Morgunblaðið - 11.10.1979, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 11.10.1979, Blaðsíða 48
/v -,/ , ' Siminn a afgreiðslunni er 83033 Fltreunblnbib ;Sími á ritstjórn og «krifstofu: 10100 !H*r0unliIflbid FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 1979 Ólafur biðst lausnar í dag ÞINGFLOKKUR og fram- kvæmdastjórn Framsóknar- flokksins höfnuðu í gær öll- um hugmyndum um þingrof og nýjar kosningar og var sú ákvörðun tekin þar að ólafur Jóhannesson forsætisráð- herra bæðist lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Morgun- blaðið spurði ólaf Jóhannes- son um það í gærkveldi, hver hefði orðið ákvörðun hans og kvaðst hann ekki geta skýrt frá því opinberiega, fyrr en hann hefði tilkynnt forseta íslands ákvörðun sína. A rikisstjórnarfundi árdegis í dag mun ólafur tilkynna ráðuneyti sínu þetta, en síðan er búizt við því, að hann gangi á fund forseta íslands siðdegis. Búizt er við því, að þegar er Ólafur hefur. tilkynnt forseta íslands, herra Kristjáni Eld- járn, þetta, muni forsetinn óska þess að ráðuneyti hans sitji áfram unz nýtt hefur verið myndað. Talið er að allir stjórnarflokkarnir muni á það fallast, nema Alþýðuflokkur- inn, sem skilyrt hafði áfram- haldandi veru sína í ríkis- stjórn því að alþingiskosn- ingar færu fram á þessu ári. Þá mun forseti íslands hefja viðræður við formenn stjórn- málaflokkanna og kanna möguleika á myndun nýrrar stjórnar. Þrír alþingismenn heilsa gestum við þingsetninguna i gær. Þingmennirnir eru ólafur G. Einarsson, Albert Guðmundsson og Matthías Á. Mathiesen. Ljoám.: Kristján. Alþýðuflokkur — Sjálfstæðisflokkur; Minnihluta- eða ut anþingss t j ór n ? MNGFLOKKUR sjálfstæðismanna ncrði í gær Ólafi Jóhannessyni íiiDoó um að stjórn hans sæti áfram fram að kosningum. gegn því að Ólafur ryfi þing og boðaði til kosninga í desember eftir að þings- ályktunartillaga sjálfstæðismanna hefði hlotið samþykki. Þessu höfn- uðu Framsóknarflokkur og Alþýðu- handalag síðdegis í gær. Hvorugur flokkurinn vildi standa að þingrofi. Miklar umræður urðu i þing- flokksherbergjum Alþingis í gær og á göngum þinghússins um það hver skyldi stýra landinu fram að kosn- ingum, sem búizt er við að fram fari fyrri hluta desember. Voru ýmsar stjórnarmyndanir ræddar og mun sitt hafa sýnzt hverjum. Rætt var um að ríkisstjórn Ólafs Jóhannes- sonar sæti áfram og ryfi þing, en Ólafur aftók slíkt með öllu. Þá var og rætt um minnihlutastjórn Al- þýðuflokksins, minnihlutastjórn Þingrof starfis- stjómar 1956 wi.ár’UR Jóhannesson forsætisráð- herra gaf til kynna í viðtali við fvíorgunblaðið í gær, að af formlegum á-!æðum teldi hann sér ekki heimilt að leggja til við forseta Islands, að hann ryíí ping, eftir að ríkisstjórninni hefði verið veitt lausn. Þegar ríkisstjórn Ólafs Thors, sam- stjórn Sjálfstæðisflokks og Framsókn- arflokks, baðst lausnar í mars 1956 gerðist það eftir að forseti hafði fallist á iausnarbeiðnina, að hann samþykkti tillögu „starfandi" forsætisráðherra um þingrof og nýjar kosningar. Áður en forseti, sem þá var Ásgeir Ásgeirs- son, féllst á tillögu Ólafs Thors hafði hann gengið úr skugga um, að meiri- hluti Alþingis var samþykkur því, að þing skyldi rofið og gengið til kosninga. Nánar er fjallað um þetta mál og aðrar hliðar þeirrar stöðu, sem nú er komin í stjórn landsins í greininni: „Ifvað gerir ólafur?“ á miðopnu blaðs- Sjálfstæðisflokk.sins og loks utan- þingsstjórn. Morgunblaðið spurði Geir Hallgrímsson, formann Sjálfstæðis- flokksins, um þessar umræður og sagði hann að ræddir hefðu verið ýmsir möguleikar, ef svo færi að núverandi ríkisstjórn vildi ekki framfylgja vilja meirihluta þingsins og rjúfa þing og efna til kosninga á þessu ári. Hann kvað ljóst að þing- meirihluti væri fyrir slíku eltir að hann og formaður þingflokks Sjálf- stæðisflokksins hefðu flutt um það tillögu til þingsályktunar, sem væri samhljóða tillögu, sem alþýðu- flokksmenn hefðu flutt innan ríkis- stjórnarinnar. Morgunblaðið spurði Geir, hvort minnihlutastjórnin yrði liklegri að hans mati, Álþýðuflokks eða Sjálf- stæðisflokks. „Um það get ég ekkert sagt á þessu stigi málsins," sagði Geir Hallgrímsson. Þá spurði Morg- unblaðið, hvernig Sjálfstæðisflokk- urinn liti á utanþingsstjórn og kvað hann flokkinn ekki hafa gert upp hug sinn til slíkrar ríkisstjórnar. Benedikt Gröndal, formaður Al- þýðuflokksins, sagði í samtali víð Morgunblaðið í gær, að ráðherrar Alþýðuflokksins væru til viðtals um fyrirkomulag um sljórn landsins, ef Framsóknarflokkur og Alþýðubandalag féllust á kosningar á þessu ári. „Geri þeir það ekki förum við úr ríkisstjórninni, hvað sem tautar," sagði Benedikt. Samkvæmt upplýsingum Lúðvíks Jósepssonar, formanns Alþýðubandalagsins, fól þingflokkur Alþýðubandalagsins ráðherrum sínum síðdegis í gær að leggja fram í ríkisstjórninni bókun um afstöðu Alþýðubandalagsins. Lúðvík ítrekaði í gærkveldi þá afstöðu sína, að þingrof nú og kosningar í desember væru ábyrgðarlaus aðgerð. Óvíst hverjir verða forsetar þingsins ÞINGFLOKKUR Alþýðuflokks- ins sendi í gær öðrum þing- flokkum tillögu um að við kjör forseta Alþingis, sem fram á að fara í dag, yrði þingstyrkur látinn ráða um skipan forset- anna. Er þetta tilboð kom fram, höfnuðu bæði Framsóknarflokk- ur og Alþýðubandlag þessu til- boði og kröfðust framsóknar- menn þess að samkomulag, sem ríkisstjórnarflokkarnir þrír höfðu orðið ásáttir um, gilti áfram, þ.e. að forsetar siðasta þings yrðu allir endurkjörnir. Þetta mál varð ekki útrætt manna á meðal í gær. Geir Hallgrímsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að yrði ekki samkomulag um kjör for- seta þingsins milli allra flokka, yrði að leita sem víðtækastrar samstöðu í samræmi við þing- styrk flokkanna. Ef tillaga Alþýðuflokksins hefði náð fram að ganga, hefði sjalfstæðismaður orðið forseti Sameinaðs þings, alþýðuflokks- maður og alþýðubandalagsmaður deildaforsetar, fyrsti varaforseti Sameinaðs þings framsóknar- maður o.s.frv. Sighvatur Björg- vinsson, formaður þingflokks Al- þýðuflokksins sagði í gær um tillöguna, að þingflokkur Alþýðu- flokksins hefði talið eðlilegt, að skipta forsetum þingsins bróður- lega milli flokka eftir þingstyrk, í ljósi þess að forsetar þingsins væru kosnir án þess að meiri- hluti væri á Alþingi. Islenzka sendiráðið í Moskvu: Hljóðnemum komið fyrir í bíl sendiráðsritarans MORGUN einn í ágúst s.l. þegar Sigríður Snævarr ritari í íslenzka sendiráðinu í Moskvu kom út í bifreið sína veitt hún því athygli að brotizt haíði vcrið inn í bifreiðina um nóttina og komið þar fyrir leiðslum og hljóðnemum. Óli Örn Andreassen kvikmyndagerðar- maður, sem fór á kvikmyndahátíð í Moskvu í ágúst og varð þá fyrir þeirri óskemmtilegu lífsreynslu að þurfa að dúsa eina nótt í sovézku fangelsi vegna smávegis misfellu f vegabréfi, skoðaði bifreið Sigríðar. Morgunblaðið bað hann að segja frá þessu íjiáli: — Ég fór í eitt skipti upp í bílinn til Sigríðar, en það er splunkunýr Volvo, sem systir hennar hafði komið með heim til Moskvu skömmu áður. Ég varð alveg undrandi þegar ég steig á einhverja snúru á gólfinu og ég spurði Sigríði hverju þetta sætti, því að ég vissi ekki til þess að snúrur væru á þessum stað í Volvo. Sigríður sagði mér að einn morguninn þegar hún fór að keyra bílinn hefði hún tekið eftir snúrum og öðrum búnaði sem ekki hefði verið í bílnum kvöldið áður. Rúss- arnir höfðu sem sagt komið um nóttina, komizt á einhvern hátt inn í bílinn og sett útbúnaðinn þar upp. Ég fór auðvitað að kíkja betur í kringum mig þegar Sigríður hafði sagt mér þetta og mér tíl mikillar furðu sá ég snúrur og hljóðnema Sigríóur öli örn hér og þar í bílnum, í mælaborðinu og víðar. Þetta var svo klaufalega sett upp að hvert barn hlaut að taka eftir því en ég tel líklegt að þeir hafi gert það með ásettu ráði. Ég tel líklegast að kerfið sé a.m.k. tvöfalt, hluti þess eigi að sjást og þá væntanlega fjarlægjast en ann- ar hluti sé rækilega falinn. Sig- ríður tók sígarettukveikjarann út og sýndi mér hann og þar var hljóðnemi. Hannes Jónsson sendiherra var á íslandi þegar búnaðurinn var settur í bifreið Sigríðar og vildi hún ekkert gera í málinu fyrr en hann kæmi aftur til Moskvu. Hún gerði nú hálfpartinn grín að þessu og sagðist stundum blóta Rússum hressilega á íslenzku í tækin og láta þeim eftir að þýða orðbragðið, sagði Óli Örn Andreassen. Hann sagði að lokum að þetta væru ekki einu raunir Sigríðar vegna bílsins því að eina nóttina var ekið utan í bílinn, þar sem hann stóð við sendiráðið og var hann skemmdur talsvert. Hefur hún enga hugmynd um það hver tjóninu olli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.