Morgunblaðið - 12.08.1979, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 12.08.1979, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. ÁGÚST 1979 Mikil baráttugleði í úrslitaleikjum 5. flokks: Innan úr búningsklefunum heyrast ákveðnar raddir þjálfaranna, „strákar, þið verðið að passa að fylgja boltanum vel eftir, “ „það verður allt að vera pottþétt,u „bara að vera harðir, þá gengur þetta allt,u „þið megið ekkert gefa eftir, munið að þið eruð bestir. “ Við erum stödd inni í Laugardal, en þar fara fram tveir leikir í úrslitakeppni 5. flokks í knattspyrnu. Að sögn fróðra manna er mjög lærdómsríkt að fylgjast með strákunum í5. flokki, þvíþað er eitt það besta sem sést íknattspyrnunni. Strákarnir spila fyrir ánægjuna eingöngu, en eru ekki ennþá búnir að læra brellur og brögð eldri knattspyrnumanna. Það virðist þó ekkert há þeim, því þeir hlaupa á eftir boltanum alveg eins og fagmenn þóttþeir séu ekki nema ellefu og tólf ára og hver veit nema að þarna séu upprennandi landsliðsstjörnuir. Það er Örugglega takmarkið hjá þeim mörgum. Er við mætum á staðinn eru það Þór frá Akureyri og Sindri frá Hornafirði sem eigast við og er augljóst hart barist. Á meðan sitja leikmenn ÍR og 1A tauga- spenntir inni í búningsklefum sínum og hlýða á fyrirmæli þjálf- ara sinna. Eftir nokkra bið fáum við leyfi til að spjalla við fyrirliða liðanna, en aðeins í nokkrar mín- útur, því ekki má koma leikmönn- um úr jafnvægi fyrir svona mik- ilvægan leik. „Ef við töpum vinnum við næsta leik“ Tvístígandi fyrir framan okkur sagði Finnur Pálmason fyrirliði ÍR-inganna að leikurinn legðist ekki vel í sig, því Akurnesingarnir væru svo sterkir. „Við gerum auðvitað okkar besta til að sigra þá, en ef við töpum þessum leik, vinnum við einfaldlega þann næsta. Á því leikur enginn vafi. Ef við vinnum þennan leik komumst við í úrslit, svo það er mikið í húfi fyrir okkur. Ég vona bara að liðið verði í stuði, því þá eigum við að geta unnið þennan leik,“ sagði Finnur og gaut annað slagið augunum í áttina til félaga sinna úr liðinu, því nú eru aðeins nokkrar mínútur þangað til leikurinn á að hefjast. „Þið megið ekkert gefa eftir, munið aðþið eruð bestir” Við höldum þó áfram að tefja Finn og spyrjum hann að því hvenær hann hafi byrjað að leika knattspyrnu. „Ég byrjaði þegar ég var átta ára og hef verið í þessu síðan. Ég stefni jafnvel að því að komast í landsliðið, það gerum við ábyggi- lega flestir. í sumar hef ég verið fyrirliði í liðinu, en það verður að segjast eins og er að þetta er búið að vera nokkuð erfitt mót. Erfið- asti leikurinn var á móti FH-ing- unum sem við unnum eitt núll,“ sagði Finnur í flýti og með það var hann rokinn í áttina til félaga sinna, sem nú notuðu síðustu mínúturnar til að leggja á ráðin Flnnur Pálmason Arnar Svanaaon fyr- fyrirliM iR-lnganna. irllði Akurneoing- anna cfir skallann fyrir leikinn um það, hvernig bera mætti sigur úr býtum í ieiknum. „Við sigrum þennan leik“ Arnar Svansson ellefu ára fyrir- liði Akurnesinganna var ekki í neinum vafa um úrslitin. „Við sigrum þennan leik, á því leikur enginn vafi, því við erum betri en mótherjarnir." Er við spurðum hann að því í hverju fyrirliðahlutverk hans fæl- ist varð hann að vonum undrandi yfir fávisku spyrjandans, en sagði Hlynur Arnðraaon ólafur Hllmaraaon fyrirllðl Slndra frá fyrirliðl Wrs frá Hornaflrðl Akureyrl síðan íbygginn á svip að það væri hann sem gæfi skipanir. „Þegar leikurinn byrjar kynni ég mig fyrir dómaranum og fyrir- liðanum úr hinu liðinu, og í lok hvers leiks sé ég um að safna liðinu mínu saman í hring til þess að hylla andstæðingana." Arnar sagðist nú ætla að sjá til með það hvort hann reyndi að komast í landsliðið, það yrði framtíðin bara að skera úr um. „Mér finnst mjög gaman að spila fótbolta og ætla að halda því áfram. Það er þó alveg ómögulegt að segja til um það, hvort ég næ einhverjum árangri," bætti Arnar við og hver veit nema þetta séu orð verðandi fótboltastjörnu. „Það verður að kunna að taka tapi“ Rétt í þessu er leiknum á milli Sindra og Þórs að ljúka og voru það Þórsararnir sem sigruðu með fimm mörkum gegn tveimur. Það er þó ekki hægt að sjá það á honum Hlyni Arnórssyni fyrirliða Sindra að hann sé leiður yfir ósigrinum og er við spyrjum hann hverju það sæti er svarið: „Það verður að kunna að taka tapi“. „Annars var ég í ágætu stuði í leiknum. Ég er bestur í sólóinu, en ekki góður skallari." Hlynur sagðist ekki eiga neinn mazoa bíll nr. irá Japan Mazda verksmiöjurnar í Hiroshima eru taldar meö tæknilega full- komnustu bílaverksmiöjum í heimi, enda bera Mazda bílar þaö meö sér í hönnun og öllum frágangi. Geriö samanburö. Bílaborg hf. hefur enn einu sinni gert ótrúlega hagstæöa samninga fyrir árið 1980. Árgerð 1980 byrjar að koma í september. Vinsamlegast staðfestið pantanir á | MAZDA 323, MAZDA 626, MAZDA 929 I, I MAZDA RX7 OG MAZDA PICUP BÍLABORG HF. SMIDSHÖFDA 23 símar: 812 64 og 812 99

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.