Morgunblaðið - 11.10.1979, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 11.10.1979, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 1979 vtfP MORöJK) KAFF/NO GRANI GÖSLARI Sama stað næsta fimmtudags- kvöld! Að tryggja kaup- mátt launa á vinstri- stjórnarmáli . . .já, en pabbi, þú skilur það: Mig langaði að vera slökkviliðs- maður! Velvakandi góður. Einu sinni áður hefi ég sent þér línu og þakka birtinguna. Ég verð að bæta nokkru við og nú er af nógu að taka. Ég var að fá launatöfluna fyrir sept. frá verka- lýðsfélaginu mínu. Þar stendur svart á hvítu, að laun verka- mannsins í 4. flokki sem eru frystihúsastörf o.fl. séu komin í kr. 1293 um tímann. Þetta þýðir fyrir vinnuvikuna 51.270 kr. eða rúmar 200 þúsund kr. á mánuði og á þessu á ég að lifa fyrir mig og mína. Þetta er þá öll dýrð vinstri hjarðarinnar sem hefir ríkt í rúmt ár og er alltaf að auka kaupmátt launanna (afturábak?). Á þessum 13 mánaða valdaferli hefir kaupið mitt hækkað um 30% en öll vara um rúm 100%. Þetta þýðir á vinstristjórnarmáli að tryggja kaupmátt launa. En ráðherralaun eru ekki skorin við nögl og það var nauðsynlegt að byrja með þak- lyftingu til þeirra sem höfðu mestu launin áður. Það er ekki að furða þótt raðherrastólarnir verði nú yfirgefnir með tárvotum augum. Kaupmáttaraukning vinstri stjórnarinnar hefir alltaf verið sú að níðast á þeim lægst launuðu. Þetta hefir reynslan sýnt gegnum árin. Allar matvörur hafa hækkað yfir 100%. Það er svo sem von að ráðamenn dagsins í dag sem allt þóttust geta í upphafi, séu hreyknir af svona frammistöðu. Og ekkert heyrist í verkalýðs- forystunni nema það að stærsta félagið Dagsbrún harmar, að ekki skuli vera haldið áfram á sömu braut, þ.e. kaup vinnandi manns skert, til þess að þeir með hæstu launin geti hirt sínar prósentur og foringjar verkalýðsins hafa kaup af okkar litlu kjörum fyrir að vernda „böðla verkalýðsins" á vinstristjórnartímum, þótt þeir opni ginið upp á gátt þegar aðrir BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Sjaldan er áhatasamt að spila út undan ás gegn trompsamningi 1 í upphafi spils. Þess vegna ætti, þegar spilað er við reynda og hugsandi spilara að gera ráð fyrir, að slíkum brögðum sé ekki beitt. Suður gaf, austur-vestur á Norður S. ÁG H. 1076 T. K2 L. KD8763 Austur S. K8 H. 853 T. ÁD93 L. G1094 Suður S. D94 H. ÁKDG94 T. 1065 L. 2 Vestur spilaði út tígulfjarka gegn fjórum hjörtum suðurs og sá sagnhafi auðvitað, að þetta yrði eini möguleikinn til að fá á kónginn. En það reyndist heldur illa. Austur tók með ásnum og hann sá strax, að sennilega ætti vestur gosann. Annars hefði sagnhafi látið lágt frá blindum þó ekki væri nema til að tryggja sér slag á litinn enda með minnst þrjú spil í tíglinum ef marka mátti útspilið. Og í von um, að vestur spilaði spaða til baka spilaði austur næst lágum tígli undan drottningunni. Vestur sá strax til hvers var ætlast og skipti í spaða. Og eftir þetta happadrjúga upphaf komst vörnin ekki hjá, að fá fjóra slagi. Einn niður. Suður vinnur auðveldlega svona spil sætti hann sig við að gefa tvo slagi á tígulinn. Lítur heldur á spilið í heild og sér þá að hættan í spilinu liggur í, að austur eigi spaðakónginn en þá má vestur ekki fá slag fyrr en fundinn hefur verið staður fyrir helst tvo spaða. Þetta er auðveldast með því að láta lágan tígul frá blindum í fyrsta slag en með því er ein innkoma tekin af vestri og þegar hann fær á laufásinn er allt um seinan. Sagnhafi getur þá parker- að tveim spöðum í laufhjónin og gefur aðeins þrjá slagi. hættu. Vestur S. 1076532 H. 2 T. G874 L. Á5 COSPER Haltu þér saman, drengur, þú fælir fiskana! ^ ff- « 1 *■ > TT^ * ^ Eftir Evelvn Anthony __Lausnargjald 1 Persiu 84 að mannrán og samningar yrðu of flóknir i þessu sambandi og kæmu ekki i veg fyrir að Ims- han yrði að yeruieika i höndum Logans. Hann hafði ekki verið á topp- fundinum i Mtinchen en hann vissi að rikisstjórn hans hafði lagt tillögu fram um að keisar- anum yrði sýnt banatilræði vegna þess að það væri örugg- asta leiðin til að losna við evrópska félagið. En jafnskjótt og Khorvan sagði rússneskum tengiliðum sinum frá þvi að Kelly hefði byrjað samningavið- ræður við keisarann höfðu sam- tökin lagt á ráðin og njósnarar þeirra hófust handa af fullum krafti við makk af öllu tagi. KGB hafði veitt ágæta aðstoð, sérstaklega verið innanhandar við að afla upplýsinga up einka- líf Logan Fields. Ást sú sem hann hafði á dóttur sinni var á allra vitorði. Undirbúningi var hraðað, teknar voru upp við- ræður við Peters og lið hans og siðan öllu hrundið í fram- kvæmd. Sýrlendingarnir áttu ekki annarra kosta völ en fallast á þetta, það var of áhættusamt að treysta á morð, það hafði verið reynt að koma keisaranum fyr- ir kattarnef áður og jafnan mistekizt, ekki hvað sizt sakir þess hve Ardalan stóð vel i sinu stykki. Keisarinn var um- kringdur öflugustu öryggis- gæzlu i heimi. Það eina sem hægt var að gera til að koma á hann höggi var i gegnum oliufé- lagið. Homsi fékk sér tyrkneskt kaffi og byrjaði að semja skýrsluna til Damaskus. Hann lagði áherzlu á að Field hefði sýnt nokkra mótspyrnu, en sin skoðun væri samt að ástæða væri til bjartsýni, því að hótan- ir um að konu hans yrði mis- þyrmt á þennan veg höfðu vakið andstyggð hans og ólýs- anlega skelfingu. Og ef hann hikaði við að svara væri liklega eins gott að sýna honum fram á að full alvara hefði verið að baki þvi, sem hann hafði sagt. Klukkan fimm siðdegis var Ardalan hefshöfðingi að lesa skýrslu mannsins sem fylgzt hafði með Said Homsi og fundi hans með Logan Field. Hann hafði áttað sig á því að James Kelly var ekki hreinskilinn við hann. Sagan sem honum hafði verið sögð var ósönn, til þess gerð að breiða i skelfingu yfir eitthvað annað. Hvað sem þessi viðskiptafulltrúi sýrlenzka sendiráðsins vildi Logan Field þá var það minnsta kosti ekki að selja honum stolin handrit. Hins vegar benti allt til þess að Said Homsi kynni sitt fag. Val hans á fundarstaðnum með Logan Field var eitt dæmi um það. Fjölmennur staður þar sem engin hætta væri á að athygli yrði veitt sýrlenzkum og evrópskum manni í samræð- um. Maður Ardalans hafði einn- ig séð þegar Logan Field hafði myndað sig til að berja Sýrlend- inginn. Hann hiaut þar af leið- andi að hafa sagt eitthvað sem honum hafði stórlega mislikað. Það var ekki likt Logan Field að missa stjórn á skapsmunum sinum. Og siðan hafði maður- inn veitt því athygli hversu sjúklegt útlit Fields var þegar hann hélt á braut. Og hann hafði ekki farið álelöis til húss Kellys heldur rakleitt til Hiltonshótclsins þar sem að- stoðarmaður hans bjó. Hún hafði komið í skyndi frá skrif- stofunni til fundar við hann nokkru siðar. Ardalan gluggaði i skýrsluna aftur og hugsaði sitt. Hann hafði verulegan áhuga á þessu máli. Logan Field var mjög mikilsháttar maður i hinum vestræna heimi. Hann var ráða- maður í stóru oliuféiagi og það var trúlegt að hann ætti sér marga óvildarmenn. Hann stóð nú í erfiðum samningaviðræð- um i Iran og niðurstaða þeirra viðræðna gat skipt sköpum í efnahagslifi Vesturlanda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.