Morgunblaðið - 12.08.1979, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. ÁGÚST 1979
uppáhaldsfótboltamann, en sér
þætti mjög gaman að spila fót-
bolta og ætlaði hann að halda því
eitthvað áfram.
„Hvort ég ætla mér að komast í
landsliðið skal ég ekki segja, en
það er örugglega mjög gaman að
spila með útlensku liði. Við höfum
þó mjög lélega aðstöðu til æfinga
á HOrnafirði, því við höfum engan
völl og ekkert íþróttahús. Við
æfum í hálfgerðri mýri tvo mán-
uði á ári,“ sagði Hlynur um leið og
hann hljóp á eftir félögum sínum,
sem voru á leið í sturtu.
„Pabbi spilar með
old boys á Akureyri“
Það var glatt á hjalla hjá
Þórsurunum, en þeir sigruðu í
þessum leik eins og áður sagði.
Ólafur Hilmarsson tólf ára er þar
fyrirliði og sagði hann að sér hefði
gengið ágætlega í leiknum
Ég er búinn að æfa fótbolta frá
því ég var sjö ára og má eiginlega
segja að öll fjölskyldan sé í þessu.
Bróðir minn spilar með fjórða
flokki og pabbi er núna í old boys
á Akureyri."
Að sögn Ólafs var þetta nokkuð
erfiður leikur því mótherjarnir
voru mjög liprir og erfiðir við-
fangs.
„Okkur tókst þó að sigra þá, sem
betur fer, en ég held að við eigum
velgengni okkar mest að þakka
þjálfaranum okkar, Þresti Guð-
jónssyni. Hann er búinn að vera
með okkur frá því við byrjuðum og
hefur því eiginlega kennt okkur
allt sem við kunnum."
Að sögn Ólafs hefur liðið hans
ágæta aðstöðu til æfinga á Akur-
eyri, því það hefur malarvöll til að
æfa á og fær einstöku sinnum að
skreppa á gamlan grasvöll.
„Ég hef ekkert ákveðið ennþá
hvort ég reyni að komast í lands-
liðið, en það er örugglega gaman
að vera frægur fótboltamaður.
Ásgeir Sigurvinsson er upp-
áhaldsfótboltamaðurinn minn, því
hann leikur svo ofsalega vel. Ég á
þó langt eftir til að líkjast honum,
því við erum rétt að byrja að læra
öll trixin,“ sagði Ólafur alvarlegur
á svip, og hver veit nema hér sé á
ferðinni verðandi fótboltastjarna.
Texti: Aðalheiður
Karlsdóttir
Myndir:
Kristinn Olafsson
Varamennirnir fylgjast ákafir með gangi leiksins, tilbúnir til leiks ef
á þeim þarf að halda.
Utsala
— Útsala
Útsalan í Melissu byrjar á morgun,
mánudag.
Allt aö
Kvenfatnaður
og
barnafatnaður
afsláttur
Einnig 10% afsláttur af öllum nýjum vörum
í versluninni, meöan á útsölunni stendur.
Athugið. Útsalan stendur aöeins í 1 viku.
EF ÞAÐ ER FRÉTT-
NÆMTÞÁERÞAÐÍ
MORGUNBLAÐINU
AUGLYSINGA-
SÍMINN KR:
22480
TOPPURINN I
LITSJÓNVARPSTÆKJUM
BORGARTÚNI 18 REYKJAVÍK SÍMI 27099
ÞARFTU AÐ KAUPA?
ÆTLARÐU AÐ SELJA?
M AUGI.ÝSIR l'M AI.LT I.AND ÞKGAI!
Þl AUGLÝSIR Í MORGl'NBLADIM
HVERS VEGNA
SKODA AMIGO?
HANN FÆRTOPP RIONUSTU...
Við segjum ekki skilið við viðskiptavininn þegar
hann hefur keypt nýjan AMIGO. Okkar fyrsta
boðorð er, að eigandi SKODA hljóti ekki lakari
þjónustu en sá, sem ekur á
Mercedez Benz. Varahluta-
og viðgerðarþjónusta
okkar hefur notið
viðurkenningar um
áraraðir.
Spyrjið nágrannann,
því hann á sennilega AMIGO.
JÖFUR
HF
AUOBREKKU 44-46 - KOPAVOGI - SÍMI 42600