Morgunblaðið - 22.03.1979, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.03.1979, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. MARZ 1979 Innilegar þakkir til allra sem glöddu mig meö skeytum, gjöf- um og heimsóknum á sextugs- afmæli mínu. Guö blessi ykkur öll. Guöm. Stefánsson, Hrafnhóli, Hjaltadal. f.lASIM.ASI.MINN EK: 22480 JWotflunbloliiti Útvarp í kvöld kl. 20.05: „Við erum öll heim- spekingar” Fjórði þáttur Ásgeirs Beinteinssonar um lífs- skoðanir, er ber nafnið „Við erum öll heimspek- ingar“ verður á dagskrá útvarps í kvöld kl. 20.05. I þættinum er rætt við Olaf Stephensen um þátt auglýsinga í mótun lífs- skoðana. Ásgeir tjáði blaðinu, að í upphafi þáttarins yrði rætt stutt- lega hvernig auglýsingar verða til og síðan væri fjallað um hvaða lífsgildi auglýsingar undirstrika framar öðru. Fimmti og síðasti þátt- ur Ásgeirs um þetta efni verður í útvarpinu að viku liðinni og verður þar fjallað um hvað helst ráði því hvernig menn skipast í stjórnmálaflokka. | j mt Heildaraflinn í heiminum hefur farið örtminnkandi. Áður fyrri trúðu mcnn t.d. að síldin væri óþrjótandi í hafinu. Nú vitum við betur. Fjallað verður um þessi mál í þættinum Víðsjá í kvöld kl. 22.55. Útvarp í kvöld kl. 22.55: „Hafið er ekki ótæmandi auðlind” „Víðsjá“ í umsjón Friðriks Páls Jónssonar fréttamanns er á dagskrá útvarps í kvöld kl. 22.55. I viðtali við Mbl. sagðist Friðrik ræða við Jakob Jakobsson fiskifræðing í þættinum í kvöld í tilefni af þeim upplýsingum, að heildarfiskafli í heiminum s.l. 9—10 ár var aðeins 70 millj. lestir. Sem viðmiðun mætti geta þess, að 1948 var heildar- aflinn u.þ.b. 20 millj. lestir. Þessi staðreynd vekti spurn- ingar um takmörkun hámarksafla og víst væri, að hafið væri ekki ótæmandi auðlind, eins og skoðanir fyrrum voru uppi um. Friðrik sagðist einnig í framhaldi af þessu ræða við Jakob um alþjóðasamstarf fiski- fræðinga o.fl. Útvarp í kvöld kl. 21.20: 99 Fitubolla 99 „Fitubolla“ (Boule de suif) nefnist leikrit vikunnar, sem hefst í útvarpi í kvöld kl. 21.20. Leikritið er byggt á sögu eftir Guy de Maupassant, sem Jón óskar Hrafn Gunnlaugsson leik- stjóri. hefur þýtt og breytt í leik- rit. Leikurinn gerist er fransk-þýzka stríðið 1870—71 er í algleymingi. Hópur fólks tekur sér far með vagni frá Rúðuborg til Le Havre, þar á meðal greifi og kaupmaður og konur þeirra og Elísabet Róusset, öðru nafni Fitubolla. Hún þykir heldur léttúðug og samferðarfólkið hefur illan bifur á henni. Á leiðinni er stanzað í þorpi sem Þjóðverj- ar hafa á valdi sínu og þá kemur i ljós, að þeir sem minnst eru metnir vinna oft stærstu afrekin. Guy de Maupassant fædd- ist nálægt Dieppe árið 1850. Eftir að hafa starfað sem embættismaður í mörg ár fór hann að skrifa sögur, mest fyrir áeggjan rithöfundarins Margrét Helga Jóhannsdótt- ir fer með stórt hlutverk í leiknum. Flauberts. Á skammri ævi samdi hann yfir 250 smásög- ur, 6 skáldsögur, 3 ferðasögu- bækur, ljóð, nokkur leikrit og fjölda blaðagreina. í verkum sínum ræðst Maupassant á meðalmennskuna, fólk reynir að bæta sér upp gráan hvers- dagsleikann með eigingirni, barnalegum draumórum, grimmd og óhóflegu ástalífi. „Fitubolla" er ein af þekkt- ustu sögum hans, rituð árið Steindór Hjörleifsson sögu- maður. 1880. Maupassant lézt í París árið 1893 og hafði þá þjáðst af miklu þunglyndi seinustu æviárin. Leikstjóri er Hrafn Gunn- laugsson og með stærstu hlutverkin fara Margrét Helga Jóhannsdóttir, Valur Gíslason, Valdemar Helga- son og Steindór Hjörleifsson, sem er sögumaður. Flutning- ur leikritsins tekur tæpa klukkustund. Útvarp Reykjavfk FIM41TUDkGUR 22. marz MORGUNNINN 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Tónleikar. 7.10 Leikfimi. 7.20 Bæn. 7.25 Morgunpósturinn. Umsjónarmenn: Páll Heiðar Jónsson og Sigmar B. Hauksson. (8.00 Fréttir). 8.15 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. (útd.). Dagskrá. 8.35 Morgunþulur kynnir ýmis lög að eigin vali. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund harnanna: Geir Christensen lýkur lestri sögunnar „Stelpn- anna, scm struku“ eftir Evi Bögenæs í þýðingu Þorláks Jónssonar (8). 9.20 Leikfimi 9.30 Tilkynningar. Tónleikar. 9.45 Þingfréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir. 10.25 Morgunþulur kynnir ýmis lög; frh. 11.00 Iðnaðarmál. Umsjón: Sigmar Ármanns- son og Sveinn Hannesson. Rætt um iðnþróun og iðn- þróunarstarfsemi. 11.15 Morguntónleikar: Felix Ayo og I Misici- kammersveitin leika Fiðlu- konsert nr. 1 eftir Joseph Haydn / Kammersveit Jean- Francois Paillard leikur Brandenborgarkonsert nr. 1 í F-dúr eftir Bach. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Veðurfregnir. Fréttir. Tilkynningar. Við vinnuna: Tónleikar. SÍÐDEGIÐ Kl. 14.30 Þankar um mannlíf og umhverfi — annar þáttur. Upphaf þéttbýlis á íslandi. Rætt við dr. Gunnar Karlsson sagn- fræðing. Umsjón: Ásdís Skúladóttir þjóðfélags- fræðingur og Gylfi Guðjónsson arkitekt. 15.00 Miðdegistónleikar: Fílharmoníusveitin í Vín leikur Sinfóníu nr. 3 í d-moll eftir Anton Bruckner; Carl Schurich stj. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir.) 16.20 Tónleikar 16.40 Lagið mitt: Helga Þ. Stephensen kynnir óskalög barna. 17.20 Útvarpssaga barnanna: „Polli, ég og allir hinir“ eftir Jónas Jónasson. Höfundur les (5). 17.40 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. KVÖLDIO 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.35 Daglegt mál Árni Böðvarsson flytur þáttinn. 19.40 íslenzkir einsöngvarar og kórar syngja 20.05 Við erum öll heim- spekingar Fjórði þáttur Ásgeirs Bein- tcinssonar um lífsskoðanir. Rætt við ólaf Stephensen um þátt auglýsinga í mótun lifsskoðana. 20.30 Frá tónleikum Sinfóníu- hljómsveitar íslands í Háskólabiói Stjórnandi: Jean-Pierre Jacquillat frá Frakklandi Einlcikari: Manuela Wiesler a. - „Hyme“ eftir Olivier Messaen. b. Flautukonsert eftir Jean p rancaix 21.20 Leikrit: „Fitubolla“ eftir Guy de Mauqassant og Jón Óskar. Leikstjóri: Hrafn FÖSTUDAGUR 23. mars 20.00 Fréttir og vcður 20.30 Auglýsir.gar og dagskrá 20.40 Prúðuleikararnir Gestur í þessum þætti er Gilda Radner. Þýðandi Þrándur Thorodd- sen. 21.05 Kastljós V Þáttur um innlend málefni. Umsjónarmaður Guðjón Einarsson. 22.05 Ilvar finnurðu til? (Tell Me Where It Hurts) Bandarísk sjónvarpskvik- mynd frá árinii 1974. Aðalhlutverk Maureen Staplcton og Paul Sorvino. Myndin er um miðaldra hús- móður í bandariskri borg og þau þáttaskil, sem verða í lífi hennar, er hún gerir sér ljóst hverjar breytingar eru að verða á stöðu konunnar. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 23.20 Dagskrárlok Gunnlaugsson. Persónur og leikcndur: Elísabet Rousset, öðru nafni fitubolla / Margrét Helga Jóhannsdóttir, Bréville greifi / Valur Gíslason, Bréfille greifafrú / Bryndís Pétursdóttir, Frú Louiseau / Auður Guðmundsdóttir, Loiseau / Valdemar Ilelga son, Lamadon / Guðmundur Pálsson, Frú Lamadon / Jóhanna Norðfjörð, Cournudet lýðræðissinni / Þórhallur Sigurðsson, Foullenvie gestgjafi / Árni Tryggvason, Frú Foullenvie / Guðrún Þ. Stephensen, Sögumaður / Steindór Hjörleifsson. Aðrir leikend- ur: . Guðbjörg Þorbjarnar- dóttir, Hákon Waage; Jón Júlíusson og Aróra Halldórsdóttir. 22.15 Fiðlusónata eftir Jón Nordal Björn ólafsson og höfundur- inn leika. 22.30 Veðurfregnir. Féttir. Dagskrá morgundagsins. Lestur Passiusálma (28). 22.55 Víðsjá: Friðrik Páll Jónsson sér um þáttinn. 23.10 Áíangar Umsjónarmenn: Ásmundur Jónsson og Guðni Rúnar Agnarsson. 25.50 Fréttir. Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.