Morgunblaðið - 12.08.1979, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 12.08.1979, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12, ÁGÚST 1979 35 PHIÚH wtfyiiuro** lítill bíll-STÓR BÍLL ? Þad gildir einu.... . Philips framleiöir bíltækiö í bílinn hvort sem / , \ . hann er lítill eöa stór, gamall eða nýr. -' ^ mú getur valiö milli útvarpstækja, kassettutækja. issLmo' mt m t Wm ii—s vmucotwi »«SÖ mswc heimilistæki sf HAFNARSTRÆTI 3 — 20455 — SÆTÚN 8 — 15655 Gunnlaugur Mel- steð — Minning Jámbraut- arslys í Finnlandi Helsinki, 9. ágúst — AP. MAÐUR og kona biðu bana í járnbrautarslysi nærri Helsinki seint í gærkvöldi þegar lest knúin rafmagni rakst á aðra á leið frá Turku til Helsinki en hún fór yfir brautarspor rafmagnslestarinnar. Einn af þremur vögnum lestarinn- ar frá Turku beinlínis rifnaði í sundur og maðurinn og konan biðu bana samstundis. Tuttugu manns hlutu meiðsli í slysinu. Rannsókn slyssins stendur nú yfir en trúlegt er talið, að mannleg mistök hafi valdið slysinu. VIÐGERÐAR- OG VATNSÞÉTTINGA- EFNIN VINSÆLU steinprýöi v/Stórhöfða sími 83340 Far þú (friði. friður guðs þÍK blesai. Hafðu þökk fyrir alit og allt. Laufey. samverustundir okkar á liðnum árum. Gunnlaugur eða Gulli eins og hann var alltaf kallaður af fjölskyldu sinni var aðeins 8 ára, þegar ég kynntist honum og yngstur 5 systkina. Foreldrar hans, Helga Símonardóttir Mel- steð og Gunnlaugur B. Melsteð byggingameistari, bjuggu að Raúðarárstíg 3 og þar var heimili mitt mín fyrstu hjúskaparár og áttum við því margar stundir saman, sem ég minnist með þakk- læti. Mér er sérstaklega minnis- stætt þegar fjölskyldan kom sam- an á hátíðisdögum og var hann þá eins og eitt af mínum börnum, enda lítið eldri. Föður sinn missti hann ungur og var það honum mikill missir. Það kom fljótlega fram hjá honum mikill áhugi á öll helgisvor heilags anda. »11 tilbeiðsla I tónum lifir. Hrifið hjarta hæstri bifan væri hæst harpa. ef heyrast mætti. Heilagt undur himinsala. Ijóma þú í lið iogaskfnandi. Einn alisherjar óðar drottinn, helgist þfn Harpa himinn og jörð. (M.Jochumsson) Nú eru hljómarnir þagnaðir og erfitt að gera sér í hugarlund að þegar Gunnlaugur kvaddi fyrir rúmri viku væri okkar hinsta kveðja. Hann, sem var hrókur alls fagnaðar í vinahópi og með gjörvi- leika og gáska heillaði alla — hljóðnaður. Nú hjálpa okkur minningarnar yfir erfiðasta hjallann, tómleik- ann og styrkja okkur mæðgur. Ég óska þess, að allir ástvinir og ættingjar megi sameinast í bæn fyrir honum. Við Harpa biðjum guð að geyma sálu hans og minnumst um leið ástkærs vinar og föður. Sigurbjörg og Harpa. Fæddur 12. apríl 1949 Dáinn 6. ágúst 1979 Á morgun, mánudag 13. ágúst, verður gerð útför mágs míns, Gunnlaugs B. Melsteð. Mig langar í örfáum orðum að þakka honum hljómlist og söng. Gulli lærði rakaraiðn hjá Pétri bróður sínum, en hljómlistin átti alltaf hug hans allan og fljótlega fór hann að syngja og spila með ýmsum hljómsveitum. Það er erfitt að átta sig á því, þegar ungt fólk í blóma lífsins er skyndilega horfið okkur og við sem eftir lifum skiljum ekki hvers vegna hann var kallaður burtu með svo skjótum hætti. En við trúum því að hans bíði betra líf þar sem við öll munum hittast aftur að lokum. Ég og fjölskylda mín vottum eiginkonu, ungum börnum hans og ástvinum öllum, okkar innilegustu samúð og biðjum guð að blessa minningu hans. Það er staðreynd, að þeim mann- virkjum sem legið hafa undir skemmdum vegna raka í steypunni hefur tekist að bjarga og ná raka- stiginu niður fyrir hættumörk með notkun Thoroseal. F.C. venjulega steypu. THOROSEAL (kápuklæðning) Thoro efnin hafa um árabil verið notuð hér á íslandi með góðum árangri. Þau hafa staðist hina erfiðu þolraun sem íslensk veðrátta er og dugað vel, þar sem annað hefur brugðist. THOROSEAL Þetta er grunn og sökkla- efni I sérflokki. Fyilir og lokar steypunni og gerir hana vatnsþétta. Flagnar ekki og má bera á raka fleti. Thoroseal F.C. veröur harðara en steypa og andar til jafns við steypuna. Borið á með kústi. WATERPLUG Sementsefni sem stöðvar rennandi vatn. Þenst út við hörðnun og rýrnar ekki. Þetta efni er talin alger bylting. ACRYL60 Steypublöndunarefni í sérflokki. Eftir blöndun hefur efnið: Tvöfaldan þenslueiginleika, tvöfaldan þrýstistyrkleika, þrefaldan sveigjánleika og áttfalda viðloðun miðað við Thoroseal er sements- málning sem fyllir og lokar steypunni og andar eins og steinninn sem hún er sett á. Thoroseal má bera á rakan flöt. Thoroseal er vatnsþétt, flagnar ekki og er til í mörgum litum. THORITE Framúrskarandi viðgerðar- efni fyrir steypugalla. Þannig sparar það bæði tíma og fyrirhöfn við móta- uppslátt ofl Thorite ertilvaliðtil viðgerða á rennum ofl. Það þornar á 20 mínútum. THOROSEEN OG THOROCOAT 100% acryl úti málning I öllum litum. Stenst fyllilega allan samanburð viðaðra úti málningu. Afmœlis- og minningar- greinar ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfs- formi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu línubili. ■■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.