Morgunblaðið - 22.03.1979, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 22.03.1979, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. MARZ 1979 Skíðamót 270 ungmenm Skin og skúrir í sjálíri keppninni, en hressÚeikinn annars við völd ÞAÐ þarf ekki að hafa mörg orð um þá gleði og kátinu, sem ríkti meðal þeirra 270 ungmenna, sem um síðustu helgi tóku þátt í Andrésar-andar keppninni á skíðum í Hlíðarf jalli við Akureyri. Veðurguðirnir voru í sólskins: skapi þessa daga, sól og logn báða keppnisdagana. í keppninni skiptust á skin og skúrir eins og gengur, en þegar henni var lokið voru kátínan og hressileikinn aftur við völd. Keppendur í mótinu voru frá 11 stöðum á landinu og að auki var ungur norskur keppandi á meðal þátttakenda. Mótið eða þessi vetrar- hátíð barna á aldrinum 7—12 ára hófst á föstudagskvöldið er ung- mennin gengu fylktu liði í gegnum miðbæ Akureyrar. Setningarathöfn- in fór fram í kirkjunni. Sjálf keppnin hófst síðan klukkan 10 á laugardagsmorguninn, en löngu áður voru þeir árrisulu komnir á fætur. Spenningurinn var svo mikiil að umhugsunin um keppnina leyfði ekki hálfan svefn hjá mörgum. Eðlilega var í mörgu að snúast fyrir þá, sem sáu um framkvæmd keppn- innar, því fram til klukkan 17 renndu keppendurnir sér tvær ferðir hver, að vísu á tveimur stöðum í Fjallinu, en tímaáætlunin stóðst og keppninni fyrri daginn var lokið um klukkan 17. Um kvöldið var öllum hópnum boðið í Dynheima á Akureyri, þar sem m.a. var diskótek og Baldur Brjánsson sýndi galdrabrögð sín. Einnig var verðlaunaafhending fyrir stórsvigið í Dynheimum, en að hóf- inu loknu var fararstjórum hópsins boðið í kaffihóf. Haukur Jóhannsson, margfaldur meistari á skíðum í flokki fullorðinna, tók hins vegar að sér að verða yfirbarnapia og höfðu menn á orði að hann hefði staðið sig betur en allir fararstjórarnir til samans. Sjálfsagt hefur þreyta fyrri keppnisdagsins haft sitt að segja, en hvað um það, þögn ríkti í Skíðahótel- inu í Hlíðarfjalli skömmu eftir að hópurinn var kominn þangað, en þar bjuggu um 160 af þátttakendum í mótinu. Ekki var risið eins snemma úr rekkju á sunnudeginum og fyrri keppnisdaginn og sumir höfðu sig ekki fram úr fyrr en komið var fast að því að þeir áttu að vera mættir í brekkuna. Veðrið var ekki síðra á sunnudeginum og eftir tvísýna og skemmtilega keppni fór verðlauna- afhending fyrir svigkeppnina fram fyrir utan Skíðahótelið upp úr klukk- an 17 á sunnudaginn. Flestir keppendur á mótinu komust heim til sín á sunnudagskvöldið, en ísfiróing- ar og Austfirðingar komust þó ekki til síns heima fyrr en á sunnudag. Það var mál manna að þessir fjórðu Andrésar-andar leikar hefðu tekizt mjög vel, en ætlunin er að næsta ár verði enn meira um að vera á leikunum — ef það er þá hægt. Þá verður haldið upp á 5 ára afmæli leikanna, en slík keppni sem þessi fer einnig fram víðar á Norðurlönd- um. Sigurvegararnir í flokkum 12 ára fá væntanlega Noregsferð á næsta vetri í verðlaun fyrir frammistöðuna á þessu móti, en það er þó ekki endanlega frá gengið. Ef af verður, þá verður farið til Kóngsberg og keppt þar á Andrésar-andar leikum Norðmanna. Fyrr í vetur fóru ís- lenzk ungmenni á keppnina þar og var einstaklega vel tekið á móti þeim. Margir knáir skíðamenn tóku þátt í keppninni á Akureyri. Sérstök ástæða er þó tii að vekja athygli á þeim sem sigruðu tvöfalt í sínum flokkum, þ.e. bæði í svigi og stór- svigi. Þrír efstu í hverjum flokki urðu eftirtaldir skíðamenn: STÓRSVIG 7 ára stúlkur: María Maifnúsd.. Akurcyri 68.9 Margrét Rúnarsd., ísatirði 74.3 Sigríöur Harftard., Akureyri 76.2 8 ára drengir: Ólafur Sigurftsson, fsaf. 65.0 Kristinn Svanbergss., Ak. 65.2 t I I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.