Morgunblaðið - 12.08.1979, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 12.08.1979, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. ÁGÚST 1979 Umsjón: SIGRUN DAVÍÐSDÓTTIR Nú streymir nýtt grænmeti í búðirnar flestum okkar til óblandinnar ánægju, því auk þess að vera hollt og gott býður það upp á skemmtilega fjöl- breytni í matargerðinni. í þessum þætti ætla ég að fjalla um pottrétt með miklu græn- meti, svona rétt eins og hver vill. Pottréttir eru þægilegur matur. Allt sem þarf að gera er að bæta í pottinn eftir því hvað hvert hráefni á að sjóða lengi. Margar þjóðir hafa fundið upp á að sjóða sér kjöt ásamt grænmeti og kryddi og láta það sjóða lengi. Þetta er hagkvæm eldunaraðferð, því þannig má nýta kjötbita, sem annars eru of seigir til að steikjast. Hæg og löng suða mýkir jafnvel seig- ustu bita og gerir úr þeim lystilegan mat. Þess vegna eru svona réttir mjög víða þjóðar- réttir. Þar má nefna gúllas í Ungverjalandi og Austurríki, en ungverska orðið þýðir reyndar hjarðmaður, svo að orð- ið segir okkur að rétturinn sé upprunninn meðal hirðingja á sléttunum. Frakkar eiga sinn pot-au-feu, sem þýðir einfald- lega pottur yfir eldi. Og svo má segja að við Islendingar eig- um okkar kjötsúpu, því það er skammt yfir í súpuna frá pott- réttinum, og reyndar eru ýmsir svona þjóðarréttir kjöt og svo súpa. Þið getið hæglega útbúið pottrétti ykkar úr því sem ykkur finnst bezt og því sem þið hafið við hendina. Þó er ein meginregla, sem verður að gæta, til þess að ná sem beztum árangri. Hún er einfald- lega sú, að láta réttinn sjóða lengi undir loki við hægan hita og malla, helzt í þykkum potti, t.d. úr pottjárni eða leir, svo að engin hætta sé á, að maturinn brenni við. Það er jafnvel auðveldara að láta pottinn í ofn, t.d. við ca. 100°. Þar er hitinn jafnari og það þarf lítið að passa pottinn. dálitlu rauð- eða hvítvíni, ef mikið er haft við. Vökvinn má fara hátt í að þekja kjötið án þess að fljóta yfir það. Síðan er grænmeti bætt í smátt og smátt, eftir því hvað það þarf mikla suðu. Reyndar finnst mér ekki gera mikið til þó það soðni vel, því þó það missi stinnleikann gefur það soðinu gott bragð og ekkert fer heldur til spillis. Rétturinn er svo látinn malla þar til kjötið er orðið vel meyrt og dottið af jæinunum. Beinabitar eru góð- ír í pottrétti, því kjötmergur- inn er einkar góður og gefur ómissandi bragð og fyllingu í soðið. Hæfileg suða er oftast um 3—4 klst. Ef of mikið soð er í pottinum að þessum tíma loknum, er gott að láta réttinn sjóða án loks við góðan hita um stund, svo að nokkuð af því gufi upp. Það er heillaráð að sjóða mikið í einu og frysta, því pottréttir tapa engu við það. Þó er ekki gott að hafa kartöflur með, því þær verða leiðinlega mjúkar, eða jafnvel detta í sundur við upphitun, þó fólk kippi sér misjafnlega mikið hann t.d. verið gúrkustafir með edikssósu, bragðbættri með góðu frönsku sinnepi og steinselju. Ýmist má blanda þessu saman eða láta gestina fá sér þetta standandi og dýfa stöfunum ofan í sósuna. í eftirrétt er hentugt að hafa t.d. melónu, því við hana þarf ekkert að gera nema skera hana i hæfilega báta, eftir að hafa fjarlægt kjarnann, sem krakk- arnir vilja svo kannski spreyta sig á að sá, eða þurrka og þræða á festi. Þarna er því komin uppistaða i dýrðlega veizlu, þar sem bæði börn og fullorðnir geta notið sín sem allra bezt. Ekki spillir nú fyrir ef veðrið er gott. Nú pottréttur er einnig góður vetr- arréttur, vermandi og ilmandi, þó grænmetið sé þá ekki eins ódýrt. Góða skemmtun! Ég má til með að árétta það enn frekar, að uppskriftin er ekki sízt hugsuð sem ábending fyrir ykkur til að reyna nýjar leiðir, þó hún standi fyllilega fyrir sínu eins og hún er. olía POTTRÉTTUR Moðsuða er íslenzka orðið um langa, hæga suðu, því áður fyrr voru pttarnir teknir af hlóðun- um og grafnir í moð, sem er heyúrgangur. Það einangrar svo vel, að suðan gat haldið áfram í langan tíma. Ég get vel ímyndað mér, að einhverjum krökkum þætti spennandi að fá að sjóða matinn í heyi á þennan hátt. Ef þið hafið nógan tíma, t.d. um helgi, getið þið e.t.v. hjálpað þeim til að upplifa fortíðina á þennan hátt. En gætið þess þá að vel sjóði á pottinum þegar hann er graf- inn. Líklega þarf hann að vera grafinn í um 4—5 klst. Spenn- andi, ekki satt! Meginaðferðin við elda- mennskuna er að hita feiti, láta laukinn, sem er í flestum þessara rétta, gyllast en ekki brúnast, og bæta svo kjötinu í. Það er svo látið brúnast allt um kring eða soðna, þannig að það lokist. Síðan er svolitlu af vatni bætt í eða og jafnvel upp við slíkt. Gætið þess vel að kæla réttinn sem hraðast, t.d. við opinn glugga, ef á að frysta hann. Það gildir um allan soðinn mat, að hann á aö standa sem styzt fyrir frystingu, svo eng- in hætta sé á þvi að nein slæmska taki sér þar bólfestu. Frysting drepur engar bakterí- ur, hún tefur bara fyrir vexti þeirra. Pottréttir eru matur, sem flestum þykir góður, og með þeim er prýðilegt að hafa gott brauð, en annað er óþarft. Á síðustu árum hefur meiri at- hygli beinzt að hvers konar þjóðlegum mat í Frakklandi og víðar, og þar með að hvers kyns pottréttum. Pottréttir hafa verið hafnir til vegs og virðingar, eins og þeir eiga fyllilega skilið, eftir að hafa þótt hálf sveitó um skeið meðal tildurrófa matargerðar- listarinnar. Hver meistara- kokkurinn eftir annan bætir pottréttum á matseðil sinn. Það er tilvalið að hafa góðan pottrétt í matinn, ef þið eigið von á 6—10 manns í mat og eigið nógu víðáttumikinn pott. Maturinn hefur þann kost, að það eru engin hlaup á síðustu mínútum, og það er enginn skaði skeður þó sumir gestanna komi of seint. Ef þið viljið hafa mikið við og hafa forrétt, getur 1 kg kjöt, t.d. nautafram- hryggur, bógur eða ámóta bit- ar, endilega með beini 3 laukar 2 sneiðar af reyktu svína- fleski, það gefur góða seltu 2 hvítlauksrif 2 dl vatn 4 sellerístönglar 2 vænar gulrætur 5 vænir tómatar. 1. Skerið kjötið í bita, ca. 4Í4 cm á stærð. Skerið laukinn í um 8 báta hvern lauk og fleskið í litla bita. Saxið hvítlaukinn. Hitið nú olíu í vænum potti, þannig að hún þeki botninn nokkurn veginn. Setjið laukinn út í heita olíuna og látið þetta malla undir loki, en gætið þess að ekkert brúnist. Steikt- ur laukur eða hvítlaukur gefur rammt bragð, sem skemmir réttinn alveg, svo að ekki má gleyma sér við lauksteiking- una. Bætið nú kjötinu út í, þegar laukurinn er tekinn að mýkjast nokkuð. Kjötið á nú að lokast, svo að hvergi sjáist í rautt kjötið. Hellið síðan vatninu yfir. Ef potturinn er mjög stór þarf e.t.v. heldur meira vatn. Þeg- ar suðan er komin upp, á kjötið að malla í 1 klst. 2. Hreinsið selleríið og gulræturnar, og sneiðið þetta og bætið út í kjötpottinn. Nú á kjötið enn að malla í um 2 'Æ klst., en það er óþarfi að taka tímann með skeiðklukku, svo það er engin ástæða til að vera með áhyggjur. Aðeins þarf að athuga öðru hvoru að nægi- legur vökvi sé í pottinum, svo að ekkert brenni við. Það væri sorglegt, en er eftir því sem eg bezt veit afar sjaldgæft. 3. Þegar um 'Æ klst, er eftir af áætluðum suðutíma, skuluð þið afhýða tómatana með því að setja þá augnablik í sjóðandi vatn og síðan undir kalda kranann. Þá losnar hýðið létti- lega af. Skerið tómatana í báta, hvern tómat í um 6 báta, og bætið út í pottinn. Nú er síðasta skeiðið upprunnið. Nú þarf ekki að sjóða kjötið nema í um hálftíma. En eins og ég nefndi áðan, má það vera lengur, ef einhverjar ytri að- stæður krefjast þess, eins og málvana stjórnmála- og emb- ættismenn eru vanir að orða það. Um leið og þið berið pottinn fram er fallegt að strá yfir hann nýrri, saxaðri stein- selju, og það bætir bragðið enn. Gott brauð, hitað og vafið í skrautlega diskaþurrku, svo hver og einn geti brotið sér bita, er frábært með þessum rétti, ekki sízt til að ná upp soðinu. Ekki spillir fyrir að brauðið sé heimabakað. Verði ykkur hjart- anlega að góðu! Eins og þið sjáið, nota ég ekki krydd í pottréttinn. Ekki svo að skilja, að það spilli fyrir að setja oregano eða timjan í hann um leið og tómatarnir eru settir í. En það er nú svo, að þessi hæga suða á grænmet- inu og kjötinu saman verður til þess, að bragðið verður mikið og gott. Þess vegna nefni ég ekki neitt sérstakt krydd í upp- skriftina, en hér verður hver og einn að dæma fyrir sig. Pipar og salt kýs ég að bera fram alveg sér. Síðan berið þið auðvitað pottinn inn stolt og ánægð, og þá sannfærast allir strax um að hér er eitthvað sérlega gott á ferðum. Það er nefnilega svo, að efist húsráðendur eitthvað um matinn svo gestirnir heyri verða gestirnir strax fyrirfram gagnrýnir, sem þeir voru ekki fyrir. Flestir gestir búast við að fá eitthvað gott og ekkert getur grafið undan þeirri trú, nema efasemdarorð gestgjaf- anna. En auðvitað eiga gest- gjafarnir ekki, að rugla saman ánægju og öryggi yfir matnum og drýgindalátum eða grobbi yfir eigin mat. Látum þetta, nægja um gestgj af asálf ræði / Kaupmenn — verslunarstjórar! / AVEXTIRIÞESSARIVIKU Avextir til afgreiöslu í dag og næstu daga: Appelsínur Bananar Ferskjur Grapealdin Vínber, blá Perur Sítrónur Melónur, gular Ananas Epli, rauö Vatnsmelónur Kókoshnetur Fást í öllum helstu matvöruverzlunum landsins. AVEXTIR ALLA DAGA Eggert Kristjánsson hf. Sundagörðum 4, sími 85300

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.