Morgunblaðið - 12.08.1979, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 12.08.1979, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. ÁGÚST 1979 39 fclk í fréttum AFLAKLOIN GAF EKKERT EFTIR + Aflaklóin Gísli Sigmarsson skipstjóri á Berg VE fótbrotnaði fyrir skömmu er hann féll úr stiga við bát sinn í slippnum í Eyjum. Gísli lét sig þó ekki vanta á þjóðhátíðina og mætti til leiks galvaskur eins og hans var von og vísa þótt hann væri ekki á tveimur jafnfljótum. Björn Theódórsson, framkvæmdastjóri fjármáladeildar Flugleiða festi glaðbeittur kaup á Valstrefli hjá Aðalheiði Frantsdóttur frá Félagi einstæðra foreldra á leiknum Valur—ÍA á miðvikudaginn. Forsvarsmenn Félags einstæðra foreldra hafa selt trefla á flestum meiri háttar leikjum 1. deildar síðustu fimm sumur við vaxandi stemmningu og óneitanlega setja treflarnir orðið hressandi svip á marga leiki. Að sögn FEF hefur treflasala í sumar verið meiri en undanfarin tvö ár. Valur og Akranes hafa keypt mest eins og fyrr, en nú hafa KR-ingar einnig látið mjög að sér kveða, svo og Framarar sem lítt hafa sinnt treflunum. Önnur lið hafa verið dræmari. Geta má þess, að landsliðstreflar FEF eru á boðstólum á landsleikjum og hafa runnið út eins og heitar lummur. Anna Bjöms- dóttir í kvikmynd George Lucas fleikstjóra Star Wars). Kvikmyndin New Grafíiti er nokkurs konar framhaid kvikmyndarinnar American Graffiti. sem sýnd var í Laug- arásbíói fyrir nokkrum árum við miklar vinsældir. í New Graffiti ieikur Anna íslenskan skiptinema f Banda- rfkjunum. en fjöldi skipti- nema í Bandarfkjunum hefur aukist mjög á sfðustu árum. Það er draumur margra ungra stúlkna að gerast leik- konur. en það eru aftur færri sem komast svo langt. Það virðist því sem Anna hafi náð takmarki sfnu í Los Angeles. Fimm ættliðir — og það í kvenlegg + bað mun vera fremur sjaldgæft að í fjölskyldum lifi fimm ættlið- ir, og það í kvenlegg. Á þessari mynd má þó sjá eina slíka fjöl- skyldu og er elsti kvenmaðurinn áttatfu og sex ára gamall en litla daman á miðri myndinni er aðeins ársgömul. Talið er frá vinstri á myndinni er Guðrún Friðbjörnsdóttir, Anna Bjarnadóttir, Elísa Dröfn Við- fjörð, Elín Sigtryggsdóttir og Ánna Marfa Kristjánsdottir. All- ar búa konurnar á Húsavfk, nema Guðrún, sú elsta, hún býr á Neskaupstað. + f nýiegu hefti Iceland Review er fjallað um unga reykvfska stúlku, sem um skeið hefur búið í Los Ángeles í Bandaríkjunum. Stúlkan heitir Anna Björnsdóttir og hefur unnið við fyrirsætustörf f Bandarfkjunum með góðum árangri, cn nýlega lauk hún við að leika í kvikmyndinni New Graffiti undir leikstjórn og rúmlega það... Ungir menn á uppleið: ÞEIR ERU margir, sem und- anfarna daga hafa elzt við hvfta boltann á golfvöllum um allt land. Hvergi hefur þó verið slegið eins mikið og á Norðurlandi, en þar fór íslandsmótið í golfi fram í vikunni á Akureyri, ólafs- firði og Húsavík. Jón er liðtækur kylfingur og eyðir gjarnan frístundum sínum í golf á Jaðarsvellinum á Akureyri. Yfirleitt spila þeir saman Jón Sólnes og nafni hans Guðmundsson, umboðsmaður Háskólahapp- drættisins á Akureyri meðal annars. Margar sögur úr glímum þeirra eru landsfræg- ar og árangur þeirra ku vera skilmerkilega skráður mörg ár aftur í tímann. Jón Sólnes og Jón Guð- mundsson létu ekki duga að taka þátt í öldungakeppninni heldur voru þeir báðir með í keppninni í þriðja flokki. Jón Guðmundsson stóð sig með einstakri prýði og var í fremstu röð í þriðja flokki, en Sólnes var aðeins aftar. Árangur Jóns Guðmundsson- ar er sérlega athyglisverður ef það er haft í huga að maðurinn er 72 ára að aldri. Á myndinni eru Jónarnir við tómstundagaman sitt, al- þingismaðurinn slær fag- mannlega með einu af trján- um úti á braut. Ráðunautar í lánamál- um Búnaðarbankans SkipulaKsbreytingar voru gcrð- ar í Búnaóarbanka íslands fyrir skömmu. Breytingarnar fólu m.a. í sér sameiningu deilda, s.s. útlána- deilda og ávísana- og hlaupareikn- ingsdeilda. Einnig var skipað í tvö ný forstöðumannsstörf, þ.e. for- stöðumaður útlána og forstöðu- maður innlána. Eiga þeir að vera bankastjórn til ráðuneytis um út- og innlán bankans. í þessi störf voru skipaðir ungir menn, sem báðir hafa unnið sig upp frá grunni innan bankans. Björn Sigurðsson var skipaður forstöðumaður útlána. Hann er 32 ára að aldri og hóf störf í Búnaðar- bankanum í árslok 1965 og hefur starfað þar óslitið síðan, að undan- skildu einu ári, er hann var við nám í bankafræðum í Englandi. Stefán Þormar Guðmundsson forstöðumaður innlána er 33 ára að aldri og hóf störf í bankanum 16 ára gamall og hefur starfað þar síðan að undanskildu einu ári, er hann var við nám í banka í Svíþjóð. Og hvor þeirra hefur svo meira að gera? „Það er mjög álíka sem við höfum að gera og ekki hægt að meta vægi inn- og útlána bankans eftir því,“ svöruðu þeir. Þráinn Eggerts- son — gistiprófessor í Bandaríkjunum + Flestir munu án efa eftir hon- um bráni Eggertssyni. en í fyrra talaði hann til allra landsmanna af sjónvarpsskermi um efnahags- mál. Þráinn hefur að undanförnu kennt við Háskóla íslands, en hefur nú fengið leyfi frá störfum í eitt ár og mun í vetur starfa sem gistiprófessor í félagsmálahag- fræði við skóla er heitir Chapel Hill í Norður-Karólínufylki í Bandaríkjunum. Þráinn er vænt- anlegur til landsins aftur næsta sumar og mun þá sennilega taka upp fyrri störf sín við Háskóla Islands. Forstöðumennirnir Björn (sitjandi) og Stefán ræða málin í lok vinnudags á skrifstofu Björns. Ljósm. Mbl. Kristinn. Frístundagolfarar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.