Morgunblaðið - 12.08.1979, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 12.08.1979, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. ÁGÚST 1979 19 anna fyrir nánustu ættingjum eins og venja hefur verið til. Yfirvöldin vilja ekki að Vesturlönd komizt á snoðir um ákærurnar áður en rétt- arhöldin byrja. í hinu 6000 bls. riti er því haldið fram, að eitt af aðalbrotum VONS hafi verið að dreifa skýrslum í allar áttir. Á hinn bóginn er ekki vitnað mikið í skýrsl- urnar af því að hinn opinberi saksóknari gerir sér grein fyrir að innihald þeirra brýtur ekki í bága við lögin. Yfirvöldin hafa í þetta skipti beitt sér fyrir því að gera vörninni ókleift að starfa. Lögfræðingur Havels, dr. Josef Danisz, varð að hætta við málið 1. júlí, þegar hann var rekinn úr félagi lögmanna í Prag. Danisz var rekinn vegna þess, að í einni varnarræðu sinni vitnaði hann til hinna illræmdu réttarhalda á 6. áratugnum og vegna þess að hann leyfði sér að láta „chartista" aka sér til dómstóls í bæ úti á landi. Þetta var lélegur fyrirsláttur, þar sem hin raunverulega ástæða var kjarkmikil vörn Danisz í janúar sl. fyrir tals- menn Charter 77, dr. Jaroslav Sabata, sem var tekinn fastur á leiðinni til landamærafundar með tékkneskum og pólskum baráttu- mönnum fyrir mannréttindum. Danisz hefur áfrýjað vegna órétt- mæts brottrekstrar, en þriggja ára málflutningsbann hefur þegar verið lagt á hann. Það hefur nú verið tilkynnt öllum lögmönnum, að það sé vissara fyrir þá að gera það, sem dómarar ríkisins ætlast til af þeim. Yfirvöldin hafa lagt fram lista yfir þá lögmenn, sem „hafa hindrað lagalega málsmeðferð" eða liggja undir grun. Sakborningar hafa eins og sakir standa beðið fjóra franska lögmenn um að verja sig, en búast ekki við leyfi yfirvalda. Þetta þýðir, að verjendurnir verða allir tékkneskir lögmenn, sem þora ekki að sýna yfirvöldunum mótþróa. Meira að segja munu dómstólarnir útnefna nokkra þeirra. Hvort sem sakborningarnir velja sér sjálfir verjendur eða dómstólarnir gera það fyrir þá þurfa þeir að greiða háan málskostnað. Til dæmis má nefna, að sérhver lögfræðileg aðstoð, — þótt hún sé einungis fólgin í því að sitja þegjandi við yfirheyrslur, — kostar 36 kr., en meðallaun eru 2000 kr. á mánuði. Ennfremur er sakborningur látinn greiða 20 kr. á dag fyrir „fæði og húsnæði" á meðan hann er í gæzlu- varðhaldi þrátt fyrir ákvæði tékk- neskra laga um sakleysi sakborn- ings, unz sekt hans hefur verið sönnuð. Hjálpar- sjóður Charter 77 hefur stofnað hjálpar- sjóð og hafa Vesturlönd verið beðin um framlag til þess að standa undir málskostnaðinum. í síðustu viku ákvað nefnd á vegum Verkamanna- flokksins í Bretlandi að styðja „málsvarnarsjóð Charter 77“ fyrir frumkvæði þingmannanna Reg Race og Phillip Whitehead. Þetta er í fyrsta sinn, sem Verkamannaflokk- urinn hefur lýst yfir fullum stuðn- ingi við andófsmenn í Tékkó- slóvakíu. í júní og júlí hafa aðrir „chartist- ar“ og meðlimir VONS gert allt sem í þeirra valdi stendur til að kunn- gera vandamál félaga sinna. Þeir hafa orðið fórnarlömb stöðugra ofsókna og þess, sem verra er. í júníbyrjun var einn af djarfmælt- ustu talsmönnum Charter 77, Cdena Tominova, barinn til óbóta fyrir utan heimili sitt. Eftir það hefur lögreglun „verndað" hana með 24 stunda eftirliti fyrir utan íbúðina. Vopnaðir verðir standa við dyrnar og meina öllum inngöngu. Henni var tilkynnt, að það væri skylda lögregl- unnar að hindra almenning í að fara inn á hættuleg svæði. Jafnvel vinir barna hennar hafa verið stöðvaðir og teknir burtu til yfirheyrslu. Sjálf er Tominova yfirheyrð daglega að heita má. í síðasta mánuði fór eiginmaður hénnar í hungurverkfall til þess að mótmæla þessari ógnun. Undanfarnar vikur hafa synir Ota Bednarova, Jan og Jiri, verið yfir- heyrðir. Sömuleiðis Zina Kocova, Karel Freund, Svatopluk Karasek og margir fleiri. Slíkar yfirheyrslur fara fram samkvæmt reglugerð, sem heimilar lögreglunni að „fara fram á útskýringar". Hún er með stöðugar hótanir og segir að hver sá, sem sé tengdur VONS, verði hand- tekinn eftir þessi réttarhöld og að „neðanjarðargöng Charters til Vest- urlanda" verði eyðilögð. Aðdáunarvert hugrekki Mótmælin halda samt áfram með aðdáunarverðu hugrekki. Skömmu eftir handtökur í maí tilkynnti „Charter" að Jiri Hajek prófessor, fyrrverandi utanríkisráðherra, og dr. Ladislav Hejdanek heimspeking- ur yrðu talsmenn Charter á meðan Dienstbier og.Benda væru í fangelsi. Tólf nýir meðlimir gengu í VONS til að tryggja að „gæzluvarðhald ellefu VONS-meðlima myndi ekki veikja starfsemi VONS“, þrátt fyrir þá yfirvofandi hættu að þeir lentu sjálfir í fangelsi. í júnílok skrifuðu talsmenn Charter Gustav Husak forseta lýðveldisins til að gera grein fyrir því, að VONS hefði ekki farið á bak við lögin; VONS hefði einungis verið fulltrúi fyrir þá, sem teldu sig órétti beitta af hálfu yfirvalda: I staðinn fyrir að ræða þessar mikilvægu og vel grunduðu tillög- ur opinskátt og hreinskilnislega er því lýst yfir af saksóknaranum, að birting þeirra sé glæpsamlegt athæfi... Gagnrýni á fyrirbæri sem brjóta í bága við eða eru ekki í samræmi við borgaraleg réttindi og frelsi landsmanna, á sama hátt og þær breytingar sem stungið hefur verið upp á, getur ekki án alvar- legrar rangfærslu verið álitin vinna gegn þjóðfélaginu. Þvert á móti eru hún saman með það fyrir augum að bæta þjóðfélagið og styrkja borgarana til að öðlast skilning á réttarreglum þjóðfé- lagsins. Þeir hvöttu Husak til að kynna sér sannleiksgildi þeirra ákæra sem nefndin hafði borið fram og buðust til að aðstoða við rannsókn þessara mála svo framarlega sem hinir ákærðu væru fyrst látnir lausir. í s.l. mánuði undirritaði 231 annað mótmælabréf til Husaks og kvartaði yfir handtöku VONS- manna og árásinni á Tominova. Þeir vildu að hann gerði sér ljósar þær hræðilegu staðreyndir, að það væri ekki í fyrsta sinn sem ofbeldisað- ferðir væru notaðar gegn Charter 77. Þegar þeir útskýrðu starfsemi VONS sögðu þeir: Við þekkjum ekkert mannúð- arríki ríki þar sem opinber yfir- lýsing um að styðja stjórnarskrá þess sé álitin tilraun til að kollvarpa kerfinu. Við þekkjum ekkert menningarríki þar sem það er talið vera brot á lögum og viðurkenning fyrir sekt að verja fólk fyrir óréttlátum ofsóknum. Kofinn við bústað Havels Það er mjög erfitt að gera sér grein fyrir lögregluríki Husaks og hinum skuggalegu hliðum þess. Þó hafa tékknesk yfirvöld óbeint orðið til þess, að til er frábær kvikmynd sem lýsir vel stjórn þeirra. Um síðustu jól reisti lögregla kofa andspænis sumarbústað Vaclav Havel. Úr þessum kofa fylgdust þeir með hverri hreyfingu leikritahöf- undarins í sex mánuði. Þegar Havel fór uf að ganga með hundinn sinn fylgdi vopnaður lögregluþjónn fast á eftir. Þegar Havel fór að versla þá fór lögregla líka. Með aðstoð Palach Press sem hefur aðsetur í London voru Havel, lögreglukofinn og varð- lögreglan kvikmynduð. (Kvikmynd- in „Undir eftirliti" var sýnd í BBC mánud. 6. ág. kl. 11.05). Þannig getum við séð leynilega kvikmynd um leynilögreglu að störfum og hlustað á Havel koma með smellnar athugasemdir um það sem er að gerast. Þetta er að vissu leyti frábært pólitískt grín — en myndin breytist þegar maður hefur í huga að Havel á nú í vændum 10 ára fangelsi. Þessi kofi, sem hefur verið hróflað upp fyrir utan heimili leik- ritaskáldsins, er augljóst tákn um nöturlega harðstjórn Husaks. (Þýtt úr New Statesman) MIDGET handsaumavélin seldist upp á auga- bragöi. Næsta sending er á leiöinni. Viö biöjum alla þá, sem eiga óaf- greiddar pantanir, aö hafa biölund. Þeir fá sín- ar vélar svo fljótt sem auðið er og auövitaö á óbreyttu kynningarveröi, kr. 3950 auk póstburöar- gjalds. AKRflR /f Pósthólf 9030 Reykjavík. Nú er tækifærið Haustverðin komin 10% verksmiðjuafslattui Al!(;l.ÝSIN(iASÍMINN KR: 22480 JtterípmbTabib Rpnrn Bo,h°ni DUIIUUj S. 91-21945. HVERS VEGNA SKODA AMIGO? . MZrJ HANN I I sparaksturskeppnum hefur bensíneyðsla SKODA-bifreiða mælst allt niður í 4,8 lítra á 100 km. Eyðslumælingar bifreiða almennt, fá að sjálfsögðu ekki staðist við venjulegar aðstæður, en við getum fullvissað yður um að þær tölur sem við gefum upp fá fullkomlega staðist. Spyrjið nágrannann, því hann á sennilega AMIGO. JÖFUR HF AUÐBREKKU 44-46 - KÓPAVOGI - SÍMI 42600

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.