Morgunblaðið - 12.08.1979, Side 17

Morgunblaðið - 12.08.1979, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. ÁGÚST 1979 17 ANovei Benyl Það er sama við hvað er miðað, stærð, gæði, vélarafl, aksturseiginleika, þægindi, svo ekki sé minnst á bensíneyðsluna, SKODA AMIGO býður tvímælalaust upp á hagkvæmustu bílakaupin. Vinsældir SKODA AMIGO eru til vitnis um það. Spyrjið nágrannann, því hann á sennilega AMIGO. JÖFUR HF AUOBREKKU 44-46 - KOPAVOGI - SÍMI 42600 HVERS VEGNA SKODA AMIGO? Peter Finch — ævisaga eftir Trader Faulkner olli mér að vísu töluverðum vonbrigðum, en samt pældi ég í gegnum hana. Höfundinum hefur að mínu mati langt frá tekizt að gera lífi og starfi Peter Finch sæmandi skil en það breytir því auðvitað ekki að bókina má dável lesa sér til afþreyingar. Þar sem bókin er glæný er hún ekki komin í vasabrotsútgáfu og þar af leiðir að hún er alldýr. Peter Finch var ákaflega spennandi leikari og vann mikla listasigra. Maður hefur á tilfinningunni að hann hafi verið jafn spennandi persónuleiki og þess vegna hvim- leitt til þess að vita hversu til hefur tekizt með þessa bók Traders Faulkners. h.k. J/ui:3s.Sk; Hvað œttum við að lesa í sum- arleyfinu? iii YOUNG ADOLF eftir Beryl Bainbridge Þessi höfundur er í hópi athyglisverðustu skálda Breta af yngri kynslóð, að margra dómi. Frumsmíð hennar var „Harriet said ...“ og síðan hafa komið þó nokkrar bækur frá hennar hendi. Þessi er sú nýjasta og þykir best, um Adolf, raunar Adolf Hitler. Hitler átti hálf- bróður, Alois, sem bjó í Englandi og í nóvember 1912 kom Adolf til Liverpool hvar bróðirinn bjó með Dridget, írskri konu sinni og litlum dreng. Beryl Bain- bridge aflaði sér sem mestra heimilda um þessa ferð Hitlers, en að öðru leyti lætur hún síðan ímyndunaraflið ráða sögunni. Hún gerir sér í hugarlund, hver áhrif þessi fimm mánaða dvöl í Bretlandi hafi haft á hann til mótunar. Hún segir sögu sem heldur áhuga lesanda, skilur okkur eftir með nokkurn ugg í brjósti: það er fjarska margt í þessari persónu sem við hljótum að kannast við og velta má einmitt því fyrir sér í ljósi þeirrar þróunar sem varð. í eftirmála gerir höfundur ágæt- lega grein fyrir ástæðum þess að hún sneri sér að því að rita þessa bók. Hún komst yfir dagbókar- slitrur sem Bridget, eiginkona Alois, skrifaði. Þar kemur í ljós, að Alois hafði sótt í að fá Angelu systur þeirra í heimsókn, en Adolf laumaði sér í staðinn. Eftir lýsingu mágkonunnar að dæma kom hann til Liverpool auralaus, með falsað vegabréf og á flótta þar sem hann hafði ekki látið skrá sig í austurríska her- inn. Eftir að Beryl gluggaði í dagbókina fékk hún síðan hinn mesta áhuga á að kynna sér Hitler á þessum árum. „og þegar ég kynntist þeim furðaði ég mig á því hversu ofur venjulegur hann virðist hafa verið. Ég hafði ekki búizt við því, að hann hefði elskað móður sína, átt bróður og systur, leikið á píanó. En hann átti einga vini, enga peninga, hann virtist enga framtíð eiga og ekkert það vera í honum sem gæfi til kynna að lífshlaup hans yrði öðru vísi en ofur hversdags- legt, í mesta lagi hversdagslegt og lítt lánað. Bridget nefndi í dagbókinni að lengst af hefði hann legið á sófanum og snúið andlitinu að veggnum. Hann píndi ekki köttinn né heldur henti hann barninu William Patrick út af svölunum ... Ég ákvað síðan að einbeita mér að dvöl hans í Liverpool, þetta gat þar af leiðandi ekki orðið mjög hátíðleg bók um auralausan útlending í Liverpool, þaðan af síður var hægt að gera honum upp brennandi áhuga á pólitík, né heldur finna neitt sem benti til þess sem síðar varð. Bókin endaði með því að lýsa ungum manni sem sífellt lenti í klandri, aðallega 'vegna eigin klaufaskap- ar. Mér var næst skapi að reyna að gera hann í þessari sögu það sem Chaplin hefur tekizt í kvik- mynd.“ Bókin er stórskemmtileg og það er ekki fyrir það brennt að maður finni til samúðar með unga Adolf. Sú mynd sem upp er dregin af honum, einmana og óöruggum með sig bætir kannski við fleiri dráttum í karakter manns sem orðið hefur eitt af skrímslum sögunnar. Proteus eftir Morris West er einhver skemmtilegasti reyfari, sem ég hef lesið um langa hríð. Þar segir frá auðjöfr- inum John Spada sem verður fyrir því að dóttur hans, sem er læknir í Buenos Aires, er rænt. Hún er nýlega og lukkulega gift argentínskum blaðamanni sem er ekki myrkur í máli um stjórnarfarið og spillinguna í landinu. Tengdasonurinn er síðan handtekinn stuttu síðar. Spada tekur þá til sinna ráða og með hjálp alþjóðlegra leynisam- taka sem hann er í forsvari fyrir, tekst að frelsa bæði úr haldi, en þau eru þá svo farin að tæpt er að þau teljist manneskjur lengur. Síðar er hús Spada brennt og inni farast tengdason- urinn, og dóttirin og eiginkona hans. Þetta er semsagt einkar reyfaralegt, en í raun og veru er Proteus ekki eins fráleit og þessi stutta lýsing gefur til kynna. Sagan er fyrst og fremst um viðbrögð mannsins við ofbeldinu, Hvernig ætli við, venjulegt fólk flest brygðumst við ofbeldi og harðýðgi sem er að verða daglegt líf nútímamannsins. Hvarvetna eru ógnanir og hættan er við fótmál hvert. Viðbrögð Spada við ofbeldi höfðu verið að stofna áðurnefnd leynisamtök, sem hafa að markmiði að „byggja brú góðviljans" milli manna og reyna að frelsa pólitíska fanga og alla sem kúgaðir eru. Þegar ofbeldi er beint að honum persónulega og frelsið verður ekki lengur abstrakt, er spurn- ingin til hvaða ráða hann muni grípa. Sá kafli sem berst inn á vettvang Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna í New York er verulega snjall og hrollvekj- andi. í goðafræði var Proteus hirðir sjávardýra. Hann var einnig tákn alls þess sem fyrst var, uppspretta ills og góðs í heiminum. Eftir nokkuð hæga byrjun magnast spennan hægt og sígandi og frásagnarmáti og lýsingar Morris West býsna myndræn og lifandi. Wodehouse og Callico eru tveir höfundar, sem ég kysi að hafa í farangrinum og skiptir þá tiltölulega litlu máli hvort maður hefur lesið viðkomandi bækur áður. Siðan ég las „Flowers for Mrs. Harris" eftir Gallico fyrir þó nokkrum árum hef ég kynnt mér flestar hans bækur, tii hinnar mestu ánægju, því að kímni hans er frábær og frásagnarmátinn mjúkur og þægilegur og persónur Galliocs vekja yfirleitt með manni bæði umhyggju og áhuga. The Abandoned er sannarlega ekki ný, það eru uppundir þrjátíu ár síðan hún kom fyrst út, en hún er eins og bækur hans gerast beztar. Drengurinn Peter breyt- ist í kött — að vísu í dái eftir slys — og síðan upplifir hann heiminn og allar verurnar í heiminum sem köttur. Right Ho, Jeeves er ein af þessum ekta Wodehouse-bókum sem hægt er að taka fram aftur og aftur og lesa þær sér til kæti og jafnvel hláturs.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.