Morgunblaðið - 12.08.1979, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. ÁGÚST 1979
3
TORREMOLINOS
Flug á loftbrúnni
til Miðjarðarhafsins
kostar minna
en akstur
kringum landið
Ferðaskrifstofan
Austurstræti 17, II. hæö
símar 26611 og 20100.
íslenski konsúllinn í Bremenhafen:
Kynnir söluhorfur á
þýska markaðinum
lim þessar mundir eru stadd-
ir hér á landi þeir Ludwig
Janssen, íslenski ræðismaður-
inn í Bremerhafen og Kolbeinn
Sigurjónsson skipahöndlari.
Þeir eru hér til að kynna
söluhorfur á íslenskum fiski í
Þýskalandi á komandi vertíð.
Mbl. hafði tal af Hr. Janssen
og innti hann eftir tilgangi
þessarar íerðar.
„Við erum komnir hingað til
að ferðast um landið og munum
við Kolbeinn Sigurjónsson ræða
við útgerðarmenn og kynna þeim
söluhorfur á fiskmarkaðinum í
Þýzkalandi, þ.e.a.s. í Bremerhaf-
en og Cuxhafen á vetri komanda.
Við í Þýskalandi þörfnumst fisks
í miklum mæli og er það aðal-
lega karfi og ufsi, en einnig
lítilsháttar af ýsu. útgerðin ytra
stendur mjög illa og er það
aðallega vegna skorts á fiskimið-
um. Sem dæmi um skipastólinn
má nefna að aðeins eru 12
togarar í Bremerhafen og 10 í
Cuxhafen svo að geta má nærri
um þessi fáu skip geta ekki
annað þörfum markaðarins. ís-
landsför okkar hefur því það
markmið að hvetja íslenska út-
gerðarmenn til að sigla með afla
sinn til okkar. Sá tími ársins
sem Þjóðverjar neyta fisks í
einhverjum mæli er vetur, vor og
haust, og er þá alltaf von á
góðum sölum, hinsvegar er
sumarið dauður tími hvað það
snertir."
— Hvenær munuð þið hefja
ferð ykkar um landið?
„Við munum fara á fimmtu-
dag og reyna að heimsækja sem
flest útgerðarfélög og ræða við
útgerðarmenn. Við ætlum að
halda vestur um land, koma á
Vestfirðina, fara síðan á Norður-
landið, Austurland og til
Reykjavíkur. Síðan höldum við á
Suðurnesin og til Vestmanna-
eyja.“
— Hefur verið mikið um að
íslensk skip selji afla sinn í
Bremerhaven og Cuxhaven? ,
„Það hafa komið árlega um
það bil eitthundrað skip og selt
afla sinn, og er það von okkar að
þeim fjölgi frekar en hitt. Fisk-
verðið er hið sama í þessum
höfnum, enda aðeins um 40 km.
á milli staðanna. Venjan hefur
verið sú að ef að skip kemst ekki
að í annarri höfninni þá siglir
það yfir á hina.“
— Er einhver samkeppni á
milli markaðanna í Englandi og
Þýskalandi um hinn íslenska
fisk?
„Svo er ekki. Því valda hinir
ólíku markaðir. Englendingar
hafa mestan áhuga fyrir þorsk-
inum en við höllumst frekar að
karfa og ufsa. Við lítum fram á
við í þessum viðskiptum og
vonumst til að verðið verði hag-
stætt. Við reiknum með því að
verðið verði svipað eða eilítið
hærra. Það er því von okkar að
Messur
I frásögn af messum sunnu-
dagsins í blaðinu í gær féll niður
að klukkan 11 árdegis í dag er
messað í Hallgrímskirkju og kl. 10
árdegis verður messað á Lands-
spítalanum. Prestur er sr. Ragnar
Fjalar Lárusson.
Dagflug alla föstudaga
2 eða 3 vikur.
íslensk skip sigli í auknum mæli
til Þýskalands með aflann, en
við kaupum helst, eins og ég
áður sagði, karfa og ufsa. Það er
að vísu eitt vandamál sem við
höfum við að glíma í sambandi
við karfann. Vinnsluaðferðir
okkar eru þannig að vélar þær
sem karfinn er flakaður í vinna
best þegar karfinn er af ákveð-
inni stærð. Kjörstærð karfans
með tilliti til okkar véla og
vinnsluaðferða er um eitt kíló.
Ef fiskurinn er stærri eða minni
vinnst hann verr í vélunum og
fyrir hann fæst lægra verð, það
skiptir því töluverðu máli að
hafa fiskinn af réttri stærð. Því
mun ég biðja íslensku skipstjór-
ana að veiða aðeins karfa af
þessari stærð! Síðan vona ég að
allar þær skipshafnir sem selja
hjá okkur fái sem besta þjón-
ustu, en hana munum við veita
eins og okkur frekast er unnt.“
- o.j.
Þeir Kolbeinn Sigurjónsson skipahöndlari og Ludwig Janssen
ræðismaður í Bremerhafen,
Sér-
tilboð
Frítt fyrir einn
í 5 manna hópi.
( Sérstakur
barnaafsláttur.
I Útborgun 40 pús.
Eftirstöövar
á 5 mán.
1 Gildir aöeins í eftirtald
B ar feröir.
I COSTA BRAVA
21. ágúst, tvær vikur
COSTA DEL SOL
14. og 22. september
LIGNANO 9. september
PORTORO 9. september.
Fylltu tilveruna
afsólskini í
Utsiinnrferf)
en nú eru síöustu forvöð
að panta.
J"
Bezf
insælasti baöstaöur í Evrópu.
ezta loftslag álfunnar með
öruggt sólskin.
Útsýn býöur beztu gististaöina á
lægsta veröi og orölagöa þjónustu.
Úrvals kynningar-'og skemmtiferö meö
ísl. fararstjórUm. Liföu li'finu lifandi í
Útsýnarferð.
Frábærir gististaöir
El Remo glæsilegar íþýöir.
Mj Santa Clara lúxusgististaður.
|lris vandaöar nýtízku íbúöir í fögruog j
l w , t rólegu umhverfi.^
íamarindos þægilegar íbúðir
skammt frá vinsælUstu i
skemmtistöðunum.
% Fij.
Feröapjonusta
í sérflokki
Látiö sérhæft starfsfólk
Útsýoar aðsfóöa ykkur
aö velja réttu feröina
meö
hagstæöustu kjörum
og greiðslu-
skilmálum.