskeikult innblásið Guðs orð. 1 Kenningin um meyjarfæðinguna. ■ Friðþægingarkenningin. Líkamleg upprisa Jesú Krists. Og að lokum j kemur svo þessi snilldarlega setn- I ing: „Að maður tali nú ekki um kenninguna um eilífa glötun.“ Það , liggur í orðalaginu, að greinarhöf- undi sé allra sárast um hana. Enda var það einu sinni (og er kannski i enn af sumum?) álitin vera ein bezta skemmtan útvalinna í ! himnaríki að horfa á vesalingana í j neðra staðnum og aðbúnað þeirra þar.' „Lærdómurinn ljóti“ Það er ekki gaman að þeim ’ ’>iim að •)11™art'’• glatist. heldur vilji hann að allir verði hólpnir og komist til þekk- ingar á sannleikanum. Ef nú Guð vill þetta, en því haldið fram, að hann nái ekki því marki, er það þá ekki „neitun á Guðs visdómi, almætti og gæzku“, eins og sr. Matthías segir? Pétur postuli talar um „endur- reisnartíma allra hluta“. Og Páll segir, að um síðir muni „Guð verða allt í óllu“. En órækasta sönnun þess, að vor himneski faðir muni engum glata endanlega úr hendi sér, er Jesús Kristur, orð hans og gjörvallur kærleiksboðskapur til vor mannanna barna. Séra Matthías dró ekkert í land af því, er hann sagði um „lærdóm- inn ljóta“. „Sé nokkur kredda”. sagði hann ennfremur, „sem löngu er úrelt orðin og kristindúminum til tjóns og svívirðingar. þá er það þe.ssi." Tel ég það sóma hverjum presti, sem tekur undir þau orð. Um óskeikulleikann Biblían er bæði skeikul og öskeikul, eftir þvi, hvernig á það mál er litið. Eigi greinarhófundur við svonefndan „bókstafsinnblást- ur“ Ritningarinnar, þar sem hver '.r..r er sagður vera beina óskeikul. En sé litið a i þróunarsögu trúarhug.l frá frumstæðu stigi þei.^ til HANS, sem er sannleikurinn og lífið,“ þkl sanni segja, að Biblían sé cl Guðs orð. MeyjarsonernJ \arðandi meyjarsonernl arans má segja, meðal arf Páll postuli virðist ekki ! i hugmynd um þá kenninu verður þó séð, að það h--' honum fjotur um fót v. fagnaðarerindisins. 1 Rómverjahréfsins talar Jesúm, „sem að holdinu e: af kyni Davíðs, en a heilagleikans er kröftuglc lýstur að vera sonur Gi augum postulans er þai hindrun í vegi þess, að , 1 sonur Guðs, þótt fæddur kyni Davíðs“, það er að se, j hann væri sonur Jósefs. 0 i Markús né Jóhannes, gui ] menn, virðast heldur vit;! að Jesús væri með öðrum. heiminn kominn en aðrir< Ennfremur rekja þeir Matt| Lúkas ættartölu Jesú uml sem væri meiningarleysa. Jósef ekki verið faðir h| kristninni ^efir Jósef eiia ’■

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.