Morgunblaðið - 11.10.1979, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.10.1979, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. ÖKTt IÉR 1979 Mengunarvarnir gegn hættulegu ryki í Kísilidjunni „ÞAÐ IIEFUR komið í ljós við mælingar hér að mennunin af völdum ryks í vinnslunni er of mikil og því hætta á að starfs- menn kunni að fá lungnasjúk- dóminn silicosis. Engir hafa þó veikzt ok við munum bregða snarlega við til að bægja hætt- unni frá,“ sagði Vésteinn Guð- mundsson framkvæmdastjóri Kísiliðjunnar í samtaii við Mbl. i garkvöldi. „Starfsmenn hér eru skoðaðir árlega af læknum, m.a. með rönt- gentækjum og hafa engin merki veikinnar komið fram. En þetta getur leynt á sér og við erum nú að ræða hvernig við bregðumst við þessu. Það verður allt gert sem hægt er til þess að hefta rykið og áfram verður fylgst með þessu á vettvangi rannsókna." Vésteinn taldi ljóst að kostn- aður við rykvarnirnar yrði á milljónagráðunni. Tekur yfírkennarinn við skólastjóminni? SKÓLANEFND Grinda- víkur úskaði eftir því í gær við Gunnlaug Dan Ólafss- on yfirkennara, að hann tæki að sér skólastjórn út þetta skólaár. Gunnlaugur hefur fyrir sitt leyti fallist tilmæli. Fund (Ljósm.: Kristján) Vestur-þýzki tenórsöngvarinn Hermann Prey syngur á fyrstu reglulegu sinfóniuhljómleikum á þessum vetri, en þeir verða í kvöld í Háskólabiói. Myndin hér að ofan var tekin við upptöku í útvarpssal skömmu eftir að Prey kom til landsins i gærdag, en það er Agnes Löve, sem situr við hljóðfærið, og franski hljómsveitarstjórinn Jean-Pierre Jacquillat, sem er á miðri mynd. skólanefndar í gær sat einnig fræðslustjóri og gengur hann í dag á fund menntamálaráðherra. A fundi skólaneíndarinnar klukkan 14 í dag mun hann væntanlega skýra frá lyktun mála. Bókun skólanefndar í Grindavík frá því í gær er svohljóðandi: „Skólanefnd er sammála um að óska eftir því við settan yfirkenn- ara, Gunnlaug Dan Ólafsson, að hann taki að sér skólastjórn út skólaárið. Jafnframt samþykkir skólanefnd að óska eftir því, að staðan verði auglýst með löglegum fyrirvara í vor. Gunnlaugur Dan Olafsson kom á fundinn og féllst á tilmæli skólanefndar. Skólanefnd felur fræðslustjóra að koma sam- þykktinni á framfæri við mennta- málaráðherra." BM Vallá: Stóraukinn útflutn- ingur á Hekluvikri „Útflutningsverðmæti þeirra 26 þúsund tonna af Hekluvikri sem við flytj- um út á þessu ári er um 400 milljónir króna,“ sagði Víglundur Þor- steinsson forstjóri BM Vallá, en fyrirtækið flytur út vikur úr Hekluhafinu svokallaða sem er austan Búrfells á milli gamla Þjórsárfarvegarins og Bjarnalækjarskurðar. Þá kveðst Víglundur reikna með að þessi útflutningur myndi aukast mjög á næsta ári eða um 60%. Búið er að skipa út 20 þús. lestum, en vikrinum er ekið til Reykjavíkur um borð í skip þar. Efnið er flutt út til Danmerkur, Svíþjóðar og Noregs og er aðallega notað í framleiðslu á skorsteina- einangrun. Gunnlaugur Dan Ólafsson hefur fallist á að taka að sér skóla- stjórn i Grindavík út skólaárið. Ljóslaus vörubíll á ljósastaur LJÓSLAUS vörubifreið á fullri ferð vakti athygli lögregluþjóna í Hafnarfirði í gærkvöldi og veitti lög- reglan vörubílnum eftirför, en áður en lögreglubíllinn komst að vörubílnum ók sá ljóslausi á ljósastaur með þeim afleiðingum að tengi- kassi skemmdist og fór rafmagn af hverfinu um stund; Ökumenn vöru- bílsins voru af yngri gráð- unni, 14 og 15 ára gamlir. Nýr gufuhver á „bráð- lifandi Kröflusvæði” „ÞAÐ er Ijóst að Kröflusvæðið er bráðlifandi og hvenær sem er á næstu vikum tel ég að geti dregið til tiðinda þar,“ sagði Eysteinn Tryggvason jarðfræð- ingur í samtali við Mbl. í gærkvöldi. Nefndi hann sem dæmi að fyrir nokkrum vikum hefði mjög öflugur gufuhver komið fram i suðurhlíðum Kröflu um 1 km austan við borholurnar. „Þetta þýðir að- eins að aukinn hiti er á svæð- inu,“ sagði Eysteinn, „en þarna bar áður mjög lítið á gufu. Nú er þar einn mesti gufuhverinn.“ Menntaskólinn á Egils- stöðum vígður á sunnudag skólanum sem stefna að öðru en stúdentsprófi og má t.d. nefna bóklegan kjarna iðnnáms, leið- beinendanám í íþróttum o.fí. Möt- uneyti er rekið í skólanum fyrir heimavistarnemendur og þá sem búa á öðrum stöðum í bænum. MENNTASKÓLINN á Egils- stöðum verður vígður n.k. sunnu- dag og hefst athöfnin kl. 14 i Egilsstaðakirkju. Síðan verður athöfn í skólanum og verður gestum boðið að þiggja kaffiveit- ingar og skoða skólann. Nemendur verða 99 í vetur og eru flestir eða um % af Austur- landi. Starfar skólinn eftir sam- ræmdu eininga- og áfangakerfi fjölbrautaskólanna. Stefnt er að útskrift fyrstu stúdentanna vorið 1981 á viðskipta-, mála-, uppeldis- og náttúrufræðibrautum. Auk þess stunda nemendur nám í Þjóðartekjur jukust um 15,8% árið 1971 en munu væntanlega lækka um 0,8% á þessu ári VIÐ athugun á þjóðarframleiðslu landsmanna á þessum áratug kemur i ljós að hún jókst mest á arúnum 1970—1971 og svo er einnig um þjóðartekjur á mann. Þjóðarframleiðsla jókst um 8,0% 1970 og 12,8% 1971 á sama tíma og þjóðartekjur jukust uin 12,4% I> jóf ur í Paradís aftur fyrir útvarpsráð Undirskriftalistar gegn lestri sögunnar MORGUNBLAÐIÐ innti ólaf R. Einarsson formann útvarps- ráðs eftir því í gær hvort til stæði að taka til endurskoðunar í útvarpsráði hvort flytja ætti í útvarpinu sögu Indriða G. Þorsteinssonar, Þjófur í Paradís, en lögbann var á sínum tíma lagt á lesturinn og þegar því var aflétt var ákveðið að flytja söguna og hefur Indriði lesið hana inn á band i 6 köflum og flutnings. er hún tilbúin til ólafur kvað rétt vera að akvörðunin yrði tekin til umræðu á ný þar sem útvarps- ráði hefði borist mikill undir- skriftalisti þar sem farið væri fram á að fella niður lestur sögunnar „af tiliitssemi við aðstandendur sögupersóna“, en Ólafur kvað 200—300 manns víðs vegar að af landinu hafa undirritað listann. Sagan var komin á dagskrá 15. okt. s.l. en hefur verið frestað þar til út- varpsráð hefur fjallað um málið á ný. Kvaðst ölafur hafa beðið með það að taka málið fyrir þar til allir aðalmenn i útvarpsráði yrðu mættir og verður það væntanlega tekið fyrir 20. októ- ber þegar fjallað verður um dagskrá nóvembermánaðar. og 15,8 Síðar fer ástandið stöðugt versnandi fram til ársins 1975 þegar þjóðarframleiðslan minnk- aði um 2,0% og þjóðartekjur um 5,8%. Nokkur bati verður á árun- um 1976—1978 þegar þjóðarfram- leiðslan eykst úr 2,6% í 4,2% og þjóðartekjur aukast um 4,2% 1978. Samkvæmt spám má svo gera ráð fyrir því að þjóðarfram- leiðslan aukist um 2,5% á þessu ári á sama tíma og þjóðartekjur lækki um 0,8% og vega þar olíuhækkanirnar þyngst. Þjóðarframleiðsla og þjóðartekjur 1970—1979 Þjóðartekjur 1970 1971 1972 1973 1974 1975 1976 1977 1978 1979 áætlun 8,0%+ 12,4%+ 12,8%+ 15,8% + 5,7%+ 5,4%+ 7,7%+ 11,6%+ 3,5%+ 1,1% + 2,0%+ 5,8%+ 2,6%+ 6,0% + 6,0%+ 9,0%+ 4,2%+ 4,2% + 2,5%+ 0,8%+ Arnarflug leigir Twin Otter-vél ARNARFLUG hefur tekið á leigu Twin Otter flugvél frá Flugfélagi Norður- lands í þrjá mánuði frá 1. nóvember n.k. Mögulegt verður að framlengja leig- una í aðra þrjá mánuði. I frétt frá Arnarflugi segir að félagið hafi hafið innanlandsflug- ið með vélum af Islander og Cessna gerðum, en ljóst sé að vegna síaukinna flutninga og fjölgunar farþega verði að auka flugkostinn. Þá eru fulltrúar frá Arnarflugi nú í Bandaríkjunum og Kanada til að skoða vélar, sem félaginu stendur til boða að kaupa eða leigja, en helst eru taldar koma til greina vélar af gerðunum Twin Otter, Skyvan, Nomad og Cessna Titan. Verður reynt að gera út um þessi flugvélamál á næstu vikum. ___ Reyðarfjörður: 26 á kafi í loðmmni Reyðaríirði, 10. okt. Síldarverksmiðjan hér hóf vinnslu á loðnu 23. sept. Búið er að bræða um 5000 tonn, en 26 manns vinna á tvískiptum vökt- um. Allt er fullt hér og ekki hægt að taka á móti loðnu fyrr en um hele‘- - Gréta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.