Morgunblaðið - 22.03.1979, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 22.03.1979, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. MARZ 1979 47 Evrópukeppni meistaraliða Sænska liðið Malmö í undanúrslitin 0 Forest-leikmennirnir Needham og Woodcock faðma hvor annan eftir að deildarbikarinn er í höfn. Þeir Robertsson og Garry Birtles hampa hins vegar bikarnum. Nú er Forest komið í undanúrslit Evrópumeistarakeppninnar og stefna að því að geta hampað sjáifum Evrópuhikarnum. Bikarstemmning í Hagaskóla ÞAÐ VAR sannkölluð bikar- stemmning í Hagaskóla í gær- kvöldi þcgar Framarar mættu KR-ingum í undanúrslitum bikar- keppninnar í körfuknattleik. Að loknum venjulegum leiktíma var staðan jöfn, 79—79, og þurfti því framlenging að koma til. Eftir mikinn darraðardans, stóðu KR-ingar uppi sem sigurvegarar, en ekki gat munurinn verið minni, 88—87 voru lokatölurnar. Staðan í hálfleik var 46 — 43, Frömurum í vil. KR-liðið virðist hafa einstakt lag á að kalla fram það besta í mótherja sínum hverju sinni. Leikur Framara í gærkvöldi var án nokkurs vafa það besta, sem til þeirra hefur sést í vetur. Framar- ar hófu leikinn af miklum krafti og náðu fljótlega talsverðu for- skoti, 12—4 var staðan að loknum fimm mínútum og hafði John Johnson, þjálfari Framara, þá skorað 10 þessara stiga og voru það ekki hans síðustu í leiknum. Leikurinn jafnaðist nokkuð þegar á leið hálfleikinn og bjuggust nú flestir - við, að KR-ingar tækju leikinn í sínar hendur, en sú varð svo sannarlega ekki raunin. Síðari hálfleikurinn var sérlega jafn og spennandi og á lokamínút- unni var fyrst og fremst einskær óheppni Framara, sem rændi þá sigrinum. I framlengingunni var sama baráttan uppi á tengingnum og á síðustu sekúndum fékk Björn Jónsson Framari gullið tækifæri til þess að gera út um leikinn, en brást þá bogalistin. John Johnson bar af í liði Fram- ara að þessu sinni og var hittni hans í fyrri hálfleiknum með miklum ólíkindum. Björn Jónsson var einnig mjög góður svo og Þorvaldur Geirsson og Flosi Sigurðsson. KR-liðið lék þennan leik heldur illa. Var barátta með minnsta móti, sérstaklega þó í vörninni. Jón Sigurðsson og John Hudson voru atkvæðamestir að venju, en hafa báðir leikið betur. StÍKahæstir hjá Fram voru Johnaon með 42 stig, Bjnrn með 14 og Flosi Sigurðsson með 11. Hjá KR skoruðu mest John lludson og Jón Sigurðsson, sá lyrrnefndi með 39 stig, en sá sfðarnefndi með 25 stig. - GI. Sænska liðið Malmö FF kom mjög á óvart í Evrópukeppni meistaraliða í gærkvöldi með því að sigra pólska liðið Wisla Karkow 4 —1 í síðari leik liðanna sem fram fór í Svíþjóð. Fyrri leik liðanna lauk með sigri Wisla. 2—1, þannig að Malmö fcr áfram í fjögurra liða úrslitin á 5—3 markatölu. Pólverjarnir voru fyrri til að skora í leiknum. Það var á 59. mínútu sem Kmiecek skoraði, en Ljungberg jafnaði metin aðeins 8 mínútum síðar úr vítaspyrnu og náði svo forystu fyrir Malmö á 71. mín. Á 81. mín skoraði svo Cervin fyrir Svía og Ljungverg innsiglaði svo sigurinn með því að skora úr öðru víti á lokamínútu leiksins. Áhorfendur á leiknum voru 13.000 Leik Glasgow Rangers og Kölhar sem fram átti að fara í Glasgow var frestað vegna snjókomu. Verður hann hugsan- lega leikinní kvöld ef veðurskilyrði leyfa. Wien, Austurríki, sótti austur-þýzka liði Dinamo Dresden heim. Sigruðu Þjóðverjarnir 1—0. Riedel skoraði mark þeirra úr vítaspyrnu á 42. mínútu. Wien kemst áfram í keppninni en þeir sigruðu í fyrri leik liðanna 3—1. Áhorfendjur voru 37.000. í Zurich léku Nottingham Forest og Grasshoppers og endaði sá leikur 1—1. Forest vann fyrri leikinn með miklum yfirburðum, 4—1, og kemst því áfram. Það var O’Neill sem skoraði mark Forest, en Sulser fyrir Grasshoppers úr vítaspyrnu. Úrslit í UEFA-keppninni: Dukla Prag Herta Berlín 1-2 (1-1 Mark Dukla: Nehoda. Mörk Hertu: Agerbeck, Milewski. Herta Berlin kemst áfram á samanlagðri , markatölu 3—2. Mikið um oddaleiki á unglingamótinu MEISTARAMÓT TBR í ung- lingaflokkum haldið í TBR-húsinu við Gnoðavog, helgina 17. —18. mars. Mótið er eitt stærsta unglinga- mótið á árinu og voru keppendur 82 frá 7 félögum: 41 frá Tennis- og badmintonfél. Rvk. 5 frá badmintondeild KR. 1 frá bad- mintondeild Vals 21 frá Tennis- og badmintonfél. Akraness 5 frá Tennis- og badmintonfél. Vestm. 8 frá Stjörnunni og 1 frá Tennis- og badmintonfél. Hafnarfjarðar. Á laugardeginum var spilað fram í úrslit í öllum greinum; en úrslitalcikirnir voru svo leiknir á sunnudag. Voru margir leikjanna mjög spennandi, og var mikið um odda- leik'i. En úrslit fóru sem hér segir: Hnokkar, einliðal.: Árni Þór Hallgrímsson IA sigraði Ingólf Helgason ÍA 11—7, 8-11 og 11-4. Tátur einliðal.: Guðrún Ýr Gunnarsdóttir IA sigraði Guðrúnu Júlíusdóttur TBR 4-11,11-7,12-11. Hnokkar, tvíliðal.: Árni Þór Hallgrímsson og Valdimar Sigurðsson ÍA, sigruðu Snorra Ingvason og Pétur Lentz TBR 15-2, 18-15. Tátur tvíliðal: Guðrún Júlíusdóttir og Guðrún Gunnarsdóttir TBR sigruðu Ástu Sigurðardóttur og Maríu Finn- bogadóttur ÍA, 15-7, 15-6. Hnokkar — Tátur tvenndarl.: Árni Þór Hallgrímsson og Ásta Sigurðardóttir ÍA sigruðu Ingólf Helgason og Maríu Finnboga- dóttur ÍA 18—15, 7—15,15—12. Sveinar einliðal.: Indriði Björnsson TBR sigraði Pétur Hjálmtýsson TBR 11—5, 5-11, og 12-10. Meyjar einliðal.: Inga Kjartansdóttir TBR sigraði Þórdísi Edwald TBR 12-10,11-6. Sveinar tvíliðal.: Indriði Björnsson og Fritz Berndsen 7’BR sigruðu Pétur Hjálmtýsson og Kára Kárason TBR 15-9, 15-5. Meyjar tvíliðal.: Þórdís Edwald og Inga Kjartansdóttir TBR sigruðu Elísa- betu Þórðardóttur og Elínu Helenu Bjarnadóttur TBR 17—14, 15-8. Sveinar — Meyjar tvenndarl.: Pétur Hjálmtýsson og Inga Kjartansdóttir TBR sigruðu Indriða Björnsson og Þórdísi MSV Dusisburg-Ilonved Budapest 1-2(1-1) Mörk Honved: Poczik og Pal. Mark MSV: Bussers. MSV Duisburg kemst áfram í keppninni á fleiri mörkum skor- uðum á útivelli, en fyrri leik liðanna lauk 3—2 í Ungverjalandi. WBA-Red Star Belgrad 1 — 1 (0-0) Mark WBA: Cyrille Regis. Mark Red Star: Benacek Radavano. Red Star kemst áfram í keppninni á samanlagðri markatölu 2—1. Úrslit í bikarkeppni Evrópu: SK Beveren-Inter Milan 1—0 (0-0) Mark Beveren: Bob Stevens á 85. mín. Beveren kemst áfram á samanlagðri markatölu 1—0 Banik Ostrava-FC Magdeburg 4-2 (2-0) Mörk Banik: Rygel 2, Albrecht og Nemec. Fyrir Magdeburg: Sparwasser og Pommerende. Tékkneska liðið kemst áfram á samanlagðri markatölu 5—4 Servette Geng — Fortuna Diisseldorf 1 — 1 (0—1) Mark Fortuna: Bommer, Mark Servette: Andrey. Dusseldorf kemst áfram á marki skoruðu á útivelli. Fyrri leik liðanna lauk með marklausu jafntefli.l Barcelona — Ipswich 1—0 (1—0) Mark Barcelona Heredia. Áhorfendur 110.000 Barcelona kemst áfram á marki skoruðu á útivelli en fyrri leik liðanna lauk 1—2. Arsenal í undanúrslit bikarsins Arsenal komst í undanúrslit í ensku bikarkeppninni í knatt- spyrnu með því að sigra Southampton 2—0 í gærkvöldi. Arsenal leiddi í hálfleik 1—0. Það var Alan Sunderland sem skoraði á 33. mínútu. og hann var aftur á ferðinni í síðari hálfleiknum á 76. mín er hann skoraði fallegt mark. Var þetta annar leikur liðanna í bikarnum þeim fyrri, sem fram fór á mánudagskvöldið, lauk með jafntefli, 1 — 1. Orslit í 1. deild í gærkvöldi: Derby-Bolton 3—0 Úrslit (2. deild: Wrexham-Burnley 0—1 Hef mjög lítinn tíma til að fylgjast með ensku knattspyrnunni — segir Guölaugur Bergmann Edwald TBR 13-18,15—6,15—7. Drengir einliðal.: Þorgeir Jóhannsson TBR sigraði Þorstein Pál Hængsson TBR 11-5, 11-4. Telpur einliðal.: Bryndís Hilmarsdóttir TBR sigraði Þórunni Óskarsdóttur KR. 11-2,11-3. Drengir tvíliðal.: Þorgeir Jóhannsson og Þor- steinn Pál Hængsson TBR sigruðu Gunnar Björnsson og Hauk Birgis- son TBR 15-2,15-9. Telpur tvíliðal.: Hafdís Georgsdóttir og Ágústa Kristjánsdóttir TBV sigruðu Jóhönnu Gunnlaugsdóttur og Ósk Friðriksdóttur TBV 15-2, 15-10. Drengir — Telpur tvenndarl.: Þorgeir Jóhannsson og Bryndís Hilmarsdóttir TBR sigruðu Þor- stein Pál Hængsson TBR og Þórunni Óskarsdóttur KR. 15—1, 15-7. Piltar einliðal.: Guðmundur Adolfsson TBR sigraði Óskar Bragason KR. 15—2, 15-7. Stúlkur einliðal.: Kristín Magnúsdóttir TBR sigraði Sif Friðleifsdóttur KR. 11-1, 11-2. GUÐLAUGUR Bergmann stór- kaupmaður ætlar að reyna sig við getraunirnar þessa viku hjá okk- ur. Af þeim köppum sem reynt hafa sig í vetur hefur enginn enn gert betur en að ná 7 réttum og var það Gunnar Gunnarsson framkvæmdastjóri Laugardals- hallarinnar. En rétt er að skjóta því inn, að oft hefur tengingurinn ráðið ferðinni eins og allir vita sem tippa reglulega og hefur það sett stórt strik í reikninginn. En gefum nú kaupmanninum orðið: — Ekki fylgist ég nú reglu- lega með ensku knattspyrnunni þó svo að ég hafi virkilega gaman af henni. Eg hef afskaplega lítinn tíma fyrir þess háttar, ég reyni nefnilega að nota laugardagana til að klára það sem ekki hefur tekist að ljúka í vikunni í sambandi við starfið svo að ég eigi frí á sunnu- dögum. Eg á nú samt mitt uppáhaldslið í enska boltanum, en áður en ég segi þér hvað það er, þá vil ég að það komi fram, að KR er í fyrstu 100 sætunum hvað vinsældir snertir hjá mér. Arsenal er liðið mitt eins og svo margra KR-inga. Þeim hefur nú ekki gengið sem best í vetur svo að ég verð víst að vera raunsær og spá Liverpool sigri í 1: deildinni. Nú varst þú virkur í íþróttum og varst í meistaraflokki KR í handknattleik í mörg ár. Saknar þú íþróttanna? — Já, svo sannarlega geri ég það. Og eins og sjá má á vaxtarlag- inu þá hreyfi ég mig ekki nægilega mikið. Jafn nauðsynlegt og það er nú fyrir ltkamann. Þetta er sjálf- sagt af því að maður býr sér til tímaleysi, þykist alltaf vera upp- tekinn. Það voru góð og skemmti- leg ár sem ég var í handknatt- leiknum á fullri ferð. Nú eruð þið KR-ingar með skemmtikvöld í höllinni í kvöld. Má búast við fjöri og lífi þar? Já, það verður mikið um að veba. Mikið um nýjungar. Tröllin og tittirnir verða til dæmis viktuð inn á völlinn í leiknum sem þeir leika. Nú þá verða bandarísku körfu- boltamennirnir á ferðinni í íþrótt sem þeir hafa aldrei leikið, hand- bolta. Það verður svo sannarlega gaman að sjá hvernig það tekst til. Og að lokum má ekki gleyma einvígi Egils og Péturs, það verður mikið uppgjör, sagði Guðlaugur. — þr. Spá Guðlaugs: Arnsenal — Man City 1 Aston Villa — Tottenham 1 Bolton — Southampton Chelsea — Wolves Derby — Everton 1 Liverpool — Ipswich Man Utd. — Leeds 1 Middlesbro — Birmingham x Norwich — Bristol City x Nott. Forest — Coventry 1 WBA - QPR 2 Blackburn — Preston x % w/BarsfSfUiaææansMarufM.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.