Morgunblaðið - 19.06.1979, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.06.1979, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 1979 Fjölmiðlamerai tefla við skáktölvur Nokkrir nýstúdentanna frá M.A. á leið frá skólauppsögninni. Ljfem. Stcfán Eiríksson. Fyrstu stúdentamir al tónlistarkjörsviði út- skrifaðir frá M.A. TIL nýstárlegs taflmóts var efnt að Hótel Loft- leiðum sl. laugardag. Full- trúar fjölmiðla tefldu þar við skáktölvur af gerðinni Fidelity Challenger „10“, en Nesco, sem flytur inn þessar tölvur, stóð fyrir mótinu. Mótsstjóri var Jóhann Þ. Jónsson, rit- stjóri Skákar. Tilefni mótsins var það, að Nesco skuldbatt sig til að gefa skáktölvu til fjögurra sjúkrahúsa, ef hlaðamennirnir hefðu betur, eða til Borgarspítal- ans, Landspítalans, Landa- kotsspítalans og Klepp- spítala. Verð tölvanna er um 160 þús. kr. Haukur Helgason, Dag- blaðinu, varð fyrstur til að vinna sína tölvu eða í aðeins 13 leikjum. Aðrir sem unnu voru Baldur Hermannsson, sjón- varpinu, Hermann Gunnarsson, útvarpinu, Björn Vignir Sigurpálsson, Alþýðublaðinu, Eiríkur Eiríksson, Tímanum og Halldór Blöndal, Morgun- blaðinu. Einar Karl Haraldsson Þjóðviljanum tapaði sinni skák, en fulltrúi Vísis mætti ekki til leiks. MENNTASKÓLINN á Akureyri brautskráði 116 stúdenta 17. júní og lauk þar með 99. starfsári skól- ans. 14 stúdentar útskrif- uðust úr öldungadeild og 3 af tónlistarkjörsviði og er þetta í fyrsta sinn sem Menntaskólinn á Akureyri útskrifar stúdenta af því sviði. Hæstu einkunn á stúdentsprófi hlaut Krist- ján Kristjánsson frá Akur- eyri, 9,56. Konrektor, Tómas Ingi Olich, sagði skólanum upp í forföllum Tryggva Gíslasonar skólameist- ara. í upphafi athafnarinnar minntist hann Guðmundar Guð- mundssonar er verið hafði nem- andi við skólann en lést af slysför- um 5. júní s.l. ásamt föður sínum. 514 nemendur voru innritaðir í skólann í upphafi skólaárs en 361 lauk þaðan prófi. 80 nemendur hófu nám í öldungadeild en 71 lauk þaðan prófi. 40 kennarar störfuðu við skólann, þar af 28 fastráðnir. I skólaslitaræðu sinni sagði konrektor m.a. að á síðast liðnum árum hefði þeim nemendum þriðja bekkjar sem fengju aðal- einkunina 5,0—6,0 fjölgað en þeim sem fengju einkunn á bilinu 7,0— 8,0 hefði að sama skapi fækkað. Sagði konrektor að á s.l. ári hefðu 45% nemenda 3. bekkjar fengið einkunn frá 5,0—6,0 en 11,9% fengið einkunn á bilinu 7,0—8,0. Sagði hann að á árunum 1977— 1978 hefði þróunin breyst til hins verra og þyrfti skólinn nú að verja mun meiri tíma í að breyta hug nemenda til skólans. I ræðu konrektors kom það einnig fram að í vor var nýr útivistarskáli tekin í notkun á vegum skólans í landi Svalbarðs. Við skólauppsögnina lék einn af tónlistarstúdentunum, Gyða Hall- dórsdóttir, á orgel kirkjunnar en viðstaddir athöfnina voru m.a. fulltrúar afmælisárganganna og fluttu þeir ávörp og færðu skólan- um gjafir. Gestur Ólafsson talaði fyrir hönd 50 ára stúdenta, Jóhannes Hannesson fyrir 40 ára stúdenta, sr. Jón Bjarman fyrir 25 ára stúdenta og Erlingur Sigurðarson flutti ávarp af hálfu 10 ára stúdenta. félagsheimilið, sem reyndar var reist fyrst, mikið notað fyrir allt félagslíf í Stykkishólmi að vetrarlagi. Á sumrin koma síð- an oft hljómsveitir lengra að. Guðrún Þorsteinsdóttir hefur verið hótelstjóri síðan í maí í fyrra og kvaðst hún kunna starfinu ágætlega. Þetta væri hennar fyrsta hótelstjórastarf, en hún er þó hótelrekstri ekki ókunnug þar sem hún starfaði á Þingvöllum og Hornafirði áður. Hún var spurð nánar út í ferðamannatímann á sumrin, hvað ferðamenn skoðuðu helzt — Rætt við hótelstjórann í Stykkishólmi í Stykkishólmi er rekið hótel svo sem í flestum öðrum kauptúnum á landinu og annast það móttöku ferðamanna, sem einkanlega eru á ferðinni yfir sumartím- ann. Hótel Stykkishólm- ur er í nýlegri byggingu og ræður þar ríkjum Guðrún Þorsteinsdóttir. Hún greindi frá helztu atriðum í starfsemi hótelsins í samtali við Mbl. — Hótelið hóf starfsemi sína í nýrri byggingu í júlí 1977 og er það í eigu hreppsins að mestum hluta, en nokkurra einstaklinga einnig og er þaö hlutafélagið Þór, sem annast reksturinn. Herbergi eru 25 og má segja að þau séu öll vel notuð yfir sum- arið, enda er það eini tíminn, sem menn ferðast um á landinu, bæði útlendingar og íslending- ar. Þess vegna getur rekstur svona hótels orðið erfiður á veturna, en við höfum t.d. í vetur iðulega verið með menn i föstu fæði og eru það mest vinnuflokkar, sem starfa hér um stuttan tíma í einu. En á vetrum er líka nokkur gróska í dansleikjahaldi, hljómsveitirn- ar hér spila til skiptis og er Snæfellsnesið og má segja að ferðamannatíminn hefjist á vorin þegar fuglaskoðaðarar fara um og líta á fuglalífið. Yfir sumarið eru menn síðan á ferð- inni víða um og stunda íþrótt sina héðan frá Stykkishólmi, og er meirihluti hótelgesta hérna útlendingar. Var ekki mikið átak að koma upp þessari byggingu? — Jú, það er alveg óhætt að segja það, en byrjað var á félagsheimilinu og unnu fjöl- margir við það í sjálfboðavinnu í verkfalli hér um árið og eru Hólmarar mjög hreyknir af þeirri byggingu og mega líka alveg vera það, því húsið er glæsilegt og vel til þess vandað. Hótelbyggingin er líka vel útbú- in, eldhúsið búið öllum beztu tækjum og eins og ég sagði áðan eru herbergin 25 og setustofa á hverri hæð. Nú er að vísu til húsa hér gagnfræðaskólinn og höfum við tekið setustofur und- ir kennslustofur, þannig að húsið er þokkalega vel nýtt yfir veturinn. Gert er ráð fyrir að skólinn fái hér inni þar til nýtt skólahús hefur verið reist, eftir 2—3 ár. þarna í nágrenni Stykkishólms: — Hér í kring er auðvitað mjög margt að sjá um allt Guðrún Þorsteinsdóttir, hótelstjóri, lengst til vinstri ásamt aðstoðarfólki sínu. Myndir Rax. Hótel Stykkishólmur Margt að sjá hér á Snæfellsnesinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.