Morgunblaðið - 12.08.1979, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 12.08.1979, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. ÁGÚST 1979 5 Skjárinn kl. 21.15: Astir erfðaprinsins í kvöld verður sýndur annar þáttur breska sjónvarps- myndaflokksins um ástir Ját- varðs prins og Wallis Simpson. Samtals verða sýndir sjö þætt- ir, en þeir eru gerðir eftir bók Þau hjónakornin hr. Simpson og frú á eintali. Skyldi prinsinn vera umræðuefnið? Francis Donaldson, „Edward vnr. Söguþráður þessa þáttar er í stuttu máli sá, að Wallis Simp- son og Játvarður hittast stöðugt og samband þeirra verður nán- ara. Með auknu sambandi þeirra í millum spinnst stöðugt meira umtal og slúður um þau hjúin, og er meira en nokkru sinni fyrr. Játvarður er ekki vanur slíku og er honum mein- illa við þá athygli sem samband þeirra Wallis Simpson vekur meðal almennings. Síðan kemur þar, að þau fara í skemmtiferð til Frakklands á snekkju nokk- urri sem prinsinn átti og með þeim fer annað fólk. Á meðan þau hjúin eru í siglingunni er hr. Simpson staddur í Banda- ríkjunum í viðskiptaerindum. Samferðafólk Játvarðar og frú Simpson verða þess fljótt áskynja, að þau kjósa helst að vera ein og blanda þau lítt geði við aðra. Meira að segja reyna þau að hrista af sér annað fólk sem reynir að komast í sam- band við þau. Nokkru seinna er haldin veisla í konungshöllinni og bjóða konungshjónin þangað ýmsum gestum, og þeirra á meðal er títtnefnd Wallis Simp- son. Þar hittir hún konungs- hjónin í fyrsta og síðasta sinni. Upp úr því kemur í ljós, að konungshjónin eru mjög mót- fallin sambandi þeirra og töldu ekki koma til mála að Játvarður kvæntist þessari konu, og ku slík afskiptasemi ekki vera ný bóla á þeim bæ. Þýðandi þáttarins er Ellert Sigurbjörnsson. Skjárinn kl. 18.05: Meranó-sirkusinn Sjónvarpið sýnir í dag síðari hiuta sýningar í norsku fjölleikahúsi. Á þessari mynd eru stúlkur og fílar að leika listir sínar. en mörg önnur skemmtileg atriði mun sirkusfólkið sýna. Átta daga ferö frá 25. ágúst til 1. sept. Beint leiguflug til Dublin. Möguleiki á þriggja daga ferö um hin rómuöu irsku sveitahéruö og hin friösælu sveitaþorp meö dæmi- geröu írsku krárnar á ööru hverju götuhorni. Fiug, hótel og morgunveröur innifatiö i veröi. Reyndir islenskir fararstjórar gefa holl ráö og benda farþegum á markveröa og sérstæöa staöi innan Dublin-borgar sem utan. Samvinnuferdir-Landsýn Austurstræti 12 - strnar 27077 og 28899 Al'Ul.VSINt; ASIMINN KR: 2248D JtloröimbT«bií) TOPPURINN frá Finnlandi Mér finnst þessi mynd bjartari 50 ara neEUinniii 3ara ábyrgd á myndlampa Sérstakt kynningarverð É Verd kr. 594.920 ^ Staðgr. kr. 570.000 • 26 tommur • 60% bjartari mynd • Ekta vidur • Palesander, hnota • 100% einingakerli • Gert fyrir fjarlægðina • 2*-6 metrar • Fullkomin Þjónusta I Greiðslukjör frá 200.000 kr.út og rest á 6 mán Versliðisérverslun með LITASJÓNVÖRPog HUÓMTÆKI 29800 BUÐIN Skipholti19 " /

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.