Morgunblaðið - 22.03.1979, Síða 20

Morgunblaðið - 22.03.1979, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. MARZ 1979 Prédikun þessa flutti Jónina Þorfinnsdóttir kenn- ari í kirkju óháða safnaðar- ins 4. febr. s.l., og er hún tileinkuð ári barnsins. A sömu stundu komu læri- sveinarnir til Jesú og sögðu: Hver er þá mestur í himnaríki? Og hann kallaði til sín lítið barn, setti það á meðal þeirra og sagði: Sannlega segi ég yður: nema þér snúið við og verðið eins og börnin, komist þér alls ekki inn í himnaríki. Hver sem lítillækkar sig eins og barn þetta, sá er mestur í himnaríki. Og hver sem tekur á móti einu slíku barni í mínu nafni, hann tekur á móti mér. (Matt. 18.1—6) Þegar við í dag hugleiðum þennan texta, þá sjáum við hve hátt Jesú Kristur frelsari okkar metur barnsálina, sem ætti að búa í hjörtum okkar allra, alla okkar ævidaga, hina hreinu og óflekkuðu sál. Mér kemur í hug vers úr bænarsálmi eftir séra Valdimar Briem: Sá andanH andardráttur sé óslítandi þáttur á milli min ok þín. Þá barnslegt hjarta biður þín biessun streymir niður. Ég ier til þin. kom þú til mín. Bænin og andi Guðstrúar, sem birtist í Jesú Kristi, er það vega- nesti, sem svo margir hafa sann- reynt, að hafi orðið til björgunar í hretviðrum og stormum lífsins; án þessara tveggja samvarkandi þátta kristindómsins hafi menn annað hvort bognað eða brotnað sálarlega. Þetta er bjargföst trú mín, byggð á eigin lífsreynslu. Það finnst víst mörgum, sem ekki hafa reynt ósennilegt hve snemma hægt er að kenna börnum innihald bæna, ef farið er með þær með þeim og smám saman læra þau að skilja hvað í þeim felst, á hvaða andlegu þroskastigi sem þau eru. Sum læra þær strax, en það er ekki aðalatriðið. Aðalatriðið er að um leið og þau skilja innihald bænarinnar öðlast þau trúna á Jesú Krist, barnatrúna, sem er svo mikils virði í lífinu. Við getum tekið sem dæmi versin í sálminum: Ó, Jesú bróðir besti eða sálmavers- ið, sem er bænarsálmur að morgni dags og bæði er hægt að fara með og syngja: Nú er ég klæddur og kominn á rúl Kristur Jesús veri mitt skjúl íGuúúttanum gefðu mér að ganga ( dag svo l(ki þér. Sama er að segja um sálminn, sem einnig er hægt að fara með eða syngja áður en gengið er til náða: Nú legg ég augun aftur ú. Guð þinn náðarkraftur min veri vörn í nútt. 1 Æ, virst mig að þér taka mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rútt. Svona mætti lengi lengi telia bæna- og barnasálma. Einnig vil ég bæta því við að kenna börnum að signa sig og vitna ég þar í ljóð Einars Benedkitssonar, sem ber heitið Landið helga. Þútt aliir knerrir berist frá á bárum til brots við eina og sömu klettaströnd ein minning fylgir mér frá yngstu árum. — Þar er sem biiki á höfn við friðuð lönd. Ég man. Ein bæn var lesin lágt (tárum við Ijús, sem blakti gegnum húmið. Og svo var strokið lokki af léttri hönd, sem litia kertið slökkti og signdi rúmið. Það eina, sem til þarf, er að gefa sjálfum sér tíma til iðkunar bænarinnar með börnunum, okkur og þeim til blessunar. Þess vegna getum við ekki ásakað neinn nema okkur sjálf, ef við höfum vanrækt þennan þátt í uppeldi barns. Tökum enn eitt dæmi um bænina: Faðir vorið, sem Jesú kenndi lærisveinum sínum. Hún felur í sér allan kjarna kristin- dómsins. Hún skiptist í sjö bænir, er skiptast í tvo meginþætti. Þrjár fyrstu bænirnar eru um hið eilífa samband Guðs og manna og hinar fjórar um líkamlegar og andlegar þarfir daglegs lífs. Frá því að ég hóf starf mitt, sem kennari hefi ég ætíð haft þann sið að láta börnin fara með þessa bæn í upphafi fyrstu kennslustundar á degi hverjum og þetta hefur borið þann ríkulega ávöxt, að það er hrein unun að vinna með þeim á eftir. Jónína Þorfinnsdóttir kennari: Á barnaárinu huga menn að því, í hverju sé hægt að breyta og bæta kjör barna um allan heim. Þá stingur að sjálfsögðu mest í augun hin ólýsanlega eymd og fátækt, sem milljónir barna í þriðja heiminum eiga við að búa, og vissulega er þar einn sá blettur á samvisku heimsins, sem hvað helst þarf að má burtu. En enda þótt þetta mikla, óunna verk beri hæst á barnaári, mega menn ekki gleyma þeim börnum, sem næst okkur eru, okkar eigin, íslensku börnum. Minnumst þess, að það voru börn, sem næst voru Kristi, sem hann sýndi umhyggju og alúð, þegar hann sagði: „Leyfið börnun- um að koma til mín og bannið þeim það ekki, því að slíkra er Guðsríki." Lærisveinar hans héldu, — og höfðu ærna ástæðu til, að meistari þeirra hefði öðru mikilvægara og háleitara að sinna en börnunum, sem þarna voru. Áttu þeir að láta nokkra krakka- orma komast upp með það að trufla meistara þeirra í mikilvægu starfi hans og sköpun snilldar- verks hugsunar hans? Þá grunaði ekki, að þvert á móti urðu þessi börn tilefni frelsarans til þess að setja fram einhverja eftirminnilegustu kenningu sína, sem þó var svo einföld og auð- skilin. börnunum að koma til mín“? Því miður virðist misbrestur á því, því of margir segja nú: „látið börnin fara frá okkur, svo að við höfum tíma til þess að sinna mikilvægari verkefnum en uppeldi þeirra." Ekki skal efast um það, að margt gott og fallegt er börnum okkar íslendinga inrætt og kennt í öllum þeim stofnunum utan heimilisins, sem vista þau, skólum, dagvistunarheimilum og öðrum stofnunum, sem íslensk börn kynnast utan heimilisins. Þó skyldi okkur hollt að minnast þess, að fár er sem faðir og enginn sem móðir, og hversu vei, sem að börnunum er hlúð utan heimilis- Jónína Þorfinnsdóttir. Trúarlegt uppeldi og heimilislíf Orð hans merktu það einfald- lega, að gleyma ekki börnunum, sem í sakleysi sínu stóðu nær Giíðsríki en hinir fullorðnu, gleyma því ekki, að barnshugurinn er svo móttækilegur fyrir hinu góða og göfuga, að í fáu voru fólgnir meiri möguleikar fyrir boðun kenninga Krists en í góðri breytni við börnin og uppfræðslu þeirra um gildi kærleikans. I börnunum var framtíðin falin, í þeim var hið komandi Guðsríki. Kristur gleymdi ekki né van- rækti börnin, sem næst honum stóðu, og það ætti að verða okkur áminning um, að gleyma ekki okkar eigin börnum, sem eru framtíð þjóðarinnar. En munum við íslandingar eftir börnunum okkar? Hafa þau for- gangsrétt þegar við veljum okkur verkefni hvers dags? Er uppfræðsla þeirra um kærleiks- boðorð Krists það, sem öllu víkur til hliðar? Fá þau hina sömu tafarlausu, verklegu kennslu í grundvallar- atriði Kristindómsins og börnin, sem trufluðu Krist á sínum tíma frá því, sem lærisveinarnir héldu að væri knýjandi viðfangsefni? Er kjörorð íslendinga í dag: „Leyfið ins, kemur ekkert í stað föður og móður. Á barnaári leitar hugurinn óhjákvæmilega til þeirra bók- mennta, sem áhrifamestar hafa verið um kjör barna. Flestir þekkja sögur Charles Dickens um munaðarlaus börn, þar sem átakanlega er lýst kjörum þeirra. Þegar við rifjum þetta upp, er okkur áreiðanlega hollt að huga að því, hvort einstaklingar og þjóð- félag séu í sameiningu að gera börn okkar meira og minna að munaðarleysingjum. Hve fátíðar eru ekki orðnar hinar hljóðu, áhrifamiklu stundir í samveru foreldra og barna þeirra. I þess stað er kominn ysinn, hávaðinn og eirðarleysið, sem síðar kippir kjöl- festunni undan einstaklingnum, þegar hann þarf að ganga út í lífið og standa á eigin fótum. I guðspjöllunum lesum við oft, að Kristur hafi gengið upp á fjall og verið einn með Guði sínum og beðist fyrir. Heimspekingar jafnt sem sálfræðingar geta verið sam- mála um það, að slík, andleg iðja, bæn, hugleiðsla, innri íhugun og hvað menn vilja kalla það, sem eitt hið nauðsynlegasta til þess að menn haldi andlegu heilbrigði og byggi sig upp. En því miður sér þessa lítt stað í lífi okkar, nútíma íslendinga. Bænin, trúin, hin and- lega iðkun, hefur orðið að þoka. Strax og börnin koma i skóla, er byrjað að kenna þeim undirstöðu- atriði líkamlegrar heilbrigði, leik- firni og líkamsæfingar. En hvar er nú kjörorðið: Heilbrigð sál í hraustum líkama? Hversu mörg íslensk börn fá nú tilsögn í bæna- iðkun, í að byggja upp sína barna- trú, sem er grundvöllurinn að heilbrigðri sál? Og hversu margir líkamlegir sjúkdómar eru fyrir bragðið ekki orðnir að böli ein-, staklinga, vegna þess að það hefur gleymst, að heilbrigð sál er for- senda hrausts líkama? Nú, þegar barnaárið er upp runnið, er okkur vafalaust hollt að minnast þess, að ekkert barn er án foreldra, og ekkert barn á að vera án foreldra. I raun og veru má segja, að þetta ár ætti ekki síður að heita foreldraár, því að til þeirra er hugsjóninni um velferð barnsins, fyrst og fremst beint. Á engum veltur velferð barn- anna eins og foreldrunum. Hjá þeim geta börnin fengið þá and- legu undirstöðu, sem þau geta ekki verið án í lífinu, bænina, trúna. Hjá þeim geta þau lært að láta sér leitt ljúft þykja. Læknar hafa nú orðið þess áskynja, að við fæðingu hvers barns, sé það mjög mikilvægt fyrir Kirkja Óháða safnaðarins í Reykjavík. þroska barnsins og velferð, að snerting þess við móðurina sé sem minnst rofin. Þetta er eitt af mörgum dæmum þess, hve mikil- vægt er, að rjúfa ekki þau tengsl, sem nauðsynlegt er að myndisÞ milli foreldra og barns. Þessi tengsl hefur náttúran inngróið mannanna börnum í þúsundir ára. Þess skyldu menn minnast, þegar þeir hyggjast um- breyta öllu, stundum að því er virðist, aðeins breytinganna vegna. Vissulega er þjóðfélagið í sífelldri og nauðsynlegri endur- nýjun og breytingu. Og margskyns ranglæti og misrétti þarf að afnema. Það má þó aldrei verða á þann hátt, að kastað sé fyrir borð samlífsháttum og grundvallar- atriðum, sem eru okkur svo ásköpuð og nauðsynleg að ekki má sundur slíta. Þótt mörg málefni þyki mikil- væg, í hita baráttunnar, kemur þó oft í ljós, þegar fram líða stundir, að þau voru sem dægurflugur einar í samanburði við það, sem öllu er æðra, tengsl mannsins við skapara sinn. Hvaða gjöf getum við gefið börnum okkar betri á barnaári en vakningu í þessum efnum? I ritningunni tekur Jesús oft líkingar af bræðrum, systrum, mæðrum og börnum. í íslensku máli finnast mörg máltæki, sem hníga í sömu átt. Allt hið testa lærum við við móðurkné. Þar lærum við móðurmál. I skólakerfinu kemur víða í ljós, hve erfit er að taka, nema mjög takmarkað við hlutverki heimilis og foreldra. Kennsla kristinna fræða er þar að mörgu leyti vandamál og ágreiningsefni, og er einatt í molum. Það er skiljanlegt, að ekki láti öllum kennurum það jafn vel að kenna börnum þessi viðkvæmu fræði. Og hvernig er hægt að ætlast til, að þar náist alltaf sami árangur, hvort sem er í fámennum eða fjölmennum bekkjardeildum, og næst í hljóðri samveru foreldra og barns? Auk þess hefur láðst að gera almennri siðgæði skil í náms- efninu, og er það miður, því að kristin fræði eru að mestu nafnið tómt, ef siðfræðilegum boðskap kristinnar trúar eru ekki gerð skil. í þessum efnum mætti vel hafa í huga, að það þarf ekki að vera flókin kennsla og mikið námsefni, sem leggja þarf til grundvallar. Undirstaða kristinnar trúar boðorðin tíu, kærleiksboðorðið og Gullna reglan er þar kjarni máls- ins, fegurstu siðgæðiskröfur, sem fáum, já alltof fáum hefur tekist að lifa eftir. Boðorðin tíu eru öll hvert um sig dýrmætar perlur, ég tek sem dæmi 4. boðorðið: Heiðra föður þinn og móður þína, eða 8. boðorðið: Þú skalt ekki bera ljúg- vitni gegn náunga þínum. Eða kærleiksboðorðið: Þú skait elska Drottinn Guð þinn af öllu hjarta þínu og allri sálu þinni og öllum mætti þínum og þú skalt elska náungann eins og sjálfan þig. Og Gullnu regluna: Allt, sem þér viljið, að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra. Eða úr ritningunni dæmi sem þessi: En því sérðu flísina, sem er í auga bróður þíns, en tekur ekki eftir bjálkanum í þínu eigin auga. Dæmið ekki, til þess að þér verðið ekki sjálfir dæmdir. Þá er vers eins og þetta: Trúðu á tvennt í heimi, tign sem æðsta ber, Guð í alheimisgeimi, Guð í sjálfum þér. Það þarf hins vegar að leggja mikla rækt við að útskýra þessi einföldu atriði, sem allra best. Utskýra þau með dæmum sem börnin skilja. Haldið þið nú ekki, sem á mig hlýðið, að þessi undir- staða kristinnar trúar, sem ég hefi rætt um, skili sér ekki aftur á unglings- og manndómsárum? Ég er viss um það. Árangurinn kemur í ljós í því að draga úr eða hætta við að gera kröfur til annarra, gera heldur kröfur til sjálfra sín. Þá um leið kemur í sálu mannsins dyggðin, þjónustan og fórnin, sem er meðal æðstu hugsjóna mann- legs lífs, svo er og um kærleikann, réttlætið og sannleikann. Við

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.