Morgunblaðið - 22.03.1979, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 22.03.1979, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. MARZ 1979 15 í þriðja lagi sem er ekki hvað þýðingarminnst þá er spurningin um umferðarvandamál og bíla- stæði. Bílastæði eru hvergi nægileg á þessu svæði eins og það er í dag að stór hluti núverandi bilastæða verður tekinn undir þetta stórhýsi. Slysahættan er þó það sem vegur þyngst þegar rætt er um staðsetn- ingu þessa stórhýsis á næstu lóð við Iþróttahúsið þar sem hundruð skólabarna fara fótgangandi um á nákvæmlega sama tíma og mesta umferð bifreiða verður að skrif- stofu bæjarfógeta og skattstofu. Hver vill bera ábyrgð á þessari auknu slysahættu. Við erum þegar að berjast við þessa slysahættu eins og sorgleg dæmin að undan- förnu sanna. Hér hef ég talið fram nokkra galla þessa valkosts vegna þess að mér finnst þeir vera augljóslega yfirgnæfandi. Mín skoðun er sú að á þessum stað færi vel að byggja nokkurs- konar menningarmiðstöð sem væri þá í góðu samhengi á þessu svæði með kirkjunni og í íþróttahúsinu með sinni félagsheimilisálmu. Ég hef ekki enn gert mér fullmótaða hugmynd um um hvernig þessi menningarmiðstöð yrði uppbyggð, en þar mætti t.d. gera ráð fyrir sýningarsal sem jafnframt gæti verið hljómleika- salur og ýmis önnur starfsemi gæti verið í þessu húsi. Tillaga bæjarráðs — skoðanir skipu- lagsnefndar Á bæjarstjórnarfundi þann 13. þ.m. var lögð fram fundargerð bæjarráðs frá 8. marz s.l. og í þessari fundargerð gerir bæjarráð tillögu til bæjarstjórnar varðandi lóðaúthlutun til fjármálaráðu- neytisins og er hún á þá leið að ráðuneytinu verði gefinn kostur á að byggja stórhýsi á lóðinni milli Suðurgötu 8 og Suðurgötu 14, eða nánar tiltekið á svæðinu milli gamla Sýslumannshússins og Ásmundarbakarís. Að vísu er þess getið í tillögu bæjaráðs að æskilegt sé að Ásmundarbakarí eða Suðurgata 14 verði fjarlægt en hvergi talað um að byggja á lóð þess. Skipulagsnefnd hefir látið gera líkan af svæðinu þar sem fyrirhug- að hús er fellt inn í að tillögu skipulagsfulltrúa og þá er húsið staðsett á lóðunum Suðurgata 12 og Suðurgata 14 (Ásmundar- bakarí), sem er mun skárra en tillaga bæjarráðs. Þetta m.a. upplýstist á sam- eiginlegum fundi þæjarstjórnar og skipulagsnefndar um þetta mál s.l. þriðjudag þann 20. marz. Þá upplýstu skipulagsnefndarmenn m.a. að það væri ekki skoðun skipulagsnefndar að byggja húsið á þeim stað, sem fram kæmi í tillögu bæjarráðs, og mundi ekki vera meirihluti í skipulagsnefnd fyrir staðsetningunni eins og ráð væri fyrir gert í þeirri tillögu. Þessi sameiginlegi fundur skipu- lagsnefndar og bæjarstjórnar var haldinn samkvæmt ósk minni og um leið var ákvörðun frestað til bæjarstjórnarfundar 27. marz n.k. eða næstkomandi þriðjudags. Ég tel að vinna beri að því öllum árum að forða því slysi sem hér verður, nái tillaga bæjarráðs fram að ganga. Við höfum slysin í skipulags- málum þegar ljóslifandi fyrir okkur og nægir þar að nefna sem dæmi staðsetningu Olíustöðvar- innar h.f. á einu fegursta byggingastæði bæjarins að við- bættri hinni geigvænlegu slysa- hættu sem augljóslega er af stað- setningu olíugeymanna á þessum stað. Þá má nefna byggingu Dvergs h.f. sem lokar fallegu útsýni að timburhúsunum við Lækjargötu og Brekkugötu ásamt Hamrinum. Eignum við virkilega að halda áfram að safna svona slysum? Ég tel að okkur beri að forðast að láta slíkt henda okkur og því Hér viö Fjarðargötuna mundi hús skattstofu og bæjarfógeta sóma sér vel jafnframt því sem bakhliö húsanna við Strandgötu mundi hverfa. Sérstaklega mundi það falla vel saman að hafa ríkis- byggingarnar á sama reit: pósthús, sím- stöð, skattstofu og bæjarfógeta. megum við ekki gerast sek um þá stóru skyssu að fórna Hamrinum sem er tvímælalaust ásamt hraun- inu sérkenni Hafnarfjarðar. Við eigum helzt að geyma okkur lóðirnar Suðurgötu 10 og 12 þar til við getum skoðað skipulagið á þessu svæði í meiri heild m.a. með það fyrir augum að upp komi á þessu svæði einskonar menningar- miðstöð, safnaðarheimili og jafn- vel mátulega stórt ráðhús aðeins neðan við Strandgötuna þar sem nú er biðskýlið, eða aðeins neðan við það. Lokaorð Góðir Hafnfirðingar. Ég taldi það skyldu mína að senda ykkur þessar línur til að okkur öllum mætti vera ljóst hvað hér er að gerast. Hvert og eitt og öll saman getum við hjálpast að í þessu máli til að reyna að forða slysi, m.a. með því að hafa samband við bæjarfulltrúa og láta í ljós skoðun okkar á málinu. Ég er þeirrar skoðunar að okkur beri að varðveita það sem sögulegt er og á annan hátt merkilegt í okkar bæ, hvort sem um er að ræða gömul hús eða aðrar mynjar og ekki hvað sízt að varðveita slíka gersemi sem Hamarinn er okkur og forða því að hann verði smám saman girtur af með háum stein- blokkum, en fái í þess stað að njóta sín í sinni alkunnu reisn. Ég vil ljúka þessu bréfi mínu með síðasta erindinu úr kvæðinu Hamarinn eftir Örn Arnarson: Hamarinn í Hafnarfirði horfir fram mót nýrri öld. Hann mun sjá, að framtíð færir fegra líf og betri völd. Þögult tákn um þroska lýðsins: l>ar er hæð, sem fyrr var lægð, Jökulhefluð hamrasteypa, hafi sorfin, stormi fægð. Ég þakka Morgunblaðinu fyrir birtingu þessa bréfs og sendi ykkur Hafnarfirðingar góðir beztu kveðjur. § J óhannes Páll II í hirðisbréfi sínu: Áréttar sérstöðu Páfi áréttar grundvallarþýð- ingu mannkynslausnar Krists sem sannleikskjarna fagnaðar- erindisins og undirstöðu kirkju- starfs. I hirðisbréfinu segir að upphafning mannsins til eilífrar samvistar með guði eigi rætur að rekja til atbeina lausnarans og er síðan fjallað ýtarlega um „mannúðlegt" gildi mannkær- leikans og köllunar kristinna manna. I þessu sambandi bendir páfi á að í raun og veru leiði kristnin veg mannfræðinnar, þar sem Kristur hafi í krafti kærleika síns á vissan hátt sameinast manninum. I síðasta kafla bréfs síns hvers Kaþólska biskupnum yfir ís- landi, dr. Hinrik Frehen, barst fyrir skömmu fyrsta hirðisbréf núverandi páfa, Jóhannesar Páls II. í bréfi þessu, sem ber heitið „Redemptor hominis" eða „Frelsari manna", skýrgreinir Jóhannes Páll nokkur helztu stefnumið síns páfadóms. Þrátt fyrir að páfi hafi áður við ýmis tækifæri ýjað að þeim hug- myndum, sem fram koma í bréfinu, er þetta í fyrsta skipti að þær eru fram settar í fast- mótaðri mynd. Morgunblaðinu hefur borizt lítill úrdráttur úr hirðisbréfinu. Páfi horfir fram í tímann og segir að þrátt fyrir að enginn kunni að segja fyrir um hvað nálæg aldamót beri í skauti sér fyrir mannkyn sé bjart yfir vonum kirkjunnar og beri ekki sízt að þakka það framlagi óviðjafnanlegra forvera á páfa- stóli, einkum páfanna Jóhannes- ar XXIII og Páls VI. Horfir kirkjan varfærnum augum fram á við jafnframt því að vera staðráðin í að efla innri stoðir trúarlífs og gefa heiminum vitn- isburð. einstaklings minnir Jóhannes Páll II kristna menn á að skerpa kristilega sjálfsímynd sína m.a. annars með endurupplýsingu hugans um -margvísleg verkefni kirkj- unnar: útbreiðslu og trúarupp- fræðslu í samvinnu við yfirvöld menntamála, reglubundna tíðk- un helgisiða með sérstöku tilliti til áhrifamáttar kvöldmáltíðar- Sakramentis og játningar, ásamt umhyggju fyrir fátækum. í grófum dráttum má segja að páfi helgi boðskap sinn lífsskiln- ingi samtímans, manngildishug- sjóninni almennt ásamt óum- deilanlegri sérstöðu hvers ein- staklings, sjálfsmeðvitund- kirkjunnar, er hann vill leggja sitt af mörkum til að vekja. Á þann hátt kveðst páfi vilja auðvelda kirkjunni a^ fylgjast náið með samtímanum, að upp- fylla kröfur tímans í sama mund og hún útbreiðir orð heilagrar ritningar. „FRELSARI MANNA" — Jóhannes Páll II páfi heldur á mynd af höfði Krists. er hann þáði að gjöf frá pílagrím á miðvikudag. í nýlegu hirðsbréfi sínu skýrgreindi páfi þau markmið. er hann hefur kosið að hafa að leiðarljósi meðan á páfatíð hans stendur. KENWOOD heimilistæki spara fé og fyrirhöfn Eldavél Stilhrein og fullkomin eldavel. Meó henni veróur öll matargeró fljótlegri og ódyrari. Hafió samband vióraftækjadeildirta og vió veitum fúslega allar upplysingar THORN HEKLA hf LAUGAVEG1170-172 -SÍMAR 21240-11687 Veró kr. 167500- Einar Þ. Mathíesen.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.