Morgunblaðið - 12.08.1979, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.08.1979, Blaðsíða 16
I „Hún mun halda áfram að ríkja yfir okkar húsi og saman safna okkur í sína hirð“ m mVtnf íft " J\mU L—* ~J I í V 1] yjjxút j úmttfcne • ^cacmcntlr fottf. nicntcr :> v-f§~ 1 *>i. '1? / i * t j • ,•» '•.i) • •• f,- ■* " - '•''% Teikning af nýju húsi á Bessastödum, sem unniö var við í amtmannstíö Niels Fuhrmanns. við þennan jarðneska heim sagði hún, að það væri vegna þess að hún hefði syngdað svo mikið. Jón Þorbergsson innti hana eftir því hverjar þær syndir hefðu verið. Kvaðst hún þá sjálf hafa tekið inn eitur og kennt það öðrum. Jón Þorbergsson spurði hana þá hvernig stæði á börnunum, sem hún hefði verið með er hann sá hana. Hún sagðist hafa gengið með þessa tvíbura, þegar hún hefði fyrirfarið sér. í grein sinni segir Einar H. Kvaran frá ýmsum sögum um reimleika á Bessastöðum, en þær verða ekki tíundaðar hér utan ein. Segir hún frá reynslu, sem kona Einars varð fyrir á Bessastöðum, er þau hjón dvöldu í um eitt ár á Bessastöðum. Skömmu eftir að þau hjón voru komin að Bessastöðum og ferða- þreyta hefði átt að vera um garð gengin fór kona Einars að tala um að hún yrði ekki aflúin og furðaði hana á því að finna ekki fyrir hvíld að morgni að loknum næt- ursvefni. Dag eftir dag kvartaði hún undan magnleysi, sem ekki hafði þjáð hana áður, hún varð fyrir ókennilegum áhrifum og fór að verða berdreymnari en áður. Henni fannst að í návist sinni væri einhver ósýnileg vera, sem eitthvað gengi að og væri að leita liðsinnis. Tók hún sér fyrir hendur að taka sér ofurlitla stund á hverjum degi til þess að hugsa svo gott sem hún gæti og biðja fyrir þessari veru — ef hún væri nokkur. „Nú brá svo við, þegar hún fór að gera þetta, að mátturinn tók að aukast og líðanin að verða betri, segir Einar í grein sinni og heldur áfram: Svo var það eitt kvöld ekki löngu síðar, þegar magnleysið var liðið frá, að við hjónin lágum vakandi í rúmum okkar. Þá sá konan mín kvenveru koma frá einu horninu í svefnherberginu, ganga fram hjá rúmgöflunum og staðnæmast við rúmhliðina hjá sér. Hún sá veruna allgreinilega; hún hélt um hárið ófléttað með vinstri hendinni, líkast því, sem hún væri eitthvað að gera við það. Hægri hendinni hélt hún á lofti, og það flaug í gegnum huga konunnar minnar, hvort hún væri að greiða sér. Þá sagði konan mín við mig: „Nú hefi ég þó áreiðanlega séð nokkuð. Þetta er ekki missýning.“ Veran virtist glaðleg, brosleit og hún kinkaði kolli til konunnar minnar. Meðan veran var á leið- inni fram með rúminu, fannst konunni minni leggja um sig algert máttleysi. Þá hvarf sýnin.“ Sögunni er þó ekki alveg lokið, því síðar þennan vetur komu tvívegis miðlar á fund þeirra hjóna á Bessastöðum. í sambands- ástandi var í bæði skiptin komið á framfæri þakklæti til konu Einars frá veru, „sem hjá okkur hafði verið“, segir Einar í grein sinni. í sömu grein segir hann svo á öðrum stað: „Samt höfum við af eigin reynslu ástæður, sem ég get ekki greint frá hér, til þess að ætla, að fleira sé dularfullt á Bessastöðum en almennt gerist um sveitabæi." Veran beygði sig yfir rúmið Þeir, sem búið hafa eða dvalið á ■lessastöðum um langan eða ikamman tíma hafa margir orðið ■inhvers áskynja og allir trúlega heyrt sögur um reimleika, svipi, torkennileg hljóð eða eitthvað annað, sem þar hefur verið á ferli. Þessar sögur hafa þó ekki farið hátt og margir eru þeir, sem ekki vilja segja frá því, sem þeir telja sig hafa séð. Þórhallur Ásgeirsson sagði í samtali við Morgunblaðið að hann hefði aldrei heyrt að foreldrar sínir hefðu orðið einhvers varir á Bessastöðum. Á öðrum stað frétti blaðamaður að þau hefðu ítrekað heyrt bank á svefnherbergishurð þeirra, en enginn þó verið við dyrnar, en sú saga er ekki seld dýrara verði en hún var keypt. Hins vegar sagði Þórhallur að sögur um svip Appolióníu hefðu verið öllum kunnar á Bessastöðum og krakkar þar gjarnan gantast með þær. Ásgeir Thoroddsen er einn þeirra, sem telja sig hafa orðið einhvers vara á Bessastöð- um, en sagði í samtali að þá hefði hann verið barn að aidri og væri ekki viss í sinni sök, en þá hefði þann þótzt sjá Appollóníu. Við spurðum Henrik Sv. Björnsson hvort hann vissi til þess að foreldrar hans, Georgía og Sveinn Björnsson forseti, hefðu orðið einhvers slíks vör á Bessa- stöðum. Sagðist hann ekki vita til þess og sjálfur sagðist hann held- ur aldrei hafa orðið neins slíks var. — Hins vegar Elísabet systir mín, það er ekki laust við að hún hafi orðið fyrir einhverju þarna, sagði Henrik. Það var þannig, að hún var nýkomin frá Ameríku síðla árs 1944 og dvaldi á Bessa- stöðum með unga dóttur sína. Þá varð hún vör við eitthvað eina nóttina þegar hún vaknaði af svefni. Henni fannst þessi vera beygja sig yfir rúmið hennar eða barnsins. Eins man ég eftir því að Ólaf bróður minn dreymdi hana held ég. En þetta var allt heldur óljóst og sjaldan og allt meinlaust sagði Henrik. Hann sagðist halda að Kristjón Kristjánsson, forsetabílstjóri í áraraðir, hefði heyrt hófatak stundum á nóttunni eins og verið væri að ríða í hlað. Stóð álengdar í forstofu og tók á móti gestum Þeir eru margir, sem á síðustu áratugum teija sig hafa orðið vara við eitthvað á kreiki, sem þeir hafa ekki getað skýrt á eðlilegan hátt, á Bessastöðum. Þannig er t.d. sú saga höfð eftir konu, sem iengi starfaði við framreiðslu á Bessastöðum, að hún hefði iðulega séð til jómfrúr Appollóníu. Sagði kona þessi, að Áppollónía tæki gjarnan á móti gestum, sem kæmu til móttöku á Bessastöðum, stæði hún álengdar í forstofu og fylgdist með þeim, sem gengju í bæinn. Margir hafa heyrt ankannaleg hljóð, en þegar grannt hefur verið skoðað, hefur þó mjög oft komið í ljós að hljóðin áttu sínar eðlilegu skýringar. En ekki ailtaf. Margir hafa lifað á Bessastöðum og iátist þar á liðnum öldum, ekki aðeins Áppollónía Schwarzkopf, heitkona amtmannsins á Islandi. Maður, sem svaf á Bessastöðum sína fyrstu nótt fyrir um tveimur tugum ára sagði að hann hefði þá um nóttina heyrt mikinn hávaða eins og skólapiltar væru að slást. Enginn annar heyrði nokkuð óeðlilegt þessa nótt. Timburinnréttingar eru á Bessastöðum og sem í öðrum slíkum húsum heyrast oft hljóð, sem steinsteypuvanur nútíma- maðurinn þekkir ekki. Torskýrðra hljóða hefur orðið vart um allt á Bessastöðum, en þó trúlega mest í Hjáleigunni, húsinu, sem stendur aftan við sjálfa Bessastaðastofu. Jón H. Þorbergsson segir í ævisögu sinni „Ævidagar" frá nokkrum atburðum í kafla sem heitir: „Reimleikar á Bessastöð- um“. Oftar en einu sinni heyrði Jón undirgang mikinn eins og riðið væri heim að húsinu á mörgum hestum. Heyrðist þá hringl í beizlisstöngum og hófa- spark hesta í möl, þar sem nú var þó grasi gróið. Heyrðist þetta bæði seint að kveldi og að nóttu til, en þegar að var gáð var gripið í tómt. Um mánaðamót ágúst- september 1921 kom það oft fyrir, segir Jón, að forstofa hússins, sem er allstór, eins og fylltist af fóiki, sem gekk þar um og víðar um húsið með miklu fótasparki og skellti harkalega hurðum í húsinu. Þegar Jón hafði klæðst og kom fram sást ekki neitt og húsið lokað. Af fleiru er að taka, en við iátum nægja niðurlagsorð þessa kafla í ævisögu Jóns H. Þorbergs- sonar: „Björn mágur minn var hjá okkur næturgestur þessa nótt og svaf í stofu fast við forstofuna. Hann heyrði um kvöldið heimreið, umgang mikinn í forstofunni og hurðaskelli. Taldi hann víst, að komið væri margt gesta, og sofn- aði út frá því öllu. Ávalit linnti þessu, er ég gekk með ljós um húsið. Oft heyrðust furðuleg högg, bæði innanhúss og utan, og mörgu fleiru gæti ég sagt frá á Bessa- stöðum, sem voru greinilegir reimieikar.“ „Ég hef alltaf veriö ástfanginn af beirri konu“ Við spurðum Guðmund Dan- íeisson hvort hann hefði orðið var við Appollóníu Schwarzkopf þegar hann var að vinna að og skrifa söguna um Hrafnhettu. — Ja, ég hef nú lítið skipt mér af slíku. Ásgeir Ásgeirsson heit- inn forseti bauð mér að búa hjá sér þegar ég var að byrja að skrifa 1956. Eg bjó þar í viku og vænti þess að ég yrði var við eitthvað, að Hrafnhetta birtist mér úr því að ég var farinn að fást við líf hennar og sögu. Ekki reyndist það nú og hún lét mig alveg í friði. — Hefurðu heyrt sögur um reimleika á Bessastöðum í seinni tíð? — Ég hef heyrt að bæði hafi ýmislegt heyrzt og sézt og a.m.k. sumt af því er talið stafa frá jómfrú Appollóníu Schwarzkopf og hún meira að segja sézt með barn. En ég læt þetta bara inn um annað eyrað og út um hitt. — Ég sá í viðtali við Matthías Johannessen 1958, að þú hafðir vonast til að fá Appollóníu á rúmstokkinn hjá þér — þó ekki hefði verið meira. Eftir Ágúst I. Jónsson — Hún hefði gjarnan mátt koma upp í alveg, ég hef alltaf verið ástfanginn af þeirri konu. Ég held að þýði ekki að gera svona sérstakan leiðangur út á hennar vegu eða vettvang, ég held ekki að hún standi úti á hlaði og taki á móti gestum, segir Guðmundur Daníelsson. Að lokum skulum við grípa niður í Hrafnhettu, sögu Guð- mundar Daníelssonar, þar sem þeir ræða saman vinirnir, amt- maður Fuhrmann og Þorleifur prestur á Breiðabólsstað. Guð- mundur segir frá því, að tveimur dögum eftir jarðarför Appollóníu, sem fram fór í kyrrþey, hafi riðið í garð á Bessastöðum prófasturinn í Breiðabólsstaðaþingum, séra Þor- leifur Arason. Drukkinn nokkuð. Segir Þorleifur svo í lok sögu Guðmundar: „Hún mun halda áfram að ríkja yfir okkar húsi og saman safna okkur í sína hirð.“ Helztu heimildir: Hrafnhetta eftir GuÖmund Daníelsson. Öldin átjánda, 1701 — 1760, aamantekt Jóns HelKaaonar. Ævidagar, œvisaga Jóns H. Þorberga- Honar. Iðunn 1924, grein Einars H. Kvaran: Af Álftaneni. BeHHaHtaÖir, þættir úr sögu höfuöbóls, eftir Vilhjálm Þ. Gíslason. / . /? n. * ’"OL ^ ___SS SÍ. /2r * /J/ /7 >£. */&**.'— ^----------------„ /3* í / r - / ý'&nss' Fuhrmann amtmaöur kvartaöi oft yfir Því viö yfirboöara sína í Kaupmannahöfn, áöur en Appollónía Schwartskopf féll frá, aö hún prengdi kosti hans og skerti laun hans. í pessu bréfi, sem hann skrifaöi 15. september 1924, bað hann Raben stiftamtmann um hjálp og vernd gegn henni. Um Raben á Friörik konungur IV aö hafa sagt, aö Raben væri riddari á sjó, en ræfill á landi. i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.