Morgunblaðið - 11.10.1979, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 11.10.1979, Qupperneq 1
48 SÍÐUR 223. tbl. 66. árg. FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 1979 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Flytja fanga frá Moskvu London, 10. október. AP. SOVÉZK yfirvöld eru um þessar mundir aö flytja pólitíska fanga frá fangelsum og geðveikrahael- um í Moskvu til búða fjarri Moskvu í þeim tilgangi að koma í veg fyrir öll hugsanleg samskipti fanganna, bein eða óbein, við erlenda gesti er koma til Moskvu vegna Ólympíuleikanna á næsta ári, að þvi er samtökin Amnesty International héldu fram í dag. I opnu bréfi, sem samtökin sendu Leonid Brezhnev, forseta Sovétríkjanna, og birta á bls. 10 í Morgunblaðinu í dag og fjölmiðl- um víða um heim, sagði einnig, að sovézk stjórnvöld hefðu ákveðið að framlengja varðhald fjölda fanga af sömu ástæðum. Þá hefði ýmsum hópum trúaðra verið hótað fjöldabrottflutningi frá Moskvu meðan á leikjunum stæði. Amnesty-samtökin kröfðust þess af Brezhnev í bréfinu, að öllum samvizkuföngum í Sov- étríkjunum yrðu þegar í stað gefnar upp sakir og að fangar yrðu ekki beittir sálrænum þvingunum í pólitískum tilgangi. ALÞINGI, 101. löggjafarþing íslendinga, var sett í gær við hátíðlega athöfn af forseta íslands, herra Kristjáni Eldjárn. A myndinni setur forsetinn þingið. —Ljósm.: Kristján. Ný aðgerð gegn gláku Los Angeles. 10. október. AP. TILRAUNIR með nýjar aðferð- ir við lækningu gegn vissri tegund af gláku hafa gefið góðan árangur í Bandaríkjun- um. Örlitlum plasthlut hefur verið komið fyrir í augum sjúkl- inga. sem þjáðst hafa af „neo- vascular“ gláku, en mjög erfitt er að vinna bug á slikum sjúkdómi með skurðaðgerð og leiðir hann oft til blindu. Að sögn dr. Theodore Krupin við Washington-læknaháskólann í St. Louis hefur þessi aðferð verið reynd á 40 sjúklingum og náðist góður árangur í 27 þessara tilfella. Arangur næst yfirleitt í fimm af hundraði tilfella, þegar venjulegri skurðaðgerð er beitt. Dr. Krupin lét þess einnig getið að beita mætti þessari aðferð, sem þróuð hefði verið í St. Louis, gegn öðrum tegundum af gláku. Fram kom einnig að í þeim tilfellum, sem hin nýja aðferð leiddi ekki til lækningar, hafði hún ekki heldur nein skaðleg áhrif á augað. Hungurdauði bíður milljóna í Kambódíu Bangkok, 10. október. AP.^ HEILBRIGÐISRÁÐHERRA Kambódíu viöurkenndi í dag að meira en helmingur þjóðarinnar ætti hungurdauða yfir höfði sér á næstunni. Hins vegar sakaði ráðherrann, Chea Sim, alþjóðlegar hjálparstofnanir um pólitíska íhlutun í innanríkismál í Kambódíu og sagði að slíkt yrði ekki þolað. Ummæli ráðherrans staðfesta það mat alþjóð- legra hjálparstofnana að 2—3 milljónir manna eigi á hættu að svelta í hel ef ekki verður gripið til skjótra Castro ávarpar alls- herjarþingið á morgun New York, 10. október. AP. Reuter. FIDEL Castro forseti Kúbu er væntanlegur til Bandaríkjanna á morgun og mun hann ávarpa allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna á föstudag. Castro hefur ekki komið til Bandaríkjanna frá því hann ávarpaði allsherjarþingið siðast, árið 1960, en þá flutti hann lengstu ræðu, sem enn hefur verið flutt hjá S.Þ. og talaði í fjóra og háifan tíma. gengu í fundarsal allsherjarþings- ins. Ekki hefur verið upplýst hve lengi Castro verður í New York. Geysimiklar varúðarráðstafanir hafa verið gerðar í Bandaríkjun- um vegna komu Castros og hafa fjölmargir kúbanskir leyniþjón- ustu- og öryggisgæzlumenn komið til New York til þess að undirbúa heimsóknina í samvinnu við bandaríska starfsbræður sína. Nokkrar morðhótanir hafa borizt vegna komu Castros og af þeim sökum hefur verið ákveðið að loka byggingum S.Þ. fyrir almenningi á föstudag. Kúbanir búsettir í Bandaríkjun- um hafa ákveðið að efna til mótmælafundar vegna komu Castros í New York á morgun, en hópar hliðhollir Castro hafa einn- ig í hyggju að funda. Castro gengur gjarnan um vopnaður og síðast þegar hann kom til Sameinuðu þjóðanna ásamt Che Guevara, aðstoðar- manni sínum, þurfti fortölur til að fá þá til að skilja skammbyssur sínar eftir í fatahengi áður en þeir aðgerða til að bæta úr fæðuskortinum í landinu. Nú er talið að fjórar millj- ónir manna búi í Kambód- íu, en fjölda Kambódíu- manna var, eins og kunn- ugt er, komið fyrir kattar- nef á valdatíma Pol Pots og Rauðu khmeranna. Chea Sim heilbrigðisráð- herra fordæmdi harðlega áform hjálparstofnana um að flytja matvæli til þeirra svæða í Kambódíu, sem eru á valdi Rauðu khmeranna og sagði að öll matvæla- aðstoð við Kambódíu yrði að fara um hendur stjórn- arinnar í Phnom Penh. Þáði Giscard dem- anta af Bokassa? Paris, 10. október. AP. Reuter. FRANSKI sósíalistaflokkurinn helur krafizt rannsóknar i þinginu á atvikum þeim. sem ollu þvi, að stjórn landsins beitti sér fyrir falli Bokassas keisara í Miðafríkukeisaradæminu í september sl. Birzt hafa fréttir í frönskum blöðum þess efnis, að Giscard d’Estaing forseti landsins hafi á árinu 1973, þá fjármálaráðherra, þegið demanta að gjöf frá Bokassa. í sömu fréttum segir, að fjöl- skyldumeðlimir Giscards og ýmsir háttsettir embættismenn hafi einnig þegið slíkar gjafir af Bok- assa. Verðmæti þessara demanta er talið nema tugum milljóna íslenzkra króna. Vill sósíalista- flokkurinn að rannsakað verði til hlítar, hvort nokkurt samband geti verið milli þessa máls og byltingarinnar í Miðafríkukeis- aradæminu. Rændu Rússar pólitískum flóttamanni í V-Þýzkalandi? Karlsruhc. 10. október. Rcuter. DÓMSMALAYFIRVÖLD í Vestur-Þýzkalandi sögðust i dag hafa rökstuddan grun um að leyniþjónusta Sovétríkjanna hefði rænt sovézkum íþrótta- manni, sem í ágúst leitaði hælis i V-Þýzkalandi sem pólitiskur flóttamaður. Maður þessi, Vla- das Shessiunas, sem vann gull- verðlaun í róðri fyrir Sovétrík- in á Ólympíuleikunum í Miln- chen 1972 leitaði á náðir v-þýzkra yfirvalda á meðan heimsmeistarakeppnin i róðri stóð yfir í V-Þýzkalandi í sumar. Um það bil mánuði síðar hvarf Shessiunas sporlaust og hefur ekkert til hans spurzt siðan. Saksóknarinn í Karlsruhe, Kurt Rebmann, sagði á fundi með fréttamönnum í dag, að hann hefði hafið rannsókn á hvarfi Shessiunasar, en ýmislegt benti til þess að sovézka leyni- þjónustan hefði rænt honum og fært hann nauðugan viljugan úr landi. Shessiunas er 39 ára gamall og upprunninn í Lithaugalandi. Hann sást síðast á ferli 13. september sl. fyrir utan skóla þann þar sem hann stundaði þýzkunám.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.