Morgunblaðið - 12.08.1979, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 12.08.1979, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. ÁGÚST 1979 15 konungs, og Fuhrmanns amt- manns, er sótti hann til saka fyrir vitnisburð hans. Með því að séra Þorleifur drukknaði í Markarfljóti í vetur, lét Kinch lesa stefnuna yfir gröf prófastsins. Virðist Svartkoppu- málið ekki einu sinni ætla að skilja við hann í gröfinni." Stjakar Hólms mæðgna standa enn í Bessastaðakirkju Við spyrjum Guðmund Dan- íelsson rithöfund á Selfossi um hvernig Niels Fuhrmann hafi ver- ið látinn á íslandi og hvort hann hafi að Appollóníu látinni gifst Karen sinni Hólm. — Nei, Niels giftist aldrei, en hann arfleiddi þær að eignum sínum þegar hann dó árið 1733, 48 ára gamall. hann var orðinn ofsa- ríkur. Guðmundur gamli í Brokey, tengdafaðir Odds lögmanns, arf- leiddi hann að öllum sínum eigum og það gerði kona Guðmundar einnig, en hún lifði mann sinn. Guðmundur í Brokey var svo ákveðinn í að Oddur tengdasonur sinn fengi ekki neitt, að hann lét flytja silfrið í klyfjum heim til Bessastaða til Fuhrmanns vinar síns þó svo að Fuhrmann væri ekkert tengdur Guðmundi. Oddur var ævintýramaður hinn mesti og óskaplegur völlur á honum. — Fuhrmann var vinsæll mað- ur og vel látinn af allri alþýðu. Þrátt fyrir ríkidæmi sitt fór hann ekki um ruplandi. Heldur áskotn- aðist honum þetta með vináttu við rétta menn og með því að fara viturlega með fjármuni. Hann átti jarðir um allt land og mikið lausafé. — Hvað varð um Þorleif Ara- son? Fótur annars stjakans, sem Katarína Hólm gaf Bessastaöakirkju áriö 1734 er hún hafði verið sýknuö af pví aö hafa oröiö Appollóníu Schwartzkopf aö bana. (Ljósm. Kristinn Ólafsson). Guömundur Daníelsson, höf- undur Hrafnhettu. — Hann ætlaði sér að verða biskup þegar Jón Vídalín dó við Biskupsbrekku eða Hallbjarnar- vörður á Uxahryggjavegi 1720. Jón biskup var búinn að tilnefna Þorleif sem eftirmann sinn svo Þorieifur fór út til að taka við staðfestingu á því hjá kóngi og hafði upp á vasann meðmæli frá Fuhrmann amtmanni og Raben stiftamtmanni. Ekki varð Þorleif- ur þó biskup, því Jón Árnason prestur á Stað í Stemgrímsfirði kom og hafði betur. — Þorleifur kunni ekkert með peninga að fara og þeir loddu ekki stundinni lengur við hans hendur. Hann var soddan bölvaður harki. Fuhrmann hjálpaði honum með ýmsa bitlinga svona til að rétta hann við og Jón Árnason, sá er varð biskup, gerði það líka. Þor- leifur Arason hélt áfram að vera prestur í feitasta brauði landsins, Breiðabólsstað í Fljótshlíð, en svo bara drukknaði hann í Markar- fljóti 1728. — Hann hafði farið austur að Stóru-Mörk til að sætta hjón, sem ósátt voru eins og gengur. Að því verki loknu reið hann fullur út í fljótið og grenjaði hástöfum „vor guð er borg á bjargi traust" og drukknaði. — Þá eru það mæðgurnar. hvað varð um þær? — Ég held ég megi segja að þær hafi flutzt til Kaupmannahafnar þegar Fuhrmann dó. Vegna þess að þær voru sýknaðar gáfu þær í Guðs þakkar skyni dýrindis kert- astjaka úr silfri til Bessastað- akirkju og standa þeir enn í kirkjunni með nafni Katrínar Hólm. „Hélt að hún ætlaði upp í rúmið til mín Jón H. Þorbergsson, sem yfir- leitt er kenndur við Laxamýri, keypti Bessastaði síðla árs 1916 og í ævisögu sinni, Ævidögum, lýsir hann fundum sínum og Apollóníu Swartzkopf. Bessastaðahreppur var þá eigandi jarðarinnar, hafði keypt hana af erfingjum Skúla Thoroddsens. Á Bessastaðajörð hvíldu 53 þúsund krónur og var það söluverð hreppsins. Margir töldu kaup Jóns hið mesta óráð, hann í litlum efnum, jörðin í slæmu ástandi og kirkjan þung kvöð á jörðinni. í bók sinni segir Jón svo: „Ekki var aðkoman glæsileg á Bessa- stöðum. Húsið var mannlaust. Síðast hafði haldið þar til dönsk fjölskylda á vegum Geirs Guð- mundssonar. Salerni hafði hún haft á miðju eldhúsgólfi niðri, notaði þar gamlan mjólkurbrúsa og var óþokkalegt umhverfis hann. Þetta fólk hafði haldið sig upp á efri hæð hússins og kynt þar móofn. Var þykk mómylsna í stiganum og upp um húsið.“ Jón flutti alfarinn að Bessastöð- Lengst til hægri er annar stjakinn á altari Bessastaöakirkju, sem Katarína Hólm gaf kirkjunni. Jón H. Þorbergsson: „Og mörgu fleiru gæti ég sagt frá á Bessastöðum, ‘sem voru greinilegir reimleikar.“ um 10. maí 1917 og hafði áður flutt dót sitt þangað í einni hest- kerru. Þegar hann vaknar klukkan 6 morguninn eftir fyrstu nóttina á nýja heimilinu lítur hann út um gluggann á túnið, sem er baðað sólskini, og hugsar sín mál. Ætl- aði Jón að byrja á því að koma áburði á túnið þennan dag, en grípum niður í frásögn Jóns sjálfs: „Klukkan 6 er bankað mjög lipurt á hurðina hjá mér. Flaug mér þá í hug, hvílík vitleysa það væri að koma svona snemma með kaffið. Ég segi strax: „Kom inn.“ Birtist þá í dyrunum kona, sem virtist vera um þrítugsaldur. Hún var í hvítum línhjúp, settum blúndum um háls og framan á ermum, engu öðru klædd og var berfætt. Hún var í meðallagi há, en fremur þrekin. Hún var björt í andliti, breiðleit, gráeyg, úteyg með snöggar augabrúnir, stutt og frekar breitt nef. Hún hafði þykkt hár, ljóst á lit, sem greitt var aftur ófléttað, það var blautt, og sáust greiðsluförin í hárinu eftir grófa greiðu. Hún leiddi tvö börn, sitt við hvora hönd. Þau voru allsber með aftur augun og borið hvítt duft á hörund þeirra um allan líkamann. Konan var ekki falleg, en gerðar- leg og áhyggjufull á svipinn. Hún talar strax til mín á hálfgerðu hrognamáli, blending af dönsku og íslenzku og spyr mig, hvort ég ætli að verða sér eins vondur og margir aðrir, sem verið hafi hér á Bessa- stöðum. Ég svara því, að ég vilji ekki verða henni vondur. Mildast hún þá á svipinn og færir sig inn á gólfið úr dyrunum. Setti ég mig þá framan á rúmið í skyndi, því ég hélt að hún ætlaði upp í rúmið til mín. Hvarf þá konan aftur á bak út úr dyrunum, og hurðin lokaðist. Ég varð mjög undrandi yfir þessum furðulega viðburði. Ég fullyrði, að ég var glaðvakandi, þegar konan bankaði á hurðina. Ég var ekkert hræddur, á meðan ég horfði á hana og talaði við hana, en eins og persónulaus, þar til ég settist fram á. Ég fullyrði ennfremur, að ég hafði þá ekkert heyrt um reimleika á Bessastöð- um, og var því ekkert slíkt í huga mínum“ „Já petta er kærasta Fuhrmanns“ Áfram heldur Jón frásögu sinnir „Engum sagði ég frá þessum viðburði lengi vel. Hefði kaupa- fólkið heyrt þetta, hefði það geng- ið úr vistinni. Einnig gat það lækkað jörðina í áliti. Svo mun það hafa verið þremur árum síðar, að ég sat uppi á skrifstofu hjá Matthíasi Þórðarsyni fornminja- verði í Safnahúsinu. Spyr hann mig þá allt í einu, hvort ég hafi ekki orðið var við reimleika á Bessastöðum. Ég hafði þá orðið þar ýmislegs var, er síðar mun getið verða, en segi þá Matthíasi frá konunni með börnin. Þessi gáfaði maður varð ekkert undrandi á svipinn og datt ekki í hug að véfengja sögu mína, en segir strax: „Já, þetta er kærasta Fuhr- manns.“ Gengur Matthías þá að bóka- skáp, tekur þar bók og les fyrir mig ævintýri þessarar kærustu Fuhrmanns." „Það er vitað mál, að fólk, sem snögglega fer af þessum heimi og á óuppgerðar sakir, er jarðbundið og gerir vart við sig í okkar heimi hér eftir dauðann. Nú voru liðin rétt um 193 ár frá því gengið var frá Apollóníu í líkistu sinni, og þar til hún kom til mín 11. maí 1917. En tímalengdin hinum meg- in grafar mún ekki talinn sá veruleiki, sem hún er í þessu lífi. Ég er þeirrar skoðunar, að það hafi verið Appollónía, sem birtist mér umræddan morgun og að börnin, sem hún var með, hafi hún átt með Fuhrmann, tvíbura, sem dáið hafi skömmu eftir fæðingu." Fleira dularfullt á Bessastööum en almennt gerist Einar H. Kvaran segir frá því í grein í Iðunni frá 1924, að haustið 1920 hafi Jón Þorbergsson verið að gera tilraunir með glasi. Appoll- ónía Schwarzkopf kom í glasið að sögn Jóns og var hún spurð hvort það hefði verið hún, sem birtist Jóni, og svaraði jómfrúin því játandi. Er hún var spurð að því hvers vegna hún væri svo bundin Sjá nœstu síðu Einar H. Kvaran: „Höfum af eigin reynslu ástæóur til Þess aó ætla, aö Heira sé dularfullt á Bessastöðum en almennt gerist um sveitabæi."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.