Morgunblaðið - 12.08.1979, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 12.08.1979, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. ÁGÚST 1979 Mestu sýndarréttarhöld síðan á sjötta áratugnum eru að hefjast í Tékkóslóvakíu Mestu sýndarréttarhöld og jafnframt þau fjarstæðukenndustu í Austur-Evrópu síðan 1950 eru að hefjast í Tékkóslóvakíu. Einn af sakborningum er þekktasti leikritahöfundur landsins, Vaclav Havel. Á meðal sakborninga eru einnig talsmaður Charter 77, Vaclav Benda, og Jiri Dienstbier fyrrverandi sjónvarpsfréttamaður, Ota Bednarova og ungur, kaþólskur prestur, Vaclav Maly. Þau eru meðal annars sökuð um að hafa ætlað að gera stjórnarbyltingu og gætu hlotið allt að 10 ára fangelsi. Eftir innrás Rússa í Tékkóslóvak- íu 1968 hefur stjórnmálalíf þar verið þrúgað af skuggalegum réttar- höldum yfir þeim, sem hafa neitað að fallast á rökin fyrir „eðlilegu ástandi" — þ.e. nauðsyninni á að afmá öll spor um umbæturnar 1968. í nokkrum undangengnum réttar- höldum voru sakborningar fleiri en 10 eins og nú. 1972 voru 46 andófs- menn dæmdir í sömu lotunni, en aldrei áður hafa yfirvöld borið fram svo alvarlegar ákærur á hendur svö mörgum sem nú. Mótmælendum fjölgar Algengasta árásarefnið á mann- réttindastefnu Tékka er útskýrt með þversögn (paradox). Þrátt fyrir þá staðreynd, að hert hafi verið á öllu eftirliti sl. 11 ár, hefur sá fjöldi aukist, sem þorir að mótmæla opin- berlega. Þegar réttarhöldin 1972 stóðu yfir voru rúmlega hundrað manns handteknir. Sök þeirra var sú að hafa dreift bæklingum til að minna fólk á stjórnskipulegan rétt sinn til að kjósa ekki og ef það kaus að kjósa leynilega. Af þessum u.þ.b. 100 mönnum voru 46 dæmdir. í dag hafa rúmlega 1000 manns komið fram í dagsljósið með því einfald- lega að drýgja þá hetjudáð að rita nafn sitt opinberlega og lýsa því yfir, að þeir séu í andstöðu við stjórnina. Þeir hafa allir undirritað Charter 77, — mannréttindaskjalið, sem er eingöngu ætlað að minna stjórnvöld á lögformlegar skyldur sínar samkvæmt alþjóðlegum sátt- mála um borgaraleg og pólitísk réttindi og efnahagsleg, þjóðfélags- leg og menningarleg réttindi. Þessir sáttmálar voru staðfestir í Tékkó- slóvakíu í marz 1976 og hlutu þannig lögformlegt gildi þar í landi. Starfsemi V0NS Eftir að Charter var stofnað 1977 af 242 einstaklingum, hafa nokkrir minni mannréttindahópar komið fram með sömu stefnu, en með nákvæmari og takmarkaðri mark- mið. Sá atkvæðamesti, VONS, var myndaður í apríl 1978 af 17 „chart- istum“, sem allir voru kunnir fyrir hugrekki og einbeitni, og höfðu þeir það á stefnuskrá sinni að verja þá, sem yrðu fyrir ofsóknum án saka. Þeir hugðust fylgjast með og kunn- gera örlög þeirra, sem voru ofsóttir og fangelsaðir fyrir pólitískar skoð- anir sínar. Síðustu 18 mánuði hefur VONS sent frá sér 118 skýrslur um gang réttarhalda yfir meðlimum mannréttindahreyfingarinnar. Það er mikilvægt atriði, að VONS hefur einungis leitast við að greina frá staðreyndum, sem koma fram í opinberum réttarhöldum. í Tékkó- slóvakíu er slík starfsemi bæði háð mjög miklum erfiðleikum og póli- tískt hættuleg. Samkvæmt stjórnar- skránni eiga réttarhöld að fara fram fyrir opnum tjöldum, en í raun eru aðeins boðsgestir viðstaddir. Reyna að dylja réttarhöld Sá munur er á núverandi ástandi og sýndarréttarhöldunum á 6. ára- tugnum að stjórnvöld eru orðin viðkvæmari fyrir alþjóðaáliti en á Stalíntímanum og reyna að dylja mörg réttarhöld, sem fram fara. Þetta hefur einkum átt við um fjölda smáréttarhalda yfir verka- mönnum og ungu fólki í bæjum úti á landi. Aðalverkefni VONS hefur ekki verið fólgið í því að gefa skýrslur um fræga menn eins og Havel, heldur ljóstra upp um nöfn á kúguðu fólki, sem annars hefði aldrei orðið kunnugt utan síns heimalands. Það er þetta sem hefur farið mest í taugarnar á yfirvöldun- um. Fyrir sérhvern Havel, sem beindi alþjóðlegri gagnrýni að þeim, vonuðust þeir til þess að geta dæmt nokkur hundruð manns í kyrrþey, sem væru óþekktir utan síns heima- bæjar, svo að athyglin beindist þar af leiðandi ekki að vonlausri aðstöðu þeirra. VONS gerði þeim þetta illmögulegt. Anna Sabatova lýsti vel markmiði VONS. Hún er dóttir Jaroslavs Sabata, sem var í fangelsi í 5 ár eftir réttarhöldin 1972 og er nú inni aðra 27 mánuði vegna samvinnu við Charter. Eiginmaður hennar, Petr Uhl verkfræðingur, hefur þegar setið inni í 4 ár fyrir að vera trotskyisti. Sabatova, sem sjálf var í fangelsi í tvö ár eftir 1972, var einn af stofnendum Charter og síðar VONS. Hún á nú tvö börn og er ófær um að vinna úti. — VONS er mikilvægt, sagði hún í nýlegu við- tali, sem var kvikmyndað, vegna þess að það „fylgist með lítt þekktu fólki... og leggur sig fram að leita uppi slík mál.“ Frægt fólk, útskýrði hún, nýtur sjálfkrafa löglegrar verndar. Nýlega gagnrýndi 'eigin- maður hennar, Petr Uhl, einnig vestræna fjölmiðla fyrir óná- kvæmni og fyrir það að hafa einung- is áhuga á frægu fólki. Þetta er veikleiki, sem getur orðið örlagarík- ur, vegna þess að pressan, segir hann „getur einnig veitt okkur mikilvæga, lagalega vernd". Hann vakti athygli á, að grein í The Times á sl. ári, sem byggð var á skýrslu VONS um tvo verkamenn f Suður— Bæheimi, hefði haft þau áhrif, að fallið var frá ákæru um byltingu en iátið nægja að kæra þá fyrir óspekt- ir á almannafæri. Afleiðingin varð sú, að báðir mennirnir hlutu tiltölu- lega væga dóma. Vinnubrögð vestrænna fjölmiðla Það er umdeilanlegt, hversu mikla ástæðu baráttumenn fyrir mannréttindum í Tékkóslóvakíu hafa til að vera þakklátir vestræn- um fjölmiðlum. Síðan 1968 hafa yfirvöld í Prag alltaf sagt: „tíminn vinnur með okkur“. Þetta hefur reynzt rétt. Óhjákvæmilega hafa miklu fleiri ríkisstjórnir og blaða- menn orðið til þess að viðurkenna stjórnarfarið í dag en voru reiðu- búnir að gera það 1968, — jafnvel þótt það hafi hneigzt til meiri harðstjórnar í staðinn fyrir að losa um tökin. Á sama tíma hafa vest- rænir blaðamenn iðulega tileinkað sér hætti hópsálarinnar. Fyrir ári birtust hundruð greina um ástandið í Tékkóslóvakíu, — einungis í tilefni af því, að áratugur var liðinn frá innrásinni. Það er óhætt að fullyrða, að í þessum ágústmánuði muni miklu færri dálkar fjalla um sama efni, — einungis af því að 11 ár eru ekki merkileg tala. Fulltrúar sundurleitra skoðana Þeir tíu einstaklingar, sem nú bíða dóms eru: Vaclav Havel leik- ritaskáld; Ota Bednarova sjónvarps- blaðamaður, en ræstingakona upp á síðkastið; Jarmila Belikova sálfræð- ingur, en ræstingakona upp á síð- kastið; Jiri Dienstbier, talsmaður Charter 77, blaðamaður og skrif- stofumaður upp á síðkastið; Vaclav Benda, talsmaður Charter 77, stærðfræðingur og heimspekingur, en kyndari upp á síðkastið; Ladislav Lis, háttsettur flokksmaður, en skógarhöggsmaður upp á síðkastið; Vaclav Maly, prestur, en atvinnu- laus upp á síðkastið; Dana Nemcova og Jiri Nemec, bæði sálfræðingar fyrrum; og Petr Uhl verkfræðingur, en verkamaður upp á síðkastið. Þau voru öll handtekin fyrir 29. maí og var sá dagur greinilega valinn vegna þess að athygli vestrænna fjölmiðla beindist þá að heimsókn páfa til Póllands. Hinir ákærðu gefa glögga mynd af mannréttindahreyfingunni — satt að segja eru á meðal þeirra fulltrúar fyrir hinar sundurleitu pólitísku skoðanir í Tékkóslóvakíu, — frá trotskyistum til áhangenda Evrópukommúnismans, frá sósíal-demókrötum til kristilegra radikala. Þegar þeir voru handtekn- ir, var gerð nákvæm húsrannsókn og allir pappírar, skjöl og ritvélar tekin traustataki. Við yfirheyrsl- urnar fullyrtu rannsóknarlögreglu- mennirnir, að VONS væri ólögleg hreyfing, sem ynni gegn þjóðfélag- inu og væri fjandsamleg ríkinu, enda breiddi hún út óhróður heima fyrir og jafnvel erlendis. Það, sem rannsóknarlögreglumennirnir reyndu að komast að, var, hvernig upplýsingar um réttarhöld lækju út, hver skrifaði skýrslurnar eða endur- rituðu þær, hvernig þeim væri dreift og þær sendar til Vesturlanda o.s.frv. Verjendum gert erfitt fyrir Ákæruskjölin eru orðin meira en 6000 bls., sem hinar opinberu ákær- ur eru reistar á. Samt sem áður er brugðið út af fyrri tilvikum, þar sem sakborningum og lögfræðingum þeirra verður aðeins sagt frá eðli ákæranna á síðasta augnabliki. Svo hart hefur verið lagt að verjendum sakborninganna að þeir hafa ekki kjark til að kynna efnisatriði ákær- Þennan kofa reistu lögreglumenn í Tékkóslóvakíu skammt frá bústað Vaclav Havel til þess að geta fylgzt með ferðum hans og athöfnum. Vopnaðir lögreglumenn fylgja Havel eftir þegar hann fer út að ganga með hundinn sinn eða í búðir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.