Morgunblaðið - 22.03.1979, Síða 33

Morgunblaðið - 22.03.1979, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. MARZ 1979 33 Séra Stefán Snævarr prófastur — 65 ára í dag er séra Stefán Erlendur Snævarr prófastur á Dalvík 65 ára gamall. Hann fæddist á Húsavík 2. mars 1914. Þar var faðir hans skólastjóri frá 1903. Foreldrar séra Stefáns voru hjónin Valdimar Snævarr Valvesson Finnbogasonar skip- stjóra á Þórisstöðum á Svalbarðsströnd og Stefanía Erlendsdóttir Arnasonar bónda og útgerðarmanns á Orms- stöðum í Norðfirði. Séra Stefán fór nýfæddur um haustið 1914 með foreldrum sín- um til Norðfjarðar. Þar gerðist Valdimar faðir hans skólastjóri og símstöðvarstjóri. Séra Stefán gekk í Menntaskólann á Akureyri og útskrifaðist þaðan vorið 1936. Að loknu stúdents- prófi settist hann í guðfræði- deild Háskóla íslands og varð kandidat í guðfræði 29. maí 1940. Daginn eftir þrítugasta maí var séra Stefán settur prestur í Vallaprestakalli og vígður þangað 15. júní 1940. Veitingu fyrir prestakallinu fékk hann 1942. Þann 1. nóv. 1968 varð hann prófastur Eyjafjarðar- prófastsdæmis. Eiginkona séra Stefáns er Jóna Magnea Gunnlagusdóttir bónda á Sökku í Svarfaðardal Gíslasonar. Börn séra Stefáns og frú Jónu eru: Stefanía Rósa gift Ingimar Einarssyni þjóðfélags- fræðing. Þau dvelja nú í Upp- sölum í Svíþjóð, þar sem Ingi- mar er við framhaldsnám. Gunnlaugur Valdimar kennari, Ingibjörg Arnfríður fóstra. Þau eru bæði í Reykjavík. Vellir í Svarfaðardal urðu prestssetur í 12. öld. Fyrsti prestur þar er sagður Guðmundur Arason góði síðar biskup. Séra Stefán Snævarr er 25. presturinn, sem setið hefur á Völlum samkvæmt prestatali og prófasta á Islandi.— Arið 1945 fluttu foreldrar séra Stefáns, Valdimar Snævarr og frú Stefanía í Velli til sonar síns og tengdadóttur og bjuggu á efri hæð prestssetursins. Valdimar lézt um mitt sumar 1961 en Stefanía í des. 1970. Þeirra er minnzt með hlýhug og virðingu. Valdimar var mikill og góður liðsmaður kirkjunnar og sálma- skáld. Hann lét sér mjög annt um æskulýðshreyfingu kirkjunnar og annaðist leik- mannsstarf í prestakallinu. Stefanía var góð húsmóðir. Hennar verkahringur var innan stokks. Þar vann hún verk sín hljóðlát, umhyggjusöm og kær- leiksrík. — Þau áttu gott athvarf hjá syni sínum og tengdadóttur í ellinni og heimilið á Völlum bar vott um hin friðsælu og ljúfu fjölskyldubönd. Búið var á báðum hæðum. Þar var ekkert kynslóðabil. Eining og samheldni einkenndi heimilis- lífið. Sá er þetta ritar, kom oft að Völlum ásamt fjölskyldu sinni í heimsókn til prófastshjónanna. Þangað var gott að koma. Séra Stefán og frú Jóna eru mjög gestrisin og samhent í að taka á móti þeim sem að garði ber. Margt sóknarbarnið hefur þegið kaffisopann á Völlum t.d. að lokinni messu í Vallakirkju. Kaffið á kirkjustaðnum eftir messugjörðina er safnaðarfólki mikils virði, þegar safnast er saman á prestsheimilinu og enginn má fara af staðnum án þess að þiggja góðgerðir. — Þegar byggðin á Dalvík stækkaði, var ljóst að Velli hentuðu ekki lengur sem prests- setur. Þann 6. desember 1968 var brotið blað í sögu Valla sem þingisbækur og tíðindi, smálestir af bréfum og skrám á söfnum. Þá er það ekki rétt að ekki sé fjallað um þessi efni í Sögu íslands I — III (Þjóðhatíðarútgáfu), því þar eru einstökum þáttum þessara mála gerð góð skil. Hinsvegar er það rit svo uppbyggt og mikið ógert, að það verður ritað um atvinnusögu alla þegar efni standa til, en annað hefur eðlilega setið í fyrirrúmi í fyrstu bindunum, og þáttur atvinnuvega því takmark- aður enn sem komið er. Það er alveg ljóst að til er nóg efni í heildarsögu um allt, er varðar skipti Islendinga við hafið. Hitt er annað mál, og það rak ég mig á þegar ég tók saman hinn stutta þátt um siglingar, að þótt megi finna einstakar og góðar ritsmíðar um siglingatækni og sjómannafræðslu, um skip og sigl- ingar og um fiskveiðar, þá er ekki áhlaupaverk að semja heildarsögu um efnið. Hér verður líka að hafa í huga að taka verður mikið tillit til stjórnmálasögu, verslunarsögu, hagsögu, menningarsögu, þjóð- hátta o.fl. Forvitnileg þótti mér skilgrein- ing J.E. á orðinu „skip“, þ.e. „fljótandi farkostur“. Þetta er svo rúmt að það gæti náð yfir plast- bala, sem strákar reru yfir poll. Eg leitaði eitt sinn að skilgreiningu á orðinu, og lenti í ógöngum. í þrem íslenskum lögum merkir „... skip hvern þann farkost, er á sjó flýtur...“ og væntanlega gildir það um vötn líka, þótt ekki sé tekið fram. í erlendu riti hefi ég lesið vangaveltur um það, hvort storkn- uð kúadella fljótandi með músum, geii talist skip. Ég tók þetta ekki alvarlega, enda veit ég að almennt mun ætlað að þá fyrst sé hugsan- legt að tala um „skip“, þegar menn tóku að njörfa saman trjágreinar eða sef til þess að fleyta sér á, þótt þeir í fyrstu hafi notað hendur sínar fyrir árar. Eg var eitt sinn í hópi fullorðins fólks, karla og kvenna, og ég ætla að það hafi verið hyggið og vel iesið. Margt bar á góma, og mér kom í hug hálfgerður hrekkur. Ég fékk öllum auðan bréfmiða, og kvaðst ætla að nefna eitt orð. Bað ég hvern einn að skrifa það, sem í hug kæmi, þegar ég nefndi orðið, og skila mér sneplinum. Þetta var samþykkt. Orðið, sem ég nefndi var „skip.“ Það efni hafði ekki verið rætt. Ég skoðaði svörin og varð hissa. Af 15 manns hafði aðeins tveim dottið hið sama í hug, og það var Gullfoss yngri. Mikill munur þótti mér vera á pramma á Elliðavatni og bryndrekanum Bismarek. í erindi úr fornsögu, sem oft er sungið, er þetta: „Týndi átján önglum, og fertugu færi.“ Hvers- konar veiðarfæri var Ingjaldur í skinnfeldi með þarna á miðum út af Snæfellsjökli? Margs hefur verið til getið, en ekki eru menn sammála. Ég hefi nánast til gamans nefnt þessi dæmi, sem sýna þó úr- lausnarefni, að ekki sé rakið allt, sem segja má um siglingar, sem upp geta komið, hvort heldur fjallað er um skip, sæfarir eða veiðiskap. Að lokum er skylt að geta þess, að ég er Jóni Eiríkssyni þakklátur fyrir bók hans „Skipverjar og skip“, og e.t.v. ekki síður fyrir bókina „Rabbað við Lagga," að vísu með öðrum hætti heldur en um hina fyrrnefndu. Þótt ég sé ekki sammála J.E. um ýmislegt í grein hans, þá get ég heilshugar tekið undir það, og hafði þegar gert, að heildarsögu siglinga Islendinga og fiskveiða þarf og á að rita. „...annað er okkur ekki sæmandi“, svo ég noti orð Jóns skipstjóra Eiríkssonar. kópavogi. 17. marz 1979 prestseturs. Þann dag fluttu prófastshjónin frá Völlum til Dalvíkur. Þar hafði þá verið byggður nýr prestsbústaður að Hólavegi 17. Þessi breyting var eðlileg og réttmæt eins og gerst hafði á fleiri stöðum á Norður- landi við svipaðar aðstæður. Kynni mín af séra Stefáni eru löng og góð. Samstarf okkar að kirkjunnar málum er nú komið á fjórða áratug. Ávallt hefur verið gott að leita til háns. Séra Stefán er tryggur vinum sínum, og það kemur best í ljós, þegar á reynir. Sá er vinur, sem í raun reynist. Davíð Stefánsson frá Fagraskógi talar um „hjartayl" í kvæði sínu. Þá innri glóð á afmælisbarnið í ríkum mæli. Hún slær birtu á persónuleg kynni og mótar prestsstarfið hans. Séra Stefán er skrumlaus og góðhjartaður. Honum lætur best að koma til dyranna eins og hann er klæddur, — því að allt tildur er honum fjarri skapi. — Hann er í senn alvörumaður og gamansamur. Jafnan á hann eitthvað í pokahorninu, sem getur komið manni til að brosa. Einhversstaðar stendur skrifað, að bros og glatt geð lengi lífið og auki vellíðan. Störf sín rækir séra Stefán af alúð og kostgæfni. Þegar höfð eru í huga upp- eldisáhrif, er séra Stefán fékk við móðurkné og í föðurgarði, má ætla að þau hafi haft sitt að segja er hann valdi starfið í kirkju Krists. Þá sömu sögu hefur margur kirkjunnar þjónn að segja í afstöðu sinni til þeirrar köllunar, sem frá Kristi kemur í orðinu: „Fylg þú mér.“ Trúarleg áhrif í æsku og hand- leiðslan, sem skín þar í gegn er stefnumótandi. Kenn þeim unga þann veg segir Heilög ritning. Þannig vinnur kirkjan — (hin kristna móðir) — með einni kynslóð af annarri. Víður er verkahringur prests- ins. Reyndar er honum ekkert óviðkomandi. Postulinn orðar það svo: Fagnið með fagnendum og grátið með grátendum. Þann- ig vinnur presturinn og oft er bilið stutt milli gleði og harms. — Sóknarbörnin minnast sólu- sorgara síns frá slíkum stundum á liðnum árum. Presturinn kom í sorgarann til þess að hugga. Og hann átti líka erindi til þess að taka þátt í söng og fagnaði. Það er trúin sem helgar gleðina — og leggur lífgrös sín á hjartasárin. Grímur Thomen orti um það, að hér á landi fyndust menn, sem væru: Þéttir á velli og þéttir í lund þrautgóðir á raunastund. Þannig er séra Stefán að vallarsýn og í viðmóti. Hann vekur traust og öryggi með persónuleik sínum, gefur eitt- hvað, sem bifast ekki þó á móti blási. I því trausti er hin fölskva- lausa trú hans, bjargið alda. Við hjónin og börn okkar þökkum séra StefánÁog frú Jónu Snævarr margar ánægjustundir á Völlum og Dalvík. Með 22. mars fær ljósið í veröld okkar meiri völd, og megi hækkandi sól vorsins verma og blessa séra Stefán, fjölskyldu hans, sóknar- börn og Svarfaðardal. Til hamingju með daginn! Pétur Sigurgeirsson. MYNDAMÓT HF. PRENTMYNDAGERÐ ADALSTRÆTI 6 SlMAR: 17152-17355 Opiö laugardag kl. 9—12. Veriö velkomin. LSIœiRin. m SMIÐJUVEGI 6 SlA SIMI44544 Vorum aö taka heim þessar gullfallegu sænsku veggsam- stæöur lengd 150 cm. Verö kr. 258.000.- IVIINOR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.