Morgunblaðið - 12.08.1979, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 12.08.1979, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. ÁGÚST 1979 23 „Allt sem hægt er að falsa er falsað — allt frá einföldustu skilríkjum til flóknustu peningaseðla,’ (Sjá: Svik og fjárglæfmr) Svik og fiárglæfrarl Stétt og staða er það sem máli skipt- ir í Júgóslavíu AuÓvoldasta leiðin til að verða ríkur í Júgóslavíu. þessu landi sem hefur að yfirvarpi sósíalsima og stéttlasut þjóðfélaK, er að fa'ra sér í nyt smáboraaraskap fólks ok lönuun þess eftir virðingu og öfund samhoruaranna. Oskapnaður skriffinnskunnar og trúgirni margra borgarhúa hefur enda fætt af sér blómlega starfsemi brasks og svindls af hinu furðulegasta tagi og herskarar alls kyns þrjóta — þ.á m. falskra iækna. hagfræðinga. verkfræðinga. leigubifrciðastjóra. hóteleigenda og blaðamanna — valda nú júgóslavnesku lögreglunni (þeirri raunverulegu) æ meiri áhyggjum. Ljubodrag Jeremic, 33ja ára gamail Júgóslavi, rak um skeið mjög arðvænlega verslun með sumarbústaðalóðir meðfram Dóná sem hann auglýsti ails ófeiminn í dagblöðunum í Belgrad. Jeremic skorti heldur ekki áhugasama kaupendur og þegar hann hafði farið með þeim og sýnt þeim „landið“ fór hann fram á, að þeir greiddu 500 dali fyrirfram. Það var líka það síðasta sem kaupendurnir höfðu af Ljubodrag Jeremic að segja. Algengast er þó líklega, að menn hafi það að yfirvarpi að þeir séu læknar, sem endurspeglar í senn þá miklu virðingu sem læknar njóta í Júgóslavíu og troðfulla biðsalina. 1 þrjú ár starfaði Nesheta Muharemagic sem spítalalæknir án þess að hafa til þess raunveruleg skilriki. Nesheta varð sér úti um bækur um líffærafræði, las þær af kappi í tvö ár, falsaði síðan prófskjölin og sótti um starf og fékk það. Við réttarhöldin yfir honum sögðu samstarfsmenn hans, að hann hefði skilað starfi sínu með hinum mestu ágætum. Svetozar Stojanovic, féiagsfræðiprófessor, sem rekinn var frá háskólanum í Belgrad vegna óvæginnar gagnrýni hans á júgóslavneskt þjóðfélag, segir, að vaxandi óheiðarleiki og svik eigi rætur sínar að rekja til þeirrar löngunar fólks að vera talið í hópi góðborgaranna. „Allir sækjast eftir prófi í einu eða öðru. Læknar og lögfræðingar eru í miklu afhaldi í þessu landi og einnig sýnir fyrirbærið hve vélræn þessi störf eru orðin. Margt í störfum lækna krefst ekki meiri kunnáttu en venjulegur lögreglumaður býr yfir og sjúkraliða er vissulega vel treystandi fyrir þeim,“ segir Svetozar. Það, sem gerir skottulæknum og alls kyns gervifræðingum svo auðvelt fyrir í Júgóslavíu, er sú lotningarfulla virðing sem fólk ber fyrir opinberum skjölum. Margur embættismaðurinn leggur þann dóm einan á áreiðanleik skjala, að þau beri réttan stimpil. Að sjálfsögðu er það engum vandkvæðum bundið að falsa slíka stimpla, eins og Mirashevic lögreglufulltrúi hefur bent á: „Það er varla til það opinbert skjal, sem einhverja þýðingu hefur, sem ekki hefur verið falsað. Allt sem hægt er að falsa er falsað — allt frá einföldustu skiiríkjum til flóknustu peningaseðla." Vegna allrar skriffinnskunnar er oft einfaldara — og ódýrara — að kaupa falsað skjal heldur en að bíða eftir því tímunum saman í biðröðum fyrir utan ótal skrifstofur. Fyrr á þessu ári var afhjúpaður í Belgrad 17 manna hópur, sem hafði það af atvinnu að falsa lokaprófsskírteini frá skólum og leyfi til handa leigubifreiðarstjórum. Fyrir hvert skjal voru greiddir 150 dalir. Eitt forvitnilegasta dæmið um fólk, sem siglir undir fölsku flaggi, kom upp á yfirborðið nú nýlega. Þar átti í hlut ungfrú Dobrila Medarevic, sem um 15 mánaða skeið hafði starfað sem dómari í héraðsdómi. Ungfrú Dobrila hafði það orð á sér, að hún væri ströng en réttlát og allir voru á einu máli um að hún ætti framtíðina fyrir sér í faginu — þar til upp komst, að prófskjölin frá lagadeild háskólans í Belgrad voru heimatilbúin. Ungfrú Dobrila bíður nú dóms. Michael Dobbs Hinir gleymdu og gröfnu í Traiskir chen Inóvember sl. kvaddi þennan heim í Traiskirchen-flóttamannabúð- unum 26 ára gamall. tékkneskur flóttamaður, Miroslav Kacmar að nafni. Dauða Miroslavs bar að höndum með þeim hætti, að samlandar hans, sjö tékkneskir flóttamenn, vörpuðu honum út um glugga á þriðju hæð búðanna með þeim afleiðingum, að hánn lést samstundis. Sjömenningarnir voru dregnir fyrir dóm en réttarhöldin yfir þeim snerust brátt upp í allsherjarfordæmingu á ástandinu í þessum flóttamannabúðum þar sem meira en 2000 flóttamenn af 34 þjóðernum dvelja jafnvel í sex ár áður en einhver ríkisstjórnin sér. aumur á þeim og skýtur yfir þá skjólshúsi. Við réttarhöldin sögðu jafnt ýmist verið í engu sinnt eða henni vitni sem hinir ákærðu frá því, hvernig Miroslav hefði ofsótt her- bergisfélaga sína og hrjáð á alla lund og eitt vitnanna, tékkneskur verkfræðingur, sem rekinn hafði verið frá landi sínu, var enn með gipsumbúðir vegna meiðsla, sem hann hafði hlotið af völdum Miro- slavs. Sjömenningarnir sögðu, að þeir hefðu dag eftir dag beðið yfirmenn búðanna og lögregluna hjálpar, en beiðni þeirra hefði hafnað. „Þið eruð 20 talsins," á lögreglu- maður nokkur að hafa sagt við þá. „Þið hafið þó líklega í fullu tré við einn mann." Þar kom að lokum, þegar Miroslav dauðadrukkinn reyndi að drepa í sígarettu á brjósti annars flóttamanns, að herbergisfélagar hans gripu til þeirra örþrifaráða, sem fyrr er lýst. I flóttamannabúðunum í Trais- kirchen er helmingi fleira fólk en með góðu móti kemst þar fyrir og flóttamannastraumurinn að aust- an fer sívaxandi. Þeir sem eru lánsamir dvelja í 3—6 mánuði í þessum yfirfullu herskálum frá tímum nasista en aðrir, eins og t.d. 40 fatlaðir flóttamenn af mörgu þjóðerni, verða að hýrast þar í 4 eða 6 ár. Austurríkismenn eru hreyknir af því að hafa veitt viðtöku 300 víetnömskum flóttamönnum en annað verður uppi á teningnum varðandi a-evrópsku flóttamenn- ina. Aðeins örfáir þeirra fá hæli í Austurríki en hinir bíða þess að komast til annars lands, einkum Bandaríkjanna, Kanada, V-Þýska- lands, Suður-Afríku eða Norður- landa. Sue Masterman og Anton Koene Mengunin i Minamata fyllti mælinn Ovíða er mengunin meiri en í Japan. Svona er umhorfs í Yokohama. Alls kyns drasl og úrgangur þekur ströndina og drepur allt líf í sjónum. Af 160 fisktegundum sem fyrirfundust í Tokyo-flóa árið 1957 voru aðeins 10 eftir árið 1971. Fyrir nokkru voru kveðnir upp fyrir rétti í Japan dómar, sem valda stjórnvöldum þar í landi og forráðamönnum iðnaðarins miklum áhyggjum um þessar mundir. Tveir forstjórar Chisso- efnaverksmiðjunnar voru dæmd- ir í tveggja ára fangelsi skil- orðsbundið fyrir þeirra þátt í að dreifa minamata-eitrinu, sem er baneitrað merúr-samband. Dóm- arinn tók það raunar fram við dómsuppkvaðningu, að dómarn- ir væru ekki þyngri vegna þess, að í raun bæru yfirvöldin jafn mikla ábyrgð á þjáningum þeirra þúsunda manna sem urðu fyrir eituráhrifunum. Á síðustu árum hefur verið gert mikið átak í bættum meng- unarvörnum í Japan en þessi dómur, sem kveðinn var upp í Kumamoto í Vestur-Japan, sýnir þó svart á hvítu, að mengunar- málin eru ekki þar með útrædd. Seint á sjötta áratugnum tóku Chisso-efnaverksmiðjurnar að losa sig við óæskilegan efnaúr- gang frá verksmiðjunum í Min- amata með því að sökkva honum í sjó skammt undan ströndinni. Fólk á þessum slóðum, sem át merkúr-mengaðan fisk og skel- fisk, lamaðist alvarlega og leið hræðilegar þjáningar. Fyrir mörg hundruð manna var dauð- inn blessun og kærkomin lausn. Við réttarrannsóknina var upplýst, að fyrirtækið hafði haldið áfram að dreifa merkúr- eitrinu í nokkur ár eftir að vísindamenn höfðu sýnt fram á samband þess og sjúkdómsins. Forráðamenn fyrirtækisins hafa viðurkennt sök sína og greitt fórnarlömbum eitursins svo miklar bætur, að á síðasta ári varð stjórnin að skerast í leikinn og koma fyrirtækinu til hjálpar þegar það var komið á gjald- þrotsbarminn. Niðurstaða réttarhaldanna gegn Chisso-verksmiðjunum er í stuttu máli sú, að „þeir, sem menga, verða að borga“. Afleið- ingarnar eru þó víðtækari og snerta þá sjaífsögðu kröfu, að stjórnvöldum beri að ábyrgjast það, að þegnunum stafi engin hætta af umhverfinu. Ennþá standa fyrir dyrum réttarhöld vegna kæru 14 min- amata-sjúklinga á hendur 20 fyrrverandi háttsettum embætt- ismönnum fyrir morð og morð- tilraun með því að leyfa verk- smiðjunum að losa sig við eitrið á sama hátt og áður löngu eftir að vitað var hvaða afleiðingar það hafði. Mark Murray.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.