Morgunblaðið - 22.03.1979, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 22.03.1979, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. MARZ 1979 Pétur Ó. Nikulásson, formaður bankaráðs, gerir grein fyrir starfsemi bankans á liðnu ári. Aðalfundur Verzlunarbankans: Aukning vaxtaaukainn- lána nær 90% - Spariinn- lán jukust um rösk 40% Ilöskuidur Ólafsson, bankastjóri, skýrir reikninga bankans. Hér fer á eftir fréttatil- kynning um aðalfund Verzlunarbanka íslands, sem haldinn var sl. laugardag: Aðalfundur Verzlunarbankans var haldinn að Hótel Sögu laugar- daginn 17' marz s.l. Fundarstjóri var kjörinn Hjörtur Hjartarson, en fundarritarar voru Gunnlaugur J. Briem og Magnús Finnsson. Fundurinn var vel sóttur. Pétur Ó. Nikulásson, stórkaup- maður, formaður bankaráðs, flutti ítarlega skýrslu um rekstur bank- ans og þróun efnahagsmála á s.l. ári og verða hér raktir þættir úr ræðu hans. Þróun efnahagsmála Höfuðvandamál okkar Islend- inga er enn sem fyrr verðbólgan. Framfærslukostnaður hækkaði í fyrra um 45% en 1977 var þessi hækkun um 30%, mest varð hækk- unin 1975 um 50%. Á sama tíma hefur verðbólga í helstu viðskipta- löndum okkar verið hæst liðlega 10% og í sumum verulega minni, og þó er hún talin alvarlegt vanda- mál, og í fyrirrúmi sitja efnahags- aðgerðir, sem stuðla að minnkun hennar. Að hluta má leita skýr- inga á hinu mikla atvinnuleysi í flestum þessara landa til ótta við aðgerðir, sem fjölga myndu at- vinnutækifærum nægilega leiddu jafnframt til verulegrar aukning- ar verðbólgu. Óstöðugleiki á gjaldeyrismark- aði í helstu viðskiptalöndum okkar hefur haft veruleg áhrif á við- skiptakjör okkar og misvægi það, er skapast af ólíkri þróun verðlags hjá okkur og þessum löndum hefur slæm áhrif á samkeppnisaðstöðu útflutningsatvinnuveganna vegna kostnaðarhækkana umfram hækk- un tekna. Gengi ísl. krónunnar var tvíveg- is fellt á liðnu ári til að eyða áhrifum mismunandi verðþróunar hér og erlendis. Auk gengisfellinga varð nokkurt gengissig, þannig að á árinu lækkaði krónan um 36%, en það þýðir yfir 56% hækkun á erlendum gjaldeyri. Þrátt fyrir þessa gengisþróun og að sumu leyti vegna hennar eiga útflutn- ingsatvinnuvegirnir nánast stöð- ugt í erfiðleikum, kostnaðarhækk- anir verða fljótlega hærri en tekjuaukningin. Á liðnu ári hélst verð útflutn- ings hátt þó rýrnuðu viðskipta- kjörin lítið eitt. Horfur efnahagsmála nú eru kvíðvænlegar vegna verðhækkana olíu og óvissa framundan í þeim málum. Af fyrri olíukreppu eru menn reynslunni ríkari og í vaxandi mæli hefur nýting annarra orku- gjafa tekið við og leitað er frekari olíusparandi aðgerða. Hér á landi hefur verið gert stórátak í nýtingu innlendra orku- gjafa og þar sem þeir geta ekki komið í stað olíu hefur verið unnið að bættri nýtingu hennar. Engu að síður eru framundan veruleg áhrif verðhækkana olíu á þjóðarbúskap- inn. Á liðnu ári voru ýmsir þættir efnahgsmála þjóðarbúinu hag- stæðir. Framleiðsla jókst, atvinnu- ástand var lengst af gott og í fyrsta skipti um langt árabil var viðskiptajöfnuður við útlönd hag- stæður. Þjóðartekjur voru nokkru minni en þjóðarframleiðsla vegna rýrn- unar viðskiptakjara. Innlán Aukning innlána hjá Verzlunar- bankanum nam 1710 millj. kr. eða rúmlega 38%, en það er fyrir neðan meðaltalsaukningu innlána á árinu. Aukning spariinnlána varð 1428 millj. kr. eða rösk 40% og veltiinnlánaaukning nam 282 -millj. kr. eða tæplega 30% á móti nær 54% aukningu ári fyrr. Innlánsaukning varð mest í vaxtaaukainnlánum eða nær 90% og námu þau í árslok röskum 1045 millj. kr. en það er liðlega 21% af spariinnlánum. Hlutfallsleg aukning á árinu varð 32.5% hjá aðalbankanum meðan hún varð 56.2% hjá útibú- unum. Nýlega hefir verið ákveðið að breyta afgreiðslu bankans í Umferðarmiðstöðinni í útibú. Útlán Utlán Verzlunarbankans námu í lok s.l. árs 4586 millj. kr. og höfðu aukist um 1330 millj. kr. á árinu eða tæplega 41%, sem er nokkru meira en ráðgert var í upphafi ársins. Samkvæmt lánsfjáráætlun þessa árs eru áætluð útlán bank- ans nær þau sömu í ár. Á móti lánum umfram áætlun komu meiri innlán en gert hafði verið ráð fyrir. I árslok var lausafjárstaða bankans jákvæð um 164 millj. kr. Utlán í formi víxla eru enn sem fyrr aðallánaformið. Víxlaeign bankans í lok ársins var tæplega 54% af útlánum hans en var ári áður liðlega 61%. Hlutur yfir- dráttarlána hækkaði lítið eitt og var liðlega 12%, almenn skulda- bréf lækkuðu úr liðlega 15% í rúm 13% og hlutur vaxtaaukalána hækkaði úr tæplega 12% heildar- lána í upphafi ársins í tæplega 21%. Staðan gagnvart Seðlabankanum Um s.l. áramót átti Verzlunar- bankinn 122 millj. kr. inn á við- skiptareikningi í Seðlabankanum og bundnar innstæður, sem námu 1250 millj. kr. en naut á sama tíma endurkaupalána að upphæð 65 millj. kr. vegna iðnfyrirtækja, sem voru í viðskiptum við bankann. Eins og kunnugt er streymir bindiféð aftur út úr Seðlabankan- um í formi endurkaupalána, aðal- lega til sjávarútvegs og landbún- aðar en nokkuð til iðnaðar, sem að langmestu leyti afgreiðist í ríkis- bönkunum. Verzlunin nýtur engrar slíkrar fyrirgreiðslu og má segja að þetta fyrirkomulag hafi stöðugt aukið á misvægi í fjármagnsfyrirgreiðslu bankakerfisins. Er þegar orðið tímabært að endurskoða það. Verzlunar- lánasjóður Utlán Verzlunarlánasjóðs, sem er stofnlánadeild bankans, námu í lok s.l. árs 986.7 millj. kr. og höfðu hækkað á árinu um 390 millj. kr. eða 65.4%. Eins og kunnugt er vinnur Verzlunarlánasjóður að langmestu leyti með lánsfé, aðallega frá Frá aðalfundi Verzlunarbanka íslands sl. laugardag.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.