Morgunblaðið - 22.03.1979, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 22.03.1979, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. MARZ 1979 31 FYRIR skömmu var sagt hér frá ráðstefnu um mataræði skólabarna, sem haldin var á vegum Bandaiags kvenna í Rvík og getið þeirra erinda, sem flutt voru. Hér birtist í heild erindi það, sem Áslaug Friðriksdóttir skólastjóri hélt. í raun og veru er erfitt að tala um matarvenjur einhvers ákveðins hóps og alhæfa, án þess að marktæk könnun liggi fyrir. Ég mun freista þess að taka til umræðu brot af þessu verkefni, og þá það helst sem að mínu starfi lýtur. I fyrsta lagi ræði ég lítillega um nesti skólabarna. I öðru lagi um máltíðir og í þriðja lagi lítillega um foreldra og börn. I Ölduselsskóla hafa nemend- ur frá upphafi getað keypt mjólk í skólanum og þá valið á inilli nýmjólkur og kókómjólkur. Þetta á við alla aldurshópa, að undanskildum 6 ára hópum, en hann er aldrei lengur í skólan- um en 3 kennslustundir á dag. Margir aðrir skólar í höfuð- borginni bjóða mjólk til sölu, en sú þjónusta hefur fyrst og fremst miðast við elstu aldurs- hópa grunnskóla, 12 ára og eldri. Að minnsta kosti einn skóli er að hefja mjólkursölu fyrir allan aldur, tveir eða þrír skólar hafa hætt sölu og einhverjir hafa aldrei hafið mjólkursölu. Það er ekki þar með sagt að þeir skólar, sem ekki selja mjólk, láti nestismál nemenda afskiptalaus. Mér er kunnugt um það, að kennarar ganga eftir því að nemendur komi nestaðir. Svo ég snúi mér aftur að þeim skóla, sem ég þekki best, þá er ætlast til að þeir nemendur, sem eru lengur en 4 tíma samfleytt, neyti nestis. Til þess er ætlaður tími, 10—15 mínútur. Kennar- inn er inni. Les gjarnan sögu eða notar tímann til samræðna um daginn og veginn. Engin skylda er að kaupa mjólk í skólanum, en stór hluti nemenda nýtir sér þessa þjón- ustu og kaupir svokölluð mjólk- urkort (15 miðar á spjaldi). Sumir nemendur koma með mjólk að heiman, aðrir hafa ávaxtasafa meðferðis. Smurt brauð og ávextir eru algengasta meðlætið. Gosdrykkir eru ekki leyfðir. í yngri deildum skólans gengur þetta mjög vel, og ef kennara þykir eitthvað áfátt um nesti hefur hann samband við for- eldra viðkomandi nemenda og er því yfirleitt tekið vel og gjörð bragarbót. — Þó eru til undan- tekningar. Oft er erfiðara um vik í eldri deildum skólanna t.d. í 7. deild- um. Þetta eru nemendur, sem -eiga erfiðustu dagana í skólan- um, stundarskrá oft sundurslit- in og þessir nemendur þurfa jafnvel að sækja tíma í þrem skólum. Þarna er oft pottur brotinn, gleymst hefur að smyrja, ekkert til heima, átti að kaupa o.s.frv." — Þetta eru afsakanirnar. Ég hefi grun um að hluti þessa hóps lifi að miklu leyti á gosdrykkjum og lítt nærandi mat, sem borðaður er bæði á leið í skóla og úr, en ég vona samt að þessi hópur sé ekki eins fjölmennur og haldið er. Ekki eru nú allir ánægðir með þá tilhögun að koma með smurt brauð í skólann. Nefni ég sem dæmi að sendinefnd frá einni af 11 ára deildum skólans kom til mín með áskorunum að fá að hafa snúða í stað brauðs. Áskor- unin var kurteislega orðuð, und- irskrifuð af öllum nemendum bekkjarins, en neðst á blaðinu stóð þessi setning: „Við viljum snúða og það strax." — Eftir að hafa gengið inn í áðurnefndan bekk, rætt málið og skýrt sjón- armið skólans féll allt í ljúfa löð, en sá sem ætlaði að beita þrýst- ingi án vilja og vitundar bekkj- arsystkina fékk það óþvegið eftir því sem fréttist síðar. Því er ekki að neita að ósk um snúða hefur komið frá foreldr- um og sömuleiðis hefur Mjóik- ursamsalan boðið snúða, — en á meðan hollustan er ekki meiri í Áslaug Friðriks- dóttir: s^pian og hafið sterkan áróður fyrir bættu mataræði barna, já og fullorðinna. Mér skilst að það sé samdóma álit þeirra sem teljast vita, að fyrsta máltíð dagsins sé mikilvægust, hún þurfi að vera næringar- og orkurík, og að það þurfi að neyta hennar í ró og næði. í þessum málum eru áreiðanlega margir veikir hlekkir og ástæður margar og mismunandi. Eflaust nýtur stór hópur barna þeirrar gæfu að fá góða máltíð og umhyggju áður en lagt er upp, en staðreynd er það engu að síður að stór hópur skólabarna fær hvorugt, fer að heiman snemma morguns, stundum fyrstur allra á heimil- inu og þá án þess að fá morgun- verð og jafnvel án þess að smakka vott né þurrt. Við getum ekki búist við að þessum nemendum líði vel eða að hægt sé að vænta mikils árangurs af þeim í námi. — Oft er vaknað of seint, öll fjölskyldan þarf að fara að heiman á sama tíma, allt er á fullu og í stað ánægjulegra samskipta er ónotast hvert við annað. Heldur ólíklegt er að búast við rólegri stund við mat- borðið, þegar svona er í pottinn búið. Mig langar til þess að nota tækifærið og taka nokkur dæmi sem gætu verið frá hvaða skóla- hverfi sem er. — Skólarnir hafa tekið að sér að hringja á heimilin, ef nemendur koma ekki á réttum tíma í skóla. Þessu er misjafnlega tekið og þetta er umdeilt athæfi. Stund- um er spurt hvort skólarnir eigi hafa áhuga, getu og tíma til þess að vera með börnum sínum og þetta eru ekki einu skiptin sem þau eiga sameiginlegar ánægju- stundir. En hvað um börn hins hóps- ins, sem liggur timbraður eftir að hafa slappað af, eins og kallað er, vegna of mikils vinnu- álags og hvað um börn þeirra foreldra, sem telja sig þurfa að vinna öll heimilisverk um helgar? Hvar eru börn þessa fólks og hver er réttur þeirra til ánægjulegra stunda með sínum nánustu? Hverra er ábyrgðin? Margir halda því fram, og oft með réttu, að aldrei hafi vinnu- þrælkun kvenna verið meiri en nú. í stað þess að vinna á eigin heimili og sinna börnum sínum, reyni þær nú að axla hvort tveggja, vinna heima og að heiman. Ég bið þess að ár bamsins verði til þess að treysta biind fjölskyldunnar og að auka samhjálp manna á meðal þessu meðlæti en raun ber vitni um, höfum við hafnað þeim. Það mætti skjóta því inn hér að áberandi er meiri notkun heil- hveitibrauða í nesti nemenda en var fyrir nokkrum árum. Þessu til viðbótar vil ég upp- lýsa það að eitt sihn fékk ég húsmæðrakennara til þess að flytja erindi um morgunverð og nesti skólabarna á fjölmennum foreldrafundi. Það var nú reynd- ar ekki í þeim skóla sem ég starfa í nú, en það skiptir kannski ekki höfuðmáli. En af þessum fundi er það að segja að líflegar og skemmtilegar um- ræður spunnust um þessi mál, öllum sem til staðar voru til gagns og ánægju og nesti barna breyttist til hins betra. Líklega eru um 6 ár síðan þessi fundur var haldinn en eins og allir vita hefur heimilis- munstur gjörbreyst síðan þá. — Flestir foreldrar útivinnandi. — Mér hefur oft dottið í hug hvort manneldisfræðingar og skóla- menn gætu ekki tekið höndum að vera vekjaraklukkur heimil- anna, — en þetta er útúrdúr. 1. dæmi: Lengi er hringt. Loks svarar syfjuð móðir. Faðir er löngu farinn í vinnu, en 7 ára drengur átti að vakna sjálfur, klæða sig, fá sér að borða og koma sér í skóla hálf níu. 2. dæmi: 8 ára börn eru ein heima daglangt, fundu aldrei fötin sín og komust ekki í skólann. 3. dæmi: 6 ára börn eru umhirðulaus heima og eiga að sjá um að koma sér í skóla, — en þekkja ekki einu sinni á klukku. — Þetta eru gróf dæmi, en sönn engu að síður. — Islensk börn eru upp til hópa hraustleg og vel klædd, enda er ekki fátækt á Islandi í dag. Undantekningarnar eru ekki vegna peningaleysis, en ýmsir eru á því að andleg næring sé oft í lágmarki og öryggisleysi ein- kenni of mörg börn. Uppi í fjöllum að vetri til er fjöldinn allur af foreldrum með börn sín og sá hópur fer vax- andi. Þetta eru foreldrarnir sem Oft er því haldið fram, að rekja megi orsakir tíðra og vaxandi hjónaskilnaða til of mikils vinnuálags. Enn í dag lendir það oftast í hlut konunn- ar, að sjá um öryggi barnanna, dæmi eru til um að konan þurfi að koma barni fyrir á tveim til þrem stöðum yfir daginn, áður en komið er heim — sömuleiðis fellur það oftast í hlut konunnar að vera heima ef barn er veikt. Heimavinnandi húsmæðrum finnst oft að sér vegið í umræð- um, og lítið gert úr störfum þeirra. Stundum kvarta þessar konur yfir því, að þurfa að hafa börn útivinnandi foreldra fleiri tíma daglega eftir skóla, og jafnvel í fæði, vegna þess að enginn er heima hjá þeim. Ég tek það fram að þessar konur eru ekki að taka á móti venju- legum kunningjaheimsóknum barna sinna, en þetta telja þær óumbeðna gæslu, sem þó ekki sé auðvelt að hafna, barnanna vegna. Við hvorki getum né viljum stöðva tímann, né fært hann aftur á bak, en við getum staldr- að við og hugsað og spurt: Erum við á réttri leið? Hvað er það dýrmætasta þrátt fyrir allt? Eru það ekki börnin okkar — framtíð landsins? Það þarf að vera hægt í raun, að bægja þeirri hræðslu frá foreldrum að öll sund séu lokuð síðar á æfinni á vinnumarkaði, ef annað hvort þeirra velur það að vera heima hjá börnum sín- um nokkur ár, stutt og oftast ánægulegt skeið, og sömuleiðis þarf að eyða þeim fordómum að kona sé 2. flokks ef hún kýs að vera heima hjá börnum sínum. Minnumst ungu konunnar, sem segir í DB nýlega að það sé líka frelsi að vera heima og njóta þess að vera með börnum sínum. Hvor valkosturinn sem tekinn er, þarf að hafa það í huga að uppeldi barna á að hvíla fyrst og fremst á foreldrum og þjóðfél- agið er skyldugt til að leggja þeim lið við þessa skyldu þeirra, en ekki að taka hana frá þeim. Mig langar til þess konur góðar að við tökum höndum saman og vinnum að því að koma í framkvæmd þeim álykt- unum frá Uppeldis- og skóla- málanefnd sem við samþykktum á síðasta aðalfundi og hljóða á þessa leið: „Aðalfundurinn skorar á yfir- völd fræðslumála að auka veg heimilisfræðslu á grunnskóla- stigi og njóti hún jafnréttis á við aðrar námsgreinar. Þær grein- ar, sem einkum skal leggja áherslu á eru: Undirbúningur að stofnun heimilis, hlutverk og ábyrgð foreldra, matreiðsla, vöruþekking, næringarfræði o.fl.“ „Aðalfundurinn skorar á aðila vinnumarkaðarins að vinna að því, að launþegar geti átt kost á sveiganlegri vinnutíma og að léttara verði að fá hálfsdags- vinnu fyrir foreldra með það í huga, að þeir geti verið meira með börnum sínum“. Ég bið þess að ár barnsins verði til þess að treysta bönd fjölskyldunnar og að auka sam- hjálp manna á meðal. Gjafavörur og búsáhöld „Súper“-markaöurinn heldur áfram í sýnY" ingahöllinni (Ársalir)\ 2. hæö v. Bílds- höföa. allskonar frá Glit keramik og fleira og fleira af úrvals vörum sem vert er aö sjá. Dömu- fatnaður Kjólar «rá 4000—14 000 Dömujakkar frá kr 8 900 Dömuúlpur frá kr 11 900 Dömupils frá kr 7 000 Dömuskyrtur frá kr 1 900 Herra- fatnaður Odýr og falleg leikföng 500 orpinal málverk. Herraúlpur frá kr 10 500 / Herrablússur frá kr 4 900 ^Herragallabuxur frá kr. 6 900 ■ Herraflauelsbuxur frá kr 6 990 m XBarna- og Minglingafatnaður H| Æ jC m _ T.d. barnaúlpur frá kr 6.900 II H I ■■ ■£& g&fZM Barnabuxur frá kr 2 900 Barnapeysur frá kr. 2.900 o fl. o.fl. OPIÐ I DAG KL. 1— FÖSTUDAG KL. 1— LAUGARDAG 9—12 Sláið til og gerið „Súper kaup á „Súper“-markaði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.