Morgunblaðið - 12.08.1979, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 12.08.1979, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. ÁGÚST 1979 7 Umsjónarmaóur Gísli Jónsson Fyrr í þessum þætti hefur verið fjallað um aðfinnslu- verða notkun þolmyndar og í framhaldi af því hringdi til mín Skúli Jónasson á Akur- eyri og las fyrir mig úr Morgunblaðinu 2. ágúst síðast liðinn þessa klausu: „Hann var sóttur í sjúkra- flugvél í um 4400 metra hæð, en þar var hann orðinn gjör- samlega meðvitundarlaus og þurfti að gefa honum súr- efni. Honum var síðan flogið (auðk. hér) alla leið til Ánhcorage...” Okkur Skúla þótti lýsingin á heilsufari mannsins ekki koma heim og saman við það, að hægt væri að fljúga honum þessa löngu leið. En að þessu gamni slepptu er kjarni málsins sá, að sögnina að fljúga þykir ekki rétt að nota um farþega- flutninga á sama hátt og t.d. sögnina að aka. Menn aka sjúklingi á sjúkrahús en fljúga honum ekki þangað, heldur t.d. með hann. Frægasti draugur íslenskra bókmennta er lík- lega Glámur í Grettis sögu, og nú hef ég verið spurður þess, hvað Glámur eiginlega þýði. Svo skrýtið sem það kann að virðast, fæ ég ekki betur séð en frummerking sé eitthvað í tengslum við birtu, sbr. t.d. glampi. glenna og glans, nema ég gerist nú heldur glámskyggn. En hyggjum aðeins betur að þessu í alvöru. Glámur kemur að vísu fyrir meðal fornra jötuns- heita, en einnig er það heiti á mánanum, og margt annað bendir til þess að nafnið hafi einmitt táknað hinn bjarti. Kvenkynsnafnorðið gláma merkir m.a. glampi eða skin, og þar að auki er það haft um skyrhvítan jökulskallann. Enn liggur eitthvað á glámbekk, ef það er fyrir allra augum, þar sem svo er bjart að allir geta séð það. Glámsýni er einhvers konar missýning, líklega þess kon- ar, að til komin sé vegna óhagstæðra birtuskilyrða. Svipað orð í svipaðri merk- ingu, glámlýsi, er til í færeysku, og margt annað úr erlendum málum mætti tína til því til sönnunar að glám- ur hafi markt hinn bjarti, og er þetta þá eitt af mörgum dæmum þess hversu örlög orðanna eru undarleg. Hest- ur með stóra hvíta blesu í enni nefndist glámóttur eða glámblesóttur og hlaut oft eiginnafnið af því. Ungum var mér kennd þessi hring- henda: Mesta gull í myrkri og ám, mjúkt á lullar grundum. Einatt suliast eg i Glám »K er hálf-fullur stundum. í þessari vísu var enginn hortittur, en það orð er haft í óeiginlegri merkingu um ýmiss konar smekkleysur í máli, einkum kveðskap. Strangt tekið merkir það þó aðeins eyðufylling, merk- ingarlaus eða merkingarlítil málalenging, í bundnu máli til þess að fylla út braglínu eða vísu. Sannað hefur verið 13. Þáttur með mörgum dæmum að önnur braglína ferskeytlu er oft einn saman hortittur, og til þess að sýna mönnum hvernig færa mætti hortitt- inn þaðan, og t.d. lokabrag- línuna kenndi Rósberg Guðna- son Snædal mér þessa hring- hendu eftir sig: Fram ég strekki og f jallið klýf fyrir blekking eina. Það er brekka. þetta lff, því er ekki að leyna. I gömlum rímum og döns- um úði og grúði af hortittum, enda fer ég stundum með þetta dót mér og öðrum til hugarléttis, ef eitthvað mis- þóknast í sældatextagerð nú- tímans. En hortittirnir koma víðar fyrir í máli manna en kveð- skapnum, bæði fyrr og síðar. Þeir vaða uppi í daglegu tali og eru mjög áberandi í við- tölum sem heyra má í út- varpi og sjónvarpi. Miklar tískusveiflur eru í vali hor- titta í óbundnu máli, en nefna má hérna, þarna, sko, alltsvo, sem sagt og ég meina, og er hið síðasta nú mjög algengt fyrir áhrif frá ensku. Ekki verður tal manna áheyrilegra né áhrifameira við ofnotkun eða klifun þess- ara orða. Kristján Níels Júlíus Jónsson (K.N., Káinn) hefur kannski verið svolítið á undan tímanum, eins og sagt er, þegar hann orti þessa hringhendu: Það sem ég meina, sérðu, sko, vera ekki að neinu rugli. Bara að reyna að drepa tvo steina með einum fugli. Fákur— Hollandsferð Farseölar á Evrópuferö í Hollandi veröa tilbúnir á skrifstofunni á miövikudagsmorgun. Vinsamlega hafiö samband viö skrifstofuna vegna gjaldeyrisum- sókna ofl. 4—6 pláss laus í hina fjölbreyttu hópferö fyrir og eftir mótiö. Fákur TOYOTA LYFTARAR aæðaflokki Hvers vegna eru TOYOTA LYFTARAR þeir mest seldu í heimi? Vegna: — Gæða og styrkleika. — Urvals í stærðum frá 500 kg. til 25 tonna. — Drifnir fyrir Diesel - Bensín - Gasi eða rafmagni. — Hjól loftfyllt eða gúmmí, einföld eða tvöföld. — Og verðið er betra en áður hefur þekkst. Gæði Toyota þekkja allir. ©TOYOTA NÝBÝLAVEGI8 KÓPAVOGI SÍMI44144 OKEYPIS bama&fjölskyldu Ijósmyndir AUSTURSTRÆTI6SÍMI12644 Viö bjóöum meö öllum okkar myndatökum ókeypis litmynd í sams konar stærö og stúlkan heldur á, stæröinni 28x36 cm. Hægt er aö fá myndina upplímda á striga eöa á tréplatta aö viöbættum kostnaöi. Fjölbreytt úrval myndaramma. PIONEER hljómtæki í bílnum skila gæöa hljómburöi Eigum nú mikið úrval af Cð PIONEEIT kassettutækjum, útvörpum með innbyggðum kassettutækjum, hátölurum og mögnurum. Utvarp með kassettutæki verð frá kr. 117.600 PIOMEER í bílinn — þaö besta sem völ er á.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.