Morgunblaðið - 22.03.1979, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 22.03.1979, Qupperneq 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. MARZ 1979 Guðvin Gunnlaugsson, Akureyri: Um höfuðatriði kristninnar Ég skrifaði smágrein, sem birtist í dagblaðinu Vísi 20. des. síðast liðinn. Þar hélt ég því fram, að sumir prestar Þjóðkirkjunnar afneituðu bæði í ræðu og riti öllum höfuðatriðum kristninnar. Þetta hefir sjálfsagt mörgum fundist nokkuð mikið sagt. Ásdís Erlingsdóttir, Reykjavík, skrifaði nokkru síðar í lesendadálk Vísis um þessa grein og var í öllum aðalatriðum sammála mér, svo að þess vegna þarf ég ekki að fjölyrða meira um þá grein hér. Aftur á móti skrifaði sr. Bjartmar Kristjánsson alllanga grein, sem birtist í Morgunblaðinu 25. jan s.l. Þar tekur hann upp hanskann fyrir prestana, sem ég talaði um í grein minni. Ætla ég nú að svara nokkrum atriðum í grein þessari. En áður en ég skrifaði greinina, hlýddi ég hans góða ráði, sem hann gaf mér í grein sinni, að skoða hug minn vandlega, og þó sérstaklega Biblíuna rækilega, einnig las ég þá tvo kafla, sem hann ráðlagði mér að lesa, sem ég hafði þó oft lesið áður. Ég tek atriðin fyrir í sömu röð og ég taldi upp í grein minni, en ekki í þeirri röð, sem er í grein sr. Bjartmars. Biblían „Biblían er bæði skeikul og óskeikul, eftir því hvernig á það er litið,“ segir B.K. Hann telur, að svo margt í Biblíunni, einkum Gamla testamentinu, reki sig hvað á annars horn. En þetta er alveg öfugt. Biblían er sjálfri sér sam- kvæm, en í grein B.K. er aftur á móti margt, sem „hvað rekur sig á annars horn.“ Mun ég koma betur að því síðar. Biblían er auðvitað, eins og við vitum öll, skrifuð af mönnum. En ég trúi því, að Guð hafi stjórnað því, hvað skrifað hafi verið í hana. Og Biblían er alltaf að sanna betur og betur óskeikul- leika sinn. Fornfræðin staðfestir, að margt af því, sem ýmsir guð- fræðingar og vísindamenn töldu áður, að gæti ekki verið rétt frá skýrt í Biblíunni, er nákvæmlega rétt. Ég veit, að í Biblíunni er sagt frá mörgu, sem er ljótt, jafnvel hræðilegt. En hún segir okkur sannleikann um okkur mennina, eins og hann er í raun og veru, hinnu spillta manneðli, án Guðs og hans náðar. Presturinn talar um, að það sé ekkert annað en tímaskekkja að tala um það nú á dögum, að Biblían sé komin frá Guði sjálfum. Þó að hann tali aðallega um Gamla testamentið sem óábyggi- legt, kemur það glöggt í ljós í grein hans, að hann tekur aðeins það úr Nýja testamentinu, sem honum fellur í geð sem sannan og réttan boðskap og það alveg eins, þó að Jesús hafi sjálfur sagt það. Hann segir: „Vegna Jesú Krists er Biblían okkur heilög bók. Orð hans og boðskap metum við öllu öðru meira." Þetta afsannar hann rétt á eftir, er hann segir þessa furðu- legu setningu: „Jesús taldi orð Ritningarinnar alls ekki óhaggan- leg eða óskeikul." Þetta er svo gróf fölsun, að furðulegt er, að hún skuli borin fram að manni, sem tekið hefir guðfræðipróf og verið þjónandi prestur árum saman. Hið rétta er, að hann sagði: „Ritningin getur ekki raskast! (Jóh. 10.35.) Og hann sagði einnig: „Ætlið ekki, að ég sé kominn til að niðurbrjóta lögmálið eða spámennina, ég er ekki kominn til þess að niður- brjóta, heldur til þess að uppfylla." (Matt. 5.17.) Hann vitnaði iðulega í Ritninguna (Gamla tm.) sem orð Guðs. Hann tilgreinir spádóma, sem bornir voru fram um hann mörg hundruð árum áður, sem séu að rætast á þeim tíma. Hann verst freistingum Satans með orðum úr Gamla testamentinu, og með orð úr því á vörunum gefur hann upp andann á krossinum. Jesús sagði einu sinni við Gyð- ingana, að ef þeir tryðu ekki ritum Móse, væri ekki heldur von til þess, að þeir tryðu orðum sínum. (Jóh. 5.47.). Jesús dró aldrei í efa sannleiksgildi Ritningarinnar og postularnir vitnuðu oft í hana í bréfum sínum og ræðum. „Er það ekki af því, sem þér villist, að þér hvorki þekkið Ritningarnar né mátt Guðs,“ sagði Jesús við Sadúkeana. (Mark. 12.24.) Ætli ástæðan sé ekki sú sama enn í dag, er menn neita sannleika Biblíunnar? Merkur maður sagði eitt sinn, að þegar byrjað væri að rífa blöð úr Biblíunni, endaði það með því, að ekkert yrði eftir nema spjöidin. Af þessu, sem hér hefir verið sagt er augljóst, að gagnrýni á Biblíuna og Jesúm sjálfan verður ekki sundurgreind. Ég þykist nú hafa sýnt með þessu, að sem hér er tilfært, að Biblían er grundvöllurinn undir öllum kristindómi. Þeir, sem hafna sannleiks^ildi hennar hafna um leið orðum Jesú Krists. Hvaðan er okkar kristindómur kominn? Er það ekki frá Biblíunni? Ekki vitum við neitt um Krist, annað en það, sem Biblían skýrir okkur frá. Ritningin nefnir Krist Orð Guðs, eða Orðið á að minnsta kosti fimm stöðum. Þeir, sem segjast vilja meta orð Jesú og boðskap meira en allt annað og fara svo eins að og presturinn gerir í grein sinni, geta ekki búist við því, að orð þeirra verði tekin alvarlega. Læt ég þetta nægja um þennan þátt, en það kemur í ljós í þáttunum, sem á eftir koma, hve mikið B.K. gerir með orð Jesú Krists. Meyjarfæðingin Presturinn virðist halda því fram, að ekkert í Biblíunni bendi til þess, að Jesús sé fæddur á yfirnáttúrulegan hátt þ.e. án mannlegs föður. Að vísu neitar hann því ekki, að bæði Matteus og Lúkas tali um Heilagan anda í guðspjöllum sínum í sambandi við fæðingu Jesú, „En það kemur faðerni hans ekkert við,“ segir B.K., því að þau orð séu skrifuð áratugum eftir dauða Jesú. Hann gerir með öðrum orðum guð- spjallamennina, Matteus og Lúkas að ósannindamönnum. Þó segir Lúkas í byrjun guðspjalls síns, að hann hafi rannsakað allt kostgæfi- lega frá upphafi. Hann segir, að þeir, sem séu sögumenn sínir séu m.a. annars sjónarvottar að at- burðinum. Söguna um komu engilsins til Maríu hefir Lúkas sjálfsagt haft frá Mariu sjálfri. Um þetta segir hr. Sigurbjörn Einarsson biskup: „Aðeins einn heimildarmaður kemur til greina, María sjálf, móðir Drottins míns.“ Svo að presturinn gerir þá einnig hana að ósannindamanni. Einnig segir B.K., að hinir guðspjalla- mennirnir, Markús og Jóhannes, virðist ekki vita af því, að Jesús sé kominn með öðrum hætti í heiminn en aðrir menn!! Hvernig les blessaður presturinn guðspjöllin, eða Biblíuna yfirieitt? Markús byrjar guðspjall sitt með þessum orbum: „Upphaf fagnaðarboðskaparins um Jesúm Krist GUÐS SON“. Og síðar í 1. kafla, þegar sagt er frá skírn Jesú segir: „Og rödd kom frá himni: Þú ert minn elskaði sonur, á þér hefi ég velþóknun." Og í 9. kafla er þetta aftur endurtekið, þegar verið er að segja frá um- mynduninni á fjallinu. I Jóhannesarguðspjalli er einnig í 1. kafla greinilega talað um, að Drottinn Jesús hafi ekki komið með sama hætti í heiminn og aðrir menn. Jóhannes byrjar þannig guðspjall sitt: „í upphaffvar Orðið og Orðið var hjá Guði og Orðið var GUÐ.“ Og síðar í sama kafla: „Og Orðið varð hold og hann bjó með oss, fullur náðar og sannleika, og vér sáum dýrð hans, dýrð sem EINGETINS sonar frá föður." Og í lok 20. kafla segir Jóhannes: „En þetta er ritað, til þess að þér skuluð trúa, að Jesús sé Kristur, GUÐS-SONURINN" Á mörgum öðrum stöðum í báðum guðspjöllunum segir Jesús það berum orðum, að hann sé Guðs sonur. I Matteusarguðspjalli 22. kafla v.41—45 spyr Jesús Fari- seana: „Hvað virðist yður um Krist? Hvers son er hann? Þeir segja við hann: Davíðs. Hann segir við þá: Hvernig kallar þá Davíð af andanum hann Drottinn, er hann segir: Drottinn sagði við minn Drottin: Set þig mér til hægri handar, þangað til ég legg óvini þína undir fætur þér? Ef nú Davíð kallar hann Drottin, hvernig getur hann þá verið sonur hans?“ Þessi sama frásaga er einnig í Markúsar og Lúkasar guðspjöllum. Eftir orðum prestsins hafði Páll postuli ekki hugmynd um þessa kenningu. Já, aumingja Páll, hann hefir ekki numið í guðfræðideild Háskóla Islands, þegar prófessor Ásmundur Guðmundsson og skoð- anabræður hans voru sem aðsóps- mestir. En um pr. Ásmund sagði frændi hans, sr. Árni Þórarinsson, að hann gæti afkristnað heil sól- kerfi og væri ekki lengi að því. Einmitt sú eina sönnun, sem presturinn leiðir fram um það, að Páll hafi ekkert um þessa kenn- ingu vitað, vitnar algerlega um hið gagnstæða. Hún er tekin úr upp- hafi Rómverjabréfsins. Tek ég samhengisins vegna fjögur fyrstu versin: „Páll þjónn Jesú Krists, kjörinn til að boða fagnaðarerindi Guðs, sem hann áður gaf fyrirheit um, fyrir munn spámanna sinna í helgum ritningum, um soninn hans, sem að holdinu er fæddur af kyni Davíðs, en að anda heilagleik- ans er kröftuglega auglýstur að vera sonur Guðs.“ Af því að Páll segir: „af kyni Davíðs,“ sér presturinn í því sönnun þess, að Páll hafi talið Jesúm son Jósefs. Allir vita það, að Jesús átti mann- lega móður, og einmitt hún var af kyni Davíðs. Þau Jósef og María voru bæði af ætt Davíðs þó að presturinn virðist ekki hafa heyrt það. (og þannig stenst ættartalan í Metteusar og Lúkasar guðspj. samkv. 4. Mósebók 36. kafla). Er hægt að taka sterkara til orða en Páll gerir í þessum tilvitn- aða kafla, að Jesús sé kröftuglega auglýstur, að vera sonur Guðs? En þetta kemur víðar fram í bréfum Páls t.d. Kor. 1.9.: „Trúr er Guð, spm yður hefir kallað til samfélags SONAR SÍNS Jesú Krists, Drott- ins vors.“ (einnig 2. Kor. 1.3. og 1.19., Gal. 4.4., Efes. 1.3.). En ég býst við, að B.K. segi sem svo: Það sannar ekkert, þó að Jesús, eða aðrir kalli hann Guðs son, það erum við allir. Ekki litu samtíma- menn Jesú þannig á málið. Öld- ungaráð Gyðinga dæmdi hann einmitt dauðasekan fyrir það, að hann sagðist vera sonur Guðs. Ef nú presturinn leggur þá merkingu í Guðs sonar heitið, að það getum við allir sagt um okkur, vil ég spyrja hann að því, eins og ég hefi áður spurt þá, sem halda slíku fram. Getur hann sagt eins og Jesús sagði: „Ég og faðirinn erum eitt.“ (Jóh. 10.30.) og: „Sá sem hefir séð mig hefir séð föðurinn?" (Jóh. 14.9.) Enginn, sem ég hefi spurt þessarar spurningar hefir treyst sér til þess. Það er því eins og út í hött, þegar B.K. segir, að Jósef hafi verið svo góður faðir, að þess vegna verði það nærtækast að nota föðurheitið um Skaparann sjálfan. Nýja testamentið frá upphafi til enda vitnar um guðdóm Jesú Krists. Hann hefir alla eiginleika sjálfs Guðs. Hann var til, áður en tíminn var til. (Jóh. 8.58.) „Hann var fyrri en allt og allt á tilveru sína í honum." (Kól. 1.17.) „Allir hlutir eru orðnir til fyrir hann“ (1. Kor. 8.6.). Marga fleiri staði mætti nefna. Biskupinn hr. Sigurbjörn Ein- arsson segir í bók sinni Helgar og hátíðir, í ræðu sinni um Maríu: „Þú ferð að skynja, að hann (þ.e. Jesús) er í öllu öðruvísi en vér, en gjörði sig líkan oss, til þess að verá oss allt. Sakir þess, að hann er gagngert annar en vér og samt bróðir vor, er hann frelsarinn, hinn algeri frelsari, sannur Guð af föðurnum fæddur frá eilífð, og sömuleiðis sannur maður, fæddur af Maríu mey. Þú ferð að skynja, að gátan hans, sá leyndardómur, sem með honum bjó frá móðurlífi og með honum býr frá eilífð til eilífðar, er lausn á gátu þíns lífs, lykillinn að lífsgátunni yfirleitt." Þetta voru orð biskupsins. Páll postuli kallar Jesúm leynd- ardóm Guðs. Billy Graham segir: „Holdtekja Krists geymir leyndar- dóm, sem enginn af oss fær nokkru sinni skilið." En eigum við að neita öllu í Ritningunni, sem við getum ekki skilið? Pálmi Hannesson, hinn glöggi náttúrufræðingur, sagði í einu erindi sínu: „Þar sem þekkingin þrýtur tekur trúin við.“ Hvað var það fyrir almáttugan Guð að skapa fóstur án mannlegs föður? Sumir menn vilja hafa Guð svo lítinn, að hann sé lítið meiri en þeir sjálfir. En þannig er ekki Guð Biblíunnar. Hann er hinn mikli Guð. „Því að mínar hugsanir eru ekki yðar hugsanir, og yðar vegir ekki mínir vegir, segir Drottinn, heldur svo miklu sem himininn er hærri en jörðin, svo miklu hærri eru mínir vegir yðar vegum og mínar hugsanir yðar hugsunum." (Jes. 55. 8.-9.) Og Páll postuli segir í Rómverjabr. 11.33.: Hvílíkt djúp ríkdóms og speki og þekking- ar Guðs. Hversu órannsakandi dómar hans og órekjandi vegir hans. Því að hver hefir þekkt huga Drottins? Eða hver hefir verið ráðgjafi hans? Slíkum Drottni viljum við fávísir menn setja takmörk, eftir okkar skilningi. Hvílík fjarstæða! Friðþægingar- kenningin Presturinn segir í upphafi kafl- ans, sem hann skrifar um friðþæg- inguna, að hann geri ráð fyrir, að ég sé rétttrúaður lúterstrúarmað- ur. Ég vil segja honum það, að ég trúi ekki á neinn mann, hvorki Lúther eða annan. Ég trúi aðeins á Jesúm Krist, krossfestan og upp- risinn frelsara. Ég á heldur ekki við kenninguna eins og hana er að finna í Ágsborgarjátningunni, eða neinni annarri kirkjulegri kenn- ingu, heldur eins og hana er að finna í Biblíunni. „Friðþæging er hálfgert leiðindaorð. Það minnir á reiðan Guð,“ segir presturinn. Já, það er nú það. í orðabók Menning- arsjóðs hefir orðið að friðþægja merkinguna að bæta fyrir syndir. Orðið endurlausn er líka notað í sömu merkingu og friðþæging. Það er að losa einhvern undan oki, eða úr þrældómi. Ég hugsa, að prestin- um falli orðið endurlausn ekkert betur. Ég vil nú spyrja. Er það svo leiðinlegt, að Guð vill bæta fyrir syndir okkar, sem við gátum ekki sjálfir? Eða leysa okkur undan oki og þrældómi syndarinnar? Hvers vegna er honum svona illa við þetta orð? B.K. segir: „Jesús fórnaði lífi sínu vor vegna, fyrir oss, í vora þágu. En hann dó ekki í staðinn fyrir oss, eins og áðurnefnd frið- þægingarkenning raunar segir.“ Hann telur, að biblíuskýrendur álíti, að friðþægingarkenningin verði hvorki rakin til orða Jesú sjálfs, eða Páls postula. Þar kemst B.K. í mótsögn við skoðanabræður sína (nýguðfræðinga), sem segja, að Páll postuli hafi búið frið- þægingarkenninguna til. Við skulum nú athuga hvað Nýja testamentið segir um þetta, Jesús sjálfur segir, að hann sé kominn, til þess að leggja líf sitt í sölurnar sem LAUSNARGJALD fyrir marga (Matth. 20.28. og Mark. 10.45.). í Jóhannesarguðspjalli 10. kafla, segist hann leggja líf sitt í sölurnar fyrir sauðina (mennina). Og í orðum þeim, sem kölluð hafa verið innsetningarorð kvöld- máltíðarinnar (og ættu ekki að vera prestinum ókunnug) og eru í öllum samstofna guðsjöllunum, segir Jesús það berum orðum, að dauði hans sé fyrir okkur mennina. Á ýmsum fleiri stöðum gefur hann það fullkomlega í skyn, þó að það sé ekki sagt berum orðum. Þegar kemur að bréfum Páls úir og grúir af orðum eins og þessum: Fyrir oss, fyrir yður, fyrir mig. Presturinn tekur upp eftir Páli um hjálpræðisstarf Krists: Að það hafi verið „Guð, sem í Kristi sætti heiminn við sig.“ „Og er nokkuð annað svipmót á því,“ segir hann. En ekki get ég séð, að svo sé, heldur er þetta sterk sönnun fyrir því, sem B.K. vill afsanna. Ég tek svo aðeins þrjá staði af fjölmörgum úr bréfum Páls, sem sýna glöggt, hvaða álit Páll hafi á friðþægingunni. í 15. kafla í 1. Korintubréfi segir hann: „Því að það kenndi ég yður fyrst og fremst, að Kristur dó VEGNA VORRA SYNDA samkvæmt ritningunum," og í Galatabr. 3.13. „Kristur KEYPTI OSS undan bölvun lögmálsins, með því að verða BÖLVUN FYRIR OSS,“ og í Rómverjabr. 5.8.: „En Guð auðsýnir kærleika sinn til vor, þar sem Kristur er fyrir oss dáinn MEÐAN VÉR ENN VORUM í SYNDUM VORUM.“ í bréfum Péturs og Jóhannesar kemur hið sama fram: „Hann bar sjálfur syndir vorar á líkama sínum upp á tréð.“ (1. Pét. 2.24.). „Því að Kristur leið líka rétt- látur fyrir rangláta, til þess- að hann gæti leitt oss til Guðs.“ (1. Pét. 3.18). „í þessu er kærleikur- inn, ekki að vér elskuðum Guð, heldur að hann elskaði oss og sendi son sinn til að vera FRIÐÞÆGING fyrir syndir vor- ar.“ (1. Jóhbr. 4.10.) Ef hægt hefði verið að fyrirgefa synd mannsins með nokkru öðru móti en dauða Jesú Krists, hefði Guð aldrei látið son sinn deyja á krossinum. Jesús bað til föðurins í Getsemane: „Ef mögulegt er, þá fari þessi bikar framhjá mér, en þó ekki sem ég vil, heldur sem þú vilt.“ (Matt. 26.) En það var engin önnur leið *il að

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.