Morgunblaðið - 19.06.1979, Side 23

Morgunblaðið - 19.06.1979, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. JUNI1979 23 Spjótkast: metra Óskar Jakobsson ísl. 72,36 Nico Hilper Lux. 66,00 Mario Silva Portúgal 62,40 Mogens Mosby Danm. 61,74 Derek Casey Irl. 53,36 Óskar Jakobsson færði íslandi sigur í spjótkastinu þrátt fyrir það að hann hefur ekki æft þá grein um langt skeið, hvað þá keppt í henni. Óskar gerði raunar aðeins eitt kast tilgt, 72,36 metra kast, sem nægði til sigurs. Hástökk: metra Vitor Mendez Portúgal 2,08 Mors Romerse Lux. 2,04 Niels Vegsen Danm. 2,04 David Murren írl. 2,04 Guðm. Guðmundss. ísl. 1,95 Guðmundur reyndist ekki vera vel upplagður í hástökkinu og var langt frá sínu besta. Hann stökk 1,95 í annarri tilraun, en var nokkuð langt frá því að fara tvo metra. Mikil keppni var um annað sætið, en það hreppti Luxemborg- arinn Romerse á fæstum tilraun- 100 metra hlaup: sek. Roland Bembardella Lux. 10,71 Oddur Sigurðsson ísl. 10,86 Victor Mano Portúgal 10,96 Morten Hansen Danm. 11,10 írl. 11,11 Oddur Sigurðsson kom inn í 100 metra hlaupið í stað Vilmundar, sem ekki treysti sér til að hlaupa. Hljóp Oddur mjög vel og náði öðru sæti í hlaupinu, þrátt fyrir að hann næði áberandi versta við- bragðinu. Oddur var í síðasta sætinu þegar 50 metrar voru eftir, en hljóp lokasprettinn af slíku afli, að annað sætið féll í hans hlut. 400 metra hlaup: sek. Jens Hansen Danm. 47,78 Perry Delaney írl. 48,88 Antonio Virtele Port. 48,93 Vilmundur Vilhjálmss. ísl. 49,00 Tim Kepler Lux. 50,98 Vilmundur fór nokkuð vel af stað og var í bærilegri stöðu eftir fyrstu 200 metrana, en fór að þyngjast upp úr því og á beinu brautinni síðustu 100 metrana virtist hann stífna upp. Hann var í öðru sæti þegar um 80 metrar voru eftir, en fór þá að gefa sig og missti tvo menn fram úr sér á síðustu 5 metrunum. Olli þetta miklum vonbrigðum, því gert hafði verið ráð fyrir fleiri íslensk- um stigum í þessari grein. Langstökk: metra Rodriges Portúgal 7,42 Priðrik Þór Óskarsson ísl. 7,33 Mark Kent Luxemborg 7,14 Karsten Gaadegaard Danm. 7,08 Barrett írlandi 6,99 Friðrik Þór var í miklum vand- ræðum með atrennuna í lang- stökkinu. Fyrsta stökk hans mældist 7,14 metrar, síðan gerði hann þrjú stökk í röð ógild. í næstsíðasta stökki náði hann svo í 7,33 metra og dugði það til að komast í annað sætið. Rodrigues náði sigurstökki sínu ekki fyrr en í síðasta stökki. 10 kílómetra hlaup: mín. Jose Sene Portúgal 29:17,6 Danny McGate Irl. 30:09,2 Tim Nielsen Danm. 31:13,6 Jen Haucher Lux 32:09,7 Brynjólfur Hilmarsson ísl. 34:04,8 Brynjólfur sleppti hlaupurunum þegar frá sér og ætlaði að hlaupa sitt eigið hlaup, en það mistókst hjá honum. 4x100 metra boðhlaup: sek. Luxemborg 41,29 Portúgal 41,43 ísland 42,21 Danmörk 42,38 írland úr leik íslensku boðhlaupsveitina skip- uðu þeir Vilmundur Vilhjálmsson, Sigurður Sigurðsson, Oddur Sigurðsson og Aðalsteinn Bern- harðsson. Hljóp sveitin mjög vel, en hefði gert betur með betri skiptingum, mislukkuðust þær all- ar, enda atriðið lítið æft. Síðari dagur Síðari dag keppninnar fór að halla undan fæti hjá íslenska liðinu. Að vísu leit íslenskur sigur þá dagsins ljós í tveimur greinum, þrístökki og kringlukasti, en ís- lendingar ráku lestina í lang- hlaupunum, 5000 og 3000 metra hindrunarhlaupi, í 200 metra hlaupi og 110 metra grindar- hlaupi, auk 800 metra hlaupsins. Þriðja sætið náðist í stangar- stökki, 4x400 metra boðhlaupi og 4. sætið í sleggjukasti. 110 metra grind: sek. Roger Markowic Lux 14,54 Karl Oskar Jörgensen Danm. 14,86 Alberto Nader Portúgal 15,12 Herman Kelly írl. 15,13 Elías Sveinsson ísl. 15,24 Elías varð að fara beint úr stangarstökkinu, en náði góðum tíma af tugþrautarmanni að vera 15,24, sem er einnig gott vegna þess að rafmagnstímatafla var notuð. Sigur Markowic kom mjög á óvart, portúgalinn átti besta tímann í greininni fyrir hlaupið. 800 metra hlaup: mín. Ray Fren írl. 1:49,6 Carlos Catro Port. 1:50,1 Ken Nielsen Danm. 1:53,7 Henry Piered Lux. 1:53,9 Gunnar P. Jóakimsson ísl. 1:55,0 Sleggjukast: metrar Ingram írl. 66,46 Erik Hösker Danm. 58,44 Jose Petroros Port. 57,94 Erlendur Valdimarsson ísl. 57,08 Jean Paul Cox Lux. 51,12 Kastsería Erlendar var sem hér segir: 50,18 — 57,08 — ógilt — 52,98 - 55,24 - ógilt. Stangastökk: metrar Reporso Portes Portúgal 4,80 Peter Jensen Danm. 4,60 Elías Sveinsson ísl. 3,80 Lúxarinn og írinnn voru að fella 2 metra. íslendingar voru heppnir að krækja þarna í 3 stig fyrir þriðja sætið. Annað var varla fært, þar sem það er í frásögur færandi, að keppnismenn í stöng fari ekki yfir 2 metra, hæð sem margir fara í hástökki stangarlausir. 3000 metra hindrunarhlaup: mín. Karsten Hass Danm. 8:44,0 Joao Quintes Portúgal 8:46,0 Eamon Graham írlandi 8:54,2 Nico Frisch Luxemb. 9:21,3 Ágúst Ásgeirsson ísl. 9:37,6 Ágúst var strax í upphafi mjög þungur og virtist kraftlaus og rak lestina snemma hlaups. Átti Ágúst aldrei neina möguleika í hlaupinu. Millitíminn á fyrstu 1000 metrana var 2:57,18 mínútur og á 2000 metrum var millitíminn 5:49,93 mínútur. 200 metra hlaup: sek. Roland Bombardella Lux. 21,47 Antonio Qucola Portúgal 21,67 Frank Volberg Danm. 21,85 Joe Ryan írl. 21,91 Vilmundur Vilhjálmsson ísl. 22,0 Það var spurning hvort Oddur Sigurðsson hefði ekki getað gert betur en Vilmundur í þessari grein, en Oddur hafði hlaupið 100 metrana mjög vel daginn áður og á sama, tíma verkaði Vilmundur mjög þungur í 400 metrunum. Það kom líka á daginn, að Vilmundur var stífur og náði sér aldrei á strik í hlaupinu. Kringlukast: metrar Óskar Jakobsson ísl. 58,54 Kjell Andersen Danm. 52,00 Joe Bryce írl. 45,62 Joel Monzta Portúgal 41,42 Rome Lustere Lux. 39,92 Kastsería Óskars var sem hér Segir: ógilt — 51,58 — 56,02 — 58,54 — ógilt — 56,40 metrar. Þrátt fyrir að Óskar væri hinn öruggi sigurvegari í kringlukast- inu, náði hann ekki sínu besta. Þó kastaði hann að því er virtist átakalaust og var mjög mjúkur í hringnum. 5000 metra hlaup: Fernando Madane Portúg.l3:54,5 m. Gerry Baker írl. 14:12,3 m. Bloken Luxemborg 14:27,9 m Dick Verlin Danm. 14:42,5 m. Sig. Sigmundss. ísl. 16:43,8 m. Sigurður sprakk eftir mjög greiða byrjun og náði sér aldrei á strik eftir það. Hljóp hann á mjög slökum tíma. • Óskar Jakobsson sigraði í tveimur greinum, spjótkasti og kringlukasti. Þrístökk: Friðrik. Þ. Óskarss. í. 15,29 m. Powers Sen Irl. 14,97 m Herb. Kristiens. Danm. 14,80 m Adrino Rodrigues Port. 14,78 m German Wurm Lux. 13,62 m Friðriki Þór tókst vel upp í þrístökkinu og var stökksería hans sem hér segir: 14,95 — 15,29 — ógilt — 15,17 — ógilt — ógilt. 4x400 metra boðhlaup: Danmörk 3:12,5 m. Portúgal 3:14,9 m ísland 3:15,2 m. Luxemborg 3:15,4 m írland 3:17,7 m. Islensku sveitina skipuðu Oddur Sigurðsson, Sigurður Sigurðsson, Vilmundur Vilhjálmsson og Aðal- steinn Bernharðsson. Oddur hljóp fyrsta sprettinn mjög vel, skilaði fimm metra forskoti til Sigurðar sem tókst nokkurn veginn að halda því. Vilmundur hljóp þriðja sprett, en þá fór að halla undan fæti. Aðalsteini tókst þó að knýja fram þriðja sætið með kröftugu hlaupi. Var þetta mjög gott hlaup hjá íslensku sveitinni, enda nýtt íslandsmet. • Guðmundi Guðmundssyni tókst ekki sem bezt upp í hástökkinu, stökk 1.95 metra og hefur hann margoft gert betur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.