Morgunblaðið - 22.03.1979, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 22.03.1979, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. MARZ 1979 Drykkjusióir Islendinga: Uppeldis- eða skap- gerðargalli þjóðar — sagði Ingvar Gíslason OPNUNAR- og lokunartími almennra skemmtistaða skal vera frjáls. Dómsmálaráðherra er skylt að veita veitingahúsum leyfi til vínveitinga, þegar tilteknum heilbrigðisákvæðum og fyrirkomulagsatriðum er full- nægt. Slíkum veitingastöðum er skylt að auglýsa í anddyri og annars staðar opnunar- og lokunartima og verð á seldri vöru og þjónustu. Vínveitingaleyfi skulu veitt til 4 ára. Aldursmark viðskiptavina vínveitinga- húsa er fært úr 20 í 18 ára aldur. Þetta eru nokkur efnisatriði úr frumvarpi til breytinga á áfengislögum, sem mælt var fyrir á Alþingi í gær. Aukið félags- legt valfrelsi Vilmundur Gylfason (A), fyrsti flutningsmaður frv., gerði grein fyrir efnisatriðum frumvarpsins og þeim tilgangi þess, að koma á auknu félagslegu valfrelsi og lík- ara fyrirkomulagi þessara mála og viðgengjust hjá öðrum þjóðum. Fyrst taldi hann það atriði, að afnema hömlur á opnunar- og lokunartíma slíkra staða gegn ákveðnum kröfum um auglýsinga- í stuttu máli: Heyrt og séð á þingi • Meirihluti allsherjarnefndar Sameinaös Þings (Vílmundur Gylfason, Ellert B. Schram, Gunnlaugur Stefánsson, Jónas Árnason, Lárus Jónsson og Ólaf- ur Ragnar Grímsson) hafa mælt meó samÞykkt tillögu Eyjólfs Konráðs Jónssonar um greióslu afuróalána beint til bænda. Minnihlutann skipar Páll Péturs- son (F), form. nefndarinnar. — O — • Sampykkt hefur verið sem lög frá Alpingi stjórnarfrumvarp um heimild til aó undirrita fyrir íslands hönd alpjóóasamning um varnir gegn mengun sjávar af völdum olíu. — O — • Frumvarp um fjölgun dómara við Hæstarétt islands var sam- pykkt til prióju umræóu í efri deild í gær meó 11 atkvæóum gegn 1. Það er Ólafur Ragnar Grímsson (Abl), sem haldið hef- ur uppi andstöóu við frumvarp petta. — O — • Sampykkt var til 3ju umræóu í efri deild frumvarp um að draga megí frá heildsöluverói verk- smiöjuframleiddra íbúðarhúsa tiltekinn hundraðshluta, varð- andi greiðslu söluskatts. í nefndaráliti (fjárhagsnefnd) eru frumdrög að reglugeró, sem gerir ráó fyrir 43% frádrætti, ef hús er afhent tilbúið undir máln- ingu og innréttingar án lagna, og 42% sé hús afhent fokhelt, enda séu útveggir tilbúnir undir máln- ingu og pak frágengið aó utan. — O — • Alexander Stefánsson (F) hefur flutt tíllögu til pings- ályktunar um heildarúttekt á fiskiskipaflota landsmanna, samsetningu hans eftir land- svæöum, aldri skipa, veiði- aðferðum, afkastagetu og efna- hagslegu gildi. — O — • Bragi Níelsson (A) hefur flutt tillögu til pingsályktunar um könnun á pörfum aldraðs fólks og öryrkja, sem búa við olíu- kyndingu húsa, fyrir lagfæringar á hitaeinangrun og lánsfé til slíkra aðgerða. skyldu. Vitnaði hann til alkunnra biðraða hundraða manna við veit- ingahús í Reykjavík, sem og vand- kvæði varðandi útvegun leigubíla, þegar öll veitingahús lokuðu á sömu mínútunni. VG sagði sjálfgefið að lækka aldursmörk í 18 ár, en það væru aldursmörk, sem bæði kosninga- aldur og giftingaraldur yrði senn miðaður við, og eðlilegt er að samræmi sé í þessum efnum, sagði hann. VG sagði frumvarp þetta miða í frjálsræðisátt um leið og settar væru strangari reglur til að tryggja hagsmuni hins almenna neytanda gagnvart slíkum þjón- • ustustöðum. Frumvarpið auðveldi og möguleika á því að opna litla veitingastaði, sem veiti vín með mat, ef henta þykir. VG sagði áfengisvarnaráð mæla gegn þessu frumvarpi. Skylt sé að meta mikilvægt starf ráðsins og frjálsra félagasamtaka, er vinni að áfengisvörnum. Reynsla okkar sýni þó, að það sem miður sé í meðferð áfengis, eigi ekki rætur í því að hinum almenna borgara sé sýnt og mikið traust og því verði að koma vörnum við eftir fyrir- byggjandi leiðum fræðslu og breyttra viðhorfa til sjálfrar mis- notkunarinnar. Frjálsræðið leysir ekki þennan vanda Ingvar Gíslason (F) taldi þær fullyrðingar meir en hæpnar, að aukið frjálsræði í áfengismálum þjóðarinnar bætti það vandræða- ástand, sem hér ríkti í drykkjusið- um. Rangt væri og að almenn veitingahús hefðu opið lengur fram eftir nóttu erlendis en hér- lendis. Þar væru hins vegar, auk almennra veitingahúsa, nætur- klúbbar, sem sumir hverjir væru þó ekki opnir nema lítið eitt lengur en danshús hér, þó að aðrir hefðu opið fram í morgunsárið. Þeir ættu hins vegar naumast heima í bæjarkríli eins og Reykjavík. Hér væru nú 13 vínveitingahús (Rvík), sem hefðu opið frá kl. 11,30 f.h. til 2,30 síðdegis, og frá kl. 19 síðdegis til 22,30 virka daga — og lengur á föstudags og laugardags- kvöldum —. Nægt virtist því frjálsræðið. 14.000 manns gætu komizt á dansstaði í borginni í einu. IG sagði þaulsetu við brenni- vínsdrykkju nánast þjóðarein- kenni. Frjálsræði leysti síður en svo þann vanda, sem ætti e.t.v. rætur í uppeldis- eða skapgerðar- göllum heillar þjóðar. íslendingar gætu helzt ekki komið saman án þess að drekka sig fulla. IG taldi frumvarp þetta flausturslega unnið, sem og greinargerð þess, og ekki miða í hina réttu áttina, heldur til enn verra drykkjustands en þó væri nú. Ekki væri á bætandi. Breytingar nauðsynlegar Halldór E. Sigurðsson (F) taldi frumvarpið þurfa góðrar skoðunar við í nefnd. Sníða mætti af því misfellur. En breytingar væru nauðsynlegar. Hann mælti með mismunandi lokunartíma veit- inga- og dansstaða í borginni, eftir ákveðnum reglum er tryggðu jafn- ræði milli þeirra, sem auðvelda myndi leigubílaakstur til heima- húsa. Hann mælti og með lækkun aldursmarks í 18 ár. Hér í borgina vantaði og tilfinnanlega skemmti- staði fyrir ungt fólk. Þessi mál þyrfti að skoða opnum huga og með góðum vilja til úrbóta. Anthony Hopkins og Eilzabeth í hlutverkum læknisins og féttamanns- ins í „Sigur í ósigri“. Sigur í ósigri Ný bandrísk kvikmynd í Laugarásbíói „Sigur í ósigri“ (Dark victory) ncfnist mynd sem hefur göngu sína í Laugarásbíói í dag. Þetta er ný bandansk kvikmynd sem greinir frá ungri konu, Katherine Merrill, sem starfar við frétta- og viðtalsþætti hjá sjónvarpsstöð. Katherine sem þykir dugandi fréttamaður gengur með óiæknandi sjúkdóm, krahbamein, en sættir sig ekki við orðinn hlut er hún loks fær að vita sannleikann og leggst í drykkju og hættir að mæta tii vinnu. Katherine giftist lækninum sem annast hana og hún fer aftur að stunda atvinnu sína þangað til dag nokkurn að sjúkdómurinn ágerist. Með aðalhlutverk í myndinni fara Elizabeth Montgomery, Anthony Hopkins og Michéle Lee. Framleiðandi er Jules Irving, leik- stjóri er Róbe'rt Butler, en handrit er eftir M. Charles Cohen. Patricia Halley með dóttur sinni við eitt málverkanna sem hún sýnir á Mokka. l|: / Bandaríkjamað- ur sýnir á Mokka Patricia E. Halley heldur málverkasýningu á Mokka um þessar mundir. Sýningin opn- aði 18. mars sfðast ljðinn og stendur í þrjár vikur. Á sýning- unni er 19 olíumálverk en þetta er 10. einkasýning Patriciu. Patricia býr í Ytri-Njarðvík og kennir myndlist í skóla sem varnarliðið rekur á Keflavíkur- flugvelli. Hún er fædd og uppal- in í Michigan í Bandaríkjunum og þar hlaut hún fyrstu mennt- un sína í myndlist en hún hefur einnig lært í Mexico. Patricia hefur kennt myndlist víða um lönd, t.d. í Frakklandi, Mexico, Bandaríkjunum, Nepal, Ítalíu, Japan og Tyrkland þar sem hún hitti eiginmann sinn sem er túlkur. Patricia hefur einnig tekið þátt í fjölda samsýningum víða um heim. Patriciu líkar vel hér á landi og hefur látið í ljós óskir um að dveljast hér í nokkur ár. Ofurhuginn Evel Knievel í Austur- bæjarbíói AUSTURBÆJARBÍÓ hefur í dag eða hvort hann deyr sem gamall sýningar á kvikmyndinni „ofur- maður. mennið Evel KnieveP (Viva „Ég fer bara á undan ykkur Knievel). Eins og nafnið bendir til þangað sem þið komið einhvern segir myndin frá ofurhuganum daginn og ég mun bíða ykkar,“ segir Evel Knievel sem frægur er fyrir að hann. stökkva á mótorhjólum yfir ár, gil í kvikmyndinni mun Evel leika og ýmsar aðrar hindranir. Evel sjálfan sig og stekkur m.a. á mótor- hefur oft lent ofan í giljunum eða hjóli yfir 20 hungruð ljón og tígris- ánum og hefur brotið í sér svo að dýr og einnig mun hann stökkva á segja hvert einasta bein en samt hjólinu yfir glóandi hraunbreiðu. sem áður heldur hann áfram að Aðrir leikendur í „Ofurhuginn sýna dirfsku sína. „Mér finnst betra Evel Knievel" eru Gene Kelly, Red að hætta lífi mínu og að fólk muni Buttons og Lauren Hutton, auk eftir mér heldur en að verða aldrei nokkurra leikara í smærri hlutverk- þekkt nafn,“ segir Evel. Hann segir um. Stan Hough framleiddi myndina ennfremur að það skipti ekki máli fyrir Warner Bros fyrirtækið, hvenær eða hvernig hann deyi, Gordon Douglas leikstýrði en hand- hvort sem það verður í þessum ritið skrifuðu þeir Normann Katkov djörfu uppátækjum sínum, i bflslysi og Antonio Santillan. Evel Knievel ásamt Lauren Hutton sem leikur unnustu Evils.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.