Morgunblaðið - 11.10.1979, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 11.10.1979, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 1979 GUATEMALA: Alþjóðasamtökin Amnesty Int- ernational beina um þessar mundir athygli heimsbyggðarinnar að stórfelldum mannréttindabrotum í Mið Ameríkuríkinu Guatemala. í því skyni hefur verið dreginn saman mikill fróöleikur um þau og sendur landsdeildum samtakanna í skýrslu. íslandsdeild Amnesty International hefur gert eftir- greindan útdrátt þeirrar skýrslu. Hinn 29. maí 1978 voru rúmlega hundrað Indíánar drepnir í bænum Panzos Alta í Verapaz í norður- hluta Guatemala. Indíánarnir höföu komiö til borgarinnar til þess aö tryggja rétt sinn til lands, sem forfeöur þeirra höfðu nytjaö í margar aldir, en mættu engu fyrir nema skothríð stjórnarhermanna. Fyrir því eru öruggar heimildir, að Indíánarnir hafi ekki beitt ofbeldi svo sem talsmenn hersins hafa fullyrt. Er sannaö aö herinn hóf skothríö sem ekki lauk fyrr en Indíánarnir voru allir fallnir í valinn. Þessi fjöldamorð voru upphaf einhverra blóöugustu átaka og illræmdustu kúgunar, sem um get- ur í sögu þjóðarinnar í Guatemala. Amnesty International hefur aflað sér öruggrar vitneskju um mörg af þeim mannréttindabrotum, sem framin hafa veriö í landinu á árinu sem leið frá fjöldamorðunum í Panzos 29. maí 1978 til jafnlengd- ar í ár, 29. maí 1979. Hafa alþjóðasamtökin gert um þau yfir- lit, sem nefnd hefur verið „Mann- réttindaáriö í Guatemala — Daga- tal ofbeldi8“. Þar er aö finna samsafn upplýsinga um mannrétt- indabrot, —handtökur, pyntingar, mannrán, mannshvörf og morð. Fórnarlömbin hafa verið úr hinum ýmsu kirkjudeildum, úr verkalýðs- félögum, úr hópum fátæks sveita- fólks, Indíána, stjórnmálamanna, lögfræöinga, blaöamanna og há- skólamanna. Geigvænlegustu mannréttinda- brotin hafa oftast verið framin af hinum svonefndu aftökusveitum. Þær voru upphafiega stofnaðar til aöstoöar hernum við útrýmingu skæruliöa áriö 1960. Eftir aö því var lokiö héldu þær áfram störfum og tóku þá til við aö bæla niöur allar frelsishreyfingar. Urðu þær beitt vopn í höndum auöjöfra og valdstjórnarmanna. Á tímabili „dagatals og ofbeldis- ins“ hefur önnur dauðasveit, sem nefnir sig „her andkommúnista" einnig látiö mjög aö sér kveða. í opinberri yfirlýsingu, sem hún birti 18. október 1978 lagöi hún fram lista yfir 38 manns, sem hún kvaðst hafa yfirheyrt og dæmt til dauöa. í þeim hópi voru blaða- menn, verzlunarmenn, stúdentar og starfsmenn kirkjudeilda. Síðar hafa þessi samtök birt lista yfir menn, sem þau telja háskalega og hafa sumir þeirra veriö myrtir. En ofbeldimenn í Guatemala hafa ekki einskorðað athafnir sínar við þá, sem skrár hafa verið birtar um að væru dauöa vígðir. Daglega birta blöö I Guatemala frásagnir um að lík hafi fundizt. Á því tímabili, sem hér um ræðir, er taiið aö þau hafi að meðaltali veriö milli sex og níu daglega. Á einum degi fundust 17 lík. Oft hafa þau verð svo illa leikin að þau hafa verið óþekkjanleg og stundum hafa þau fundizt svo fjarri aðstandendum að enginn hefur verið til að bera á þau kennsl. f?ó að saga ofbeldis og mann- réttindabrota í Guatmala sé löng og dapurleg telja margir að hún hafi aldrei fyrr orðið jafn blóði drifin og frá því Indíanarnir voru stráfelldir í Panzos. Frá því í júlí 1978, er Romeo Lucas Garcia, hershöfðingi, settist að völdum meö tilstyrk afturhaldsafla að lokn- um sýndarkosningum, hafa hundr- uö manna veriö beittir ofbeldi og pyntingum. Leynilegir kirkugaröar og fjöldagrafir hafa fundizt, líka frá fyrri tíö, því talið er a á tímabilinu 1966—76 hafi um 20 þúsund manns veriö drepnir af mann- drápssveitunum í Guatemala. Haldið hefur verið áfram á þeirri braut, sem var örugglega mörkuö á fyrstu sex mánuöum stjórnar Garcia. Morð hafa veriö framin daglega. Myrtir voru fyrirsvars- menn smábænda og þeirra, sem neituöu aö láta af hendi jaröir eða reyndu að endurheimta þær land- ranglega tekiö, kennara, stúdenta, í stuttu máli allra sem höföu forystu um að andmæla ákvöröun- um stjórnvalda og krefjast réttlæt- is. Amnesty International hefur ákveöið að rifja upp nokkur nöfn og atburöi úr þeirri sorgiegu sögu, sem einkennir tímabilið í Guate- mala frá 29. maí 1978 til 29. maí 1979. Hér er um að ræða fá dæmi um þau ofbeldisverk og þá kúgun, sem beitt hefur veriö. í sumum tilvikum er reynt að bregöa Ijósi á hópmorð og handtökur, með öör- um dæmum er vikiö að ránum eöa lífláti alþýðuforingja sem látnir voru hverfa til þess aö koma í veg fyrir hugsanlegt andóf gegn ákvöröunum stjórnvaldanna: í maí 1978 eru fjöldamorðin í Panzos eftirminnilegust. Þau eru einkennandi fyrir viðbrögö stjórn- valda gegn baráttu smábænda fyrir því að fá að halda áfram að erja þá jarðarskika, sem stjórnvöld eöa auöjöfrar ágirnast. Frá júnímánuði 1978 er minnst morösins á séra Hermogenes Lopez, sem var sóknarprestur í San José Pinula. Hann var drepinn 30. júní, daginn eftir aö dagblaö í Guatemala haföi birt áskorun frá honum um að hætt yröi aö kveðja unga Indiána til herþjónustu. Séra Lopez haföi einnig opinberlega andmælt áætlunum um aö taka vatn úr ám, sem smábændur höföu notaö til áveitna, en það átti aö nota í vatnsveitu til borgar. Amnesty telur þetta augljóst dæmi um þá hættu, sem vofir yfir öllum þeim þjónum kirkjunnar, sem á- kveða að hverfa frá hefðbundinni fylgispekt hennar við stjórnvöldin og taka til við aö berjast fyrir rétindum bláfátækra sveitamanna eða annarra öreiga. í júlímónuöi 1978 var Mario Mujia lögfræðingur verka- og námu- manna skotinn til bana eftir að skjólstæöingar hans höfðu reynt aö leita réttar síns. Áður en Mujia dó staöhæföi hann að kaupsýslu- maður í héraðinu þar sem deilur stóðu, væri valdur að tilræðinu, en Mujia hafði skipulagt samtök yerkamanna á plantekru hans. í ágústmánuöi 1978 sameinuðust þúsundir stúdenta, verkamanna og sveitafólks til andstöðu í höfuð- borginni Guatemala, þar sem mót- mælt var friösamlega fjöldamorð- um og morðinu á Mario Mujia. Síðustu vikur fráfarandi stjórnar höfðu friðsamlegir mótmælafundir veriö leyföir. En nú afnam Garcia, sem tekið haföi við forsetastörfum í júlí, þetta fundafrelsi og sigaöi lögreglu með kylfum og táragasi á fundrmenn. Þrjátíu manns voru fluttir stórslasaöir í sjúkrahús en um 200 hlutu minniháttar meiðsli. í september 1978 greinir annállinn frá upphafi verkfalls til mótmæla á 100% hækkun farmiöa með al- menningsvögnum. í október birti „Her andkommún- ista“ lista yfir nöfn fjandmanna sinna. Fyrsti píslarvottur dauöa- llstans, Oliverio Castaneda, forseti félags háskólastúdenta, var myrtur rétt eftir að hann hafði flutt ávarp byltingardaginn 20. október, þar sem hann haföi andmælt þeirri kúgun sem beitt var gegn verk- fallsmönnum í almenningsvagna- deilunni. Fleiri fórnir voru færðar vegna þessa verkfalls. Miquel Ang- el Ordonez, fyrirliöi verkafólks í glerverksmiöju, var drepinn af lögreglunni í kröfugöngu 5. okt. og Arnulfo Cifuentes Diaz fyrrverandi forseti sambands símritara, sem tók þátt í kröfugöngunni, var skotinn til bana er hann lagöi bifreiö sinni við hús sitt hinn 7. október. Þá e þess einnig minnst í annálnum að 4. október brauzt lögreglan inn í aðalpósthús höfuö- borgarinnar, en þar voru aðalstöö- var sambands opinberra starfs- manna. Þar handtók lögreglan 400 póstþjóna. Eftirmaður Oliverio Castaneda. Antonio Ciani, var gripinn 6. nóv- ember. Eftir þaö hefur ekkert til hans spurst. Hvarf hans er talið vera í tengslum viö baráttu stjorn- valda gegn háskólaborgurum. Hef- ur það einkum bitnaö á kennurum og nemendunum háskólans San Carlos, en stjórn Lucas Garcia hefur beitt þt'mikiili hörku. í desembermánuói var verka- mannaforinginn Pedro Quevedoy Quevedo drepinn. Hann var forseti verkamannasambands, sem enn hafði ekki fengið viöurkenningu stjórnvaldanna. Aðrir stjórnar- menn þess sambands voru síðar skráöir á lista Hers andkommún- ista yfir þá.sem síðan mega vera þess fullvissir að veröa drepnir þegar tími verður talinn til þess kominn. Hinn 25. janúar var þingmaöurinn Alberto Fuentes Mohr drepinn og sama dag verkalýðsforinginn og laganeminn Ricardo Matinez Sol- orzano. Mohr hafði bæði verið fjármálaráðherra og síðar utan- ríkisráöherra í stjórn Mendes Montenegro árin 1966—1970. Hann var búinn að stofna nýjan stjórnmálaflokk og var á leiö til varaforsetans að fá flokk sínn viöurkenndan er hann var drepinn. Nokkru síðar átti flokksþingið að hefjast. Morðið á Mohr er augljóst dæmi um þá hættu, sem vofir yfir öllum þeim, sem reyna að beita friðsamiegum stjórnmála- samtökum til andstöðu gegn ríkis- stjórninni. Manuel Andrade Roca var myrt- ur í febrúar. Hann var lögfræöing- ur verkamannasamtaka, sem leit- uöust við aö fá viöurkenningu stjórnvaldanna. Þá var hann einnig ráögjafi deildarforseta í háskólan- um í San Carlos. Morð hans telur Amnesty táknrænt fyrir áhættu þeirra, sem veita smábændum og verkamannasamtökum ráð til þess aö reyna aö ná rétti sínum löglega. Morð hans var einnig aðvörun til háskólans, sem stjórnvöld líta óhýru auga. Nafn háskólarektors er á lista dauöasveitanna yfir þá, sem taldir eru hættulegir og rétt- dræpir. í febrúarmánuði vekur annállinn einkum athygli á innrás fimmtán vopnaöra manna í ritstjórnar- skrifstofur blaösins El Grafico. Það gerðist snemma morguns hinn 15. febrúar. Enginn var þá staddur í skrifstofunum, og þess vegna varð ekki manntjón. Hins vegar var þar allt sundurtætt af byssukúlum og líkur bentu til að upphaflega hafi verið gert ráð fyrir að kveikja í húsinu, þó að af því yröi ekki. Ritstjórn þessa blaös hafði skýrt frá pólitískum morðum og fjölda þeirra, sem fundist höfðu látnir meö áverka eftir misþyrmingar. Þetta var fjóröa áhlaupiö sem gert var á skrifstofur þessa blaös frá því í október. Fyrrverandi borgarstjóri í höfuö- borg Guatemala, Manuel Colom, var formaður stjórnmálaflokks, sem undanfarin 18 ár hafði leitast viö að fá viðurkenningu stjórn- valda. Talið var að ef hún fengist, myndi Colom, sem var mjög vin- sæll, verða skæöur keppinautur í forsetakosningum 1982. En til þess mun ekki kom. Colom var drepinn 2.mars. Líflát hans er eitt af mörgum dæmum um hvers þeir mega vænta, sem gerast forystu- menn friösamlegrar stjórnarand- stöðu. Þegar eitt ár er liöiö frá fjöldamorðunum í Panzo kemur í Ijós að vegna þeirra moröa ofbeld- isverka, sem upp hafa veriö talin, hefur enginn veriö ákæröur eða sakfelldur. Þess ber einnig aö geta að í mörgum tilvikum eru einungis kunn nöfn þeirra sem fangelsaðir hafa veriö, pyntaöir eða drepnir, en margt huliö um öll málsatvik. Þá gefur fjöldi þeirra líkamsleifa, sem fundist hafa víðs vegar í landinu, litla hugmynd um hvað það var, sem olli því að þetta fólk var svipt lífi. Stundum hafa dauða- sveitirnar einnig birt nöfn venju- legra afbrotamanna, sem þær hafa tekið af lífi, en þannig eru allir, sekir og saklausir, sviptir öllu réttaröryggi og ofurseldir duttlung- um miskunnarlausra ofbeld- ismanna. Hér skulu enn nefnd nokkur dæmi um mannréttindabrot á því eina ári, sem leið frá því er fjöldamorðin voru framin 29. maí 1978: 7.júní 1978 var spænsk nunna, systir Raymunda Alonso, gerð landræk frá Guatemala eftir aö hafa setiö í fangelsi ákærö fyrir aö hafa hvatt Indiána til samstööu, sem leiddi til fjöldamorðanna í Panzos. 12. júní 1978 fóru Indiánakonur í hópgöngu frá San Juan Cotzal til Guatemalaborgar til þess aö mót- mæla því að 28 menn úr þorpum þeirra höföu veriö numdir á brott og horfið. Þær fullyrtu að atburöur sem varð fyrr í mánuðinum hefði þó verið átakanlegastur, en þá var bóndinn Juan Cabinal drepin á- samt tveim dætrum sínum er þau voru viö vinnu úti á akri. 29.júní 1978 var fyrirliði verka- mannasambands landsins, Jose Alberto Alvardo myrtur. 2. JÚIÍ 1978 skýrði blaðið La Nation frá því að skotið hefði veriö í þriðja skiptiö úr vélbyssu á hús Enrique Peralto Azurdia. Hann var efstur á kosningalista þjóölegu frelsis- hreyfingarinnar og hafði síðar vé- fengt réttmæti kosningaúrslitanna. 21-júlí spyr blaöið La Tarde hvort búiö sé aö hleypa nýju blóöi í dauðasveitirnar þar sem vitað sé um 30 manndráp á 8 dögum og fréttir hafi borist um leynileg fang- elsi þar sem menn séu yfirheyrðir dögum saman. 3. september 1978 skýrir blaðiö El Grafico frá því að undanfarna tvo mánuöi hafa fundist 50 lík meö áverkum, sem eru veittir til merkis um að vegendurnir hafi veriö úr hópum dauöasveitanna. 5. september 1978 hvarf Maria Eugenia Mendoza. Hún hafði staö- hæft að eiginmaöurinn, verkalýðs- foringi, heföi verið drepinn af herforingja. Þaö mál var aldrei rannsakað. 8.september Frú Mendoza fannst meövitundarlaus skammt frá heimili sínu í Huehuetenango. Hún haföi verið barin, bundin og kefluð, en áöur var henni hótað því aö hún og börn hennar yröu drepin ef hún hætti ekki að skipta sér af verka- lýösmálum. B.september 1978 voru 8 smá- óændur teknir af herlögreglunni samkvæmt beiðni landeiganda. Allir fundust þeir látnir. Sumum haföi veriö drekkt, aörir voru hengdir. 26-september 1978 Heriögregla handtók 15 smábændur í Olopa. Þeir voru allir drepnir og ættingj- um var meinað að jarða lík þeirra. 27.september. Aðstoöarborgar- stjórinn í Olopa fór til yfirvaldanna og krafðist þess aö ættingjar látnu mannanna fimmtán fengju líkin til greftrunar. Honum var rænt að heiman. Hann var myrtur. 12.október 1978 Leon Schlotter, lögfræöingi og heiöursforseta kristilega lýðræðisflokksins var sýnt banatilræöi. Hann slapp en bílstjóri hans var drepinn. 18.október 1978 birta ofbeldis- samtök, sem nefna sig „leyniher andkommúnista" lista yfir 38 menn, sem sagt er að séu rétt- dræpir. Á listanum eru nöfn kunnra manna úr hópum stúdenta, verkamanna- og smábændafor- ingja, blaðamanna og presta. 23.október 1978 Átta lík finnast á tveim sólarhringum. Talsmenn stjórnarinnar staöhæfa aö þaö séu lík glæpamanna. 13. nóvember 1978 Prófessor Hermes Perez Castaneda, borgar- stjóri í Acatenango fær skotsár í höfuð og deyr í sjúkrahúsi. 15.nóvember 1978 Kaupsýslu- manninum Marco Lopez er rænt. I7.nóvember 1978 Á einum sólar- hring finnast átta lík með augljós einkenni um að misþyrmingum hafi verð beitt fyrir líflát. 27. nóvember 1978 Bændur frá Olopa kvarta undan því að her- lögregla hafi undanfariö ár drepið 100 bændur og margir hafa verið neyddir til aö fara af jörðum sínum. Þeir fullyrða aö lögreglan hafi lagt eld að húsum manna í því skyni að flæma þafburt. 28. nóvember 1978 Lögreglan ber kennsl á 6 lík manna, sem drepnir hafa veriö af morðsveitum. Enn finnast fimm lík, sem bera augljós merki pyntinga. 6. desember 1978 Tveir fyrirliöar starfsfólks á hótelinu Camino Real

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.