Morgunblaðið - 12.08.1979, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 12.08.1979, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. ÁGÚST 1979 45 VELVAKANDI % SVARAR í SÍMA 0100K! . 10—11 FRÁ MÁNUDEGI reka borg þar sem í barnlausum hverfum eru til staðar fínir skólar sem ekki eru fullnýttir á meðan verið er að koma upp dýru húsnæði í nýju hverfunum til að gegna þessu sama hlutverki. Það þarf að auðvelda ungu fólki að flytjast í gömul borgarhverfi, — en um leið þarf að búa í haginn fyrir gamalt fólk sem kýs að losa sínar stóru íbúðir og flytjast í íbúðir við sitt hæfi. Þetta er ekki bara spurning um að gera þessu fólki vel heldur er þarna einnig um að ræða hag samfélagsins. Ég hef trú á því, að margt gamalt fólk kjósi að losna við sínar stóru íbúðir, sem þarnast mikils viðhalds og þrifnaðar, sem það er ekki fært um að annast sjálft sem skyldi. En þessu fólki vex skiljanlega í augum að leggja út í myrkviði íbúðasölu og íbúða- kaupa. Fólk sem er komið af léttasta skeiði, veigrar sér við að leggja út í þau umsvif. Það þarf að sjá til þess að þegar roskið fólk selur íbúð sína í gömlu hverfi að þá geti það gengið inn í íbúð við sitt hæfi án þess að steypa sér út í fjárhagslegar skuldbindingar eða óþægindi. Ef svo væri á málum haldið trúi að margt eldra fólk kysi að flutjast úr sínum íbúðum til að lifa betra lífi í íbúðum sem því henta. • Ungt fólk og gamlar íbúðir En þetta er ekki nóg. Samhliða verður að gefa ungu fólki kost á að eingnast þær íbúðir sem losna í gömlum bæjarhverf- um. Það á að auka fyrirgreiðslu til ungs fólks sem vill eignast íbúðir í gömlum bæjarhlutum. Það eru ekki óskráð lög að við ákveðinn aldur fari fólk einn góðan dag upp í Breiðholt að skoða lóð og komi ekki aftur í bæinn nema til þess að vinna. Allar tískustefnur í dag ýta undir þá ósk margra meðal ungu kynslóðarinnar að eignast gamla íbúð — íbúð með sál. Hvers vegna ganga yfirvöld ekki á lagið og hrinda af stað þessari atburðarás sem hér hefur verið lýst. Það mundi vera gæfusðor og verða til þess að gefa sumum bæjarhverf- um nýtt líf og um leið búa mörg- um einstaklingum betra líf. Það þarf bara að hjálpa þessu fólki af stað, hvort sem það er ungt eða gamalt. — Þorsteinn. EF ÞAÐ ER FRÉTTNÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í MORGUNBLAÐINU ><3> u'ua'sim; \ SIMINN KK: 22480 Tími ferðalaga Bjartasti tími sumarsins er að hverfa. Nætur lengjast smám saman. Sólin hnígur til viðar fyrr á kvöldin. Lágnættið er ekki leng- ur albjart. Enn er þó sumar. Sól er enn hátt á lofti og hlýindi með besta móti, enda gróður allur í fullum skrúða, hvort heldur á ræktuðu landi eða órætkuðu. Við getum því glaðst yfir gjafmildi náttúrunnar og yfir hlýindunum, sem gera okkur kieift að ferðast um land okkar og njóta allrar þeirrar fegurðar, sem það hefur að bjóða. Ættu þeir sem hyggja á sólar- landaferðir að minnast þess að á íslandi er náttúrufegurð önnur og sérstæðari en í flestum öðrum löndum. Fyrst og fremst skyldu menn kynna sér eigið land og njóta fegurðar þess, áður en önnur lönd eru skoðuð. Hér er svo ótal- margt, sem vert er að skoða. Og nú má heita auðvelt að ferðast um byggðir og óbyggðir lands okkar, hjá því sem áður var. Nógir eru ferðamöguleikarnir, bæði á einka- bifreiðum og í hópferðum. Margir eru þeir sem fara lang- ferðir á eigin bílum, jafnvel hring- ferð um landið og er það vel. Ávallt er margt að sjá og skoða á slíkum ferðum. En mörgum hætt- ir til að ætla sér allt of skamman tíma til slíkra ferða. Dagleiðir verða þá of langar og fólkið kemur heim dauðuppgefið eftir slík ferðalög. Og hið versta er að ekki er hægt að njóta slíkra hraðferða eins og vera ætti. Auk þess verður fátt séð og fátt skoðað að gagni með slíkum ferðamáta. Þá væri betra að fara styttra en ætla sér þeim mun betri tíma til að skoða landið og til hvíldar. I.A. HÖGNI HREKKVÍSI „ me rtJöLA&ezrr'O Attff: 83? SlöGA V/öGÁ « áiLVERAK 'dó BVT Vl£t) VOáHNAW Wvstití W V/$Yl0fc Víri' ^IL WMoNMtf LVo alQeil\\ SO^A'bMLt&' Bílasala — Meðeigandi — Bílasala Traust bílasala meö gott inni- og útisýningarsvæöi óskar eftir meöeiganda. Miklir möguleikar fyrir réttan aöila. Tilboö sendist augl.deild Mbl. fyrir 18. ágúst n.k. merkt: „Bílasala — 183“. Luxor Frábært litsjón- varpstæki fyrir aðeins kr. 535.000 Luxor Tryggið ykkur gott tæki fyrir hagstætt verð strax í dag. 22“ tækiö er eitt besta tækiö sem sænsku Luxor verksmiðjurnar hafa framleitt. Tækiö er fáanlegt í hnotu, rósaviö, hvítt eöa svart og er á stálhjólastelli. hljomdEILD (Sl® karnabær p Laugavegi 66, 1 . hæð Simi frá skiptiborði 28155 EF ÞAÐ ER FRETT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU AUGLYSINGA- SÍMINN F.R: 22480 m AXkHT átilK 4) ÁííÁ) M4 •UL1I WR/£, 'fyoWSuiV WFR)0 ^ a «ir ý() w 44 fKK/

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.