Morgunblaðið - 12.08.1979, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 12.08.1979, Blaðsíða 48
Simi a afgreiðslu: 83033 Jtttrgunblnbib SUNNUDAGUR 12. ÁGUST 1979 á ritstjórn og skrifstofu: 10100 JR«ri$unbUitii( Illa horfir með kartöfluuDDsker- ima í Þykkvabæn- um og Eyjafirði M.IÖG ILLA horíir nú með kartöflusprettu á aðalkart- öfluræktarsvæðum landsins í Þykkvabæ og í Eyjafirði. Telja kartöflubændur þar að varla verði um að ræða neina kartöfluuppskeru nema ágústmánuður verði þeim mun hlýrri os tíð í september hagstæð. Ilins vegar hefur spretta í kartöflu>;örðum í Hornafirði verið góð og einnig á stöku bæjum. þar sem kartöflur eru ræktaðar í uppsveitum Arnessýslu. „Sprettan hefur verið afskap- lega lítil fram að þessu, því bæði er það kuldinn og einni)í var allt skrælnað af þurrki, þegar það fór að rigna á föstudan," sagði Yngvi Markússon, bóndi í Odds- parti í Þykkvabæ. Yngvi sagði að hann vildi þó ekki gefa UPP alla von um að einhverjar kart- öflur kynnu að koma frá bænd- um í Þykkvabænum, því það gætu alltaf gerst kraftaverk. Þetta væri þó háð því að tíð í ágúst og september yrði góð en ef ekkert breyttist þyrfti vart að hafa fyrir því að taka upp úr görðunum. Sprettan væri alvejí mánuði á eftir því sem venja væri, þannig hefðu j;rös nú komið upp um 20. júlí en oftast væru þau komin upp í lok júní ot; oft um 20. júní. „Það hefur verið vægast sagt lélejí spretta, því þetta er enninn hiti. Ég held að það sé óhætt að sefya að ef tíðarfarið breytist ekki nú í ágúst, þá verða kartöfl- ur litlar sem ent;ar hér í haust,“ sanði Jóhann Benediktsson á Eyrarlandi í Eyjafirði. Jóhann sagði að um þetta leyti hefði hann oftast verið farinn að taka upp kartöflur til heimilisins en nú væri leitun að grösum, sem eitthvað væri undir. I meiri- hluta garða sagði Jóhann að væru ekki farnar að myndast neinar kartöflur en vitanlega væri alltaf einn og einn );arður, þar sem skilyrði væru hagstæð, þar sem spretta væri skárri. Heyfengur bænda í köldustu sveitun- um allt niður í % af meðalheyfeng — segir Halldór Pálsson, búnaðarmálastjóri „ÚTLITIÐ er misjafnt en í heildina verður það að teljast svart og þá sérstaklega á svæðinu frá Vest- fjörðum og austur um Norðurland og einnig vfða á Austfjörðum. Þar hófst sláttur víða vart fyrr en í sfðustu viku. Hér fyrir sunnan og vestan er ástandið orðið nokkuð gott, þvf þótt sumsstaðar hafi tún kannski ekki verið sprottin nógu vel hefur þessi góða heyskapartfð undanfarnar vikur fært bændum úrvalshey þó magnið sé ekki mik- ið“ sagði Halldór Pálsson, búnað- armálastjóri er Morgunblaðið leit- aði frétta hjá honum af heyskap- arhorfum hjá bændum. Halldór sagði að bændur hefðu í allt sumar verið að vonast til að eitthvað hlýnaði í veðri, því kuldinn hefði haldið grassprettu niðri. Lítið 277 hvalir hafa veiðst HVALVERTÍÐIN hefur gengið mjög vel í sumar og hafa 277 hvalir veiðst. Aflinn skiptist þannig að veiðst hafa 238 lang- reyðar, 28 búrhvalir og 12 sand- reyðar. Þetta er svipað magn og veiðst hafði á sama tíma í fyrra, en hvalveiðitíminn hófst hálfum mánuði seinna í ár en í fyrra. hefði farið fyrir hlýindunum enn og nefndi hann sem dæmi að í vikunni hefði verið næturfrost í Þingeyjar- sýslum og einn morguninn skömmu fyrir hádegi hefði aðeins verið 3 stiga hiti í Húnavatnssýslu. „Spretta á öllu svæðinu frá Vest- fjörðum og norður um til Aust- fjarða hefur verið léleg nema á einstaka túnum, sem liggja vel við og hafa verið friðuð fyrir beit. í köldustu sveitunum fyrir norðan eins og á Hálsbæjunum í Húna- vatnssýslunni, Köldukinn í Þingeyj- arsýslu, Tjörnesi, í Norður-Þingeyj • arsýslu og Vopnafirði svo dæmi séu tekin, verður heyfengur sjálfsagt allt niður í '/3 af venjulegum heyfeng bænda. Annars staðar á landinu verður heyfengur frá því að vera eðlilegur og niður í þriðjung," sagði Halldór og tók fram að spretta væri best í lágsveitum á Suðurlandi, í Hornafirðinum, innanverðum Eyjafirði og víða á Vesturlandi. Halldór sagði að ljóst væri að bændur yrðu að fækka verulega í bústofni sínum í haust. Að vísu væri hægt að bjargast af með fóðurbæti og grasköggla en það kæmi þó ekki í veg fyrir niðurskurð. „Ég tel mjög brýnt að sá niðurskurður verði framkvæmdur skipulega, því að öðrum kosti er hætta á að lökustu sveitirnar leggist hreinlega í auðn og við því megum við íslendingar ekki. Ég býst líka við að margir bændur hætti búskap í haust, ef ástandið batnar ekkert," sagði Hall- dór að síðustu. Norsku flugvélinni lyft úr Þjórsá eftir 3G ára veru hennar þar. Á væng vélarinnar stendur Ragnar J. Ragnarsson, leiðangursstjóri björgunarleiðangursins. Ljósm.: Baldur Sveinsson. Norska flugvélin náðist aí botni Þjórsár í gær UM KLUKKAN 9.30 í gær- morgun tókst að lyfta norsku herflugvélinni af Northorpgerð af botni Þjórsár. Að undan- förnu hefur 30 manna leiðang- ur, sem í eru íslendingar, Norð- menn og Bandaríkjamenn, unn- ið að þvf að ná véíinni upp, en hún hefur legið þarna f ánni frá því árið 1943, er flugmaður vélarinnar neyddist til að lenda þar f slæmu veðri. Hafði vélin grafist f sand og þurfti að dæla honum frá vélinni. Þetta er eina vélin af þessari tegund, sem til er f heiminum og verður hún nú gerð upp og henni komið fyrir á safni í Noregi eftir að hún hefur verið sýnd hér á landi og í Bandarfkjunum. Ragnar J. Ragnarsson, vara- formaður íslenska flugsögu- félagsins og leiðangursstjóri björgunarleiðangursins sagði að erfitt hefði verið að ná vélinni upp því sandur hefði verið kom- inn inn í vélina og sérstaklega annan vænginn. Hefðu þeir orðið að fá lánaðan krana frá Lands- virkjun til að lyfta vélinni og til að kraninn kæmist að vélinni þurfti að ýta tanga út í ána. Norski flugmaðurinn Bulukin heldur hér á spjaldi því er froskmenn höfðu komið fyrir framan á stjórnklefa véiarinn- ar. þar sem hann er boðinn velkominn um borð á ný. Hjá Bulukin stendur Gísli Sigurðs- son. Ragnar sagði að vélin væri nokk- uð mikið brotin og meðal annars ættu þeir eftir að ná upp úr ánni hægri væng hennar og öðru flotholtinu, sem hefðu áður brotnað frá vélinni. Ragnar sagðist gera ráð fyrir að þeir lykju við að ná upp vængnum og flotholtinu í dag og kæmu þá með flugvélina til Reykjavíkur á morgun, mánu- dag, ef unnt reyndist að fá bíla til að flytja hana. Vélin verður tekin í sundur fyrir austan og fyrst í stað verður hún sett í geymslu í Reykjavík þar til hún verður flutt til Bandaríkjanna þar sem hún verður gerð upp. „Menn voru óneitanlega glað- ir, þegar vélin kom úr djúpinu. Froskmennirnir höfðu komið fyrir spjaldi framan á stjórn- klefanum þar sem norski flug- maðurinn Bulukin var boðinn velkominn um borð á ný eftir 36 ára fjarveru. Bulukin, sem flaug vélinni, þegar hún lenti í Þjórsá, hefur verið með okkur og hann fór út í vélina, þegar hún kom upp og var vel fagnað," sagði Ragnar. Eyvind Bolle,sjávarútvegsráðherra Norðmanna: Ekki á dagskrá að stöðva loðnuveiðar Hafna tillögum um sameiginlega lögsögu við Jan Mayen Frá fréttaritara MorgunblaðsinH, Jan Erik Lauré, OhIó 11. ágÚHt. NORÐMENN munu ekki samþykkja tillögu um sam- eiginlega norsk-íslenska efnahagslögsögu umhverf- is Jan Mayen, eins og gert er ráð fyrir í tillögum Alþýðubandalagsins og Sjálfstæðisflokksins. Samkvæmt heimildum sem Aftenposten aflaði sér innan norsku ríkisstjórnar- innar er sagt að upp úr samningaviðræðunum í Reykjavík um mánaðamót- in júní—júlí hafi slitnað einmitt vegna þess að ís- lendingar héldu fram hug- myndinni um sameiginlega efnahagslögsögu. Eyvind Bolle sjávarútvegsráðherra sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær að ekki sé á dagskrá hjá Norðmönnum að stöðva loðnuveiðarnar þegar 90 þúsund tonna markinu er náð, né heldur ákveða lokadag veiðanna, eins og krafist sé á íslandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.