Morgunblaðið - 12.08.1979, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.08.1979, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. ÁGÚST 1979 Kaupmáttur hlýtur að rýrna um leið og þjóðartekjur minnka segir Þorsteinn Pálsson framkvæmdastjóri „I>AÐ LIGGUR í hlutarins eðli að kaupmáttur hlýtur að rýrna þeg- ar þjóðartekjur minnka. og við stöndum frammi fyrir því núna að kaupmáttur okkar útflutnin(?s- tekna hefur rýrnað um 13 af hundraði það sem af cr þessu ári og af sjálfu sér lciðir að kaupmátt- ur hlýtur að rýrna við þær aðstæð- ur. það er hlekking að reyna að halda í annað." saífði Þorsteinn Pálsson framkvæmdastjóri Vinnu- veitendasambands íslands í sam- Reykjavík- urvikan SVONEFND Reykjavíkurvika hefst á morgun, mánudag. með kynningu á vikunni að Kjar- valsstöðum. Hefst sú kynning klukkan 17. og síðan verður farið í kynnisferð til Raf- magnsveitu Reykjavíkur. Um kvöldið klukkan 21 mun hljómsveitin Brunaliðið leika á Miklatúni ef veður leyfir. Á tímabilinu klukkan 17 til 19 verður Æskulýðsráð síðan með bátsferðir í Nauthólsvík. Sérstök dagskrá verður á Reykjavíkurvikunni alla daga þessarar viku, og lýkur á laugar- daginn. tali við blaðamann Morgunblaðs- ins í gær, er hann var spurður um kaupmáttarrýrnun þá sem nú hefur orðið. Þorsteinn sagði að þetta sýndi einnig, að þær breytingar sem gerðar hafi verið á vísitölukerfinu séu heldur í rétta átt, þó að því færi víðs fjarri að tekið hafi verið eðlilegt tillit til breyttra efnahags- aðstæðna. Sagði hann kominn tíma til að menn hætti að tala um að viðhalda kaupmætti, þegar hann væri að rýrna vegna ytri aðstæðna, hvað sem menn segðu. Þar væri ekki um að ræða aðstæður sem við réðum við. „Það er vissulega hægt að láta þessa vísitölu mæla fleiri krónur í launaumslögin" sagði Þorsteinn, „en það er ekki aukinn kaupmáttur þegar kaupmáttur útflutningstekn- anna rýrnar eins stórlega og átt hefur sér stað. Við höfum því gengið allt of skammt fram í því að breyta vísitölukerfinu í þá veru að tekið sé mið af þessum aðstæðum. En þær breytingar sem einkum voru gerðar með efnahagslögunum í vor þegar viðskiptakjarabreyting- ar voru teknar að einum þriðja hluta inn í verðbótavísitöluna eru tvímælalaust til bóta. Það er fyrst og fremst sá þáttur sem gerir muninn á framfærsluvísitölunni og verðbótavísitölunni núna.“ Fjárhagsvandræði ríkis- sjóðs valda því að fram- kvæmdir við Þjóðarbók- hlöðuna hafa stöðvast FJÁRHAGSERFIÐLEIKAR ríkissjóðs hafa valdið því að framkvæmdir við Þjóðarbókhlöð- una hafa dregist á langinn, að því er Brynjólfur I. Sigurðsson hagsýslustjóri sagði í samtali við blaðamann Morgunblaðsins í gær. Brynjólfur sagði að á fjár- lögum ársins 1979 hefði verið ákveðið að veita 200 milljónum króna til framkvæmda við bók- 7 hafa sótt um bæjar- fógeta- embættið í Kópavogi Á FÖSTUDAG rann út um- sóknarfrcstur um stöðu bæjarfógeta í Kópavogi og höfðu þá sjö umsóknir um embættið borist dómsmála- ráðuneytinu en að sögn Bald- urs Möllers ráðuneytisstjóra kunna fleiri umsóknir að vera á leið í pósti eða liggja hjá ráðherra, sem nú er utan- bæjar. Umsækjendurnir sjö eru: Ásgeir Pétursson, sýslumað- ur, Borgarnesi, Barði Þór- hallsson, bæjarfógeti á Ólafs- firði, Elías Elíasson bæjarfó- geti á Siglufirði, Jón Abraham Olafsson, sakadómari í Reykjavík, Már Pétursson, settur bæjarfógeti á ísafirði, Ólafur St. Sigurðsson, héraðs- dómari í Kópavogi og Rúnar Gíslason, sýslumaður á Hólmavík. hlöðuna, en fyrrnefndir fjárhags- erfiðleikar hefðu valdið því að það fé hefði ekki fengist enn. Hagsýslustjóri kvaðst ekki geta sagt til um hvað gerðist næst í þessu máli, en hann hefði rætt það við fjármálaráðherra sem hefði það til athugunar. Þá kvað hagsýslustjóri það einnig hafa valdið erfiðleikum við útboð á verkinu, hve næsti áfangi væri stór, en þar væri um að ræða að steypa upp allar hæðir hússins. Tæknilegir örðugleikar væru á því vegna þess að fjárlög ríkissjóðs væru aðeins afgreidd til eins árs í senn, og því erfitt að vera að gera skuldbindingar fram í tímann nema með vissu um áframhald- andi fjármagn. Hagsýslustjóri sagði þó að þar væru á ferðinni tæknilegir erfiðleikar sem ætti að vera unnt að komast framhjá, en útboðsgögn sagði hann nú vera tilbúin ef fjármagn til fram- kvæmdanna yrði tryggt. Núverandi og fyrrverandi borgarstjórar í Reykjavík voru í gær að laxveiðum í EUiðaánum, í boði Rafmagnsveitunnar. Frá vinstri: Birgir ísleifur Gunnarsson, Gunnar Thoroddsen, Egill Skúli Ingibergsson og Geir Hallgrímsson. Þegar blaðið fór í prentun síðdegis í gær hafði veiði verið fremur dræm, og hafði aðeins Geir Hallgrímsson fengið einn lax. Ljó»m.: Ói.K.M. Loðnuafli Norðmanna yfir 60 þúsund tonn Tromsö, 11. ágÚBt, 1979. Frá Jóhanncsi TómaKHyni. blaðamanni MorgunbladsinK. „LOÐNUVEIÐIN heíur ekki gengið eins vel og við héld- um nú síðustu dagana, en aflinn nálgast 60 þúsund tonn“, sagði talsmaður við löndunarstjórnina í Harstad í dag í samtali við Morgun- blaðið. Sagðist hann hafa fengið tilkynningar um báta sem væru á leið til lands þannig að aflinn færi yfir 60 þúsund tonna markið í dag. Löndunin fer fram með- fram allri strandlengju Nor- egs, allt frá Egersund til Honningsvogs nyrðri og er reynt að sjá svo um að flestar verksmiðjur á þessu svæði fái afla til vinnslu. Von er á einum báti til Tromsö undir kvöld og búist við fleirum um eða eftir helgina. Norska útvarpið sagði í dag éftir utanríkisráðherranum að ekki þýddi að ræða við íslendinga um hugsanlegt samkomulag fyrr en þeir sjálfir kæmu sér niður á stefnu í fiskveiðiréttarmálunum við Jan Mayen. I dagblöðum í Norður-Noregi segja sjómenn að mikilvægt sé að semja um 200 mílna mörkin sem fyrst ekki síst þar sem m.a. Rússnesk veiðiskip og skip frá Austur-Evrópuþjóðum séu að veiðum við þetta svæði. Segjast norskir sjómenn ekki trúa því að þessi skip veiði aðeins kolmunna, það eina sem þeir hafi séð af honum sé örlítill hluti í loðnuafla sínum og því hljóti hin erlendu skip að veiða loðnu. Loðnuveiðin fer nú aðallega fram hins fyrirhugaða norska svæðis, og segja sjómenn það vera eins gott svo þeir lendi ekki í útistöðum við íslendinga. Loðnan sem veidd hefur verið við Jan Mayen er allfeit og segja sjómenn hana betri en þá loðnu sem veiðist við Barentshaf, en þar hefjast veiðarnar 15. ágúst. Fjöldi nýskráðra stúdenta: Mest fjölgun í læknadeild ölgun verður í læknadeild Háskóla fslands á næsta vetri. ef marka má þá aukningu sem orðið hefur í fjölda nýskráðra stúdenta frá því í fyrra. í ágúst 1978 höfðu þannig 84 nýstúdentar skráð sig f læknadeild, en 141 nýstúdent hefur látið skrá sig í ár. Þetta er um 68% aukning. Þá er mikil f jölgun í heimspekideild, þar sem 235 nýstúdentar hafa látið skrá sig, en 178 voru búnir að innrita sig á sama tíma f fyrra. Fjölgun nýstúdenta í heimspeki- deild nemur 32%. í viðskiptadeild heíur orðið 38% aukning, 164 ný- stúdentar hafa látið innrita sig í deildina, en þeir voru 118 á sama tíma í fyrra. Landgræðsluáætlunin f ramlengd um eitt ár? Ný 5 ára áætlun í undirbúningi I guðfræðideild hafa fjórir látið innrita sig, en voru tólf á sama tíma í fyrra. í lyfjafræði lyfsala hafa 15 látið innrita sig, en 10 á sama tíma í fyrra. í hjúkrunarfræði hafa 43 látið innrita sig, en 34 á sama tíma í fyrra. I sjúkraþjálfun hafa 20 látið innrita sig í ár, en það er jafnmikið og í fyrra. í lagadeild hafa 62 nýstúdentar innritast, en voru 68 á sama tíma í fyrra. í verkfræðideild hafa 175 látið innrita sig, en 186 á sama tíma í fyrra. í tannlæknadeild hafa 18 innritað sig, en 20 á sama tíma í fyrra. í félagsvísindadeild hafa 132 látið innrita sig en 104 á sama tíma í fyrra. Alls hafa því 1017 látið innrita sig í Háskóla Islands í ár miðað við ágústmánuð, en 834 í ágústmánuði í fyrra. Þess ber þó að gæta að í flestar deildir á innritunum eftir að fjölga þar til kennsla hefst. Þannig voru innritaðir nýstúdentar í októ- ber í fyrra 1036 talsins. NEFND sú, sem nú vinnur að undirbúningi nýrrar land- græðsluáætlunar heíur rætt við formenn allra þingflokkanna á Alþingi um möguleika á að fram- hald verði á því starfi, sem unnið var fyrir hina svonefndu Þjóðar- gjöf frá árinu 1974 en á þessu ári á að ljúka landgræðsluáætlun þeirri, sem hafist var handa við árið 1974. Björn Sigurbjörnsson forstjóri Rannsóknarstofnunar land- búnaðarins og einn nefndarmanna sagði að helst væri rætt um að reyna að halda landgræðslu- áætluninni áfram í eitt ár eða árið 1980. Árið í ár og það næsta yrðu síðan notuð til að undirbúa nýja 5 ára landgræðsluáætlun. Til verk- efna á árinu 1980 væri hugmyndin að nota fé, sem ríkið greiddi sem verðtryggingu fyrir framlagið 1979 og 200 milljón króna íramlag á fiárlögum ársins 1980. Björn sagði að þjóðargjöfin hefði upphaflega verið 1 milljarð- ur þegar hún var samþykkt á Alþingi 1974 og komu 200 milljón- ir til greiðslu á ári. Þessi 1 milljarður var verðtryggður og var verðbótaþátturinn jafnan greiddur árið á eftir. Þó land- græðsluáætluninni ætti að ljúka á þessu ári kæmu verðbæturnar til greiðslu á næsta ári og ef þessar 200 milljónir fengjust til viðbótar væri hægt að ljúka þeim verkefn- um, sem núna væru í gangi. Læknisför til Austurlands DAGANA 13.—18. ágúst verða háls-, nef- og eyrnalæknir og heyrnarfræð- ingur á eftirtöldum stöðum á vegum Heyrnar- og talmeinastöðvar ís- lands: Egilsstöðum: Mánudag, þriðjudag og miðvikudag 13.-15. ágúst. Seyðisfirði: Fimmtudag og föstudag 16.—17. ágúst. Vopnafirði: Laugardag 18. ágúst. (Fréttatilkynning).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.