Morgunblaðið - 12.08.1979, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.08.1979, Blaðsíða 1
48 SIÐUR 183. tbl. 66. árg. SUNNUDAGUR 12. ÁGÚST 1979 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Chrysler: „Margur er knár þótt hann sé smár“ orðatiltækið gæti átt vel við hér þegar Kobbi, sá litli, gerir hér atlögu að Bangsa, þeim stóra. Ljósmynd Mbl. Rax. dyrum Washington, 11. ágúst. AP. Reuter. TALSMAÐUR Chryslerverk- smiðjanna tilkynnti í morgun að fyrirtækið hefði ákveðið að segja upp nokkrum hluta starfsliðs síns til þess að mæta aðsteðjandi fjárhagserfiðleikum, en nefndi ekki fjölda í því sambandi. Hjá fyritækinu starfa nú um 250 þúsund manns, en að mati sérfræðinga er óhjákvæmilegt að um einum fimmta þeirra verði nú sagt upp störfum og þá aðeins ef stjórnvöld koma til móts við fyrirtækið í formi fjárhagsaðstoð- ar. Án hennar verður fyrirtækið að leggja upp laupana. Talsmaðurinn skýrði einnig frá því að fyrirtækið hefði nú neyðst til þess að hætta við áformað samstarf með stjórnvöldum á Taiwan um smíði mikils fjölda flutningabíla þar í landi, vegna skorts á fjármagni við hönnun. — Taiwanstjórn skýrði þá frá því að viðræður yrðu teknar upp við Fordverksmiðjurnar, einn aðal- keppinaut Chrysler um að taka málið að sér. Noregur: Stórátak nauðsynlegt til að tryggja afkomu sjávarútvegs Osló. 11. ágúst, frá Jan Erfk Laure, fréttaritara Mbl. SJÁVARÍJTVEGSNEFND Verkamannaflokksins lýsti því yfir í gær að nauðsynlegt væri að gera stórátak til að tryggja afkomu norsks sjávarútvegs á komandi árum, þar sem útlitið væri mjög dökkt. „Ungfrú Svínka” veldur deilum Ankara. 11. ágúst. AP. Reuter. Tyrknesk yfirvöld hafa nú fyrirskipað sjónvarpinu að hætta þegar í stað sýningum á Prúðuleikurunum og hef ja sýningar ekki fyrr en eftir mánuð þegar mánaðar- langri föstu Múhameðs- trúarmanna lýkur. Ástæðan er sú að ungfrú Svínka á ekki upp á pallborð- ið hjá Múhameðstrúarmönn- um, þeir telja svín vera „óhreinar" skepnur og neyta þeirra aldrei til matar. Talsmaður sjónvarpsins sagði að sýningar yrðu tekn- ar upp þegar eftir föstuna enda nýtu þættirnir fádæma yinsælda hjá áhorfendum. því í dag að a.m.k. 500 manns hefðu fallið í átökunum síðustu viku í Miðbaugs-Guineu, eða frá því að Francisco Macias einræð- isherra var steypt af stóli. Ennfremur sagði útvarpið að Maciis færi nú um landið ásamt um 200 manna lífvarðarsveit sinni og fremdi ýmis konar ódæðisverk, m.a. hefði hann fyrirskipað fjölda- í yfirlýsingu nefndarinnar er þó sterklega kveðið að því að óhjákvæmilegt sé að draga saman seglin og minnka bæði flotann og fækka vinnslustöð- um, þannig að afkastageta stöðvanna nýtist betur. í því sambandi verði miðað við þær tillögur sem liggi fyrir Haf- réttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna (SÞ), en samkvæmt þeim mun þorskafli Norð- manna í Norðurhöfum dragast saman. Óhjákvæmilegt verði að stækka stærð trollmöskva aftökur í heimabæ sínum þar sem hann dvaldi fyrstu dagana eftir að honum var steypt af stóli. Hinir nýju valdhafar skýrðu frá því í morgun að einræðisherrann fyrrverandi hefði á ellefu ára löngum ferli sinum stolið gífurleg- um fjármunum frá ríkinu og komið í erlenda banka. Þeir mundu fara fram á að þessar fjárhæðir yrðu frystar, þar sem þær væru eign landsmanna. og banna veiðar á ýmsum svæðum þegar hlutfall smá- fisks í aflanum fer yfir ákveð- in mörk. í álitsgerð nefndarinnar segir að nauðsynlegt sé að stjórna samdrættinum, og því beri að hefja aðgerðir til að koma í veg fyrir að vinnslu-. stöðvar loki og bátar stöðvist upp úr þurru, eins og hætta , væri á miðað við núverandi ástand. 1 Eyvind Bolle sjávarútvegs- ráðherra sagði í dag að norsk- ur sjávarútvegur stæði frammi fyrir mjög erfiðum ■ tímum, og að árið 1980 yrði erfiðasta ár atvinnuvegarins í langan tíma. Nauðsynlegt yrði að endurskipuleggja veiðar og j vinnslu frá grunni, einkum yrði samræming og samdrátt- ur nauðsynlegur á þeim stöð- um þar sem fjárfest hefði verið um of. „Við gætum hæglega losað sjávarútveginn við allan hans vanda með niðurgreiðslum, en ég efast um réttmæti slíkra aðgerða," sagði Bolle. Fram kom hjá ráðherra að á tímabilinu 1978—1980 yrði um hálfs milljarðs norskra króna samdrátt að ræða í útflutningi sjávarafurða að ræða, en reksturskostnaður ykist hins vegar um 300 millj- ónir króna og þar af leiðandi versnaði afkoma atvinnu- greinarinnar til muna. Einnig hefði óhjákvæmilegur sam- dráttur þorskveiða í Norður- höfum það í för með sér að 2.000 mannár glötuðust í Norður-Noregi á næsta ári. A síðustu misserum hefur oft hlaupið í kekki með sjó- mönnum og stjórnvöldum í Noregi, ekki sízt þar sem stjórnvöld hafa ekki orðið við kröfu sjómanna og lýst yfir 200 mílna efnahagslögsögu við Jan Mayen. OECD-ríkifyrstu sex mánuði ársins: 11,8% hækkun neytendaverðs NEYTENDAVERÐ i ríkjum OECD hækkaði um 11,8% að meðaltali fyrstu sex mánuði þessa árs, miðað við ársgrund- völl, samkvæmt útreikningum sérfræðinga Efnahags- og framfararstofnunar Evrópu, OECD, í París. Meðaltaisverð- bólga í þessum löndum á sama tíma er 7,9%. Verð á matvælum er ekki inni í þessum útreikningum um neyt- endaverð, en hækkun á þeim hefur orðið mun minni á þessu tímabili. Fyrstu þrjá mánuði þessa árs hækkaði neytendaverð um 9% en næstu þrjá um 13,5% og er ástæðan fyrst og fremst talin hækkandi olíuverð í lönd- unum. Af ríkjum innan OECD standa Tyrkir verst að vígi, en verð- bólga var þar um 52,3% fyrstu sex mánuði ársins, sé miðað við ársgrundvöll. í öðru sæti eru svo Islendingar, en þar var verðbólg- an samkvæmt OECD 39,1% fyrstu sex mánuðina á ársgrund- velli. Minnst er verðbólgan í Sviss og Vestur-Þýzkalandi, eða rúm- lega þrjú prósent á hvorum stað. Hún hefur því aukist um 2% í Sviss frá síðasta ári, en stendur nokkurn veginn í stað í Vest- ur-Þýzkalandi. 500 haf a f allið í MiðbaugsGuineu Madríd, 11. ágúst. AP SPÁNSKA útvarpið skýrði frá Uppsagn- ir fyrir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.