Morgunblaðið - 12.08.1979, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. ÁGÚST 1979
Gallerí Langbrók
í fyrrasumar stofnuðu tólf
listakonur gallerí, sem er til
húsa á Vitastíg 12, og er það
miðstöð textíl-þrykkjara, jafn-
framt því sem þar eru á boðstól-
um vefnaður, grafík, leirmunir
og sér hannaður fatnaður.
Sá, er hér ritar, er jafnan
hálfsvartsýnn, er „veikara" kyn-
ið stofnar afmarkaða listahópa,
eða er einhverjir kven-
kyns-skriffinnar um myndlist
einskorða sig að mestu við að
skrifa um kynsystur sínar. Ég
veit t.d. ekki um nokkra karl-
kyns-gagnrýnendur, er skrifa
einungis um karlpeninginn. Hér
áður fyrr voru konur í miklum
minnihluta iðkenda myndlistar,
og þá kom það af sjálfu sér, að
karlmenn voru í meirihluta í
listhópum, — þetta er mestan
part úrelt og konur sækja ekki
síður fram á listasviði en vinnu-
markaði, og þannig breytast
hlutföllin í fagfélögum lista-
manna, eðlilega... Það væru t.d.
tvímælalaust fleiri konur í
Myndhöggvarafélaginu, ef ásókn
þeirra út á það svið myndlistar
væri meiri! Hér geta valkyrjurn-
ar að sjálfsögðu baunað á mig,
að við eigum vísast engan karl-
kyns-þrykkjara í textíl, en það er
trúa mín, að hér kunni hlutföll
einnig að breytast með tíman-
um. Nóg eigum við af karl-
kyns-grafíklistamönnum, leir-
kerasmiðum og væntanlega eitt-
hvað af fatahönnuðum. Má
skjóta því hér inn að frægustu
fatahönnuðir veraldar eru karl-
menn (!) — En meiningin var
hér alls ekki að fara í neinn
meting, það er af og frá, en
óneitanlega finnst mér öll slík
einskorðun veikleikamerki frek-
ar en hitt. Listrýnendum hefur
jafnvel verið legið það á hálsi að
taka vægar á framlagi kvenna
en karla, en hér verður hver og
einn listrýnir að svara fyrir sig!
Hér er það aðalatriðið, að
framtak kvennanna tólf er hið
athyglisverðasta og kann að
hafa mikla þýðingu; er fram líða
stundir. Ennþá er flest á byrjun-
arstigi, en árangur þó í mörgum
tilvikum merkilega góður.
SUMAR
á Kjarvalsstööum
> júlí og ágúst 1979..
Framlag Evu Vilhelmsdóttur
kom mér mest á óvart á þessari
sýningu enda þekki ég hana og
feril hennar ekki par. Vinna
hennar mjög vönduð og hug-
myndarík og nefni ég hér hluti
svo sem „Ungfrú íslands" (5),
„Mjallhvít" (29) og „Þjóðhátíð"
(30—32). Hið síðasttalda er
launfyndin ádeila á þjóðhátíðar-
daginn og þróun hátíðarhalda
þann dag. Ef svo heldur fram,
verður öldungis óþarfi að nafn-
greina íslenzka tyllidaga, —
mætti eins nefna þá fyrsta
pylsudag — annan — þriðja —
fjórða o.s.frv...
Það ber mikið á dúkum á
þessari sýningu, og er hér að
sjálfsögðu komið framlag text-
il-þrykkjara. Dúkarnir eru hinir
fjölbreytilegustu að gerð, en þó
ber sérlega mikið á fuglamótív-
um og finnst mér skabalontækn-
in full einhæf og myndbyggingin
þar af leiðandi óþarflega kyrr-
stæð. Það er erfitt að gera hér
upp á milli listakvennanna, en
margir dúkanna eru mjög ásjá-
legir, einna lífrænust í formum
og jafnframt persónulegust í
litameðferð virðist mér þó
Guðrún Auðunsdóttir (42). Púð-
arnir á sýningunni vekja mikla
athygli og einnig minia-
túr-myndvefnaðurinn (Steinunn
Bergsteinsdóttir og Guðrún
Gunnarsdóttir).
Máski er óréttlátt að vera að
telja hér upp nöfn án þess að
geta framlags hverrar einstakr-
ar listakonu á sýningunni, því að
allar hafa þær sitthvað til
brunns að bera, sem vert væri að
nefna. Hér er það heildarsvipur-
inn og framtakið í sjálfu sér,
sem mestu máli varðar, og ljóst
er, að listakonurnar sækja fast
og einarðlega fram á vettvangi
íslenzks listiðnaðar og þeim mun
ljóst, að hér er um líttplægðan
akur að ræða.
Á sl. ári sá ég mikla sýningu á
sögu textílþrykks í Svíþjóð í
menningarhúsinu í Stokkhólmi,
— var það mér mikill fróðleikur
og lærdómur, því að sýningin var
frábær að öllu leyti og var mér
þá ljóst, hve skammt við erum á
veg komin á þessu sviði á ís-
landi. Hér þyrfti að lyfta grettis-
taki sem og á flestum sviðum
íslenzks listiðnaðar, því að það
hefur ótvírætt þjóðhagslega þýð-
Guðrún Auðunsdóttir
Mynflllst
eftir BRAGA
ÁSGEIRSSON
ingu í framtíðinni, ef vel er
staðið að málum. Hér verða
ráðamenn á þessum sviðum að
hugsa stórt og trúa á framtíð
alíslenzkrar formunar hluta, því
að það er eftir slíku, sem útlend-
ingar sækjast öllu fremur, en
ekki innfluttum hugmyndum, —
innfluttu mynstri og sniði, sem
selt er sem íslenzk vara, þótt
jafnvel efnið sé á stundum út-
lenzkt. Ég get sagt frá litlu
dæmi um þetta, en ég hitti eitt
sinn ljósmyndara nokkurn í
Finnlandi, er var nýkominn frá
Islandi, þar sem hann hafði farið
hringleiðina umhverfis landið og
tekið þúsundir mynda. Hann var
í „íslenzkri" ullarflík, sem hann
var mjög stoltur af,en er ég sagði
honum, að bæði efnið og sniðið
gætu allt eins verið útlent, vildi
hann ekki trúa því og varð fyrir
slíkum vonbrigðum, að mér varð
innanbrjósts, eins og ég hefði
íramið glæp og dauðsá eftir að
hafa vakið máls á þessu. En það
er ekki nema eðlilegt, að maður
frá landi, þar sem innlend fata-
hönnun er á jafn háu stigi, láti
sér erfiðlega skiljast, að hugsun-
arhátturinn geti verið svo van-
þróaður á þessum sviðum á
Islandi. — Við megum ekki
gleyma því, að við eigum eitt-
hvert besta hráefni í heimi, þar
sem íslenzka ullin er, og í beinu
framhaldi af því, að Myndlista-
og handiðaskóli íslands hefur
byggt upp textíliðnað hérlendis,
á hann einnig að hafa forgöngu
um listrænt prjónaverkstæði í
líkingu við það, sem þeir hafa í
Listiðnaðarskólanum í Helsing-
fors og sem hefur gefið mjög
góða raun.
Það verkstæði var eitt hið
merkilegasta og eftirminnileg-
asta, er ég sá í þeim skóla, og
mér var hugsað til þess, hve
gífurleg þörf væri á slíku í
ullarlandinu íslandi.
Nóg um þetta að sinni, en ég
vona, að myndirnar hér á síð-
unni tali sínu máli um sýningu
iistakvennanna tólf í heild og
væntanlega vekur framtakið
verðskuldaða athygli.
Bragi Ásgeirsson.
Opinber stefnumörkun í jafn-
viðamiklu máli og hér um ræðir
hlýtur og að hafa nokkurn aðdrag-
anda og þróunartíma. Þríþætt
könnunarstig olíu- og gasmögu-
leika, sem um getur í öðrum kafla
þessa bréfs eru og þess eðlis, að
stefnumörkun í könnunarstigi nr.
2 þarf helzt að byggja á niðurstöð-
um könnunar nr. 1 — og stefnu-
mörkun í lokakönnun á niðurstöð-
um könnunarstigs nr. 2. í þessu
máli, sem og stóriðjumálum, er
betra að flýta sér of hægt en of
hratt; þótt jafnrétt sé, að ganga í
takt við tímann og tæknina mót
möguleikum morgundagsins. Við
þurfum í senn að nýta auðlindir
láðs og lagar og lifa í sátt við
lífkeðjuna og umhverfið. Það er
hinn gullni meðalvegur velgengn-
innar og fyrirhyggjunnar og eðli-
Iegust ávöxtun þess, sem okkur
hefur verið lagt upp í hendur sem
þjóð og samfélagi.
Hyggileg frumviðbrögð ráðherr-
anna, Jóhanns Hafstein og Gunn-
ars Thoroddsen, í árdaga olíu-
kannana við ísland, og lærdómar,
sem draga má af annarra reynslu,
ekki sízt Norðmanna, varða veg-
inn, hvort sem hann liggur svo til
olíu- og gaslinda eða ekki. Þar úr
getur reynslan ein skorið, þegar og
ef við göngum á vit hennar.
Hið norska
svartagull
Haustið 1962 fór Philips
Petroleum Company fram á það
við norsk stjórnvöld að fá rétt til
olíuleitar á norska landgrunninu.
Það var upphaf norska svarta-
gullsins. Tildrög þeirrar málaleit-
unnar vóru uppgötvun þykkra set-
laga (með jarðsveiflumælingum) á
suðurhluta landgrunns Norður-
sjávar undan ströndum Englands
og Hollands. Norðmenn gáfu sér
góðan tíma til ígrundunar og
mótunar olíumálastefnu. Með kon-
unglegri tilskipan (1963) lýsti
Noregur yfirráðum sínum á land-
grunninu, í samræmi við sam-
þykkt alþjóðlegrar ráðstefnu í
Genf 1958. Því næst var samið við
Breta, Dani og Svía um þau mörk,
er ákvarða norskt yfirráðasvæði
gagnvart þessum ríkjum. í kjölfar
hinnar konunglegu tilskipunar,
sem fyrr greinir, settu þeir lög
(júní 1963) um rannsóknir og
nýtingu jarðefna á og undir sjáv-
arbotni, þ.á m. olíu og gass. Á
grundvelli þeirra laga vóru síðan
settar reglur um rannsóknir og
vinnslu olíu á sjávarbotni. Tilskip-
unin var endurskoðuð og viðbótar-
tilskipun gefin út 1972, einkum
varðandi efnahagsleg sjónarmið.
Olíulögin norsku munu í sífelldri
endurskoðun í ljósi reynslu, sem
til fellur.
Samkvæmt norskum reglum eru
veitt fernskonar rannsóknarleyfi:
A: Leyfi til vísindalegra rann-
sókna, B: Rannsóknarleyfi fyrir
olíuleit, C: Olíu- og gasvinnsluleyfi
og D: Leyfi til að léggja leiðslur og
byggja geymslutanka. Vorið 1965
var auglýst eftir umsóknum um
vinnsluleyfi á 278 skikum norska
olíusvæðisins. Vinnsluleyfi vóru
síðan veitt 9 aðilum á 78 skikum.
Síðar var fleiri leyfum úthlutað.
Öll vóru leyfin háð norskum ör-
yggis- og hagsmunaskiljrrðum,
sem of langt mál er að gera
sérstaklega grein fyrir.
Árið 1972 samþykkir stórþingið
lög um sérstaka Olíustofnun og
sérstaka olíu- og málmadeild við
norska Iðnaðarráðuneytið. Á
grundvelli þeirra laga var síðan
stofnað Olíufélag norska ríkisins
hf. Norska ríkið var í upphafi ekki
þátttakandi í olíuleit eða vinnslu
en áskildi sér síðar rétt til hlut-
deildar, ef olía eða gas fyndist.
Þannig er „Statoil" ekki eignarað-
ili að lindum, sem fundust á
Ekofisk-svæðinu, á 5% eignar-
aðild að lindum á Frigg-svæðinu
og 40% á Heimdal-svæðinu. Á
Statfjord-svæðinu, þar sem
vinnsluleyfi vóru veitt 1973, er
hlutur „Statoil" 50%. í síðari
vinnsluleyfum er það eignarhlut-
fall áskilið, með heimild til aukn-
ingar upp í 75%.
Megininntak hinnar norsku
olíumálastefnu er m.a.: 1) Öll
olíustarfsemi á norsku yfirráða-
svæði sé undir umsjón og eftirliti
norskra stjórnvalda. 2) Noregur
verði óháður öðrum ríkjum um
innflutning á olíu. 3) Nýiðnaður
með olíu sem hráefni verði þróað-
ur (1977 unnu þegar 24.000 manns
í Noregi á sviði olíumála, flestir
við framleiðslu- og þjónustuiðn-
að). 4) Þróun olíuiðnaðarins taki
nauðsynlegt tillit til þeirra at-
vinnuvega, sem fyrir eru, svo og til
náttúru- og umhverfisverndar. 5)
Stefna á í nýtingu jarðgass er til
fellur. 6) Sem mest af olíu og
jarðgasi, verði leitt á land í Noregi
(en nú eru ieiðslur m.a. til Eng-
lands og Skotlands). 7) Hið opin-
bera taki þátt í starfsemi á olíu-
sviði, þar sem slíkt telst hag-
kvæmt. 8) Öll olíustarfsemi norð-
an 62°N taki mið af hagsmunum
sveitarfélaga nærri vinnslusvæð-
um. Sérstök áherzla er lögð á
öryggisráðstafanir til að koma í
veg fyrir slys, er valdið gætu
mengun á fiskimiðum. 9) Eðlileg
samvinna við ríki, er land eiga að
Norðursjó.
Möguleikar
morgun-
dagsins
Norsk viðbrögð og viðhorf í olíu-
rannsóknum og vinnslu á sjávar-
botni, sem fyrr er lítillega sagt
frá, setti þáv. iðnaðarráðherra,
Gunnar Thoroddsen, á fót sam-
starfshóp, er fjalla skyldi um
íslenzk viðhorf og gögn í þessum
málaflokki. Nefndin var þann veg
skipuð: Benedikt Sigurjónsson,
hrl., dr. Guðmundur Pálmason,
Ólafur Egilsson ftr. utanríkis-
ráðuneyti, Þóroddur Th. Sigurðs-
son, vatnsveitustjóri, og Árni Þ.
Árnason, skrifstofustjóri. Fleiri
einstaklingar munu og hafa komið
þar við sögu. Bréfritari hefur ekki
undir höndum upplýsingar um
starf hópsins en við hæfi væri að
víkja að því efni síðar í blaðinu.
í maí 1978 heimilar þáv. iðnað-
arráðherra setlagarannsókn, með
skilyrtum ákvæðum. Enn sem fyrr
koma bæði Rannsóknarráð og
Orkustofnun við sögu. Öll tækni-
atriði vóru undir eftirliti Orku-
stofnunar og yfirstjórn þess í
höndum dr. Guðmundar Pálma-
sonar, sem bæði fylgdist með
rannsóknum og úrvinnslu gagna
hjá rannsóknaraðila erlendis. Hér
verður ekki fjallað nánar um
niðurstöður eða líkur, eftir þessa
rannsókn, og bíður það betri tíma.
Ljóst er, þótt ekki verði nánar
rætt að sinni, að hér er á ferð
stórmál, sem ekki verður komizt
hjá að hugleiða og taka afstöðu til
þegar nauðsynleg gögn liggja fyr-
ir. Nýting jarðvarma og raforku
skipar ótvírætt veglegan sess í
íslenzkri framtíð. Vafalítið kemur
þar við sögu framleiðsla á vetni
með rafgreiningu, sem breyta má í
benzín og olíur með því að binda
kolefni vetninu, sennilega úr mó.
Hvort olía, unnin úr setlögum
sjávarbotns, er einnig með í mögu-
leikum morgundagsins, er spurn-
ing, sem á svar að baki rannsókn-
ardyra.