Morgunblaðið - 12.08.1979, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 12.08.1979, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. ÁGÚST 1979 Dagbókin hennar Conceicao Massano Ef Conceicao Massano Santos, 22ja ára gömul portúgölsk stúlka, hefði ekki trúað daghókinni sinni fyrir öllum leyndarmálum lífs síns, ætti hún nú ekki yfir höfði sér ákæru fyrir ólöglega fóstureyðingu. Þessa ungu hjúkrunarkonu óraði heldur ekki fyrir því, að einhver nafnlaus náungi í hcimabæ hennar, skammt fyrir sunnan Lissabon, kæmist að þessum cinkamálum hennar og kærði hana fyrir lögreglunni, en það var þó einmitt þetta, sem gerðist, og samkvæmt hundrað ára gömlum lögum er fóstureyðing glæpsamlegur verknaður og viðurlögin 2—8 ára fangelsi. Conceicao, sem nú er gift kona og á eina dóttur, ber engan kinn- roða fyrir því sem hún gerði á sínum tíma og segist ekki hafa átt annars úrkosta. Á þessum tíma stundaði hún enn hjúkrunarnám og hvorki fjölskyida hennar né barnsfaðirinn voru því viðbúin að styðja hana. Þessi atburður hefur verið mik- ið hitamál i dagblöðunum í Lissa- bon og ber enda upp á þeim tíma þegar umræður um fóstureyðingu eru mál málanna í Portúgal, þessu rammkaþólska landi. Nýlega var stofnuð þar nefnd, sem safnað hefur saman 9000 undirskriftum þar sem skorað er á þingið að leyfa sölu getnaðarvarna og fóst- ureyðingar. Kunn portúgölsk leik- kona játaði frammi fyrir sjón- varpsáhorfendum, að hún hefði látið eyða fóstri og varð það til þess, að læknastúdent nokkur bar fram kæru á hendur henni, sem líklega nær þó ekki fram að ganga vegna sannanaskorts. Þess má líka geta, í júní sl. var 46 ára gömul blaðakona í Lissabon, Antonia Palla, sýknuð áf því að hafa hvatt til fóstureyðinga og brotið gegn almennri siðsemi í sjónvarpskvikmynd, sem sýnd var fyrir þremur árum og bar nafnið „Fóstureyðing er ekki glæpur". Fyrir réttinum sagði blaðakon- an, að með myndinni hefði hún viljað vekja athygli á þjáningum þúsunda portúgalskra kvenna. Og þúsundir eru engar ýkjur, því að að mati yfirvalda eru fram- kvæmdar meira en 100.000 ólög- legar fóstureyðingar árlega, sem hafa í för með sér dauða meira en 2000 kvenna. Engar skýrslur greina frá konunum sem verða ófrjóar ævilangt vegna þessarar aðgerðar. Þeir sem kunnugir eru segja að ljósmæður sem stunda þessa ólög- legu iðju krefjist 100 dollara fyrir vikið og komist yfir 10 aðgerðir daglega. Þessi starfsemi er svo vel skipulögð og útbreidd að þeir sem berjast fyrir lögleyfingu óttast það mest, að undirheimalýðurinn muni leggjast af alefli gegn öllum breytingum þar á. Vinstri flokkarnir í Portúgal hafa nú tekið þetta baráttumál í stefnuskrár sínar og það er aðeins lítill flokkur kristilegra demó- krata sem er því andsnúinn. Aðrir andstæðingar þess eru einkum innan rómversk-kaþólsku kirkj- unnar og í apríl sl. lýsti biskup hennar því yfir, að fóstureyðing væri synd gegn guði og mönnum. Ken Pottinger. Utangarðsfólkl Mannréttinda krafist í Kína. Margir hafa komið um langan veg og ætla sér ekki að snúa aftur fyrr en þeir hafa fengið einhverja úrlausn. Hin nýja stétt í Kína: Flækingar og förumenn au sváfu undir gamla Zhengyangmen-hliðinu, óhrein börn, rauðeygðar konur og sviplausir menn — nýr og til þessa fremur fáséður þjóð- félagshópur, sem nú fyllir hrein og strokin stræti Peking-borgar. „Ég hef verið hér í þrjár vikur og sný ekki aftur fyrr en stjórn- völd hafa leyst úr málum mín- um,“ sagði Zhang Xingchu. Hann kom til Peking með lest frá Jiangxi, um 750 mflna langan veg, til að fá fjarlægðan „svartan blett“ á vinnuskýrslu sinni. Hundruð annarra aðkomu- manna og flækinga halda til í húsi hæstaréttar, pósthúsinu og jafn- vel meðfram Stræti hins eilífa friðar, nokkuð sem á sér engin fordæmi í kínverskri sögu seinni ára. „Fyrir þremur árum hefði fólkið verið fjarlægt með valdi á augabragði," sagði gamall Peking- búi. En nú er öldin önnur. Nú sitja á stóli mildari stjórnarherrar og förumennirnir eru táknrænir fyrir þjóð, sem spyr sjalfa sig þeirrar spurningar hvort hægt er að bæla niður öll ytri ummerki fátæktar og óréttlætis. Afstaða stjórnvalda verður og enn athyglisverðari þegar höfð er í huga þau tilfinn- ingalegu og pólitísku áhrif sem slík umskipti geta haft í kommún- ísku þjóðfélagi. Aðrar stórborgir í Kína hafa einnig fengið sinn skammt af óánægju sveitafólksins og hafa afleiðingarnar af því verið með ýmsu móti og stundum nokkuð mótsagnakenndar. Sú saga er sögð af fyrirmyndar námsmanni í Shanghai, stærstu borg Kína og þeirri nýtískulegustu, að hann hitti betlara á förnum vegi og lét þess getið í ritgerð sem hann vann að án þess að draga nokkrar ályktanir af þeim atburði. Kenn- arinn gaf námsmanninum „F“ í einkunn vegna þess að honum hafði láðst að setja atburðinn í rétt samhengi við pólitíska ókyrrð síðustu ára og stöðuga viðleitni kommúnistaflokksins við að bæta kjör fólksins. Námsmennirnir mótmæltu þessu og þó að blöðin styddu skoðun kennarans fögnuðu þau því þegar nemandanum var leyft að skila nýrri ritgerð. Vandamál og erfiðleikar föru- fólksins eiga oft rætur að rekja til menningarbyltingarinnar seint á síðasta áratug þegar margir voru hraktir úr starfi fyrir það eitt að vera ekki nógu fljótir til að taka undir nýjasta slagorðavaðalinn. Ég spurði Zhang nánar eftir því, hvernig á því stæði að hann héldi nú til undir Zhengyangmen-hlið- inu. Hann varð íhugull á svip en leit svo snöggt upp þegar hann heyrði fótatak valdsmannslegrar konu sem gekk í átt til okkar og virti mig fyrir sér. Fólkið tók nú allt að rísa á fætur og ég hélt á brott. Jay Mathews Líf þitt er til fárra fiska metið — þ.e.a.s. ef þú ert svartur og býrð í S-Afríku. Kynbáttamisréttil I Suður-Afríku græða þeir á tá og fingri á geðveikinni Margir svertingjar, sem eiga við sálræn vandamál að stríða, deyja „að nauðsynjalausu“ í suður-aírískum geðveikrahælum, segir f skýrslu, sem Samtök bandarískra geðiækna hafa látið frá sér fara. í skýrslunni er kveðinn upp mikill áfeilisdómur yfir suður-afriskum geðsjúkrahúsum, sem yfirleitt eru í einkaeign en njóta ríflegra ríkisstyrkja. Fjórir fulltrúar bandarísku samtakanna voru fyrir skömmu á ferð í Suður-Afríku í boði heil- brigðisyfirvalda þar í landi, sem buðu þeim þangað í nokkurs konar yfirbótaskyni vegna mikillar gagnrýni víða um heim á aðbúnað 10.000 svertingja á geðveikrahæl- um í eigu fyrirtækisins Smith Mitchell og Co. í Jóhannesarborg, sem rekur hælin með hagnaðar- vonina sem helsta leiðarljós sitt. Það er þó engin nýlunda, að fundið sé að slæmum aðbúnaði svartra sjúklinga í Suður-Afríku. Fyrir fjórum árum var því haldið fram í suður-afrísku blöðunum Sunday Times og The Observer, að svartir geðsjúklingar nytu lítillar lækn- ishjálpar og byggju við óþolandi aðstæður á stofnunum í eigu fjáraflamanna, sem „græddu á tá og fingri á geðveikinni". Bandaríkjamennirnir, undir forystu dr. Alans Stone, voru í S-Afríku í september á síðasta ári og kynntu sér rekstur níu stofn- ana í eigu Smith Mitchell-fyrir- tækisins. í skýrslunni segir: „Meg- inmarkmiðið með þessum stofn- unum er að hjúkrunin sé ódýrari en ef ríkisvaldið sjálft sæi um hana og er þess vegna í fullu samræmi við aðskilnaðarstefnu stjórnvalda á vinnumarkaðnum." Þar sem fjallað er um óeðlilega háa dánartölu í skýrslunni segja Bandaríkjamennirnir, að þeir hafi ekki hitt fyrir einn einasta svart- an sjúkling, sem fengið hafi eðli- lega læknishjálp. „Jafnvel þegar komið hafði í ljós við læknisskoð- un, að ráða mátti bót á sjúkdómn- um með réttum lyfjum, höfðu engin meðul verið gefin,“ sagði þar. Flestir sjúklinganna sváfu í svefnskálum þar sem um 40 rúm voru á hverri deild. Salernum og rúmunum sjálfum var í mörgu mjög ábótavant og margir áttu ekki einu sinni skó á fæturna. Bandarísku geðlæknarnir segja einnig, að fyrirtækið notfæri sér vinnu sjúklinganna, annaðhvort á hælunum sjálfum eða með því að lána þá nálægum iðnfyrirta?kjum, en greiði þeim hins vegar ekki nema brot af því sem venjulegur verkamaður fær greitt. Á þennan hátt má draga mjög úr öllum tilkostnaði og auka hagnaðinn. Ein meginniðurstaða banda- rísku geðlæknanna er sú, að með- ferðin á svörtum geðsjúklingum í S-Afríku sé óaðskiljanlegur hluti af aðskilnaðarstefnu stjórnvalda. Þeir segja, að aðskilnaðarstefnan hafi alvarleg áhrif á andleg heilbrigði svertingja vegna þess, að samkvæmt henni eru þeir taldir óæðri hvíta manninum og sviptir eðlilegri sjálfsvirðingu. Peter Deeley.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.