Morgunblaðið - 17.05.1979, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. MAÍ1979
Ingólfur Guðbrands^son:
Að vera sigldurl
Menning og kenning Elínar ■
Skemmtilegt viðtal Elínar
Pálmadóttur við unga stúlku,
sem siglt hefur um heimshöfin
á norsku skipi hefst á ummæl-
um í garð íslenzkra ferðaskrif-
stofa, sem ekki verða látin
óátalin:
„til að komast út fyrir land-
steinana fór hún ekki þá hefð-
bundnu íslenzku leið að vinna
myrkranna á milli í 11 mánuði
og láta svo ferðaskrifstofu
skipuleggja fyrir sig mánaðar-
dvöl á sólarströnd...“
Ekki mundu margir Islend-
ingar sjá sig um í heiminum,
ef ferðalög þeirra væru bundin
við að ráða sig á norsk skip í
siglingum um heimshöfin, og í
annan stað hafa ferðlög sjó-
manna í erlendum höfnum
hingað til ekki endilega verið
með meiri menningarbrag en
ferðalög skipulögð af
ferðaskrifstofum. Ummæli
blaðamansins gefa í skyn að
lítið sé á sólarlandaferðum að
græða og auk þess séu þær svo
dýrar að fólk verði að strita
myrkranna á milli í 11 mánuði
til þess að komast í 1 mánuð á
sólarströnd. Slík ummæli um
það brautryðjandastarf, sem
Ingólfur Guöbrandsson.
unnið hefur verið á því sviði að
koma íslendingum ódýrt til
suðurlanda eru bæði ómakleg
og villandi.
Sannleikurinn er sá að ís-
lendingar búa við betri að-
stæður á beztu stöðum Mið-
jarðarhafsins en tíðkast um
ferðafólk frá nokkru öðru
landi Evrópu. Ferðir þessar
eru til þess fallnar að vera
bæði heilsubætandi og mennt-
andi. Vel geur verið að það sé
merkileg lífsreynsla út af fyrir
sig, sem ég hef farið á mis við,
að borða steiktan hund í Man-
ila eins og viðmælandi blaða-
mannsins, en hingað til hefur
ekki þótt ómerkilegt að kynn-
ast listum og menningu Mára
á Spáni t.d. í Granada, Sevilla
og Cordova, njóta náttúrufeg-
urðar og lista Ítalíu og sjá
borgir eins og Feneyjar, Flor-
enz og Róm eða þá sögu og
byggingalist Grikklands og sjá
Akropolis, Delfi og Epidavrus.
Það sýnist ástæðulaust og
verður ekki séð hvaða tilgangi
þjónar að fara niðrandi orðum
um þjónustu, sem stuðlar að
því að gefa almenningi kost á
að kynnast þessum undrum
heimsins undir leiðsögn sér-
fróðra manna, en það tekur út
yfir þegar gefið er í skyn að sú
þjónusta sé rándýr, meðan
fólk getur flogið á loftbrú
suður til Miðjarðarhafsins
með beztu farþegaþotum fyrir
minna en bensínkostnaðinn á
ökuferð kringum landið, þótt
sú leið sé fimm sinnum lengri
sem flogið er en hringvegurinn
kringum landið og ferðin í
heild með fyrsta flokks aðbún-
aði kosti aðeins mánaðarlaun
láglaunafólks, en ekki 11 mán-
aða laun, eins og blaðamaður
gefur í skyn.
Ferðalög um fjarlæg lönd og
lítt þekktar ferðamannaslóðir
geta auðvitað verið forvitni-
leg, og þeim ferðamáta er
undirritað' r ekki heldur með
öllu ókunnur, en hann verður
aldrei við hæfi fjöldans, sem
þarf á tilbreytingu, hvíld,
fræðslu og skemmtun að halda
auk þess að styrkja líkams-
hreysti sína í góðu loftslagi.
Það ber annað hvort vott um
lítilsigldan hugsunarhátt eða
ókunnugleika að gera lítið úr
því framlagi til íslenzkra
ferðamála, sem hinar ódýru,
velskipulögðu ferðir til sólar-
landa hafa verið undanfarin
ár.
Ingólfur Guðbrandsson.
Ármann Örn Ármannsson;
Hefur félagsmálaráð-
herra áhuga á hagkvæm-
um íbúðabyggingum ?
Það hefur löngum verið kapps-
mál landsfeðra okkar í ræðu
undanfarin ár, að beita sér fyrir
lækkun byggingarkostnaðar.
Þessi mál hafa ekki verið beint í
brennidepli síðustu mánuði,
annars vegar vegna stórsviptinga
í landsmálunum og hins vegar
virðast ráðamenn hafa fundið
nokkuð góða lausn á þessum
málum þ.e. hætta bara nánast að
byggja. Svo stórfelldur samdrátt-
ur blasir nú við í hinum hefð-
bundnu opinberu byggingarfram-
kvæmdum og íbúðabyggingum
a.m.k. á Reykjavíkursvæðinu að
liggur við algeru verkefnaleysi.
Nú nýlega var ákveðið að hækka
svokölluð almenn húsnæðismála-
stofnunarlán upp í 5,4 milljónir
fyrir íbúðir gerðar fokheldar 1979.
Tilgangur þessara lána er að gera
athugasemd við reglur þær, sem
Nýtt
símanúmer
á afgreiðslu
blaðsins
83033
Jttt>tj$tuvt>Títí>ií>
lán þessi eru greidd út eftir.
Byggingaverktakar hafa áður bent
á að eftir að þrískipting útborgun-
ar var tekin upp, vinna þessi lán
gegn framleiðni í íbúðabygging-
um. Einkum hafa það verið
byggingaverktakar á Norðurlandi,
sérstaklega á Akureyri, sem hafa
réttilega bent á hvaða áhrif það
hefur, þegar útborgun þessara
lána er dreift á allt að 1 '/2 ár frá
því að hús eru fokheld, enda er
verktakaiðnaður í íbúðabygging-
um þróaðri og framleiðni almennt
meiri á Akureyri en víðast annar-
staðar á landinu. Þeir hafa rétti-
lega bent á að með eðlilegum
framkvæmdahraða og góðri skipu-
lagningu er auðvelt að skila
íbúðum í sambýlishúsi frá fok-
heldu ástandi til afhendingar á
sex mánuðum.
Nú er byggjendum ætlað að
fjármagna hús að fokheldu
ástandi algerlega á eigin kostnað.
í mörgum tilvikum er fólk að
skipta um íbúð og stækka og
verður þá að selja litlu íbúðina um
leið og það fer að byggja eða festir
kaup á íbúð í byggingu hjá
byggingaverktaka. Andvirði
útborgunar litlu íbúðarinnar fer
síðan í að greiða nýju íbúðina upp
að fokheldu ástandi eða liðlega
það. Síðan fær fólk lánafyrir-
greiðslu að upphæð 5,4 milljónir
til að brúa mismuninn. En hvernig
er þá greiðslu þessa láns háttað?
Ef tekið er dæmi um íbúðakaup-
endur, sem hafa keypt í sambýlis-
húsi, sem varð fokhelt í síðasta
mánuði þ.e. febrúar. Hvernig má
búast við að greiðslu húsnæðis-
málastofnunarláns verði háttað-til
þeirra. Jú, í stuttu máli '/» hluti
lánsins 1.800.000 kr. verður
væntaniega tilbúinn til greiðslu f
júli n.k.. næsti '/i hluti f janúar
1980 og þriðji hluti í júlí 1980.
Þetta þýðir í raun, að viðkom-
anda er fyrirskipað að vera í eitt
og hálft ár að ljúka sinni íbúð eftir
að hún hefur verið gerð fokheld og
þá væntanlega að leigja eða fá
einhvers staðar inni á hrakhólum
þann tíma til viðbótar þeim tíma,
sem tók að gera íbúðina fokhelda.
Eigi byggingarverktaki að halda
sér við að byggja hagkvæmt og
ljúka íbúðinni á sex mánuðum og
AÐALFUNDUR Mjólkur-
samlajís KEA var nýlega
haldinn og sátu hann um
150 mjólkurframleiðend-
ur.
Fram kom á fundinum
að innlagt mjólkurmagn
var 24.887.285 lítrar og
hafði aukizt um 974.611
lítra frá fyrra ári.
Foru
yfir 97% mjólkurinnar í 1.
geti fengið fjármagn til þess úr
almenna bankakerfinu, verður
byggingarkostnaður samt hátt á
aðra milljón króna dýrari á íbúð
en vera þyrfti, ef lán þessi væru
greidd út þegar við fokheldisstig,
þó ekki sé tekið tillit til verðbólgu
né húsaleigu. Með öðrum orðum
mætti lækka lánin um a.m.k. 1.5
milljón króna að óbreyttu raun-
gildi, ef þau fengjust greidd út á
þeim tíma, sem þau þyrftu að
greiðast út á, þ.e. eðlilegum
byggingartíma a.m.k. frá fokheldu
ástandi til loka byggingartíma.
Hver er hagkvæmnin í þessu og
flokk og var meðalfitu-
magn hennar 4.075%.
Mjólkurframleiðendur
voru 293 og hafði fækkað um
10. Meðalinnlegg á framleið-
anda var 84.939 lítrar og
voru um 20% mjólkurinnar
seld sem neyslumjólk en
80% fór til vinnslu og voru
framleidd 605 tonn af
smjöri, 934 tonn af ýmsum
tegundum osta, 61 tonn af
fyrir hvern er erfitt að koma auga
á.
Því verður raunar vart trúað að
sá ráðherra, sem hefur með þessi
mál að gera, félagsmálaráðherra,
hafi áttað sig á þessu, enda hefur
víst verið annríkt hjá landsfeðrum
okkar í „stóru málunum" síðan
þeir tóku við. Hér er um stórt
skref aftur á bak að ræða. Stór-
felld öfugþróun átti sér stað á
sínum tíma, þegar farið var að
þrískipta lánsupphæð fyrir nokkr-
um árum, en nú, þegar auk þess á
að hafa um 6 mánaða biðtíma eftir
fyrsta hluta lánafyrirgreiðslu hins
opinbera, verður vart annað séð en
farið sé skipulega að vinna gegn
hagkvæmni og framleiðni í
íbúðarbyggingum af hálfu hins
opinbera. Því verður ekki trúað af
byggingarverktökum fyrr en á
reynir að félagsmálaráðherra láti
ekki þessi mál til sín taka nú
þegar og komi þróun í þessum
mikilvæga þætti félagsmála í
rétta átt í stað þeirrar öfug-
þróunar, sem nú virðist vera að
eiga sér stað. Annars fer svo, að
lán húsnæðismálastofnunar til
hins almenna borgara verður
skrípaleikur. Svo má ekki verða.
F.h. Verktakasambands Islands
Ármann ö. Ármannsson.
mysingi og mysuosti, 158
tonn af skyri, 193 tonn af
kaseini og 30 tonn af jógurt.
Smjörbirgðir voru um síð-
ustu áramót 494 tonn. Þá
kom fram í reikningsyfirliti
að heildarverð til framleið-
enda var kr. 136.11 lítra að
frádregnum kr. 4.28 í verð-
miðlunargjald og náðist
þannig staðargrundvallar-
verð.
Mjólkursamlag KEA:
Innlagt mjólkurmagn
jókst um 974 þús. 1.