Morgunblaðið - 17.05.1979, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. MAÍ1979
27
Farmannadeilan:
isstjórnarinnar
Norski óratóríukórinn Cæciliaforeningen syngur með Sinfóníuhljómsveit íslands á tónleikum hennar
í kvöld kl. 20.30 í Háskólabíói. Verða á þeim flutt íslensk og norsk verk, en tónleikar þessir eru í tilefni
þjóðhátíðardags Norðmanna sem er í dag, 17. maí.
heilshugar til þessa leiks, og að
samningum loknum munu þeir
ganga heilshuga frá honum, en
heldur ekki fyrr.“
„Fundur yfirmanna skorar á
stjórnvöld, að fréttasendingar á
morse til íslenskra skipa verði nú
þegar hafnar á ný“.
Á 22. verkfallsdegi eru 22 skip
stöðvuð vegna verkfalls. Unnið er
við losun 4 skipa á Stór-Reykja-
víkursvæðinu. 10 skip hafa undan-
þágu á ströndinni. 7 skip eru iögð
af stað á leið til landsins. 4 skip
eru enn erlendis. I leigusiglingum
fyrir erlenda aðila eru nú 5 skip. 2
skip eru í viðgerðum. 2 skip hafa
fengið undanþágu til að sigla utan.
BÆÐI Vinnuveitendasamband íslands og Farmanna- og fiskimanna-
samband íslands höfnuðu í gær tilmælum ríkisstjórnarinnar um
afboðun eða frestun verkfalla og verkbanna í yfirstandandi
kjaradeilu aðilanna, gegn 3% grunnkaupshækkun fram til áramóta.
Hér fara á eftir fréttatilkynningar beggja aðila, yfirlýsing VSÍ og
fréttatilkynning FFSÍ:
3% geta ekki leitt
til kjarabóta
Á fundi samningaráðs Vinnu-
veitendasambands Islands og full-
trúa skipafélaga innan VSÍ í
morgun var rætt um þá beiðni
ríkisstjórnarinnar að VSÍ féllist á
skipun sáttanefndar í yfirstand-
andi kjaradeilu við yfirmenn á
farskipum, samþykkti 3% grunn-
kaupshækkun til yfirmanna og
frestun á verkbanni gagnvart
undirmönnum.
Fyrir hádegi í dag var forsætis-
ráðherra kunngerð afstaða VSÍ,
sem er þessi:
VSÍ telur óhjákvæmilegt að
samningar við yfir- og undirmenn
á farskipum séu gerðir samtímis.
Þar sem tilmæli ríkisstjórnarinn-
ar voru bundin við hugsanlegt
samkomulag við yfirmenn og
samskonar óskum var ekki beint
til undirmanna getur VSÍ ekki
samþykkt tilmælin, nema að því
er varðar skipun sáttanefndar.
Jafnframt er það óbreytt af-
staða VSÍ að við ríkjandi aðstæð-
ur séu ekki fyrir hendi efnahags-
legar forsendur til kauphækkana.
VSÍ hefur að þessu leyti flutt
stefnu ríkisstjórnarinnar, sem
mótuð var með samkomulagi við
verkalýðshreyfinguna, er m.a. fól í
sér, að á þessu ári kæmi ekki til
grunnkaupshækkana. Síðan þessi
stefna var tekin hefur ekkert það
breyst í efnahagslífi þjóðarinnar
sem réttlæti fráhvarf frá henni.
Sú 3% kauphækkun, sem nú er
rætt um af hálfu stjórnvalda,
getur því ekki leitt til kjarabóta,
heldur einvörðungu aukinnar
verðbólgu.
Rétt er að benda á í þessu
sambandi að laun hækka sjálf-
krafa á þessu ári um 40% eða þar
um bil vegna gildandi verðbóta-
reglna á laun án þess að þjóðar-
tekjur aukist.
16. maí 1979
Vinnuveitendasamband
íslands
Enginn skyldi treysta
því að lausn fáist nema
með frjálsum samningum.
Oratóríukór Œáskólabíói
Þingsályktunartillaga um iðnþróun:
„Iðnaðurinn verði megin undir-
staða framfara á komandi árum”
Hjörleifur Guttormsson
iðnaðarráðherra hefur lagt
fram á Alþingi tillögu til þings-
ályktunar um iðnaðarstefnu,
sem er að mestu leyti byggð á
áliti samstarfsnefndar um iðn-
þróun, sem ráðherra skipaði á
s.l. hausti.
I greinargerð með frumvarp-
inu segir m.a., að með tillögu
þessari sé gerð tilraun til þess að
móta samræmda stefnu í
iðnaðarmálum af hálfu hins op-
inbera og fá fram skýra afstöðu
Alþingis til þess, hver eigi að
vera þáttur iðnaðar í þeim um-
breytingum í atvinnulífinu, sem
sýnast nauðsynlegar á næstu
árum. Með tillögunni sé reynt að
skapa samstöðu um þær aðgerð-
ir, sem nauðsynlegar séu taldar,
ef iðnaðurinn á að geta gegnt því
hlutverki að verða ein megin
undirstaða framfara í atvinnu-
og efnahagslífi á komandi árum.
Þá segir, að þess sé vænst að
með skýran vilja Alþingis í þessu
máli að bakhjarli, geti stjórnvöld
tekið með virkum hætti á þeim
fjölmörgu vandamálum, sem
standa í vegi fyrir eðlilegri þróun
iðnaðar og búið honum hagstæð-
ari skilyrði til vaxtar.
í greinargerðinni segir enn-
fremur um framkvæmd iðnaðar-
stefnu: „Skortur á samhæfingu á
störfum og stefnu hinna fjöl-
mörgu aðila, sem í reynd hafa
áhrif á gang mála, er sá þáttur,
sem öðrum fremur hefur staðið í
vegi fyrir æskilegri þróun iðnað-
ar. I fámennu og tiltölulega
fjárvana þjóðfélagi ber brýna
nauðsyn til sameiginlegs átaks
margra aðila til að koma umbót-
um í framkvæmd. Á sviði iðnþró-
unar hefur vöntun á stefnumörk-
un haft í för með sér sundur-
virkni í störfum opinberra stofn-
ana, sem iðnaðinum þjóna, lána-
sjóða iðnaðarins og samtaka
hans, með þeim afleiðingum að
ekki hefur tekist að koma ýms-
um nauðsynjamálum fram. — Sú
reynsla, sem fengist hefur af
starfi „Samstarfsnefndar um
iðnþróun" til þessa, bendir til að
þar sé æskilegt samstarfsform til
að tengja þá aðila, sem láta sig
málefni iðnaðarins varða.“
í samstarfsnefnd um iðnþróun
eiga sæti: Vilhjálmur Lúðvíks-
son, framkvæmdastjóri Rann-
sóknaráðs ríkisins, sem er for-
maður, Bjarni Einarsson, Bragi
Hannesson, Davíð Scheving
Thorsteinsson, Guðmundur Þ.
Jónsson, Hjörtur Eiríksson,
Pétur Sæmundsen, Sigurður
Magnússon, Þórleifur Jónsson og
ritari nefndarinnar er Jafet S.
Ólafsson.
Formaður útvarpsráðs um Þjóf í paradís:
Geri ráð fyrir að
sagan haldi áfram
— ÞAÐ hefur ekki verið rætt um
það í útvarpsróði hvort haldið
verður áfram að lesa sögu
Indriða G. Þorsteinssonar, Þjóf í
paradís, sem lögbann var sett á
og sfðan hrundið, sagði ólafur R.
Einarsson formaður útvarpsráðs.
Ólafur kvaðst gera ráð fyrir að
svo færi að sagan yrði á dagskrá
að nýju, en á það bæri að líta að
nýtt útvarpsráð hefði tekið til
starfa eftir að þetta mál kom upp
og yrði það því rætt að nýju. Þá
kvað hann réttara að hefja lestur
sögunnar að nýju frá byrjun, en
ekki þar sem frá hefði verið horfið
á sínum tíma eftir einn lestur.
Báðir aðilar höfn-
uðu tilmælum rík-
í dag var haldinn fjölmennur
fundur yfirmanna á Hótel Esju.
Sóttu fundinn um 250 starfandi
yfirmenn. Eftirfarandi ályktanir
voru samþykktar með öllum
greiddum atkvæðum:
„Fundur yfirmanna á kaup-
skipum haldinn miðvikudaginn 16.
maí 1979 samþykkir að skora á
vinnuveitendur að ganga nú þegar
til samninga í stað þess að bíða
þess, að stjórnvöld leysi þá frá
þeim vanda. Enginn skyldi treysta
því að önnur lausn sé til að þessari
kjaradeilu en frjálsir samningar.
Bent skal á að yfirmenn gengu
Kolmunnabát-
um gengur
misjafnlega
ÍSLENZKU kolmunnabátunum,
sem eru á veiðum við Færeyjar,
hefur gcngið misjafnlega.
Kolmunninn hefur verið dreifð-
ur og erfitt að veiða hann, en flest
skipin hafa þó fengið nokkurn
afla. Norsk skip, sem veiða á sömu
slóðum, hafa aflað betur enda
útbúin stærri trollum.
Á vegum Siglingamálastofnunar ríkisins stendur nú yfir námskeið fyrir hafnarstarfsmenn um
olíumengun sjávar og aðgerðir til að forðast hana og verjast. Hafa hafnarstarfsmenn hlýtt á fyrirlestra og
í gær héldu þeir út á ytri höfnina í Reykjavík þar sem þeim var sýnt hvernig leggja skal flotgirðingu til að
hafa hemil á útbreiðslu ólíu á sjó. Mbi. Kristján.
Möðrudals-
öræfi lokast
vegna snjóa
FÆRT er á öllum helstu þjóðveg-
um landsins um þessar mundir að
sögn Iljörleifs ólafssonar vcga-
eftirlitsmanns, en þó hefur enn
ekki tekizt að opna Möðrudalsör-
æfi. Hafa þau verið mokuð tvisvar
og iokast aftur vegna veðurs, en
mikill snjór er á þeim slóðum og
fljótt að lokast ef hvessir.
Hjörleifur sagði að nú þegar
örlítið hefði hlýnað sums-staðar á
landinu væri enn farið að beita
þungatakmörkunum og væri öxul-
þungi víðast takmarkaður við 7
tonn en 5 á einstöku vegi. Kvað
hann það koma sér illa fyrir menn
þar sem vöruflutningar væru nú
miklir með bílum þegar ekki væri
hægt að nota skipin, en þó væri
betra að takmarka þungann og geta
haft opið, en leyfa hann ótak-
markað því þá myndu vegirnir
fljótt verða ófærir.