Morgunblaðið - 12.08.1979, Blaðsíða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. ÁGÚST 1979
Umsjón: Séra Jóv Dalbtí Hróbjartsson
Séra Karl Siyvrbjórnsson
Siyurfmr Pdlsson
aUdrottinsdegi
Barátta
9. sunnudagur eftir trinitais
Pistillin
Kor. 10,1—13:. þ . Því
gæti sá er hyggst standa,
að hann falli ekki.
Höggormurinn táknar kænsku og
dúfan táknar hreinleikann. Krist-
inn maður verður að vera kænn í
baráttunni við hið illa, en um leið
varðveita hreinleika hjartans.
Guðspjallið
Lúk. 16, 1—9:... börn
þessa heims eru kænni í
viðureign sinni við kyn-
slóð sína en börn ljóssins.
Úr fræðum Lúthers:
Boðorðin
Aftunda boðorð
Þú skalt ekki bera ljúgvitni
gegn náunga þfnum.
Hvað er það?
Svar: Við eigum að óttast og
elska Guð, svo að við ljúgum
ekki á náunga okkar, svíkjum
hann, baktölum né ófrægjum,
heldur afsökum hann, tölum
vel um hanr, og færum allt til
betri vegar.
Níunda boðorð
Þú skalt ekki girnast hús
náunga þíns.
Hvað er það?
Svar: Við eigum að óttast og
elska Guð, svo að við sækjumst
ekki eftir arfi eða húsi náunga
okkar með brögðum, né drögum
okkur það með yfirvarpi rétt-
inda, heldur styðjum hann og
styrkjum að halda því.
Tfunda boðorð
Þú skalt ekki girnast eigin-
konu náunga þíns, þjón,
þernu, fénað eða annað, sem
hans er.
Hvað er það?
Svar: Við eigim að óttast og
elska Guð, svo að við drögum
ekki, kúgum, né iokkum frá
náunga okkar eiginkonu hans,
hjú eða fénað, heldur höldum
til að vera kyrr og vinna það
sem þeim ber.
Aðlaðandi
kenning
Öll trúrarbrögð leiða menn til
Guðs. Þessari kenningu er mjög
á loft haldið, þegar trúmál ber á
góma og með auknum áhuga á
fræðigreinum s,em fást við sam-
anburð á trú og siðum ólíkra
þjóða ásamt auknum samskipt-
um manna með hinar fjöl-
breytilegustu trúarskoðanir frá
öllum heims hornum, hefur
þessari skoðun mjög vaxið fisk-
ur um hrygg. Að vonum verður
sú spurning áleitin: Hvaða af-
stöðu á að taka til allra þessara
ólíku trúarbragða? Hafa þau
ekki öll eitthvað til síns máls?
Er ekki aðeins um ólikar leiðir
að ræða til hins sama Guðs? Er
ekki um það að ræða að menn
velji þá leið sem þeim þykir
henta og fari hana án allrar
sem skrifa um trúmál hafa látið
svipaðar skoðanir uppi.
Þrátt fyrir vinsældir þessara
viðhorfa fá þau alls ekki staðist.
Skal hér fátt eitt tínt til þeirri
staðhæfingu til stuðnings.
Rökleysa
Hvernig geta öll trúarbrögð
leitt til eins og sama Guðs fyrst
þau eru í grundvallaratriðum
svo ólík sem raun ber vitni?
Guð hindúa er í fleirtölu og
ópersónulegur. Guð Múham-
eðstrúarmanna er einn og per-
sónulegur. Guð kristinna
manna er skapari heimsins og
jarðar en hið guðdómlega í
búddismanum hvorki persónu-
legt né skapandi. Það er varla
hægt að hugsa sér meiri and-
stæður. Kristin trú kennir að
Guð sé Guð fyrirgefningarinnar
ww
011 trúar-
brögð leiða til Guðs
áreitni við þá sem velja aðrar
leiðir — allir mætist hvort sem
er sem bræður frammi fyrir
hinum eina Guði?
Jákvætt svar við þessum
spurningum er á margan hátt
afar aðlaðandi. Þannig er hægt
að losna við skarpar andstæður
og sigla áfram í friði og um-
burðarlyndi. Umburðarlyndi er
dyggð sem mjög er í hávegum
höfð í samtímanum. Hún hýsir
lítillæti og er laus við allan
metnað fyrir hönd eigin trúar.
Auk þess virðist þetta umburð-
arlyndi vera afspyrnu skyn-
samlegt enda hlýtur það stuðn-
ing hinna gegnustu manna. Sá
vitri og virti Mahatma Gandhi
sagði til dæmis: „Andi trúar-
bragðanna er einn og hinn sami,
en honum er komið fyrir í
margskonar umDÚðum .. þ Ekk-
ert rit getur gert kröfu tii þess
að geyma allan sannleikann ...
Ég get ekki viðurkennt skilyrð-
islausan Guðdóm Jesú. Hann er
jafn guðdómlegur og Krishna
eða Rama eða Jesús eða
Búddha. Ýmsir hérlendir menn
og veiti yfirnáttúrulega hjálp. í
búddismanum er hvorki að fá
fyrirgefningu né yfirnáttúru-
lega hjálp. Takmark búdda-
trúarmannsins er nirvana
slokknunin — sem Búdda náði
eftir hvorki meira né minna en
547 fæðingar. Takmark hins
kristna manns er að þekkja Guð
og fá að gleðjast í samfélagi við
hann um alla eilífð. Ef til vill
eru skörpustu skilin milli Bibl-
íunnar og þess Guðs sem hún
boðar og allra annarra trúar-
bragða þau, að Biblían kennir
að enginn geti frelsað sig sjálf-
ur eða áunnið sér velþóknun
Guðs fyrir eigin verðleika eða
verk og nær allra annarra
trúarbragða, sem kenna að þeir
sem lifa samkvæmt kenning-
unni nái að lokum takmarkinu,
hjálpræði, endurfæðingu eða
fullkomnun.
Hér er ekki tækifæri til
ítarlegs samanburðar á
trúarbrögðum en sú fullyrðing
endurtekin að þessu sögðu að
það er fullkomin rökleysa að
fullyrða að öll trúarbrögð leiði
til Guðs. Það er jafn fáránlegt
og að fullyrða að allar leiðir frá
Reykjavík liggi til Hólmavíkur!
Umburðarlyndi af þessu tagi er
ekki dyggð heldur löstur sem
leiðir til afstöðuleysis. Sérstaða
kristindómsins liggur í því að
Guð hefur birst í sögunni. Sögu
Gyðingaþjóðarinnar fæðingu
Jesú, dauða hans og upprisu. í
sögunni eru atburðir sem varða
leiðina að markinu sem er
himinn Guðs.
Það er því ekki aðeins órök-
rétt að álíta að allar leiðir liggi
til Guðs — það er
ómögulegt
Ef til er Guð, þá er hann
upphaf alls, bæði mannsins og
umhverfis hans, herra yfir öllu
lífi. EFtir hvaða leiðum getur
maðurinn nálgast slíkan Guð?
Er það leit mannsins sjálfs sem
skiptir sköpum. Er allt undir
takmörkuðu viti og vilja
mannsins komið hvort leiðin til
samfélags við Guð finnst? Efa-
semdamaðurinn Herbert Spenc-
er hélt þeirri skynsamlegu
kenningu fram að enginn hefði
nokkurn tíma heyrt um mann
sem hefði tekist að komast í
gegnum huluna sem umlykur
Hinn óendanlega. Af því dró
hann þá ályktun að sá sem er
takmörkunum háður (maður-
inn) getur ekki með nokkru
móti aflað sér þekkinga á Hin-
um óendanlega. Undir þessi orð
er hægt að taka af heilum hug,
en þar með er ekki öll sagan
sögð. Framhald hennar verður
sagt í næstu grein.
Vikuna 12—18. ágúst.
Sunnudagur 12. agust Lúk. 16: 1-8
Mánudagur 13. ágúst I. Kor. 11: 1—16
Þriðjudagur 14. ágúst I. Kor. 12: 1—13
Miðvikudagur 15. ágúst I. Kor. 12: 14—30
Fimmtudagur 16. ágúst I. Kor. 12: 31—13:13
Föstudagur 17. ágúst I. Kor. 14: 1—25
Laugardagfur 18. ágúst I. Kor. 14: 26—40