Morgunblaðið - 17.05.1979, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. MAÍ1979 37
Dr. Magni Guðmundsson:
Kanadabréf
Kosningar standa nú fyrir
dyrum í Kanada. Þar er í megin-
atriðum tveggja flokka kerfi,
eins og gjarnan í engilsaxnesk-
um löndum. Aðalflokkarnir eru:
írjálslyndir undir forustu Pierre
Trudeaus og hægrisinnaðir
undir forustu Joe Clarks. Hinir
síðarnefndu kalla sig „progres-
sive-conservatives“, sem verður
varla betur þýtt en með orðinu
„framsóknar-íhald". Loks er
smár en vaxandi flokkur
Ný-demókrata, sem fylgir stefnu
Alþýðuflokkanna á Norðurlönd-
um. Aðrir flokkar eru nær
áhrifalausir eða í tengslum við
fylkin eingöngu, eins og Parti
Quebecois (Quebec-flokkurinn),
sem býður ekki fram til Sam-
bandsþingsins í Ottawa.
Trudeau ber höfuð og herðar
yfir aðra stjórnmálamenn í Kan-
ada. Hann er hámenntaður,
skarpgreindur og einarður. Hef-
ir hann hvað eftir annað leyst
aðkallandi vandamál með hraða
og festu. Má þar nefna uppreisn í
Montreal 1969, óðaverðbólgu
1975 og nú síðast í haust póst-
mannaverkfall, sem ógnaði öllu
athafnalífi landsins. Á forsætis-
ráðherrafundum Sambandsrík-
isins og fylkjanna, sem haldnir
eru öðru hverju, sjást yfirburðir
Trudeaus einna gleggst.
Þó hefir blásið heldur óbyr-
lega fyrir honum undanfarið.
Hann er gagnrýndur mun meira
en áður og hefir jafnvel orðið
fyrir ólátum á kosningafundum.
Er mál manna, að hann hafi
farið með völd full-lengi, þ.e. í
þrjú kjörtímabil eða 11 ár sam-
fellt. Stjórnmálamönnum vill
gleymast, að fólk verður með
tímanum þreytt og leitt á þeim.
Trudeau hefir sjálfur sagt, að
hann hefði kosið að draga sig í
hlé. Hins vegar treysti hann
engum nema sér einum til að
fást við aðskilnaðarsinna í Que-
bec og hinn skæða foringja
þeirra, Réné Levesque. Þannig
leggur hann í kosningabarátt-
unni megináherzlu á þjóðarein-
ingu og forustu.
Joe Clark virðist síður til
forustu fallinn, en reynslan kann
að leiða annað í ljós. Hann hefir
lítið eða ekkert fylgi í franska
Kanada, og hann er jafnvel ekki
studdur af eigin flokksmönnum
öllum. Stóð talsverður styr um
kjör hans í formannssætið. En
Clark er fimur og harðskeyttur
ræðumaður. Hann kveður efna-
hag landsins, ekki þjóðarein-
ingu, vera mál málanna. Bendir
hann á atvinnuleysið í Kanada,
en þar gengur nú milljón manns
án vinnu, nál. fimm af hverju
hundraði þjóðarinnar allrar.
Þetta er erfðasynd Frjálslynda
flokksins, segir hann. Og Tru-
deau hefir ekki boðið upp á neina
lausn aðra en það að „flytja
atvinnuleysið út“, þ.e. vísa hin-
um atvinnulausu úr landi á
erlendan vinnumarkað, eins og
Þjóðverjar eru sagðir hafa gert
að lokinni seinni heimsstyrjöld.
Það er mörgum undrunarefni,
að Kanada, sem er eitt auðug-
asta land veraldar, skuli ekki
geta ráðið bót á atvinnuleysi.
Kanadískir hagfræðingar hafa
tilgreint tvær ástæður fyrir
þessu. Önnur er sú, að Kanada-
menn eru heimakærir og neita
að færa sig úr stað, þó að
atvinnu sé að fá í öðru héraði eða
fylki. Hin ástæðan er, að hinn
almenni borgari er ófús að
starfa sjálfstætt og stofna til
eigin rekstrar. Hann vill um-
fram allt ráðast í þjónustu
annarra — stórfyrirtækis eða
opinberra aðila — og njóta þess
skjóls og öryggis, sem slíku
fylgir. Hins vegar hefir vísinda-
stofnun Kanada rannsakað þetta
mál frá grunni og komizt að
þeirri niðurstöðu, að atvinnu-
leysi í Kanada megi rekja til
erlendrar fjárfestingar í land-
inu. Útlendingar, einkum Banda-
ríkjamenn, eiga flest stærri fyr-
irtæki, og veldur það stöðugum
fjárleka úr landi. Árður flyzt út í
stað þess að vera fjárfestur
innan landamæranna.
Þá hefir Joe Clark farið háðu-
legum orðum um stjórn peninga-
mála í landinu. Hann hefir
ráðizt af hörku gegn hávaxta-
stefnu fjármálaráðherrans. Hét
hann því þegar í upphafi kosn-
ingabaráttunnar, að fyrsta verk
sitt, ef flokkur hans næði völd-
um, yrði að lækka vexti. Þar sem
það er barnatrú sumra banka-
stjóra hér á íslandi, að
vaxtahækkun sé sjálfsögð og
óumdeilanleg hagstjórnaraðferð
á verðbólgutíma, skal vikið ögn
nánar að þessu atriði.
Kanada hefir um all-langt
skeið haft óhagstæðan greiðslu-
jöfnuð við útlönd. Ein af ástæð-
unum fyrir því er fyrrnefndur
fjárleki úr landi, sem hefir
liklega aukizt við það, að vextir í
Bandaríkjunum hafa verið hærri
en í Kanada. Kanadísk fyrirtæki
í eigu útlendinga kjósa fremur
að geyma sjóði sína í formi
bankainnstæðna og verðbréfa
sunnan landamæranna. Hið
sama gera raunar einnig ýmsir
kanadískir þegnar, þó að þeir
hafi ekki rekstur með höndum,
enda eru fjármagnsflutningar
milli landanna frjálsir. Þetta
hefir veikt Kanada-dollar, sem
hefir verið fallandi á liðnum
mánuðum. Verðgildi hans var
meira en US100 cent fyrir um
tveim og hálfu ári, en var í
byrjun þessa árs komið niður í
US83 cent.
Til þess að hamla gegn þessari
þróun ákvað Gerald Bouey, yfir-
maður miðbankans (Bank of
Canada), að hækka vexti upp
Magni Guðniundsson
fyrir þá, sem gilda á bandarísk-
um peningamarkaði. Þannig hef-
ir vöxtum endurkeyptra víxla
verið þokað upp á við í áföngum,
brot úr hundraðshluta hverju
sinni, unz þeir urðu 10'/*%.
Grunnútlánsvextir viðskipta-
bankanna, sem voru 8'/<% fyrir
einu ári, eru komnir í 12% núna,
sem þykir svimhátt í Kanada. —
Bouey tók sérstaklega fram í
ræðu sl. sumar, sem birt var í
bankaritinu, að nefndar aðgerðir
væru aðeins til þess ætlaðar að
stuðla að greiðslujöfnuði við
útlönd, en ekki draga úr verð-
bólgu. Það hygðist hann gera
með því að setja aukningu pen-
ingaframboðs ákveðnar skorður.
Voru nú allir sammála þessari
vaxtahækkun? Nei, því fer víðs
fjarri. Joe Clark og efnahagsráð-
gjafar hans halda því fram, að
fall kanadíska dollarans stafi
ekki af mismun á vöxtum í
Bandaríkjunum og Kanada,
heldur af verðbólgu innanlands,
sem er nú fast við 10%. Ein
helzta ástæða verðbólgunnar er
gífurlegur hallarekstur ríkisbús-
ins um árabil undir stjórn frjáls-
lyndra. Fjármálaráðherrann
Jean Chretien er hins vegar ófús
að skera niður opinber útgjöld,
þegar kosningar fara í hönd. Slík
ráðstöfun gæti orðið harla óvin-
sæl meðal kjósenda. Sú er skýr-
ingin á því, að hann fellst á
peningaaðgerðir miðbankans.
En hagfræðingar hafa bent á
það, að vaxtahækkunin sjálf hafi
stóraukið framleiðslukostnað
fyrirtækja og torveldað sölu
kanadískra útflutningsvara á
erlendum markaði. Undir þetta
er kröftuglega tekið af samtök-
um iðnaðar og verzlunar. Vaxta-
hækkunin er þannig bein orsök
að óhagstæðum greiðslujöfnuði
og verðrýrnun gjaldmiðilsins.
Hið víðfræga Hagráð Kanada
hefir i fréttabréfi ásakað mið-
bankann fyrir að hafa með
vaxtabrölti sínu tafið eða hindr-
að efnahagsbata, er ella hefði
komið sjálfkrafa. Einn virtasti
fjármálamaður Kanada, Earl
McLaughlin, bankastjóri
stærsta viðskiptabankans í land-
inu, The Royal Bank of Canada,
tekur í sama streng. Hann kveð-
ur ráðstafanir miðbankans vera
þýðingarlausar eða h*'.fa gagn-
stæð áhrif. Leyfa eigi kanadíska
dollaranum að fljóta niður á við,
eins og eðlilegt sé, unz útflutn-
ings-atvinnuvegirnir nái sér á
strik,
Eftir er að minnast á Ed
Broadbent, foringja Ný-demó-
krata. Hann styður Joe Clark í
því efni, að vexti eigi að lækka,
en beitir öðrum rökum. Broad-
bent telur, að vaxtaskrúfan, sem
verið hefir í gangi í Kanada, hafi
ekki veitt kanadískum fyrir-
tækjum neitt svigrúm til kaup-
hækkana. Þannig hafi matvörur
hækkað í verði um 18% á hálfu
ári, en vinnulaun um aðeins 6%.
Þetta geti verkamenn ekki sætt
sig við. Að öðru leyti beinir hann
spjótum sínum gegn gróðamynd-
un í iðnaði og verzlun á kostnað
neytenda, gegn okri á þjónustu,
svo sem læknishjálp, en læknar
hafa umvörpum gengið úr
sjúkrasamlögum. Hann vill fella
niður skatta af lágtekjum, þjóð-
nýta olíusölu o.s.frv.
Um kosningaúrslit er ógerlegt
að spá. I skoðanakönnunum hef-
ir Joe Clark haft betur en Tru-
deau. En kjörfylgið getur sveifl-
ast til á síðustu stundu. Það fer
eftir því, hvort er ofar í hugum
fólks aðskilnaðarhættan eða
ótryggt atvinnuástand. Sumir
hygRja, að Ed Broadbent, sem
leggur áherzlu á auðskilin,
áþreifanleg dægurmál, komist í
stjórnaraðstöðu. Þannig kynnu
Kanadamcnn að eignast milli-
flokk, sem semur ýmist til hægri
eða vinstri — eftir því hvernig
vindarnir blása.
Grunnskólanemar í Ólafsvík:
Vidurkenning
fyrir „reykleysi”
Ólalsvfk. 14. ma(.
Grunnskólanum í Ólafsvík var
slitið sl. föstudag. Nemendur við
skólann voru 266 í 14 bekkjar-
deildum. Fastráðnir kennarar
voru 14 og stundakennarar 7.
Mikil þrengsli eru í skóla-
húsnæðinu sem er tvi- og þrísetið.
Við skólaslit gat Gunnar Hjartar-
son skólastjóri þess að náms-
árangur hefði verið með bezta
móti í vetur. Einnig gat hann þess,
að þrír bekkir grunnskólans,
þ.ám. efsti bekkur, hefði fengið
senda viðurkenningu frá Krabba-
meinsfélagi íslands fyrir að vera
reyklausir, þ.a.e.s. engin nemandi
í þessum bekkjum reykti. Mikil
kennaraskipti verða við skóiann
að hausti.
Helgi.
EF ÞAÐ ER FRÉTT-
NÆMTÞÁERÞAÐÍ
MORGUNBLAÐINU
AIGLYSINGA-
SÍMINN ER:
22480
NÝTT SÍMANÚMER Á AFGREIÐSLU