Morgunblaðið - 12.08.1979, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. ÁGÚST 1979 13
Verðlaunaþraut Morgunblaðsins fyrir 32 árum:
„Simpson kemur víða við
og veklur breyttum högum“
1250 botnar bárust. Hö
Hér á landi ekki síður en erlendis vakti það mikla athygli, er
Játvarður Englandskonungur tók þá ákvörðun í desember 1936 að
segja aí sér konungdómi til þess að geta giízt þeirri konu, er hann
unni, Mrs. Simpson. „Dagbókarblöð Reykvíkings“ nefndist þá
fastur þáttur í Morgunblaðinu og miðvikudaginn 27. janúar 1937
gat að líta þar verðlaunaþraut. Fyrir tvo beztu vísubotnana, sem
blaðinu berast fyrir klukkan 6 næsta miðvikudagskvöld, verða
tvenn verðlaun veitt, og sker dómnefnd úr. Fyrstu verðlaun verða
kr. 25.00 — en 2. verðlaun kr. 10.00.
voru 400
Botn Kjarvals varð fleygur á svipstundu:
„Mogginn kemur ekki út
snemma á mánudögum.“
Vísuparturinn er svona:
Simpson kemur vfða við
og veldur breyttum högum.
Laugardaginn 6. febrúar segir
í Dagbókarblöðunum:
„Vísubotnarnir, sem Morgun-
blaðinu hafa borizt, eru mikið á
2. þúsund. Það tekur því stund-
arkorn að pæla í gegnum allan
þann skáldskap. Hefur blaðið
fengið þann þjóðkunna hagyrð-
ing og vísnasafnara, Einar E.
Sæmundsen, til þess að taka það
að sér, og tína það burt, sem ekki
kemur til greina sem verðlauna-
vert.
í gær hafði hann dregið út úr
safninu 35 höfunda, sem samtals
hafa sent nokkur hundruð
„botna“, og er nú eftir að athuga
hvað þar reynist bezt.
Við fyrstu umferð lagði hann
til hliðar rúmlega þúsund
„botna", sem alls ekki gátu
komizt í „úrslitakeppni". Af
þeim voru 926 almenns efnis, um
Simpson og heimsveldi Breta
o.þ.h.. EÍlefu höfundar með sam-
tals rúmlega 20 „botna" höfðu
tekið þann óvænlega kostinn að
setja klúryrði í visuna. En 36
höfundar reyndust ekki hafa
hagleik eða ljóðeyra til þess að
geta rímað rétt, en hafa hnoðað
saman án réttra stuðla og ríms
yfir 60 botnum.
I dag heldur Einar áfram að
vinna að undirbúningi undir
úrslitin."
Þriðjudaginn 9. febrúar eru
úrslitin loksins kunngerð og
hafði Einar E. Sæmundsen þá
fengið Jón Magnússon rithöfund
sér til fulltingis. M. Stefánsson,
Hafnarfirði hlaut fyrstu verð-
laun fyrir þennan vísubotn:
Enn er sama siðíerðið
sem á Jósefs dögum.
Önnur verðlaun skiptust jafnt
milli tveggja. Herdís Andrés-
dóttir, Baldursgötu 32, kvað:
Hvað er það sem kvenfólkið
kemst ei nú á dögum.
Og botn Magnúsar Kn.
Sigurðssonar, Bergþórugötu 27,
var svona:
Krúnu-rakar kvenfólkið
karlmenn nú á dögum.
— En úr því dómararnir vildu
veita tvenn 2. verðlaun, verður
verðlaunaupphæðin hækkuð, svo
hver þeirra, sem fær 2. verðlaun,
fær 10 kr., segir í Dagbókarblöð-
unum.
Hinn næsta dag voru svo
birtir vísubotnar án höfundar-
heitis, sem dómendum fannst
komast næst því að vera verð-
launaverðir:
Eyðilagði Adamsfrið
Eva fyrr á dögum.
Kaus sér mann að kvenna sið,
konúng réð af dögum.
Hroll í brezka heimsveldið
hleypti á Játvarðsdbgiir .
svo að kirkja og kóngalíð
kom: t í mát — uð iugura.
Veríu kátur, Windsoi, þið
verðið fræg í sögum.
Kleópötru kveneðlið
kitlar nú á dögum.
hefur storkað hefð og sið
heiðri og brezkum lögum.
Ástin getur umsnúið
öllu nú á dögum.
Nú á hún hvergi flóa frið
fyrir Gróu-sögum.
Kónga rænir ríki og frið,
ruglar þjóðar sögum.
Ástin hvorki gefur grið
guðs né manna lögum.
(Tveir botnar alveg samhljóða.?
storkaði við hilmis hlið
hefð og brezkum lögum.
Nú er hún aðal ívafið
í öllum kjaftasögum.
Miðvikudaginn 17. febrúar eru
„Simpsons-vísu-botnarnir“ enn á
Dagbókarblöðum Reykvíkings,
enda „hugleikið" umræðuefni
bæjarmanna, og má geta því
nærri, að margir af þeim sem
sendu blaðinu botna sína, hafi
ekki verið allskostar ánægðir
með úrskurð dómnefndarinnar.
En dómendur munu ekki kippa
sér upp við það né heldur taka
því illa þó lesendurnir fái að
heyra frá þeim óánægðu, þegar
óánægjan brýst út í nægjanlega
laglega ortum vísum. Eins og t.d.
þessum:
Þegar vísubotnarnir birtust:
Las ég botna þunna þr já,
þá sem fengu borgun.
Eg og fleiri eiga að sjá
úrvalið á morgun.
Eftir að úrvalið kom:
Nefnd við dóma situr sveitt
sefur greind á meðan.
Simpson botnum verðlaun veitt
völdum úr að neðan.
En annar kemur orðum að
óánægju sinni svona:
Guðjón prestur gat þess að
gæti máski átt sér stað
heitmey Jósefs hefði ei
hagað sér er bæri, mey.
Þótti mörgum þetta leitt
þá var hörku vörnum beitt,
nú hefur dómnefnd verðlaun
veitt
viðhorfið er orðið breytt.
Halb.
Fimmtudagur 18. febrúar
heldur Reykvíkingur áfram:
„Hagyrðingur einn leit svo á,
samkvæmt vísum hans, er birt-
ust í gær, að vísubotnarnir sem
verðlaun fengu hefðu verið
„valdir úr að neðan" eins og
hann komst að orði.
í tilefni þessa er rétt að lofa
honum og öðrum lesendum
blaðsins að sjá fáeina botna, sem
teknir eru af handahófi úr
„neðanverðu" botnasafninu ...
Eðvarð konungur elskaði
eftir sínum lögum
Enginn veit um annað eins
í veraldar sögum.
Betra er mikiu að ganga á snið
en falla á hærri stöðum.
Hermann hreytir enn úr sér
bráðabirgðalögum.
Kóng Edward úr stóli steypti
á hans stóru dögum.
Og að lokum þessi:
Það er og verður mest um vert
að hún geri Windsor hamingju-
saman.
En mörg fleiri dæmi mætti til
tína sem sýna, að margir mis-
munandi skáldmæltir hafa reynt
bragþraut þessa og verður þar
sem oftar að taka viljann fyrir
verkið.
En vel má fara svo, að langlíf-
astur verði vísuhelmingur Kjar-
vals, sem fleygur er um bæinn
fyrir löngu og hljóðar svo:
Moggi kemur ekki út
snemma á mánudögum.
Daginn eftir er Reykvíkingur
enn við sama heygarðshornið:
Það hefur víst gleymzt að geta
þess, hve margir vísuhelmingar
voru sendir blaðinu. Þeir voru
alls 1250 og höfundar 400.
Ennþá strjálast vísur til
blaðsins um niðurstöður dóm-
nefndar er dæmdi um það,
hverjir verðlaunin skyldu hljóta,
og nú fyrst og fremst frá þeim,
sem ánægðir eru með dóminn.
Ein þeirra er svona:
Simpson ég botnaði brags- á
-völlum,
en botnarnir ekki hlutu laun.
Leirvella sú var aumri öllum
ég hef komist að þeirri raun
að hefði nefndin mér verðlaun
veitt
verstu rangindum hefði hún
beitt.
Baldur.
Og höf. stökunnar: „Nefnd að
dómum situr sveitt" hefir t.d.
augsýnilega snúizt hugur við að
lesa botnana, sem hér birtust í
gær, því nú hefur hann sent
þessa bragarbót:
Grána tekur gamanið
getsök virðist hrundið.
Nefndarmenn um miðbikið
mest hafa gæði fundið.
Og lýkur hér að segja frá þeim
kafla í Dagbókarblöðum Reyk-
víkings, sem fjallaði um ástir
þeirra Englandskonungs og frk.
Simpsons. Nú mannsaldri síðar
hefur sjónvarpið flutt þetta
ævintýri inn á hvert heimili og
til þess að bæta einum botninum
við, gætum við haft vísuna þann-
Simpson kemur víða við
og veldur breyttum högum.
Enn er fólkið uppnumið
eins og fyrr á dögumm.
Ekki verður meira kveðið að
sinni.
H.Bl.
Míðvikudagur 27. ján. 1937.
Morgunblaðsins er i6QO.
Dagbókarblöð Reykvíkings
Vjer höfum tekið saman fyrir
lesendur vora nokkur spak-
mæli úr Grettissögu og skýrum
jafnframt hvernig þau eru til
orðin. Grettir sagði:
[ i inur er sá annars, er ills
\J varnar“, þegar Ásmund-
faðir hans ávítaði hann f.vrir
ð, hvernig hanu hafði unnið
,ð verk, sem haun liaföi falið
,num. Hann átti að g«ta gœs
ður síns, eu eigi leið á lont!’
liigað tií honum fanst þ*r heW-|
■ bágrækar, og nokkuru síðar j
mdust kjúklingarnir dauúir uti,
i gæsirnar vœngbrotnar Máttij
því sjá, að Grettir var lítil1. ,
sapdeildarnmður.
*
Fleira veit sá ,er fleir:
reynir“, sagði Grettii
,egar faðir lians fekk honum ann-
ð°verk eftir ruvsageymslnna. Sá
,rfi var í þvi fölginu, uð strjuka
föður síns við cld. Kallaði
gj^miðmundi veralieih
-Veiílaunatiraut—
Einn af lesendum blaðsins
kom í gær með eftirfarandi
vísuhelming, og stakk upp á
því, að blaðið gerði úr verð-
launaþraut. Fyrir tvo bestu
vísubotnana, sem blaðinu berast,
fyrir kl. 6 næsta miðvikudags-
kvöld, verða tvenn verðlaun
vedt, og sker dómnefnd úr. —
yyrstu verðlaun verða kr. 25.00
___ en 2. verðlaun kr. 10.00.
Vísuparturinn er svona:
. Simpson kemur viða við
og veldur breyttum högum“
Vísubotnar sendist afgreiðslu
blaðsins, í lokuðu umsíagi, og
sje nafn höfundar í sjerstöku
lokuðu umslagi innan í, svo
dómendur viti ekki um höfunda
fyrri en þeir hafa kveðið upp
úrskurð sinn.
koma hennar hafi öll verið til þess.
að auka veg þjóðar henuar í um-
heiminum.
Heiðursmerkið er persónuleg
gjöf kpuungsins, en ekki ríkis-
stjórnariunar. Þykir það mikill
heiður að fá heiðursmerki þetta
og meðal þeirra, sem áður hafa
lilotið það, voru þær Jenny Lind,.
söngkönan heimsfræga, sem oft
var köluð „sænski næturgalinn",
og Selma Lagerlöf. Heiðurspen-
ingur þessi er úr gulli og var það
árið 1853, sem hann var fyrst gef-
inn, af Karli XV. þá konungs-
C ' *
efm.
Það er litið á það sem viður-
kenniugu Svíþjóðar til handa
Gretu Garbo, að henni var gefinn.
lieiðui'speuiugu þessi at Uommgi
landsins.
Samska kvikmyndafjehigið A.
B. Svensk Kilmindustri senj
innan skamms leið