Morgunblaðið - 22.03.1979, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 22.03.1979, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. MARZ 1979 27 Móðir, fjögur börn og öldung- ur brunnu inni Bantry, írlandi — 21. marz — AP TÍU barna móðir, fjögur barna hennar og öldungur á tíræðis- aldri brunnu inni er bóndabær á Suðvestur-írlandi brann til kaldra kola á miðvikudags- morgun. Bóndanum Patrick Cronin, tókst að bjarga tveimur barna sinna úr logunum, en hin fjögur sem af komust sváfu í útbyggingu íbúðarhússins þegar eldurinn kom upp og voru því ekki í lífshættu. Börnin, sem brunnu inni ásamt móður sinni og afa á efri hæð hússins, voru á aldrinum þriggja til átta ára. Nágrannar komu fljótlega á vettvang, en útilokað var að ráða niðurlögum eldsins í tæka tíð. Bær Cronin-fjöl- skyldunnar er í námunda við Cork, en byggðarlagið er þó svo einangrað að sími hefur ekki verið lagður þangað og því útilok- að að kalla slökkvilið á staðinn. Hungurverkiall Lima, Peru, 21. man — AP. ÞRÍR kunnir blaðamenn í Peru læstu sig inni í kirkju í höfuðborg- inni Lima í gær og hófu þar hung- urverkfall til að mótmæla banni yfirvalda við útkomu tíu óháðra tímarita þar í landi. Er þetta í framhaldi af hungur- verkfalli fjögurra annarra blaða- manna, sem hófst í dómkirkju Lima á mánudag. Því hungurverkfalli lauk á þriðjudag þegar öryggissveit lög- reglunnar réðst inn í kirkjuna og handtók blaðamennina. Meðal þátt- takenda í þessum hungurverkföllum eru báðir formenn blaðamannafélag- anna tveggja, sem starfandi eru í Peru. Útgáfa tímaritanna tíu var bönn- uð vegna þess að herstjórnin í landinu úrskurðaði að þau hefðu öll gerzt brotleg við landslög varðandi fréttabirtingu. Öll dagblöð landsins, svo og sjónvarp og hljóðvarp, eru undir opinberu eftirliti. Fyrsta bandarfska skipið, sem leggst að bryggju í Kína eftir að stjórnmálasamband komst formlega á milli ríkjanna, kom til Shanghai á sunnudaginn var. Var það flutningaskipið Letitia Lykes og voru kínverskir og bandarískir stjórnarerindrekar viðstaddir hátiðlega móttökuathöfn, sem fram fór með lúðraþyt og söng. (AP-sfmamynd) Veður víða um heim Akureyri -8 skýjaó Amsterdam 10 heiöskýrt Apena 21 skýjaó Barcelorta 14 alskýjaó Berlin S léttskýjaó BrUasel 9 skýjað Chicago 10 skýjað Frankfurt 10 rigníng Genf 7 skýjaó Helsinki -3 skýjaó Jerúsalem 23 heióskýrt Jóhannesarb. 29 lóttskýjaó Kaupmannah. 0 slydda Lissabon 12 rignsng London 10 skýjaó Los Angeles 16 skýjað Mataga 15 lóttskýjað Mallorca 11 alskýjað Miami 24 heióskýrt Moskva -3 skýjaó New York 15 r '>» ss <C 1 Osló 2 síydda París 11 rigning Reykjavík -7’ léttskýjaö Rio de Janeiro 30 skýjað Róm 15 heiðskýrt Stokkhólmur -2 skýjaó Tel Aviv 23 skýjeó Toronto 13 lóttskýjaö Vínarborg 16 heióakýrt Með mannrán á pr jónunum Karlsruhe, V.-Þýzkalandi. 21. marz — Reuter. TVEIR vestur-þýzkir ný-nazistar hafa játað á sig fyrirætlanir um að ræna Willy Brandt fyrrum kanslara og Kurt Rebmann ríkis- saksóknara, að því er skýrt var frá f Karlsruhe á þriðjudag. Talsmaður Rebmans ríkissak- sóknara segir að mennirnir tveir, sem ekki eru nafngreindir, hafi ætlað að skipta á Brandt og Rebman og nokkrum ný-nazistum, sem sitja í vestur-þýzkum fangels- um. Dagblaðið Bild Zeitung heldur því hins vegar fram að ný-nazist- arnir hafi ætlað að hengja Brandt í löndunarkrana við höfnina í Hamborg. Tékknesk kona fær hæli á Spáni Madrid, 21. man. AP EIGINKONA tékknesks stjórnar- erindreka f Madrid hefur ieitað á náðir spænskra yfirvalda og beðizt hælis sem pólitískur fióttamaður. Kona þessi, Behumir Lukaj að nafni, hefur í hyggju að flytjast til Bandaríkjanna. Maður hennar er viðskiptafulltrúi við sendiráð lands síns í Madrid og hafa hjónin verið þar búsett frá árinu 1973. Spænskur embættismaður sagði í dag, að frú Lukaj yrði veitt hæli þar til hún flyttist úr landi. í tékkneska sendi- ráðinu í Madrid var sagt, að frú Lukaj hefði horfið og hefði lögregl- unni verið tilkynnt um hvarf henn- ar. Lífkveikja á Júpiter? Tucson, Arizona, 21. marz. AP. VÍSINDAMAÐURINN Bradford Smith, sem starfar við Arizona-háskóla og veitir for- stöðu stofnun þeirri, er vinnur úr öllum myndum frá banda- ríska geimfarinu Voyager 1, segir að á cinstaka myndum af andrúmslofti reikistjörnunnar Júpíters virðast þar vera elding- ar. Telur hann þetta mjög athyglisvert, því það gæti leitt til svipaðra aðstæðna og voru hér á jörðu þegar hér kviknaði fyrst líf. Smith segir að svipuð efni og efnasambönd finnist í andrúms- lofti Júpíters og í affdrúmslofti jarðar, en ekki hafi verið vitað um neinn orkugjafa þar. Álitið var að þeir út-fjólubláu geislar sólarinnar, sem eru orkugjafar á jörðinni, næðu ekki gegnum and- rúmsloft Júpíters. Eldingar væru hins vegar ágætis orkugjafi. Smith sagði að enn væri of snemmt að segja neitt frekar um hugsanlega lífkveikju á Júpíter, en kvaðst vona að frekari upplýs- ingar fengjust frá Voyager 2, sem á að fara framhjá Júpíter í júlí. Þó benti hann á að endanlegar upplýsingar fengjust vart fyrr en geimfar yrði sent inn í andrúms- loft reikistjörnunnar til rann- sókna. Óttast um tvö þúsund manns á snjóflóðasvæði Nýju Delhi — 21. marz — AP. ÓTTAZT er um líf nærfellt tveggja þúsunda manna í dalnum Pin í Norður-Indlandi, en á þeim slóðum hefur hvert snjóflóðið af öðru fallið í þessum mánuði. Yfirvöld í héraðinu Ilimachal Pradesh segjast hafa áreiðanlegar upplýsingar um, að þegar hafi 230 manns farizt í snjóflóðunum. en telja líklegt að sú tala eigi eftir að hækka verulega. Nokkur þorp eru í dalnum og að minnsta kosti eitt þeirra heíur þurrkazt út, að því er áreiðanlegar heimildir telja. Samgöngur við snjóflóðadal- inn eru gersamlega rofnar, en herlið, lögregla og björgunar- sveitir hafa verið sendar áleiðis bótt ekki sé vitað hvort þær hafi t á áfangastað. Annars staðar í híraðinu hafa þyrlur flogið yfir og hefur vist- um verið varpað niður til íbúa á svæðum þar sem ófærð kemur í veg fyrir eðlifega aðflutninga. S júkraheimilisbruninn í N oregi: Brunavörnum stórlega áfátt Frá Jan Erik Lauré fréttaritara Morgunblaðsins í Ósló. í LJÓS hafa komið margs konar tæknilegir gallar á byggingu Sandnesvatns-sjúkraheimilisins þar sem 11 langlegusjúkíingar brunnu inni fyrir skemmstu. Einungis einn lézt af brunasárum, hinir köfnuðu í reyk og af völdum eitraðra gastegunda úr frauðplastdýnum, sem notaðar voru í sjúkrarúmunum. Sjúkraheimili þetta var opnað í fyrra. Brunavörnum var þannig háttað að í sjúkrastofunum hafði einungis verið komið fyrir eld- vörnum en ekki reykskynjurum. 29 sjúklingar dvöldust á sjúkra- heimilinu er eldsvoðinn varð, en í reglugerðum um húsbyggingar er kveðið á urn að sjálfvirkir reyk- Tafir á Heathrow vegna verkfalla London, 21. marz — AP. HUNDRUÐ ferðamanna, þeirra á meðal bandaríski kvikmyndaleikar- inn Richard Widmark, töfðust í allt að hálfa aðra klukkustund á Heathrow-flugvelli við London í dag vegna verkfalla opinberra starfsmanna, sem krefjast hærri launa. skynjarar skuli vera í sjúkrastofn- unum, þar sem yfir 50 sjúklingar eru vistaðir. Hefðu slíkir reyk- skynjarar verið að Sandnesvatni eru yfirgnæfandi líkur til að upp- víst hefði orðið um eldinn langtum fyrr en raun varð á og að þannig hefði mátt bjarga mörgum þeirra, sem létu lífið í eldsvoðanum. Þá hefur komið í ljós að brunaboðar í sjúkrastofunum voru þannig úr garði gerðir að sjúklingarnir, sem langflestir voru rúmfastir, gátu með engú móti sjálfir gert viðvart um eldinn. Þeir gallar, sem í ljós hafa komið á byggingu og útbún- aði sjúkraheimilisins að Sandnes- vatni, munu hafa það í för með sér að yfirvöld setji mun strangari reglur um brunavarnir á norskum sjúkraheimilum. Fréttamenn reyndu að ná tali af Widmark þar sem hann stóð ásamt konu sinni Jean aftast í um 300 metra langri biðröð við vegabréfa- eftirlitið, en þau voru á heimleið til Bandaríkjanna. „Verið ekki að þessu", sagði leikarinn, „á ég ekki i nógum erfiðleikum?" Það var meiri- hluti starfsmanna toll- útlendinga- eftirlits, sem fór í sólarhringsverk- fall á Heatrow, og í Skotlandi lögðu 30.000 opinberir starfsmenn einnig niður vinnu í einn sólarhring. Dóm- stólar í Skotlandi voru lokaðir í dag, og flestar opinberar skrifstofur mannlausar. Ekki bætti það úr skák, að í dag var einmitt mesta snjókoma vetrarins á Skotlandi. Það eru átta félagssamtök opin- berra starfsmanna, sem standa á bak við verkföllin, og fjöldi félags- manna þeirra er um hálf milljón. Laun opinberra starfsmanna eru yfirleitt á bilinu 5.000—15.000 sterl- ingspund á ári (ca. 3,3—10 milljónir króna), og krefjast þeir 20—35% kauphækkana fyrir 1. apríl til að ná samsvarandi launum og greidd eru fyrir svipaða vinnu hjá einkafyrir- tækjum. Meðal þeirra, sem verkföllin bitna illa á, eru sjúkrahúsin. Að sögn heilbrigðismálaráðuneytisins, er enn takmarkaður aðgangur að 400 af 2.300 sjúkrahúsum Bretlands vegna verkfalla ökumanna sjúkrabifreiða og lægst launuðu starfsmannanna. Segja talsmenn samtakanna að þeir lægst launuðu fái greidd um 40 pund á viku (rúmlega 26 þúsund krónur), en það lágmark verði að hækka upp í 60 pund. Þá hefur brezka Þjóðleik- húsið verið lokað í viku vegna verkfalls leiksviðsmanna. Morð í Róm Róm 21. marz — AP ENN eitt morðið var framið á götu í Róm á þriðjudag. Skaut morðinginn ritstjórann Mino Pecorelli fimm skotum, og mun hann hafa látizt samstundis. Pecorelli var 51 árs. Hann rit- stýrði vikuritinu „POP“, sem er málgagn hægrisinna, þekkt fyrir grófa blaöamennsku. Ekki er vitað hverjir stóðu að morðinu, en lögreglan fann fimm skothylki, og segir að skammbyssa með hljóðdeyfi hafi verið notuð við morðið. 1974 — Kappaksturskappinn Peter Revson ferst í æfingu í Suður-Afríku. 1972 — Rúmlega 70 farast í sprengjutilræði í Belfast. 1962 — Arásir hægrisinnaðra franskra hryðjuverkamanna á stjórnarhermenn í Algeirsborg. 1946 — Jórdanta fær sjálfstæði. 1945 — Arababandalagið stofn- aö í Kaíró. 1917 — Bandaríkjamenn viður- kenna bráðabirgðastjórnina í Rússlandi fyrstir allra þjóða. 1820 — Randaríska sjóhetjan Stephen Decatur særist ban- vænu sári í einvígi við James Barron flotaforingjá nálægt Washington. 1794 — Bandaríkjaþing sam- þykkir lög sem banna handa- rískum skipum að flytja þræla til annarra landa. 1765 — Enska þingið samþykkir stimpillögin um auknar álögur í norður-amerísku nýlendunum. 1622 — Um 35 Virginíumenn drepnir í fyrstu fjöldamorðum Indíána á evrópskum nýlendu- búum í Norður-Ameríku. 1312 — Páfi leggur niður reglu Musterisriddara. Afmæli: Sir Anthony Van Dyck, hollenzkur listmálari (1599—1641) — Maximilian I keisari (1459—1519) — Vil- hjálmur I Þýzkalandskeisari (1797-1888) - Edward Moore, leikritahöfundur (1712—1775). Andlát: Jean Baptiste Lully, tónskáld, 1687 — Johann Wolf- gang von Goethe, skáld og heim- spekingur, 1832 — Yuan Shih-kai, forseti, 1916. Innlent: Jón Magnússon forsæt- isráðherra í þriðja sinn 1924 — Gjaldi af húsgerðarefni aflétt 1839 — d. Ragnheiður Bryn- jólfsdóttir 1663 — Stjórn Rarik segir af sér 1978. Orö dagsins: Hin sanna auðlegð mannsins er hið góða sem hann lætur af sér leiða i heiminum — Múhameð, arabískur spámaður (570-632).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.