Morgunblaðið - 12.08.1979, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 12.08.1979, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. ÁGÚST 1979 sLagBfzartOurz Af „Félögunum * og plötunni þeirra ÞÆR ÖKIPTA ábyggilega tug- þúsundum hljómsveitirnar, sem stofnaðar eru á hverju ári í Bretlandi, ef af þeim mikla fjölda ná aðeins örfáar að kom- ast í fremstu víglínu brezkra hljómsveita. Meðal þessara heppnu er hijómsveitin Mem- bers, en hún v: stofnuð árið 1977 og vez nú virðingu með degi hverjum. Hafa sumir geng- ið svo iangt að iíkja henni við hljómsveitina Clash, og það er nú enginn smáheiður. Members var stofnuð sem fyrr segir árið 1977. Stofnandi henn- ar var námsmaður og trygginga- sölumaður að nafni Nicky ^’ssco, en hann er nú aðal- ,gvari hljómsveitarinnar. Adn.,n Lilly- white var trymbill, Gary Baker var gítarleikari, en enginn virð- ist lengur muna eftir nafni bassaieikarans, sem lék með Members fyrstu mánuðina. Nokkru síðar baettist í hópinn annar gítarleikari, Jean Marie Carroll, sem þekktari er undir nafninu JC. JC þessi vann í banka milli þess sem hann lék á gítar og samdi lög. I október sama ár var skipt um bassaleik- ara og við því hljóðfæri tók Chris Payne. Frá þessum tíma er lagið „Fear on the Streets", sem út kom á safnplötu Beggars Banquet, „Streets". í marz í fyrra hafði hljóm- sveitin hljóðritað tvö lög fyrir Stiff-útgáfufyrirtækið, „Solitary Confinement" og „Rat“. Um svipað leyti urðu síðustu manna- breytingarnar í Members, Nigel Bennett kom í stað Gary Bakers. Members léku á þessum tíma nokkrum sinnum á stað er kall- ast Rauða kýrin („Red Cow“) og er í Hammersmithhverfi Lund- únaborgar og þeir voru margir er urðu hrifnir af leik hljóm- sveitarinnar og lögum. Smám saman óx aðdáendahópur Mem- bers og þegar fyrrnefnd tvö lög voru gefin út hjá Stiff vakti hljómsveitin þegar í stað nokkra athygli. í nóvember síðastliðnum skipti hljómsveitin um útgáfu- fyrirtæki og skrifaði undir samning hjá Virgin-fyrirtækinu og hjá því fyrirtæki kom út breiðskífa með Members fyrr á árinu. Breiðskífa þessi ber nafnið „At The Chelsea Nightclub" og þykir gefa góða mynd af hljóm- sveitinni. Á henni eru 11 lög, þar af er eitt, sem einungis er leikið. Meðal laganna er að finna öll þeirra helztu lög og má nefna „Solitary Confinement", „The Sound of the Suburbs" og „Stand up and Spit“. Tónlist Members er náttúru- lega fyrst og fremst rokk í anda hinnar svokölluðu nýbylgju. Þó fyrirfinnast önnur áhrif og eink- anlega eru reggeaáhrifin sterk, sérstaklega í lögum á borð við „Stand up and Spit“. Annars kann tónlist þeirra að virðast hrá og fráhrindandi fyrst í stað, en það er ekki ástæða til að örvænta, hún vinnur sífellt á við hlustun. Undir lokin þegar nærri liggur að hlustandinn þekki hvern tón á plötunni er orðið virkilega gaman að hlusta á tónlistina, þá fyrst nýtur hún sín. SA Hijómsveitin Basil Fursti var stofnuð í júní 1978 aí Michael Clausen (f.25/5 1958) sem leikur á gítar og raddar en hann var áður í hijómsveitunum Gullkorn og Draumsýn, Jóni Karli ólafssyni (f.12/9 1958) sem leikur á hljómborð og raddar en hann var áður í hljómsveitinni Gullkorn, Andra Clausen (f.25/2 1954) sem spilar á kassagítar. syngur og raddar en hann hefur áður verið með hljómsveitunum Small, Andrew, Hljómsveit Guðmundar Sigurjónsson- ar og Meyland, Grling Kristmundssyni (f.9/3 1958) sem ieikur á trommur og var áður með hijómsveitunum Gulikorn og Draumsyn og Birgi Ottósyni sem leikur á bassa og raddar en hann var áður með hljómsveitunum Picalo og Otobus. Seinni hluta sumars 1978 spilaði Basil Fursti vítt og breitt um iandið m.a. á Rauðhettumótinu 78, Höfn í Hornafirði og Víðihlíð svo eitthvað sefnefnt. Veturinn 78—79 var Andri við nám í Engiandi og starfaði hijómsveitin þatmeð öðru sniði og öðru nafni. Þegar Andri sneri heim í júní í sumar fór Basil Fursti aftur af stað með sömu liðskipan að viðbættum Eiríki Haukssyni (f.4/7 1959) sem er nú aðalsöngvari hijómsveitarinnar en hann hefur aður verið í hljómsveitunum Piccalo, Draumsýn, Octobus. Amon Ra og Járnsíðunni. Nú það sem af er sumri hefur Basii Fursti spiiað með íslensku kjötsuþunni í Sindrabæ. Valaskjáif og Festi við góðar undirtektir einnig hafa þeir spiiað í Klúbbnum og verða nú um Verslunarmanna heigina að Félagsheimilinu Borg í Grímsnesi ásamt íslensku kjötsúp- unni og Freeport. Eitt helst markmið hljómsveitarinnar er að spil'a vandaða dansmúsik og einnig hafa þeir áhuga á að spila fyrir yngri kynslóðina þ.e.a.s. unglingana. í byrjun ágúst munu verða tímabundin mannaskipti þ.e. Erling og Jón Karl ætla að taka sér smá frí og mun Jónas sem eitt sinn lék með Fresh sjá um trommuslátt og Kristján óskarsson sjá um hljómborðsieik á meðan, en Kristján var áður í hljómsveitunum Logum frá Vestmannaeyjum. Draumsýn og Octobus. Að lokum má benda á að þarna er efnileg hljómsveit á ferðinni og heyrn er sögu ríkari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.