Morgunblaðið - 22.03.1979, Síða 12

Morgunblaðið - 22.03.1979, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. MARZ 1979 Helgi B jörnsson: Varist snjóflódin I Daginn er tekið að iengja, pásk- ar nálgast og ferðamenn leita til fjalla. Snjóflóð eru tvímælalaust ein mesta hættan á vegi þeirra. Fjallgöngumenn, skíðamenn og þeir sem bruna um á vélsleðum þurfa því að læra að varast snjó- flóð. Flest snjóflóð falla í mikilli snjókomu eða stuttu síðar. Þá eru hins vegar fáir á ferð um fjall- lendi. Þegar hríðinni slotar er oft freistandi að fara á fjöll. En snjóþekjan getur þá enn verið óstöðug og hætt við að flóð falli. Þá getur umferð ferðamanna kom- ið af stað flóðum, sem annars féllu ekki. Reynslan sýnir að afarmörg slys á ferðamönnum verða vegna þess að þeir koma sjálfir snjóflóð- um óvart af stað. Frekar sjaldgæft er að flóð falli af sjálfu sér á ferðamenn. Orsakir snjóflóða eru flóknar og ekki er auðvelt að spá nákvæmlega um komu þeirra. Hins vegar má veita mönnum ýmsar ráðleggingar um hvenær hætta er á ferðum og um val leiða í fjalllendi. Snjóflóð eru tengd landslagi, snjóalögum og veðri. Almenningsfræðsla um þessi tengsl er nauðsynleg. II Snjóflóð falla þegar spennur í snjóþekju verða meiri en styrkur hennar þolir. Leggið því aldrei í fjallaferðir þegar spáð er veðri, sem getur valdið snöggum breyt- ingum í styrk eða spennum í snjóþekju. Mikil snjókoma eykur spennur í þekjunni. Snjóflóða- hætta er venjulega mikil þrjá daga eftir mikla snjókomu. Ef kalt er í veðri getur hættan enst enn lengur því að hinn nýfallni snjór sest hægt. Þótt flóð falli ekki í hríðinni getur farg skíðamanns ráðið úr- slitum og hleypt þekjunni af stað. Hlýindi, sólbráð eða regn á snjó draga úr styrk snjóþekju. Varist mjög votan snjó, t.d. undir klett- um. Flest snjóflóð falla úr brekkum, sem hallast 30 ‘ til 45 gráður. (1. mynd). Upptökin eru algengust í giljum og sléttum reglulegum hlíð- um. Því dýpri sem snjórinn er því meiri hætta er á flóðum. Forðist allar brekkur með yfir 30 gráðu halla* ef grunur er á að snjór sé óstöðugur. Öruggustu gönguleið- irnar eru á hryggjum og áveðurs í hlíðum. (2. mynd). Þræðið svæði þar sem snjór er grynnstur og þið sjáið nibbur standa upp úr. Oft eru öruggustu svæðin einnig auðveld- ustu gönguleiðirnar. Aið á þessum stöðum. Líkur á að lenda í flóðum vaxa því lengur sem menn eru á hættusvæðum. Ef ekki er unnt að fara um hryggi er næst-öruggasta leiðin niðri á flatlendi í dalbotninum því að þar er lítil hætta á að menn komi flóði af stað. Gangið ekki í brekkukverkinni því að skíðaslóðin getur skorið sundur undirstöður snjóþekjunnar. Þverskerið aldrei brekkur eða gil þar sem snjór er mikill. Akið ekki snjóbílum eða vélsleðum þvert eftir löngum slétt- um brekkum. Efnið ekki til kapp- aksturs við snjóflóð. Ef fara verður yfir varasama hlíð ber að velja leið efst í henni. Því ofar sem farið er því minni líkur eru á að snjórinn ofan við menn komist á mikinn hraða og grafi þá djúpt í flóði. Veljið þó alls ekki leiðir ofan við kletta og gil. Forðist einnig ávalar hlíðar því að þar eru spennur að jafnaði miklar í snjóþekjunni. Farið hvorki undir né ofan við hengjur og sneiðið hjá sprungum í snjónum. Ef skíðamaður þarf að hraða sér niður viðsjárverða fjallshlíð ber honum að fara beinar leiðir og forðast óþarfa beygjur. Varist hins vegar að falla á skíðum, takið frekar skíðin af ykkur og gangið. Hugið að styrk snjóþekjunnar þegar þið ferðist um fjöll. Vara- samur er þurr léttur snjór, sem skíðaslóð markar ekki í heldur rennur jafnóðum í förin ykkar. Þegar slíkur snjór nær upp á miðja kálfa er hætta á kófhlaup- um, einkum ef undir er harðfenni. Kannið styrk snjóþekjunnar með skíðastafnum. Forðist skuggahlíð- ar því að þar eru mestar líkur á að harðfenni leynist undir. Foksnjór myndar hengjur og fleka, sem eru varhugaverðir, einkum ef undir er laus snjór eða djúphrím. Varist svæði þar sem snjór er orðinn svo votur að hann skvettist undan skíðunum. Krapahlaup geta fallið úr allt að 10 gráðu halla. Hafið auga með merkjum um að snjór sé orðinn óstöðugur, drunur heyrast í fjarska, sprungur sjást, snjóboltar eða spýjur verða á vegi ykkar. III Ferðist aldrei ein um snjóþungt fjalllendi. Látið vita um ferðir ykkar. Hlustið á veðurfréttir. Verið viðbúin því að flóð geti fallið. Hafið með björgunarútbún- að (leitarstengur og spaða o.fl.) Þegar farið er yfir hættusvæði skal aðeins einn maður fara í einu og hinir fylgjast með honum. Klæðist vel, bindið föt fast að Upptök snjóflóða eru algengust efst í hlíðum í 30 til 45 gráðu halla, einkum í giljum, gljúfrum og skálum, en mikil lóð geta fallið úr hlíöum með halla allt frá 25 til 55 gráðum. öryggi og einnig veigra allir sér við að hafa orð á því hvort ekki sé ráðlegt að snúa við. En svarið við spurningunni um hvort snúa skuli við er afar einfalt. Það felst í svari við annarri spurningu. Hvað myndu þeir sem lenda í snjóflóði vilja gefa á síðustu sekúndum í lífinu fyrir að geta snúið við? Hve oft hafa þeir sem lifðu af snjóflóð sagt: Auðvitað hefðum við átt að snúa við. V Snjóflóð hafa valdið dauða fleiri Islendinga en nokkur önnur tegund náttúruhamfara. Um 600 mannslát af völdum snjóflóða hafa verið skráð í 11 alda sögu þjóðar- innar. Eflaust skipta hin óskráðu hundruðum. Það sem af er þessari öld hafa farist þannig um 120 manns. Þar við bætist gífurlegt eignatjón. Eftir hið mannskæða snjóflóð í Neskaupsstað 1974 komst skriður á starf að snjóflóðamálum hér á landi. Grundvöll að því starfi lagði reyndar Ólafur Jónsson fyrir rúm- um tuttugu árum með bók sinni Skriðuföll og snjóflóð. Sigurjón Rist hefur tekið við starfi Ólafs við ritun snjóflóðaannála og birt þá í Jökli. Raunvísindastofnun Háskól- ans hefur gefið út fræðslurit um snjóflóð. Veðurstofan hefur hafið Mörg mannslíf hefðu sparast ef ferðamenn hefðu sneitt hjá hættusvæðum eða valið leiðir um fjalllendi með snjóflóöahættu í huga, hugað að veðri, landslagi, snjómagni og dreifingu snjós, sneitt hjá hlíðum, sem eru hlémegin við meginvindáttir, einkum undir hengjum og giljum, og lagt frekar leið sína um áveðurshlíðar, hryggi eða flöt svæði. ykkur svo að snjór komist ekki inn milli klæða. Bindið klút fyrir andlit svo að snjóryk sogist síður niður í lungun og valdi köfnun. Losið skíðabindingar, berið bak- poka á annarri öxlinni og Ifefið lykkjur skíðastafanna ekki brugðnar um úlnliðina. Ef flóð feilur á þig reyndu að losa þig við skíði, stafi og bakpoka eða vélsleða. Mikilvægt er að þú getir hreyft þig óþvingað. Taktu sundtökin. Reyndu að halda þér uppréttum og láta þig berast að jaðri flóðsins. Ef þú heldur með- vitund settu hendur fyrir andlit og berðu frá þér rétt áður en flóðið stöðvast og snjórinn verður að storku. Þannig myndast nokkurt holrými við vitin. Verið róleg. Lítið stoðar að brjótast um ef snjórinn hefur steypst utan um þig. Það eyðir bara dýrmætri orku þinni. Reyndu ekki að kalla þótt þú heyrir í björgunarsveitum. Hljóð berast oft auðveldlega níður í snjó en afar illa út úr honum. Treystu því að þér verði bjargað. Þeir sem sleppa undan flóði verða einnig að halda stjórn á sér. Líf félaganna kunna að vera í þeirra höndum næstu klukku- stundirnar. Merkið staðinn, þar sem síðast sást til þeirra, með skíðastaf eða einhverju sem fennir ekki í kaf. Sértu einn verður þú sjálfur að leita félaganna og sæktu ekki hjálp nema hún sé mjög skammt undan. Ef aðstoð er fjarri ert þú eina von þeirra um björgun. Eftir 30 mínútur eru aðeins helm- ingslíkur á að hinir gröfnu finnist á lífi. Ef nokkrir menn sleppa undan flóðinu má senda einn eða tvo eftir hjálp. Þeir þurfa að ferðast með gát, forðast snjóflóð, merkja leiðina og gæta þess að ofreyna sig ekki því að þeir þurfa að fylgja björgunarsveit á slys- stað. Hér mun ekki fjallað nánar um björgunarstörf. Ingvar Valdimars- son, formaður Flugbjörgunarsveit- arinnar, vinnur nú að því að skrifa ítarlegt rit um þau mál að frum- kvæði Almannavarna ríkisins. IV Snjóflóð eru ein mesta hætta sem ógnar þeim sem ferðast um fjöll að vetrarlagi. I þessari grein hafa ferðamönnum verið gefin nokkur ráð um hvernig þeir geta metið hvar og hvenær hætta er á snjóflóðum og rætt var um við- brögð við hættunni. Að lokum skal lögð áhersla á að menn forðist snjóflóðahættu. Það verður aldrei of oft brýnt fyrir mönnum. Menn taka oft áhættu, hugsa sem svo að óvíst sé að flóð falli. Þeir skulu hins vegar minnast þess að fara má nærri um hvað hendir þá ef flóðið fellur. Það er oft erfið ákvörðun að snúa við og fara aftur sömu leið og menn komu. Það kann að kosta erfiða göngu upp fjallshryggi. Jafnvel viljasterk- ustu ferðamenn freistast til kæru- leysis er þeir þreytast á göngu sinni í erfiðu landi og vondu veðri. Ferðahópar ganga oft, með meira kappi en forsjá. Þegar menn ganga saman í hópi skapast oft falskt snjóflóðaspár fyrir heila lands- hluta. Væntanlegt er fræðslurit frá Rannsóknastofnun byggingar- iðnaðarins. í vetur eru nokkur námskeið haldin víða um land á vegum Almannavarna ríkisins. Veitt er fræðsla um orsakir snjóflóða, mat á hvar og hvenær hætta er yfirvof- andi, rætt um eðli snjóflóða, við- brögð manna við þeirri hættu, varnaraðgerðir, gagnasöfnun en síðast en ekki síst björgun úr snjóflóðum. Slysavarnafélag ís- lands, Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík og Hjálparsveitir skáta hafa einnig haldið námskeið um björgun úr snjóflóðum. Með þessum námskeiðum hefur fræðsla borist til almannavarnaráða, lög- reglu, björgunarsveita og sveitar- stjórna víða um land þar sem fólk býr við snjóflóðahættu. Þessari blaðagrein er hins vegar ætlað að ná til almennings áður en vorferð- ir hefjast um fjöll eftir óvenju snjóþungan vetur sunnanlands.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.